Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 21
B- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR19: 86 farandhópana og hún vissi ekki hvort hún yrði þá látin vera um kyrrt í London þar sem hún var ráðin. En .heppnin var enn með henni. Hún var beðin að taka við starfi yfirmanns síns í París og þá kom öll endurskoð- un á starfsliði og störfum í hennar umsjá. „Nú komu t.d. í minn hlut öll viðkvæm mál varðandi starfs- fólkið," útskýrir hún. „Ef einhver á í útistöðum eða agnúar finnast á rekstrinum einhvers staðar, þá þykir gott að hafa erlendan starfsmann til að höggva á hnútinn. Þetta er gert til þess að vernda heimamenn, þar sem mun erfiðara er fyrir frama þeirra að þurfa að leysa slík við- kvæmnismál. En í þessu starfi var ég um kyrrt í París í hálft þriðja ár. Ferðaðist aðeins um Frakkland og þá í eins til tveggja daga ferðum. En ég hefi alltaf haft stúlkur. Fékk fyrst 3 íslenskar, en er nú að fá nýsjálenska stúlku. En ég vissi alltaf að ég yrði að skipta um land í janúar 1986. Svo að ég fór að líta í kring um mig í París eftir öðru starfi. Og enn var ég heppin." Aðstoðarforstjóri hjá OECD Þessi heppni var í því fólgin að iöllu öðru starfsfólki? „Að sumu leyti," segir Margrét. „En í rauninni er það ekki eins mikið álag og að vera við millistjórnun. Reiknað er með að sá sem er á toppinuin viti hvað hann er að gera. En á hinum stöðunum verður maður alltaf og eilíflega að vera að sanna hvað maður getur. Ég hefi núna ekki annan yfirmann en aðalfram- kvæmdastjóra stofnunarinnar og^ hann sé ég sjaldan, ekki nema ef eitthvað sérstakt er á ferðinni. Ég vinn mikið í nefndum. Þegar maður er kominn í þessa stöðu þá er maður að mestu hafinn yfír stöðuga gagn- rýni. En maður verður að standa sig engu að síður, því þetta er ekki æviráðning. Um starfið er kosið á þriggja ára fresti og þá verður regl- um samkvæmt að greiða atkvæði. Ég tók því töluverða áhættu þegar ég ákvað að hætta hjá Esso og fór í þetta verkefni." Heimafólk með barn og garð Þessa áhættu tók Margrét til að tryggja búsetu í París. Leggja þau svona mikið upp úr því að búa þar? „Mér þykir vænt um París, en ég hugsað sér að setja byggingu milli hússins og turnsins og hafa þá borð- stofuna í gamla turninum. Ætla raunar að byrja á því í vor. „Þetta er stórkostlegur garður," segir Margrét. „Þar er mikið af trjám, en við höfum verið að gróður- setja þar plöntur sem blómstra. Þær vantaði alveg. Við erum þegar búin að gróðurseja þar mörg hundruð fjölærar plöntur og þúsund lauka og eigum mikið eftir. Laukarnir byrja í Frakklandi að blómstra í febrúar og í mars standa trén í blóma. Þannig tekur hvað við af öðru. Við erum líka að gróðursetja plöntur sem blómstra yfír hásuma- rið. Þá verður garðurinn alltaf jafn yndislegur. Þetta vinnum við allt sjálf. Maður hugsar öðru vísi þegar barn er á heimilinu. Þá vill maður vera sem mest heima og vera úti með drengnum. Meðan við vorum barnlaus lifðum við hinu hefðbundna Parísarlífi og nutum þess. Fórum um og skoðuðum listsýningar, stunduðum leikhús og bíó, sem svo mikið er af í borginni og fórum út að borða og í sam- kvæmi. Við vorum orðin sérfræðing- ar í matargerð og fórum vítt og hún hafði spurnir af því að starf var að losna hjá Efnahags- og fram- farastofnuninni. En þar er maður hennar nú starfandi sem hagfræð- ingur í landbúnaðardeildinni. Um þetta starf er samt ekki hægt að sækja, því reglum samkvæmt eiga fulltrúar þátttökulandanna 24ra að kjósa í það. Þeir mega þá líka bera upp einhvern og mæla með honum. Margrét leitaði til Haraldar Kroyer tendiherra, sem stakk upp á henni. Uppástungur komu um 7 aðra umsækjendur, en Margrét hlaut flest atkvæði. Hún var sú eina af þessum átta sem hafði starfað hjá einkafyrir- tæki og unnið sjálfstætt að samn- ingagerð, rekstri og eftirliti og það var þungt á metunum. Þegar Margrét er spurð hvort sé erfíðara að starfa hjá einkafyrir- tækinu eða alþjóðastofnun kveðst hún aðeins hafa verið hjá Efnahags- stofnuninni í fímm mánuði. „En þar er allt svo illa skilgreint og það veldur auðvitað erfiðleikum. Hjá Exxon eru til leiðbeiningarreglur um hvað eina, en hjá OECD verður svo mikið að byggja á fordæmi og þá minni einhvers um hvernig þetta og hitt hefur verið leyst áður," segir hún. En hún tekur fram að hún sé að venjast nýjum starfsháttum. Hún hefur góða hjálp, tvo einkaritara og viðskiptafræðing á hennar eigin skrifstofu og svo getur hún notað allt starfsfólk stofnunarinnar í við- komandi málaflokkum. En ætli ekki reyni á taugarnar að vera komin í slíka toppstöðu, ofar Margrét og Paul Dymock með soninn Mark. Myndin var tekin nú uni jólin á heimili foreldra hennar, Þórodds Th. Sigurðssonar og Kristínar Guðmundsdóttur í Karfavogi. gæti held ég búið hvar sem er. Lík- aði sérlega vel í Antwerpen, einnig í London og Washington þegar við vorum þar. En það er miklu erfiðara fyrir tvo að fá vinnu svo að báðum líki. Þegar við eignuðumst drenginn þá breyttist margt. Okkur hafði verið sagt að við gætum ekki átt börn. Við höfðum keypt íbúð í sambýlis- húsi í Sb. Óloud með dýrðlegu útsýni yfir Boulogne-skóginn og gert hana upp við hæfí okkar tveggja. En tveimur árum síðar var orðið erfitt að búa með barn og barnfóstru í íbúð í sambýlishúsi. Og þegar við svo vorum um jól heima hjá Paul á Nýja-Sjálandi þar sem allir búa í einbýlishúsum með garði, þá fundum við enn betur hve miklu betra er að búa þannig með barn. Við keyptum því hús í St. Germain-en-Laye í út- jaðri Parísar. Þarna hefur fjölskyldan verið að koma sér fyrir að undanförnu. Kring um húsið er gríðarstór garður, 1.300 fermetrar að flatarmáli, þótt í miðju þorpi sé. Landið tilheyrði höll, sem nú er horfin, og því er í garðinum turn frá 16. öld með 60 sm þykkum veggjum úr hlöðnum steini. Turninn var dúfnahús. Þar hefur barnfóstran búið að undanförnu. En þau hafa breitt til að velja góðan mat og góð vín. Fórum meira að segja stundum á matreiðslunámskeið, vorum t.d. einu sinni á þriggja vikna kokka- skóla í Hong Kong. En nú viljum við heldur eyða tímanum meira í garðinum með Mark en að vera að búa til einhvern rétt í heilan dag og bjóða gestum. Svona breytist við- horfið þegar barn er á heimilinu." Það er auðheyrt að þau Paul og Margrét Dymock hafa ferðast mikið. Hafa meðal annars faríð nokkrum sinnum kring um hnöttinn. Annað hvert ár fara þau að jafnaði á æsku- stöðvar Pauls á Nýja-Sjálandi og taka sér þá góðan tíma til að heim- sækja áhugaverða staði á leiðinni. Ættingjar hans stansa líka gjarnan hjá þeim þegar þeir leggja land undir fót. En það tíðkast meðal ungs fólks á Nýja-Sjálandi að halda til Evrópu og ferðast í eitt til tvö ár áður en alvara lífsins tekur við. Enda langt að fara þegar lagst er i ferðalög. Til heimalands Margrétar, íslands, koma þau að jafnaði tvisvar sinnum á ári. En þótt ekki sé langt þangað ef litið er á landabréfið, þá kostar það 14 tíma ferðalag um Lúxemborg eða heilan dag hvora leið, nema á sumrin þegar má fá beina flugferð frá París. „Við höldum reglulegu sambandi í báðar áttir," segir Mar- grét. „Og það er yndislegt að vera hér heima á jólunum." Viðtal: Elín Pálmadóttir Myndir: Morgunblaðið/Bjarni mmSSSSSmmmmmSmSSSSSmmm Til sö Thiochol árgerö 1967. Allur mikiö endurnýjaöur. Helstu upplýsingar: Vél: Nýuppgerð 6 cyl. Benz Diesel OM 352. Gírkassi: Nýupptekinn 5 gíra Benz-vórubílakassi. Eldsneytistonkur: 200 lítrar. Stjórnbúnaöur: Nýjar dælur. Drif: Yfirfariö og nýjar legur. Belli: Endurbyggö. Mikið magn nýrra og notaora varahluta fylgir. Upplýsingar í síma 641202 eftir kl. 19.00. Hjálparsveit skáta Kópavogi. Til sölu Þessi vandaöi vinnuskúr, fullbúinn aö utan sem innan, er til sölu. Hentar einnig vel sem veiöihús eöa fyrir aöra sambærilega aöstööu. Húsiö er byggt á stáigrind þann- ig aö þaö má hífa á vörubíl til aö flytja milli staöa. Allar upplýsingar í síma 687787. IfL-PC Tími: 18. og 19.janúarkl. 10-17 Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun einkatölvunnar frá IBM. Kennd eru grundvallaratriði við notkun tölv- niinar og kynnt eru algeng notendaforrit frá IBM-PC. Dagskrá: * Uppbygging og notkunarmögu- leikar IBM-PC. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WORD. * Töflureiknirinn MULTIPLAN. * Gagnasafnskerfið Dbase II. * Assistant forritin frá IBM. * Bókhaldskerfi á IBM-PC. Leiðbeinandi: Dr. Kristján Ingvarsson verkfræðingur. Innritun í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla36, Reykjavik. Þú svalar lestrarþörf dagsins ájsjðum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.