Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 20
MQfiGIJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGJUR 12.JAflÚAR A986,
Viðtal við
Margréti Þóroddsdóttur
Orðið fjármálajöfur er karlkynsorð. Ekki
raunar út í bláinn, enda hafa ekki margar
konur gegnt stöðu fjármálastjóra ístórum
alþjóðastofnunum eða risafyrirtœkjum í
heiminum. Þeim mun athyglisverðara er
að íslensk kona, Margrét Þóroddsdóttir, er
nú aðstoðarforstjóri ogfjármálastjóri
(financial controller) hjá Efnahags-og
framfarastofnuninni í París. Oghún kom
þangað frá risafyrirtœkinu Esso Europe,
sem er Evrópudeild Exxon-olíufélagsins,
þar sem hún var rekstrarendurskoðandi.
Margrét var nú um jólin hjá foreldrum
sínum á íslandi, þeim Þóroddi Th.
Sigurðssyni vatnsveitustjóra og Kristínu
Guðmundsdóttur konu hans, ásamt manni
sínum Paul Dymock og litla syninum Mark,
sem varðfjögurra ára á gamlársdag og
talar þrjú tungumál; móðurmál sitt
íslensku, föðurmál sitt ensku ogfrönsku
fósturlands síns. Lengi hafði verið beðið
færis til að fá viðtal við Margréti í París
og því var tækifœrið gripið milli jóla og
nýárs.
íslensk kona
fjármálasljóri
og aðstoðarframkvæmdaslióri
hjá OECD í París
Efnahags- og
framfarastofn-
unin náði upp-
haflega til landa
Vestur-Evrópu
þegar til hennar
var stofnað upp
úr heimsstyijöldinni, en eftir 1961
hafa Bandaríkin, Kanada, Japan,
Ástralía og Nýja-Sjáland bæst í hóp
þátttökuríkjanna. Þar starfa nú nær
2.000 manns. Eftir að fjárhagsáætl-
un hefur verið gerð af þar til bærum
aðilum, er það hlutverk Margrétar
sem fjármálastjóra að hafa yfirum-
sjón með því hvemig fénu er varið
samkvæmt fjárhagsáætluninni og
hafa úrslitavald um ýmis atriði þar
sem fjárveitingar koma við sögu, og
í starfinu felst seta í öllum nefndum
er flalla um samninga, útboð og
annað þessháttar. Þetta gefur ofur-
litla hugmynd um starf hennar. En
hvaða upphæðir er þá um að ræða?
„Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun-
ar OECD eru upp á 900 milljón
franka eða 150 milljón dollara, sem
ekki er svo mikið,“ leitast Margrét
við að útskýra fyrir blaðamanni sem
illa grípur slíkar upphæðir. „Hjá
Ésso hafði ég aðeins með að gera
samninga sem fóru yfir 10 milljón
dollara. Það gefur hugmynd um
stærðarhlutfollin. Þar töluðu menn
aðallega í milljörðum dollara. Ég fór
eitt sinn á námskeið til að læra að
stjóma risaáætiunum. En það sem
þeir kalla „gígaprójekt“ verður að
vera yfir 5 þúsund milljón dollarar.
Jú, það er mikill munur á þessu
tvennu. Þegar um svona risaverkefni
er að ræða verður allt miklu flókn-
ara. Allt verður að vera í föstum
skorðum. Enda er starfsfólkið um
160 þúsund manns hjá Exxon. Og
þeir eru stundum kallaðir heimsins
stærsta skriffinnskuveldi."
Hjá þessu risafyrirtæki starfaði
Margrét í fímm ár, 1980 til 1985.
Hún tilheyrði alþjóðastarfsliðinu, var
ráðin í London til aðalstöðvanna í
París, en vann við rekstrarendur-
skoðun víða um lönd. Hún var ekki
búin að vera þar meira en þijá mán-
uði þegar hún var farin að stjórna
endurskoðunarverkefnum fyrir
stofnunina, orðin það sem kallað er
„lead auditor".
„Það vildi nú svo vel til fyrir mig
að þeir sem ofar stóðu hurfu frá
verki hver á fætur öðrum, vegna
veikinda eða veikinda í fjölskyldum
þeirra heima,“ segir Margrét. „Við
vorum þá í miðju stóru verkefni í
Hollandi, 120 daga verkefni við
endurskoðun og ég hafði verið að
vinna í því. Ég sagði því við þá:
Þetta er þriðji samstarfsmaðurinn
sem fer, ég skal halda áfram og
taka við því. Þetta var endurskoðun
í Hollandi á öllu varðandi bensín-
stöðvarnar, um verkfræðiþáttinn,
verktakaþáttinn, auglýsingaþáttinn,
skipulagsvinnu og verðlagningu. Svo
þetta var stórt verkefni fyrir mann-
eskju sem aðeins var búin að vinna
þarna í þijá mánuði. En eftir sex
mánuði skilaði ég þessu af mér með
stórri skýrslu þar sem ég gaf við-
fangsefninu mjög gagnrýna ein-
kunn, sem þótti æði djarft. Þá hafði
ég staðist prófraunina og'var út-
skrifuð. Þetta skipti sköpum fyrir
mig, því þeir eru með mjög strangt
stöðukerfi í þessu fyrirtæki. Laun
og staða fara eftir því hvar maður
er staðsettur á kúrfunni. Og fyrir
þá staðsetningu er mikil bót í því
að vera þekktur og umtalaður fyrir
að hafa staðið sig. Þeir sem lenda
neðst á þessari kúrfu eru látnir fara.
En þetta er líka mikið álag, því slík
úttekt er gerð árlega. Maður verður
því að standa sig. En eftir þetta
varð ég aldrei annað en stjómandi
þess verks sem ég vann að.“
Meistari í litlum fyrir-
tækjum í örum vexti
Áður en lengra er haldið skulum
við hverfa aðeins til baka og forvitn-
ast um hvemig á því stóð að Mar-
grét hlaut í upphafi svo góða stöðu
hjá þessu risafyrirtæki. Hún er við-
skiptafræðingur frá Háskóla íslands
1970 og fór að prófi loknu út til
Parísar, þar sem hún vann hjá Al-
þjóðaorkustofnuninni í 8 ár: „Þannig
stóð á því að hagfræðingar frá
OECD komu til íslands til að vinna
að ársskýrslunni," útskýrir hún. „Ég
hafði með námi oft unnið hér heima
hjá Efnahagsstofnuninni sem nú er
raunar Þjóðhagsstofnun. Þeir gátu
tekið einn aðstoðarmann í þjálfun í
eitt ár. Mér var því boðið að koma
til aðalstöðvanna í París og að árinu
liðnu fékk ég þar fast starf. Eftir
átta ár ákvað ég að drífa mig í
meistaraprófið, sagði upp og fór til
London, þar sem ég tók masters-
gráðu í stjómunarfræðum við Lon-
don Business School. Ég var þá gift,
hafði kynnst manninum mínum,
Paul Dymock, sem þá var hagfræð-
ingur hjá Efnahags- og framfara-
stofnunni í París. Og í tvö ár ferðuð-
umst við milli London og Parísar um
helgar.
Jú, þetta var erfitt og strangt nám
en mér fannst ég fá mikið út úr
því. Meðalaldur nemendanna var 27
ár, enda er krafist reynslu í starfi.
Þarna var góður hópur, 200 manns
að vinna að masters-gráðu og 70
að doktorsverkefni, en kennarar
voru 100 talsins. Hlutfall kennara
hátt og kennsla góð. Það var mjög
vel að okkur búið. Ég bjó í skólahús-
inu við Regent Park, sem er svo
miðsvæðis í borginni að þægilegt er
að hafa samband við fyrirtækin. Ég
vann t.d. við fjárfestingarbanka með
einkaverðbréfamarkað. En verkefnið
sem ég hafði valið mér fjallaði um
lítil fyrirtæki í örum vexti. Ég bjó
til áætlunarprógram sem fýrirtæki
gætu fallið inn í, t.d. varðandi eig-
endur svo sem fjölskyldufyrirtæki,
fjármál, Ijármögnun, vaxtarhraða
o.s.frv. Svo ferðaðist ég víða um
England til þess að kanna fyrirtæki
og athuga gerð þeirra, til þess að
vita hvort þau féllu inn í þennan
ramma minn. Að náminu loknu
langaði mig mest að starfa í banka
og hefði gert það ef Paul hefði viljað
flytja sig yfir til London. Það hefði
að vísu verið hægt að vinna í 2-3 ár
við banka í London og flytja sig svo
yfír til Parísar, en ekki öfugt. Um
það leyti sem við vorum að Ijúka
námi tóku fyrirtækin að nálgast
okkur. Mörg fyrirtæki töluðu við
mig, en Esso Europe var það eina
sem vildi senda mig strax til starfa
í París. En þó fór svo að þótt ég
væri ráðin til Parísar 1980, þá byij-
aði ég ekki að starfa í raun í Frakk-
landi fyrren á árinu 1983.“
Erfiðasti tíminn
„Svo varð ég ófrísk og fór í 10
mánaða bameignafrí," svarar
Margrét þegar spurt er hvað hafi
rofið þennan mikla framgang hennar
hjá Ésso-fyrirtækinu í París. „Og
þá kom sér vel að ég var búin að
koma mér vel fyrir. Hafði þá stjórnað
ýmsum verkefnum, þar af tveimur
stórum í Hollandi og Frakklandi.
Og það munaði miklu að fyrirtækið
vildi halda í mig, hvatti mig til að
koma þangað aftur til starfa. Paul,
maðurinn minn, var að vinna hjá
bandaríska landbúnaðarráðuneytinu
og þar var ég með honum í bam-
eignaleyfínu eftir að ég átti dreng-
inn.“
Margrét er spurð hvort 10 mánaða
barneignaleyfi sé algengt í Frakk-
landi. Hún segir að lágmarkið sé 4
mánuðir, skylda að taka 6 vikur frá
vinnu fyrir bamsburð og 10 vikur
eftir að bamið er fætt og ef fæðingin
dregst þá lengist leyfið sem því
nemur. Svo að fjögurra mánaða
bamsburðarleyfí á fullum launum
er reglan. Sjálf kvaðst hún hafa
ætlað að vinna fram að fæðingunni
því mikið var að gera, en einn góðan
veðurdag birtist maður frá frönsku
tryggingunum og tilkynnti yfir-
manni hennar að hún mætti ekki
vinna lengur. Hún hafði ekki vitað
um þessa reglu, hélt að hún ætti að
fara eftir ensku reglunum þar sem
hún var ráðin í London. En að auki
eiga konur rétt á því að starfinu sé
haldið lausu fyrir þær í 2 ár ef þær
vilja fara í launalaust leyfi. En
Bandaríkjamönnunum sem hún vann
með þótti þetta langt frí.
Eftir að Margrét kom aftur til
starfa þurfti hún að fara í verkefni
í Belgíu í sex mánuði. „Þama var
um að ræða þijú verkefni, bæði í
aðalstöðvunum í Antwerpen og í
olíuhreinsunarstöðvunum. Þar var
ég ein með bamið og barnfóstmna
allan þennan tíma. Byijaði á að hafa
enska barnfóstm með fín próf frá
fóstmskóla eftir þriggja ára nám,
en hún réð ekki við að sjá um barnið
og gafst upp. Þá hringdi ég í ofboði
í mömmu, sem sendi mér frænku
mína sem er fóstra. Þetta er erfið-
asti tími sem ég hefi lifað. Ég var
að byija að vinna í landi sem ég
þekkti ekki, við fyrirtæki sem ég
þekkti ekki og með endurskoðendur
undir minni stjórn sem ég þekkti
ekki. Og barnið svaf ekki á nóttunni.
Hann svaf ekki heila nótt fyrstu tvö
árin. Enn man ég fyrstu nóttina sem
hann svaf samfellt, en þá var hann
orðinn tveggja ára. En drengnum
leið vel, hann svaf í smáblundum
og dafnaði. Sjálf var ég orðin 35
ára gömul þegar ég átti hann og
hafði ekki heilsu til þess að vaka
svona.
Ef ég hefði átt barn þegar ég var
um tvítugt hefði ég aldrei komist í
þá aðstöðu sem ég er í núna,“ segir
Margrét þegar við ræðum áfram um
það álag að vera í krefjandi starfi
með lítið bam. „Þá hefði ég annað-
hvort hætt í námi og vinnu eða þá
setið þar sem ég var og ekki leitað
eftir eða tekist á við nokkrar breyt-
ingar. En nú var ég búin að koma
mér fyrir og sýna hvað ég gat áður
en ég átti bamið. Hafði þau laun
að ég gat keypt alla þá hjálp sem
þurfti. Of komin í þá stöðu að fyrir-
tækið vildi fá mig aftur."
Yfirumsjón með störfum
og starfsliði
Eftir þessa sex mánaða dvöl
Margrétar í Belgíu var í gangi mikil
endurskipulagning á Exxon-fyrir-
tækinu. Var þá verið að leysa upp