Morgunblaðið - 03.01.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
43
Bras og þras í gagnrýnandanum
— eftir Jón
Hálfdanarson
Mig langar að fara nokkrum orð-
um um bókmenntagagnrýni, sem
birtist í Morgunblaðinu föstudag-
inn 20. desember. Sigurður Haukur
Guðjónsson fjallar þar um bók
Iðunnar Steinsdóttur Bras og þras
á Bunulæk. Sú bók vann til verð-
launa í samkeppni um létt lesefni
fyrir börn, sem Námsgagnastofn-
un efndi til. Séra Sigurður virðist
vita lítið um vandamál þeirra
barna, sem eiga í erfiðleikum með
að læra að lesa. Þess vegna leyfi
ég mér að fjalla lítillega um þau
mál og um leið að skrifa nokkurs
konar gagnrýni á gagnrýnina. Ég
veit mig þar líka í góðri fylgd, því
séra Bolli Gústavsson og Jóhann
Hjálmarsson hafa skemmt lesend-
um Morgunblaðsins að undan-
förnu með karpi sínum um gagn-
rýni Jóhanns á bók séra Bolla.
Eftir lýsingu séra Sigurðar að
dæma, virðist hann hafa verið
kominn langt með bók Iðunnar,
þegar hann uppgötvaði að hann
var að lesa barnabók fyrir torlæsa
en ekki ljóðabók. Sigurður dregur
af því þá ályktun, að ljóðagerð sé
farið að hnigna, en ég vil líta já-
kvætt á málið. Bók Iðunnar hlýtur
að vera prýðis góð, ef hægt er að
lesa hana sem ljóðabók.
Vandamál í skólum væru lítil,
ef börn næðu því aö verða læs á
einni bók, eins og séra Sigurður
virðist gera ráð fyrir. Hann harm-
ar, að Iðunn skuli ekki hafa skrifað
slíka bók. Hún hæfist á einföldum
setningum, sem smám saman
lengdust. í lok bókarinnar væru
þeir stirðlæsu orðnir óhræddir við
að fást við venjulegan texta. En
þannig kraftaverk gerast víst ekki
á 70 síðum á okkar öld. Venjuleg
Pennavinir
Frá Japan skrifar 25 ára kona með
tónlistaráhuga:
Hisayo Uchida,
3-56-3 chomc,
Asahimachi,
Katuyamachi,
Furui,
911 Japan.
Tvítugur norskur piltur með mik-
inn íslandsáhuga. Hefur auk þess
áhuga á íþróttum, tónlist, ferða-
lögum o.fl.:
Erik Drilen,
Postboks 2045 Sentrum,
N-7001 Trondheim,
Norge.
Tvítug frönsk stúlka vill skrifast
á við íslenzka pilta um og yfir
tvítugt. Hún skrifar á ensku auk
frönsku og hefur m.a. áhuga á
íþróttum og tónlist:
Laurence Soddu,
Chateau St. Laup BT AZ,
13010 Marseille,
France.
Fertugur Bandaríkjamaður með
margvísleg áhugamál vill skrifast
á við íslenzkar konur:
Dwight Shepherd,
207 Brush Street,
St. Johns,
Michigan 48879,
USA
Danskur frímerkjasafnari, sem
vill eignast íslenzk frímerki í stað-
inn fyrir norsk, dönsk, sænsk og 1
grænlenzk:
Inge Friis,
Pr. Valdemarsvej 5,
5000 Odense C,
Danmark.
Höfðar til
-fólksíöllum
starfsgreinum!
„Venjuleg börn eru allt
aö þremur árum aÖ ná
góöum tökum á lestri,
og öðrum miðar enn
hægar. Fyrir þau börn
er bókin skrifuð.“
börn eru allt að þremur árum að
ná góðum tökum á lestri, og öðrum
miðar enn hægar. Fyrir þau börn
er bókin skrifuð. Fyrir þau hefur
verið skortur á lesefni, sem gerði
meiri kröfur til andlegs þroska
þeirra cn hefðbundnir textar eins
og Ása sá sól, Óli á ól o.s.frv. Þess
vegna efndi Námsgagnastofnun til
fyrrgreindrar samkeppni. Þátt-
taka var góð, og bárust margar
ágætar sögur að sögn þeirra, sem
stóðu fyrir keppninni. Því má bú-
ast við, að úr rætist á næstunni,
ef fé fæst til útgáfunnar.
Vandi þessara barna er m.a sá,
að þau eru ákaflega seinlæs, og
venjuleg sögubók nær því ekki að
fanga hug þeirra. Þau fara svo
hægt yfir, að þau finna ekki fyrir
þeirri spennu, sem rekur þau til
að lesa áfram. Þau missa því áhug-
ann og fara á mis við þá ánægju,
sem lestur góðra bóka veitir mönn-
um. Vegna þessara erfiðleika lesa
þau ekki bækur fyrir sjálf sig,
stunda ekki sjálfsnám, sem er
forsenda árangurs, og ná því eng-
um tökum á lestri. Þau verða að
heita má ólæs. Svo er komið fyrir
mörgum fuliorðnum íslendingum.
Bækur fyrir þennan hóp mega
ekki hafa orð, sem eru torlesin en
það eru öll löng orð og orð, þar sem
margir samhljóðar fara saman.
Sem dæmi má taka orðið gagnrýni,
sem er mjög torlesið, því það er
samsett, og margir samhljóðar
fara saman. Á hinn bóginn er orðið
Dúllía auðlesið. Einnig verður
atburðarásin að vera hröð og
skemmtileg til að halda áhuganum
vakandi. Því koma langar um-
hverfislýsingar ekki til greina.
Þekking á þessum atriðum er
nauðsynleg til að geta skrifað af
skynsamlegu viti um bækur, sem
samdar eru í þessum tilgangi.
Að lokum vil ég taka undir þá
von séra Sigurðar, að nútíma
ljóðagerð fari fram. Ég vil aðeins
bæta við þeirri frómu ósk, að
gagnrýnendur skrifi af meiri þekk-
ingu um viðfangsefni sín en oft
vill verða.
Höfundur er forstödumadur rann-
sókna hji Járnblendifélaginu á
Grundartanga.
A N D A P A R i t I s
l l H A P P D R Æ T T I V E R N D A R
HANN GILDIR VÍDA
VINNINGSMK3INNI LANDfiPARÍS
VINNINGARNIR ERU HUNDRAÐ TALSINS OG HVER VINNINGSHAFIHEFUR
FPJÁISF VALMILLIALLJRA EFTIRTAUNNA FERÐA-
7 daga feró fyrir fjóra. hvaöan sem er af
landinu. Gisting d nýju hœöinni d Hótel
KEA. Morgunveröur alla morgna. Kvöld-
veröur fyrir 4 í Sjdllanum og miöar d
sýningu hjó Leikfélagi Akureyrar. Bila-
leigubíll allan ftmann og 700 km akstur
innifalinn.
SKÍD/AÆVINTÝRI í AUSTURRÍKI
Tveggja vikna dvöl fyrir tvo t parodis
skiöafólksins. Sölden í Austurríki. Gisting
og morgunveröur ú Hótel Sport Alm.
5 daga skíöakennsla innifalin.
VEGLEG VIKA INEW YORK
7 daga ferö fyrir tvo Gisting ó hinu
þekkta hóteli New York Penta. Sigling i
kringum Manhattan eyjuna. ósamt 2 leik-
húsmiöum d t.d. Cats.
SÓLSKINSDAGAR Á KANARÍEYJUM
10 daga Kanaríeyjaferö fyrir tvo. Dvaliö í
2ja herbergja ibúöum i hinu glœsilega
ibúöahóteli Barbacan Sol. Gisting og
morgunveröur ó Hótel Pulitzer í
Amsterdam eina nóft ó hvorri leiö.
ER ÞINN MIÐI LÍKLEGUR TIL VINNINGS?
VARLA NEMA ÞÚ BORGIR HANN
L A N D A P A R * I s
H A p p D R Æ T T i V E R N D A R
GYLMIR/SÍA