Morgunblaðið - 03.01.1986, Side 26
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Doris 15. jan.
Bakkafoss 30. jan.
Doris 12. feb.
Bakkafoss 25. feb.
NEW YORK
Doris 13. jan.
Bakkafoss 28. jan.
Doris 10. feb.
Bakkafoss 24. feb.
HALIFAX
Doris 18. jan
Doris 15. feb.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Álafoss 6. jan.
Eyrarfoss 12. jan.
Alafoss 19. jan.
Eyrarfoss 26. jan.
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 13.jan.
Alafoss 20. jan.
Eyrarfoss 27. jan.
ANTWERPEN
Álafoss 7. jan.
Eyrarfoss 14. jan.
Álafoss 21. jan.
Eyrarfoss 28. jan.
ROTTERDAM
Álafoss 8. jan.
Eyrarfoss 15. jan.
Alafoss 22. jan.
Eyrarfoss 29.jan.
HAMBORG
Álafoss 9. jan.
Eyrarfoss 16. jan.
Álafoss 23. jan.
Eyrarfoss 30. jan.
GARSTON
Fjallfoss 20. jan.
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Skógafoss 5. jan.
Reykjafoss 12. jan.
Skógafoss 19. jan.
Reykjafoss 26. jan.
KRISTIANSAND
Skógafoss 6. jan.
Reykjafoss 13. jan.
Skógafoss 20. jan.
Reykjafoss 27. jan.
MOSS
Skógafoss 7. jan.
Reykjafoss 14. jan.
Skógafoss 21. jan.
Reykjafoss 28. jan.
HORSENS
Reykjafoss 17. jan.
Reykjafoss 31. jan.
GAUTABORG
Skógafoss 8. jan.
Reykjafoss 15. jan.
Skógafoss 22. jan.
Reykjafoss 29.jan.
KAUPMANNAHÖFN
Skógafoss 9. jan.
Reykjafoss 16. jan.
Skógafoss 23. jan.
Reykjafoss 30. jan.
HELSINGJABORG
Skógafoss 10. jan.
Reykjafoss 16. jan.
Skógafoss 23. jan.
Reykjafoss 30. jan.
ÞÓRSHÖFN
Skógafoss 12. jan.
Reykjafoss 19. jan.
Skógafoss 26. jan.
Reykjafoss 2. feb.
Áætlun innanlands.
Vikulega: Reykjavik, ísa-
fjörður, Akureyri.
Hálfsmánaöarlega: Húsa-
vík, Siglufjörður, Sauðár-
krókur, Patreksfjöröur og
Reyðarfjöröur.
EIMSKIP
Pósthússtræti 2.
Sfmi: 27100
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR3. JANÚÁR1986
Yeltsin tekur
við af Grishin
sem yfirmaður kommúnistaf lokksins í Moskvu
Moskvu, 27. des. AP.
VIKTOR V. Grishin lét' á þriöjudag af embætti yfirmanns kommúnista-
flokksins í Moskvu. Við þeirri stööu tók Borish N. Yeltsin, 54 ára, en vegur
hans á meöal ráðamanna í Kreml er nú talinn fara mjög vaxandi.
Flak DC-3-flugvélarinnar.
Flugslys:
AP/Slmamynd
Ricky Nelson ferst
með hljómsveit sinni
De Kalb, Texas, 2. janúar. AP.
BANDARÍSKI söngvarinn Ricky
Nelson lést í flugslysi ásamt fimm
meðlimum hljómsveitar sinnar og
heitkonu sinni, er DC-3-flugvél hans
fórst í Noröaustur-Texas síðari
hluta gamlársdags. Nelson var á
lcið til Dallas, þar sem hann hugðist
halda nýárshljómleika. Flugmaöur
og varaflugmaður vélarinnar kom-
ust lífs af og er sá síðarnefndi tal-
inn í lífshættu.
Nelson varð fyrst þekktur í
Bandaríkjunum á sjötta áratugn-
um fyrir leik í sjónvarpi, þar sem
hann lék ungling í framhalds-
myndaflokki, sem hét „Adventures
of Ozzie and Harriet". Á sjöunda
áratugnum varð hann þekktur
popptónlistarmaður og varð hann
þekktastur fyrir lögin „Travelin’
man“ og „Mary Lou“. Á áttunda
áratugnum dalaði frægð hans
nokkuð.
Ekki er kunnugt um orsakir
flugslyssins, en skyldmenni eins
hljómsveitarmeðlimsins sem fórst,
segir að erfiðieikar hafi verið með
annan hreyfil vélarinnar.
Grishin, sem er 71 árs að aldri,
hefur átt sæti í stjórnmálaráði
sovézka kommúnistaflokksins í 24
ár eða iengur en nokkur annar
núverandi fulltrúi þar. Hefur
Grishin jafnframt verið talinn í
röð mestu valdamanna flokksins.
Yeltsin hefur að undanförnu
verið framkvæmdastjóri mið-
stjórnar kommúnistaflokksins
varðandi áætlanagerð á sviði hús-
bygginga og vélaframleiðslu. Talið
er víst, að með því að skipa hann
yfirmann flokksins í Moskvu hafi
Mikhail Gorbachev flokksleiðtogi
enn náð að efla völd sín og styrkt
stöðu sína innan flokksdeildarinn-
ar í Moskvu, sem lengi hefur verið
afar áhrifamikil í sovézkum
stjórnmálum.
Yeltsin er álitinn hafa mikil
tengsl við ýmsa menn, sem hafizt
hafa til valda innan sovézka
stjórnkerfisins að undanförnu. í
þeirra hópi eru menn eins og
Nikolai I. Ryzhkov forsætisráð-
herra og einn nánasti samstarfs-
maður Gorbachevs nú, en einnig
aðstoöarforsætisráðherrarnir
Yakov A. Ryabov og Lev A. Voron-
in.
Grishin, sem var skipaður yfir-
Ný skoðanakönnun í Noregi:
Fleiri styðja Gro en Káre
- í embætti forsætisráðherra
Osló, 2. janúar. Frá Jan Erík Laure, fréUaritara Morgunblaösins.
GRO Harlem-Brundtland hefur
í fyrsta sinn frá árinu 1983
nu
hlotið stuðning fleiri Norömanna
til embættis forsætisráöherra en
núverandi oddviti ríkisstjórnar-
innar, Káre Willoch, leiðtogi
Hægriflokksins.
í skoðanakönnun, sem birt var
rétt fyrir áramótin, kváðust 42%
aðspurðra vilja fá Gro í embætti
forsætisráðherra, en 40% vildu
halda í Káre. I ágústmánuði síð-
astliðnum hlaut núverandi for-,
sætisráðherra hins vegar stuðn-
ing 46% aðspurðra, en aðeins
36% studdu Gro Harlem Brundt-
land, leiðtoga Verkamanna-
flokksins.
Að því er varðar skiptingu
milli stjórnmálaflokkanna nýtur
Verkamannaflokkurinn nú með-
vinds á sama hátt og oddviti
hans. í könnuninni kváðust 43%
aðspurðra mundu kjósa Verka-
mannaflokkinn, yrði kosið nú.
Er það hagstæöara hlutfali en
flokkurinn hefur notið um árabil.
Harlem-Brundtland hefur ver-
ið mjög ánægð með þessar niður-
stöður og sagt, að ekki sé ólíklegt,
að hún muni taka við forsætis-
ráðherraembættinu fyrir næstu
kosningar til Stórþingsins 1989.
Heldur hún, að annarhvor af
samstarfsflokkum Hægriflokks-
ins í ríkisstjórninni, Miðflokkur-
inn eða Kristilegi þjóðarflokkur-
inn, muni geta hugsað sér sam-
starf við Verkamannaflokkinn
fyrir kosningarnar — en það
hlyti að leiða til stjórnarskipta.
maður flokksdeildarinnar í
Moskvu 1967, er í hópi þeirra, sem
risu til valda í stjórnartíð Leonid
Brezhnevs, fyrrum flokksleiðtoga.
í frásögn TASS-fréttastofunar af
mannaskiptunum var ekki greint
frá því, hvort Yeltsin mundi fá
sæti í stjórnmálaráðinu né heldur,
hvort Grishin ætti eftir að víkja úr
sæti sínu þar.
Líklegt er þó talið, að Grishin
verði einnig látinn víkja þar og á
það bent, að Nikolai A. Tikhonov
hafi farið úr stjórnmálaráðinu,
eftir að hann lét af embætti for-
sætisráðherra fyrr á þessu ári.
Uganda:
Hóta gagn-
aðgerðum
- vegna manndrápa
stjórnarhersins
Nairobi, Kenya, 27. deaember. AP.
YOWERI Museveni, fóringi skæru-
liðahreyfingarinnar, sem samdi um
frið viö Ugandastjórn í síðustu viku,
sagði í gær, að stjórnvöld í landinu
virtust ófær um að koma í veg fyrir
hryðjuverk stjórnarhermanna.
Museveni sagði á blaöamanna-
fundi, að hann teldi sig enn bund-
inn af vopnahléssamningnum, sem
undirritaður var í Nairobi 17.
desember síðastliðinn, en varaði
eindregið við áframhaldandi dráp-
um á saklausum borgurum. Kvað
hann svo geta farið, að hermenn
hans ættu engra annarra kosta völ
en að grípa til varnaraðgerða.
Fréttir hafa borist um, að yfir
sex tugir manna hafi verið felldir
í grennd við Kampala, höfuðborg
landsins, og á svæðum, sem stjórn-
arherinn hefur á valdi sínu, frá
því að friðarsamningurinn gekk í
gildi.
Museveni sagði, að margir
manna sinna væru óánægðir með
samninginn, en engir borgarar
hefðu verið drepnir á yfirráða-
svæðum skæruliöahreyfingarinn-
ar, enda væri agi meðal liðsmanna
góður.
Noregur:
Ekkert gas og engin olía
á „Gullblokkar-svædinu"
Eins og köld gusa framan í olíuríkið
Osló, 2. janúar. Prá Jan Erik Laure, fréUnrilarn Morgunblaðsins.
„OLIU-NOREGUR“ hefur oröið fyrir miklu áfalli. Komið hefur 1 Ijos,
aö hið svokallaöa „Gullblokkar-svæði“ í Norðursjó, sem allir sérfræð-
ingar töldu öruggt, að hefði að geyma stórkostlegar lindir gass og olíu,
er galtómt. Mun þetta hafa ófyrirsjáanleg áhrif á rekstur margra fyrir-
tækja í olíuiönaöinum, auk þess að valda norska ríkinu umtalsveröum
skakkaföllum. Eins kann svo aö fara, að olíuleitinni verði nú í auknum
mæli beint á önnur svæði, bæði norðan og sunnan 62. breiddarbaugs.
Það var slegist um að fá
vinnsluréttindi á Gullblokkar-
svæðinu í Norðursjó. Allar jarð-
fræðilegar rannsóknir bentu til,
að þar væri að finna mikið magn
gass og olíu. Var vinnslusvæðinu
að umfangi til jafnað við
Ekofisk-svæðið.
Norsk Hydro hefur nú borað
margar tilraunaholur á Gull-
blokkar-svæðinu. Engin þeirra
hefur gefið neina olíu, og fátt
hefur fundist ummerkja um gas
eða olíu. Vonbrigðin innan norska
olíuiðnaðarins eru gífurleg. Eng-
inn getur gert sér grein fyrir,
hvers vegna jarðfræðirannsókn-
irnar hafa brugðist svo gersam-
lega. Giskað hefur verið á, að
gas- og olíulindirnar hafi „flúið“
til annarra svæða, sem nú er verið
að búa undir vinnslu, m.a. hins
svokallaða „Gullfaxa-svæðis",
sem er í grenndinni.
Káre Kristiansen, orku- ogolíu-
ráðherra Noregs, segir, að ríkið
verði að úthluta olíufélögunum
nýjum leitarsvæðum vegna þess
að Gullblokkar-svæðið hafi
brugðist; slík ráðstöfun sé nauð-
synleg, eigi norski olíuiðnaðurinn
að geta haldið starfseminni gang-
andi á næsta áratug.
Mörg af þeim olíusvæðum, sem
nú eru nýtt, eru um það bil að
tæmast. Eigi norska ríkið að geta
reitt sig svipaðar tekjur af olíu-
vinnslunni og fengist hafa undan-
farin ár, verður að finna ný svæði.
Finnist þau ekki, verður landið
gjaldþrota.
Þetta mun hafa í för með sér,
að aukin áhersla verður lögð á að
kanna hugsanleg olíusvæði úti
fyrir strönd Norður-Noregs. Mikl-
ar sviptingar hafa verið um það
á pólitískum vettvangi, hversu
hratt skuli fara í þessum rann-
sóknum. Hefur m.a. verið deilt
um, hvort rétt væri að halda uppi
könnunar- og tilraunaborunum
allt árið - með tilliti til þeirrar
hættu, sem það hefur í för með
sér. Einkum eru það sjómenn, sem
hafa verið mótfallnir leit allt árið
og miklum hraða viö verkið; hafa
þeir bent á hættu, sem slíkt gæti
haft í för með sér fyrir sjvarút-
veginn.
Gullblokkar-áfallið kemur eins
og köld gusa framan í olíuríkið
Noreg. Ef til vill líður ekki á
löngu, áður en norska ríkið verður
á nýjan leik að leita eftir lánum
erlendis til þess að standa undir
kostnaði vegna velferðarinnar í
landinu.