Morgunblaðið - 03.01.1986, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
38
Minning:
Jónína Þórdís
Helgadóttir
Jónína Þórdís Helgadóttir er
látin. Hún lézt í Landspítalanum
aö kvöldi 23. desember eftir stutta
legu.
Þórdís fæddist 2. marz 1906 í
Reykjavík, næst elst ellefu barna
hjónanna Friðrikku Pétursdóttur
og Helga Jónssonar, sem lengst
af var kenndur við Tungu.
Skólagöngu stundaði hún að
þeirra tíma sið og fór ung að vinna
þau störf sem þá buðust, sem voru
helzt fisk- eða kaupavinna.
Árið 1930 giftist Þórdís Gísla
Sigurðssyni, bátsmanni, og stofn-
uðu þau heimili að Hörðuvöllum í
Hafnarfirði. Þórdís og Gísli eign-
uðust þrjú börn, tvær dætur, Auði
og Helgu, sem báðar eru búsettar
í Bandaríkjunum, og son er lézt
nokkra daga gamall. Auk þess voru
á heimilinu um tíma tvær af þrem-
Fæddur 7. ágúst 1912
Dáinn 24. desember 1985
Föðurbróðir minn Friðrik
Hjartarson lést á aðfangadag jóla.
Friðrik verður mér ávallt hug-
stæður fyrir þann hlýleika og alúð
sem hann sýndi okkur systkinun-
um á uppvaxtarárunum.
^ Friðrik var einn fimm systkina
sem misstu föður sinn á unga
aldri. Það var móðurinni um megn
að sjá fyrir öllum börnunum og
því skildust leiðir. Frá níu ára
aldri var faðir minn þó samtíða
Friðrik, en þá dvöldust þeir báðir
á Uppsölum í Norðurárdal. Vin-
skapur þeirra hélst eftir að þeir
fluttu til Reykjavíkur. Þeir byggðu
saman hús við Rauðalæk ásamt
bróður sínum Kristjáni. Þar
bjuggu þeir allir í fjöida ára, ein-
mitt á þeim tíma sem ég var að
vaxa úr grasi. Mikill samgangur
var því milli fjölskyldu minnar og
Friðriks, en hann var ógiftur og
bjó einn eftir að hann missti fóst-
urmóður sína.
Friðrik vann hjá Togaraaf-
greiðslunni þegar ég man fyrst
ur dætrum gísla af fyrra hjóna-
bandi. Gísla missti hún árið 1941,
en hann fórst með togaranum
Sviða frá Hafnarfirði.
Seinni maður Þórdísar var Haf-
steinn Björnson, miðill. Þau eign-
uðust einn son, Gísla. Þórdís var
Hafsteini stoð og stytta í starfi
hans, ferðaðist með honum heima
og erlendis í um 30 ára skeið.
Við Þórdís kynntumst fyrir um
15 árum. Síðan eftir að hún varð
ein, eftir mitt ár 1976, varð vinátta
okkar enn nánari. Það liðu ekki
margir dagar þannig að við töluð-
um ekki saman. Alltaf var hún söm
og jöfn, vildi allt fyrir vini sína
gera og gerði oft meira en heilsan
leifði, sérstaklega eftir að aldurinn
færðist yfir hana. Þætilegt mjög
var að vera samvistum við hana.
Skapið alltaf gott og húmorinn í
eftir honum, en hóf síðar störf
hjá Landspítalanum og vann þar
til sjötugs. Þar voru þeir Kristján
bróðir hans reyndar samstarfs-
menn. Friðrik var alla tíð ósér-
hlífinn og traustur starfsmaður.
Sem drengur sótti ég mikið til
Friðriks. Hann kom mér fyrir
sjónir sem mjög rólyndur maður
og barst lítið á. í reynd var hann
þó ákveðinn og bjó yfir mun meiri
krafti en ætla mátti af rólyndis-
legu yfirbragðinu.
Friðrik var einstaklega barngóð-
ur eins og tíðar heimsóknir okkar
systkinanna til hans gáfu til
kynna. Ég þykist vita að öll þau
börn sem kynntust honum hafi
sömu sögu að segja.
Ég á margar góðar minningar
um Friðrik frá þessum árum.
Hann var ekki einungis frændi,
heldur einnig vinur, þrátt fyrir
mikinn aldursmun okkar. Hélst sá
vinskapurallatíð.
Ég kveð Friðrik með söknuði og
þakklæti fyrir allar þær ánægju-
stundir sem við áttum saman.
Daði Örn Jónsson
lagi. Ég furðaði mig oft á þessu,
því ég vissi að líf hennar var ekki
alltaf dans á rósum.
Ég og fjölskylda mín þökkum
þér, Dísa mín, fyrir samfylgdina,
vináttu sem aldrei bar skugga á,
og vottum jafnframt börnum þín-
um, tengda- og barnabörnum,
dýpstu samúð, og kveðjum þig með
Á aðfangadag jóla andaðist í
Landakotsspítala móðurbróðir
minn og góður vinur, Friðrik
Hjartarson, en þangað hafði hann
verið fluttur daginn áður er hann
kenndi sér skyndilegs lasleika.
Þrátt fyrir að hann hafi verið
fremur heilsutæpur hin síðari ár
kom andlát hans nú á óvart, því á
þessu ári hafði heilsa hans verið
með besta móti. Eins og svo oft
áður á hátíðis- og tyllidögum var
Friðrik frændi minn væntanlegur
til fjölskyldu minnar á aðfanga-
þessum ljóðlínum Jóns Thorodds-
ens;
Og þó að þér um andlit svelli
andviðri heims og rauna él,
mótlætis högl á brjóst þitt belli,
berðu þig karlmannalega og vel
Illviðri tíðar endafær,
eilífðar dagur ljómar skær.
Lilja Viktorsdóttir
Svo þegar loksins legst ég hvíldar til
og líf og starf og frændur við ég skil.
Og þegar ljós ei lengur augað sér
þú líknin allra vertu þá hjá mér.
Jónas Þorbergsson
Dísa systir er farin í síðasta
ferðalagið, það sem liggur fyrir
okkur öllum. Og við systur hennar
sem kveðjum hana hér með nokkr-
um orðum samgleðjumst henni,
hún var orðin þreytt og þráði sjálf
að flytja. Hún vissi að ferðin var
stutt og að hel er fortjald en hinu-
megin birtan er.
Jónína Þórdís, eins og hún hét
fullu nafni, hefði orðið áttræð 2.
marz á komandi ári. Hún var búin
að fá nóg af lífinu, enda búin að
ganga í gegnum marga raun eins
og svo margir sem eiga að baki
langaævi.
Þórdís var tvígift. Fyrri maður
dagskvöld og var eftirvæntingin
yfir að hittast enn á ný mikil, ekki
síst hjá börnunum, sem unnu þess-
um barngóða, hægláta frænda
sínum. Fregnin um andlát hans
kom því einkar sárt við þau.
Atvikin höguðu því svo til að
Friðrik, sem alla tíð var einhleypur
maður, var öll uppvaxtarár mín
og bræðra minna í fæði hjá for-
eldrum mínum. Er ég hugsa til
baka til þessara ára birtast ótal
góðar minningar tengdar Friðrik
frænda mínum og þá ekki síst
tengdar borðhaldinu, sem oft var
mjög líflegt þar sem auk foreldra
minna og hans vorum við fjórir
bræður. Vart er hægt að hugsa sér
þægilegri mann í umgengni en
Friðrik var, hann var hægur í fasi
og fremur fámáll en einkar geð-
góður og skemmtilegur þegar svo
bar undir. Mér er það Ijóst að hið
nána samband, sem skapaðist milli
þessa trygglynda frænda míns og
foreldra minna og okkar bræðra,
hefur verið okkur öllum til góðs.
Hann naut greinilega þess félags-
skapar er stór fjölskylda okkar
veitt honum og á sama hátt nutum
við nærveru hans. Faðir minn og
hann bundust sterkum vináttu-
böndum sem héldust alla tíð og
við fráfall hans reyndist Friðrik
systur sinni góður og traustur
bróðir eins og jafnan áður. Fyrir
allt þetta er honum þakkað nú af
heilum hug.
hennar var Gísli Sigurðsson, báts-
maður á togaranum Sviða frá
Hafnarfirði, og fórst með honum
ásamt bróður sínum. Gísli og Þór-
dís eignuðust þrjú börn, Auði og
Helgu, sem báðar eru búsettar í
Ameríku, og dreng sem dó rétt
eftir fæðingu.
Seinni maður hennar var Haf-
steinn Björnsson, miðill, og eign-
uðust þau einn son, Gísla, sem
búsettur er hér á landi. Hafsteinn
og Þórdís slitu samvistum eftir 32
ára hjónaband. Eftir það var Þór-
dís ein og var hún oft lasin og
ýmsir erfiðleikar sem steðjuðu að
eins og vill verða hjá fullorðnu
fólki, sem er orðið eitt og á marga
sínaífjarlægð.
Við systur hennar kveðjum hana
og óskum henni velfarnaðar í birtu
og yl himnanna. Guð blessi börnin
hennar og alla afkomendur.
Sál mín er sæl ef ljós þitt lýsir mér
til lífsins heim.
Kærleikans lind sem upptök á hjá þér
minn andageym.
Tár mín á jörð þú tókst í strauminn
þinn.
Ó tak þú mig í himinn til þín inn.
Finnbogi Arndal
Systur hinnar látnu
Friðrik Hjartarson fæddist að
Þorbergsstöðum í Dalasýslu 7.
ágúst árið 1912, sonur hjónanna
Ásu Egilsdóttur og Hjartar Jóns-
sonar. Um þriggja ára aldur flutt-
ist hann að Uppsölum í Norðurár-
dal til frænku sinnar Helgu Teits-
dóttur og manns hennar Þorsteins
Þórðarsonar, sem tóku hann í fóst-
ur. Níu ára að aldri missti Friðrik
fóstra sinn, en Helga hélt áfram
búskap og varð Friðrik fyrirvinna
hjá henni er hann hafði aldur til.
Um tvítugsaldur veiktist Friðrik
af berklum og varð hann að dvelja
í sjúkrahúsum um tveggja ára
skeið. Eins og nærri má geta varð
þetta mikið áfall ungum manni í
blóma lífsins. En Friðrik hafði til
að bera mikinn viljakraft til að
bjarga sér sjálfur og vera engum
háður, og því tók hann hverju því
starfi sem honum bauðst á þessum
tíma, en erfitt var að fá vinnu á
þessum árum, ekki síst fyrir þá
er áttu við veikindi að stríða. Hann
starfaði hjá Togaraafgreiðslunni
um áatuga skeið en síðustu tíu
starfsár sín starfaði hann sem
vaktmaður á Landspítalanum, eða
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Ég vil að lokum þakka frænda
mínum allt það sem hann hefur
verið mér og fjölskyldu minni
gegnum árin. Blessuð sé minning
hans.
Helgi H. Steingrímsson
* Friðrik Hjartar-
son - Minning
Björgvin Samúels-
son - Minning
Fæddur 7. janúar 1942
Dáinn 18. desember 1985
Mitt í öllum jólaundirbúningn-
um, einmitt þegar við öll erum að
* • undirbúa hátíðina sem er kennd
við ljósið, kemur til okkar frétt
sem svo sannarlega varpar skugga
á, skapar hjá okkur dimmu í huga.
Einn af gömlu góðu vinunum, er
ekki lengur á meðal okkar. Við
nemum staðar um stund, og spurn-
ingar leita á hugann. Einmitt hann
sem átti allt lífið framundan, svo
ungur að árum, numinn á brott
frá konu og tveimur börnum.
Eflaust fáum við aldrei svar við
því, af hverju, en við finnum að
það eina sem við getum gert er að
fela hann, algóðum Guði á hendur.
-í Og við finnum að bænin er sú að
það ljós sem tendrað var á hinum
fyrstu jólum fái að lýsa eiginkon-
unni og börnunum sem hafa misst
svo mikið. Vonandi hafa jólin og
boðskapur þeirra gefið þeim styrk
í erfiðri raun. Guð gefi að svo sé.
Við Beggi áttum um allangan
tíma samleið. Við vorum báðir
aldir upp í Vogahverfinu. Viö
gengum saman í skóla, fyrst í
Laugarnesskólann og síðan í Lang-
holtsskólann. Fljótt kynntist ég
því að Beggi var traustur vinur,
góður félagi. Það kom ekki sízt
fram í allri þátttöku hans í hand-
knattleiksliði ÍR en þar spiluðum
við saman um alllangt skeið. Hann
og bróðir hans voru miklar kempur
í handboltanum, bróðirinn Her-
mann skipaði landsliðið um tíma.
Þessi tími æskuáranna var mér og
okkur mörgum félögum í Voga-
hverfinu gleymanlegur tími, tími
bjartra vona og æsku. íþróttahúsið
á Hálogalandi varð miðdepill til-
verunnar, þar vorum við í tíma og
ótíma, tengdust þeirri íþrótt sem
vð íslendingar höfum staðið okkur
bezt í, allra íþrótta. Þegar við
hugsum til þess lífskraftar sem
einkenndi Begga í íþróttastarfinu,
er mér og reyndar mörgum góðum
vinum, óskiljanlegt, að nema það,
að hann skuli ekki lengur vera á
meðal sinna. En þegar dauðinn er
annarsvegar, er því ávallt þannig
varið, að við virðumst ekki eiga
að skilja allt lífið í margbreytileik
þess.
Fyrir um það bil ári síðan veikt-
ist Beggi af þeim sjúkdómi sem
hann náði ekki að sigrast á. Hann
háði hetjulega baráttu, með styrk
konu sinnar og fjölskyldu. Kona
hans er Þórhildur Guðmundsdótt-
ir en þau hjónin eiga tvö börn
Hlyn Örn sem er tíu ára gamall
og Lindu Hrönn sem er átta ára
gömul. Ég vil biðja algóðan Guð
að styrkja þau á saknaðar- og
sorgarstundu lífs þeirra.
Ég veit að margir góðir félagar
úr Vogahverfinu og úr handknatt-
leiksliöi ÍR munu sakna Begga.
Nærvera hans í leik, og í gleði
smitaði út frá sér, laðaði að.
Eins og gengur í lífinu, þá lágu
leiðir í ýmsar áttir, og félagsskap-
urinn var ekki sá sami og fyrr, en
vinátta og tryggð æskuáranna
mun ekki gleymast, þó að vinurinn
okkar góði og trausti sé genginn á
braut.
Fyrir alla vináttu og tryggð, vil
ég þakka af alhug, um leið og ég
votta konu hans Þórhildi og börn-
unum tveimur, og allri fjölskyldu
hans, mína dýpstu samúð. Megi
ljósið eilífa lýsa upp alla skugga
ogdimmu.
Guð styrki ykkur og leiði á erf-
iðri stundu í lífi ykkar.
Ragnar Guðmundsson
t
HÁVARDUR FRIÐRIKSSON,
fyrrum bóndi viö Djúp,
andaöist aö Hrafnistu þriöjudaginn 31. desember.
Vandamenn.
Skreytingar t Maöurinn minn, KJARTAN SIGURÐSSON, fyrrv. verkstjóri,
GARÐSHORN 38 SUDURHLlÐ 35 Löngumýri 5, Akureyri, er látinn.
Sigríöur Þorsteinsdóttir.