Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 44
44
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
Minning:
Þuríður Elín
Bjarnadóttir
Fædd 25. janúar 1960
Dáin 25. desember 1985
Ég var þakklát og glöö, þegar
hún Ebba frænka mín ákvað að
koma til okkar, rétt eina ferðina
enn, til Suður-Þýskalands og vera
hjá okkur Stefani, þegar ég fæddi
mitt fyrsta barn. Hvern gat grun-
að að hún væri líka komin til að
deyja.
Þuríður Elín Bjarnadóttir, hún
Ebba, var ekki bara frænka mín,
hún var líka einhver besti vinur
okkar Stefans. Hún var ekki gestur
hjá okkur, hún var heimilismeð-
limur og við nutum þess alltaf
þegar hún var hjá okkur. Þegar
hún kom fyrst, var hún 19 ára.
Hún kynntist strax mörgum jafn-
öldrum sínum, sem urðu mjög góð-
ir vinir hennar og voru nokkrir
þeirra búnir að heimsækja hana
til íslands.
í haust þegar hún kom út hafði
hana langað að breyta til. Einmitt
núna var eins og hún væri að
blómstra. Hún hafði fengið vinnu
í kaffistofu Akademíunnar í
Munchen. Það var að vísu ekkert
skemmtilegt starf, en þar var hún
búin að kynnast svo mörgum og
það var svo margt að gerast hjá
henni þar. Hún tók þátt í ýmsu,
sem var að gerast í skólanum, fór
á sýningar, tónleika og í leikhús,
auk þess sem hún var komin í
karateflokk skólans. Hún hafði af
því mikið gaman þótt hún styndi
yfir harðsperrum til að byrja með.
Ebba var mjög falleg og sérstök
stúlka, hljóðlát, hógvær og dul.
Voru allir, sem kynntust henni,
mjög heillaðir af henni. Hún var
traustur vinur og gott að vera í
návist hennar. Þegar hún fékk
vinnuna í haust, var hún ákveðin
í að gefast ekki upp þótt það væri
mikið átak og erfitt að fara einn
af stað út í storborg og leigja með
ókunnugum.
Það voru 2 þýskar stúlkur, sem
stunda nám í læknisfræði, sem
leigðu með henni. Hún var líka
búin að kynnast þeim vel og var
þetta orðið indælt sambýli.
Núna fyrir jólin langaði hana
fyrst til að koma heim, sem eðlilegt
var, en svo fannst henni það bara
vera spennandi að upplifa hvernig
það væri að vera í útlöndum um
jólin, en auðvitað saknaði hún
fólksins síns. Þegar við kvöddum
hana aöfaranótt aðfangadags, bað
hún okkur að kyssa alla frá sér
og við kvöddumst hress og kát.
Tuttugu og fjórum tímum seinna
var hún dáin.
Hún var fyrir nokkru orðin ást-
fangin af mjög indælum pilti, sem
er við nám í Akademíunni í
Munchen og voru þau mjög ánægð
saman. Nú á hann um sárt að
binda, eins og svo margir, sem
þótti vænt um hana.
Það er sárt að þurfa að kveðja
hana núna, einmitt þegar hún var
svo hress og hamingjusöm, en það
er huggun að vita til þess, að hún
hafi verið búin að finna sig og átt
svona góðar stundir. Tíminn er svo
afstæður.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hana Ebbu að svona góðum vini
og bið guð að blessa fjölskyldu
hennar.
Inga Sigríður Ragnarsdóttir
t
Fósturmóöir okkar,
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi laugardaginn
4. janúar kl. 14.00.
Fósturdætur.
t
Móöir mín, tengdamóöir og amma,
KRISTJANA HANNESDÓTTIR,
Dalbraut 27,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. janúar kl.
15.00.
Vera Kristjánsdóttir, Sigurjón Richter,
Anna Flosadóttir, Bjarni Hjartarson,
Steinunn Guömundsdóttir, Ingólfur Aöalsteinsson,
Kristbjörg Richter.
t
Útför móöur okkar og tengdamóöur,
GRÓU MARÍU ODDSDÓTTUR,
frá Þóroddsstöðum,
fer fram frá Staöarkirkju í Hrútafiröi laugardaginn 4. janúar kl.
15.00. Kveöjuathöfn veröur í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
3. janúar kl. 15.00.
Börn og tengdabörn.
t
Sonur minn og bróöir okkar,
ÍSAK KRISTINSSON,
Miökoti, Vestur-Landeyjum,
veröur jarösunginn laugardaginn 4. janúar kl. 14.00 f Akureyjar-
kirkju
Ferö verður frá Umferðarmiöstööinni kl. 12.00.
Anna Ágústa Jónsdóttir og
systkiní.
Hún elsku Ebba okkar er dáin.
Mitt í jólagleðinni kom fregnin
frá Þýskalandi, eins og reiðarslag
að hún hefði látist í bílslysi á jóla-
nótt. Hver skilur lífið og dauðann?
Allt í einu er hún ekki lengur
hér á jörðinni, en við trúum því
að hún hafi fengið góðar móttökur,
hjá öllum ástvinunum, sem eru
farnir.
Þuríður Elín Bjarnadóttir fædd-
ist 25. janúar 1960, hún var næst-
yngsta barn systur minnar og
eiginmanns hennar, Bjarna Run-
ólfssonar, sem fórst með ms.
„Helgu" frá Hornafirði, árið 1961.
Þau eignuðust 5 börn:
Drífu, sem dó eins árs gömul,
árið 1956, Pétur Hafstein, Bryn-
dísi, Þuríði Elínu, sem við kveðjum
nú og Bjarnheiði, sem fæddist
þremur mánuðum áður en faðir
hennar fórst.
Okkur til mikillar ánægju keypti
systir mín íbúð foreldra okkar,
þegar faðir okkar lést, árið 1981
og flutti hingað á Ljósvallagötu
32, sem í áratugi hefur verið fjöl-
skylduhús. Þá urðu tengslin nánari
við hana og fjölskyldu hennar, og
þá fyrst kynntist ég Ebbu veru-
lega. Hún var yndisleg stúlka og
hvers manns hugljúfi.
Hún var einstakur dýravinur.
Hún eignaðist góðan reiðhest og
hafði mikið yndi af að fara á hest-
bak, og átti líka margar ánægju-
stundir, ýmist ein eða með systur
sinni Bryndísi og vinkonu þeirra,
Birnu, við að hugsa um og hirða
hestana þeirra í hesthúsinu, suður
við Hafnarfjörð, sem þær áttu hlut
í, og þá tók hún oft litlar frænkur
og frændur með og leyfði þeim að
koma á bak.
Ebba vann síðustu árin á skrif-
stofu Háskóla íslands, þar til í
sumar að hún fór til dóttur minnar
í Suður-Þýskalandi til að vera hjá
henni þegar hún eignaðist sitt
fyrsta barn, og ég var svo ánægð
að vita af henni þar í minn stað.
Hún hafði oft dvalið tíma og
tíma hjá henni og tengdasyni
mínum, hún var mikill vinur
þeirra, og naut þess að dvelja þar,
og þau að hafa hana hjá sér.
Þau áttu hund og ketti og mér
er minnisstætt þegar ég dvaldi þar
samtímis henni, að hún var alltaf
með kettlingana í fanginu, og
annaðist dýrin af svo mikilli alúð
og nærgætni.
Fyrir tveimur mánuðum fékk
hún vinnu í Þýskalandi, sem henni
líkaði mjög vel, og hún átti marga
góða vini þar úti, og var núna
mjög ánægð með lífið og tilveruna.
Það er erfitt að skilja þetta lífs-
hlaup okkar. Hvers vegna er ungu
og efnilegu fólki kippt í burtu á
augabragði á meðan gamalt og
örkumla fólk bíður dauðans árum
saraan með óþreyju? Þetta er lík-
lega skóli lífsins, en hann er oft
harður og strangur.
Með þessum línum vil ég kveðja
þessa elskulegu frænku mína, og
þakka henni fyrir allt, ekki síst
allar ánægjustundirnar, sem við
áttum saman í sumarfríi í Lamin-
eten í Þýskalandi hjá Ingu Siggu
og Stefáni, og í ferðalögum með
þeim.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GÍSLI SIGURJÓNSSON,
Bakkageröi, Reyöarfiröi,
sem lóst 29. desember verður jarösunginn frá Búðareyrarkirkju
laugardaginn 4. janúar kl. 15.00.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
GUÐFINNUR SIGMUNDSSON,
vélsmiöur fró ísafirði
búsettur aö Lyngholti 19, Keflavík,
verður jarösettur frá Ytri — Njarövíkurkirkju þriöjudaginn 3. janúar
kl. 15.00.
Guöríöur Ásgeirsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkæri sonur okkar og bróöir,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Sunnubaraut 8, Garói,
sem lést 22. desember sl. veröur jarösunginn frá Útskálakirkju
laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Þroskahjálp aö Suðurnesjum.
Siguröur Ingvarsson, Kristín Guömundsdóttir,
Halldóra Jóna Siguröardóttir, Guölaug Helga Siguröardóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eigin-
manns míns, fööur, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR,
sparisjóðsstjóra,
Ölduslóö 40, Hafnarfiröi.
Elísabet Magnúsdóttir,
börn og barnabörn.
Við fjölskyldan biðjum Guð að
styrkja móður hennar og systkini
og alla aðstandendur og vini hér
heima og í Þýzkalandi.
Guð blessi minningu hennar.
Katrín Guðmundsdóttir
Mig langar að skrifa nokkur orð
í kveðju- og virðingarskyni um
Ebbu mágkonu mína, sem lést af
slysförum á jólanótt.
Ebba hafði dvalist í Þýskalandi
um tíma og lífið virtist brosa við
henni, er hún svo skyndilega var
hrifin burt. Henni var ekki ætlað
lengra líf og það verðum við, sem
eftir lifum, að reyna að sætta
okkur við. En minning hennar lifir.
Mágkona mín var glæsileg útlits
og hafði til að bera geislandi per-
sónuleika.
Það var svo heillandi hve hóg-
vær og hreinlynd hún var. Ég kveð
Ebbu með þessum ljóðlínum Dav-
íðs Stefánssonar úr ljóðinu Vetrar-
nóttin:
„í bijósti hennar hjarta
hamingjunnar sló...
En stundum verður rauðasta
rósin undir snjó.“
„Stundum hljóðnar harpan
sem hæstum tónum nær.
ídaghrynurborgin
sem byggð var í gær.“
Ég bið gðan Guð að blessa og
styrkja Göggu og alla þá sem eru
henni nákomnir.
Guðrún Arna
Ó, minning, minning.
Líkt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín að hlustandi
eyrum mínum.
Einsoglifandiverur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
út í dimmbláan fjarskann
og komu aldrei aftur.
(Steinn Steinarr)
Hún Ebba er dáin! Þessi orð
hafa hljómað í eyrum mér síðan ég
frétti á jóladagskvöld að hún hefði
látist í bílslysi í Þýskalandi þá um
nóttina og hvernig sem ég reyni
að skilja merkingu þeirra, þá fæ ég
vart trúað að ég eigi ekki eftir að
sjá Ebbu aftur hér í lifanda lífi.
En hve fáein orð geta verið
miskunnarlaus! Hve líf manns er
fallvalt. Við tökum allt sem gefið
sem að okkur er rétt; heilbrigði
og hamingju og gerum ekki ráð
fyrir öðru en við náum háum aldri.
Þess vegna finnst okkur, sem eftir
stöndum þrumulostin, þetta svo
óréttlátt og finnum nú best fyrir
vanmætti okkar gagnvart þeim
sem öllu ræður. Eru þetta fyrir-
fram ákveðin forlög, spyrjum við
enn og aftur en fáum engin svör.
Við Ebba höfðum þekkst frá sjö
ára aldri er við byrjuðum skóla-
göngu okkar en kynntumst fyrst
að ráði er ofar dró í barnaskóla.
Þá stofnuðum við fjórar bekkjar-
systur með okkur félagsskap og
kölluðum „Stöllur". Lengi vel hitt-
umst við vikulega til að spjalla og
gantast saman. Árin liðu og leiðir
skildu að nokkru, m.a. vegna mis-
munandi viðfangsefna. En alltaf
frétti ég af Ebbu og eins hittumst
við nokkuð oft hjá sameiginlegum
vinkonum eða á förnum vegi. Allt-
af var Ebba söm við sig, hress og
kát, en auðvitað hefur hún átt
sínar erfiðu stundir eins og aðrir,
þó hún væri ekki að bera það á
torg.
Síðast sá ég Ebbu sl. haust
skömmu áður en hún hélt utan og
ætlaði hún að koma til mín og
kveðja en af því varð ekki. En nú
er komið aö kveðjustundinni, sem
engan óraði fyrir og svo alltof
fljótt.
Ebba skilur eftir sig stórt skarð
og er sárt saknað. Én eftir lifa
minningar um góða stúlku. Hjart-
anlegar samúðarkveðjur sendi ég
móður hennar og systkinum í
þeirra miklu sorg. Blessuð sé
minning hennar.
Sten