Morgunblaðið - 03.01.1986, Side 53

Morgunblaðið - 03.01.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS CS'UB-DILECSFT Er tóbak og brenni- vín nauðsynjavara? Nú fengum við íslendingar þær fréttir að vegna uppskerubrests á kaffiekrum Brazilíu myndi kaffið hækka á heimsmarkaði svo um munaði. Trúlega verður þá ekki langt í hækkun hér á þessum nauðsynjadrykk sem kaffið er! Víst mun kaffi vera nauðsynjavara á íslandi, a.m.k. ef dæma má eftir þeirri staðreynd, að hækki kaffi á heimsmarkaði þá hækka skuldir íslendinga, það er nefnilega reikn- að inn í lánskjaravísitöluna. En það eru fleiri nauðsynjar sem hækka skuldir manna hér. Detti ráðamönnum það snjallræði í hug að hækka brennivínið, til þess m.a. að hafa upp i bílakostnað ráð- herranna, þá hækka skuldir ís- lendinga sjálfkrafa um leið. Brennivín er nefnilega reiknað inn í lánskjaravisitöluna líka. Hvernig dettur forráðamönnum þessarar þjóðar í hug að hægt sé að bjóða upp á svonalagað? Brennivín og kaffi eru þó ekki einu lífsnauðsynjarnar sem Alþingi íslendinga telur lífsnauðsynlegar alþýðu manna, heldur er tóbakið einnig reiknað inn í lánskjaravisi- töluna. Sem sagt, munaðarvara, sem í a.m.k. tveim tilvikum er seigdrepandi eitur, er af ráða- mönnum talin til lífsnauðsynja. Eru þeir, sem orðið hafa að taka verðtryggð lán, ekki nógu svín- beygðir? Er það sanngjarnt að menn missi eigur sínar vegna þessarar dæmalausu lánskjara- vísitölu? Vonandi getur einhver ráðherra eða þingmaður svarað þessum spurningum mínum. Starri Villihunang á jólum Bragðlaust Leikhúsgestur skrif ar: Það var ekki einleikið. Það hlaut eitthvað að liggja að baki. Að baki hverju? Því, að í uppsiglingu var jólaleikrit Þjóðleikhússins. Það hefur varla komið svo út dagblað að undanförnu, að ekki skrifi ein- hver lærður maðurinn um Villi- hunangið undir hinum ýmsu fyrir- sögnum. Hvað þýddi þetta? Einfaldlega það, að einhverjir hafa vitað, að mikil mistök höfðu verið framin með þvi að velja Villihunangið, hvort sem það er nú eftir Tsékof eða einhvern annan — til sýningar sem jólaleikrit. Reyndar er það nú svo, að við íslendingar erum enn það miklir smáborgarar í okkur, svo einangr- aðir í þessu landi reglugerða og lagaboða, að verla er svo væntan- legur sjónvarpsþáttur til sýningar, að ekki þurfi að skrifa um hann langar fræðigreinar fyrirfram, þannig að maður er búinn að fá nóg, þegar loks hefst sýningin eða sýningarnar. En aftur til Villihunangs. Ég ætlaði auðvitað alltaf að sjá jóla- leikrit Þjóðleikhússins. Það hefur maður gert, að ég held frá upphafi, og raunar flest leikrit, sem þar eru sýnd. Langflest eftirminnileg, önnur síður. En ég held, að ég muni ekki eftir að hafa séð öliu bragðdaufara Ieik- húsverk en þetta jólaleikrit, Villi- hunangið. Fyrir hlé var nú ástand- ið slíkt hjá mér, að ég hreinlega sofnaði nokkrum sinnum, og hefði maður ekki setið á aftasta bekk niðri og hallað höfðinu að veggnum er víst, að illa hefði farið fyrir mér. Eftir hlé rofnaði aðeins til, leik- urinn varð hraðari og misskilning- urinn, sem um var fjallað varð eitthvað gleggri i túlkun. En, víst er um það, að fleirum en mér var. ekki hlátur í hug, hvað þá skemmt- an af neinu tagi meðan beðið var eftir leikslokum. Hér var ekki um að kenna leik- urum, þeir eru allir gamalkunnir og þekktir fyrir að geta komið sínu til skila. Ekki um að kenna leik- mynd eða búningum. Hvort, tveggja prýðilega unnið. Reyndar raun að því, hve hvort tveggja hefur verið vel unnið fyrir ekki meiri leiksýningu en hér er um að ræða. Mistökin eru hreinlega í því fólg- in að velja þetta verk til sýningar fyrir íslendinga. Málið er einfald- lega það, að þessi rússnesku bók- menntaverk ganga ekki hér, höfða ekki til okkar í leikritsformi, a.m.k. sárafá. Þetta á ekkert skylt við pólitik, síður en svo. Margt annað úr rúss- neskri menningu höfðar svo sann- arlega til okkár hér á landi. Þar má auðvitað fyrst telja tónlistina, sem er hvað best í sígildu formi frá Rússlandi. Þá balletinn sjálfan, sem hvergi er betur eða kunnáttusamlegar útfærður. Og margt fleira er gott um rússneska menningu að segja og er það auðvitað allt of langt mál upp að telja. En bókmenntirnar, að ekki sé talað um leikritin frá þeim eystra höfða bara ekki til okkar á sama hátt og annars staðar frá. Kannski er þetta vegna þess, hve þessir tveir heimar eru ólíkir. Rússland er annar og ólíkur heimur, miðað við okkur hér. Kannske kemst þýð- ing á máli ekki til skila. Held þó að það sé bara hugsunarhátturinn, sem er svo ólíkur. Tónlistin hefur alþjóðlegt tungumál. Það er al- kunna. Við vitum líka vel, að allflest leikverk, sem okkur er boðið upp á hér frá öðrum vesturlöndum ná til okkar með efni og boðskap. Hver man ekki leikritin eftir Art- hur Miller, Tennessee Williams, Eugene O’Neill og fleiri, leikrit sem öll hafa verið færð upp hér, ýmist í Iðnó eða Þjóðleikhúsinu? Orðatiltæki, skop, skin og skúrir, allt þetta á maður auðvelt með að skilja. Sami hugsunarháttur. í Villihunangi er eins og maður sé að horfa á efni fyrir skólabörn, en þó óskiljanlegt í meðförunum. Innantómt orðagjálfur, tilgangs- lausa tilburði... Það klappaði enginn í Þjóðleik- húsinu milli atriða, eins og oft kemur ósjálfrátt. það var ekki hægt. Víst var það ókurteisi. En, það datt bara engum í hug, alveg ósjálfrátt. í lokin, auðvitað. En sýningin var engu að síður mis- heppnuð. Það er einhver ábyrgur eða ein- hverjir. Það skiptir litlu máli nú. En það má ekki endurtaka sig. Það má ekki vera metnaður einhvers eins aðila eða fámenns hóps að krefjast sýningar á leikriti, sem vitað er fyrirfram, að fellur ekki að leikbragði okkar. Villihunangið var algjörlega bragðlaust. Þjóðleikhúsið hefði svo vel getað fundið hvaða verk annað sem vera skal til að sýna um jólin, leikrit, sem hefði getað gengið fram á vor og gefið fátækum ríkiskassa fé í aðra hönd. Ef Villihunangið gerir það, ja, þá eru einhverjir töfrar að verki. látel HEILRÆÐI Árlega hafa dauðsfoll eða alvarleg örkuml vegna slysa tekið allt of háan toll landsmanna. Með samstilltu átaki má draga venjulega úr þessum slysum, hvort sem um er að ræða í umferðinni, á vinnustöðum eða heimilura. Sýnum aðgæslu og tillitsemi í leik og starfi og njótum nýs árs með fækkandi slysum. Slysavarnafélag Islands óskar landsmönnum gleði- legs árs og þakkar gott samstarf og veittan stuðning á liðnu ári. Blaðburóarfólk óskast! Miöbær II Ingólfsstræti Bergstaöastræti Leifsgata Kópavogur Hraunbraut Marbakkabraut Grafarvogur Fannarfold Austurbær Barónsstígur Hverfisgata 63—120 Vesturbær Tjarnargata frá 39 Suðurgata 29—41 Tjarnargata3—40 Suðurgata 2—26 Bárugata Skerjafjörður Gnitanes Úthverfi Blesugróf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.