Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 Akranes: Sjálfseignaríbúðir við dvalar- heimili aldraðra og öryrkja afhentar Akranesi, 7. janúar. LOKIÐ er öðrum áfanga í bygg- ingu sjálfseignaríbúða við Dval- arheimillið Höfða á Akranesi og voru þær afhentar eigendum sín- um nú um miðjan desember sl. Alls hafa verið afhentar 20 íbúð- ir. Húsin eru byggð í samræmi við lög um málefni aldraðra og öryrkja, en aðalmarkmið þeirra er að þetta fólk geti sem lengst búið eðlilegu heimilislífi. Stjóm Dvalarheimilisins Höfða hafði forgöngu um þessar byggingar og voru þær hannaðar sérstaklega fyrir fyrmefnt fólk. Einnig er leitast við með þessum byggingum að íbúar þeirra geti átt þess kost að búa í nánum tengslum við dvalarheimilið en húsin eru staðsett í nágrenni þess, svo og að hafa aðgang að ýmsri félagslegri þjónustu sem heimilið hefur uppá að bjóða. íbúðimar em í tveim stærðum, Tmnarsvegar 79,5 fm og hinsvegar 90,9 fm og er verð þeirra í dag áætlað á bilinu 1.800-2.100.000 kr. í því verði fylgir allur frágangur bæði innanhúss og utan svo og frá- gangur lóðar, einnig fylgja ýmis heimilistæki. Þá hafa íbúamir átt þess kost að kaupa bifreiðageymsl- ur og hafa sumir notfært sér það. Kaupandinn annaðist sjálfur að mestu fjármögnun byggingafram- kvæmda að öðm leyti en því að dvalarheimilið sá um lántökur frá Húsnæðismálastofnun ríkisins og öðmm lánastofnunum fyrir þá sem þess þurftu með. Tryggt er í reglu- gerð að íbúðimar skuli ávallt vera í eigu aldraðra og öryrkja. Eins og áður sagði geta íbúamir notið ákveðinnar þjónustu frá Dval- arheimilinu Höfða og em húsin m.a. tengd heimilinu um neyðar- kallkerfi. Auk þess eiga íbúamir kost á dagvistun og þátttöku í fé- lagsstarfi. Þá stendur þeim til boða iðjuþjálfun og önnur endurhæfing svo og hár- og fótsnyrting. Þá er stefnt að því að þeir sem með þurfa geti fengið þvegna af sér þvotta, keypt mat og fl., en þessi atriði em háð því að dvalarheimilið sjái sér fært að veita slíka þjónustu en hún er ekki fyrir hendi nú í dag. Aðalverktaki við þessar bygging- ar var Trésmiðja Guðmundar Magn- ússonar, sem átti lægsta tilboð í verkið. Hönnun annaðist Verk- fræði- og teiknistofan sf. á Akra- nesi, en eftirlit með framkvæmdum hafði Guðmundur Bjamason, húsa- smíðameistari, og Ólafur Gr. Ólafs- son sá um fjármál bygginganna. Sigurdór Jónannsson sá um raf- magnsvinnu, Sveinn Knútsson um múrverk, Ríkharður Jónsson um málningu og dúklagnir og Karvel Karvelsson um pípulagnir. I þessu íbúðahverfí er gert ráð fyrir sex húsum til viðbótar en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um byggingu þeirra. Dvalarheimilið Höfði var tekin í notkun 1978 og enn sem komið er hefur aðeins verið byggður 1. áfangi. Mjög brýnt er að hefjast handa við framkvæmdir næsta áfanga, en hann gerir m.a. ráð fyrir byggingu eldhúss, sameiginlegs matsalar auk vistrýmis fyrir 25 íbúa en biðlisti eftir vistun er mikill eða um 50—60 manns, auk þess sem gert er ráð fyrir aukinni þjónustu við íbúa í hinum nýju húsum eins og fyrr er nefnt. JG. Þökkum öllum sem glöddu okkur meÖ einum eöa öörum hætti nú um jólin vegna 90 og 85 ára afmælis okkar og 65 ára hjúskapar. LifiÖ heil. Guðríður Einarsdóttir og Jón Sigurðsson frá Hópi. Emföld — Ódýr | Pakkavog 20 kg. 50 kg. og ÍOO kg. Raímagn + rafhlöður ÖLAiUR OfSliXiSOH & CO. HF. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Selfoss: Síðastliðið sumar var málningasumar Málningaþj ónustan flytur í eigið húsnæði Selfassi, 4. janúar. PÁLL Árnason málarameistari flutti i dag, 4. janúar, fyrirtæki sitt og sona sinna, Málningaþjón- ustuna, um set i nýtt eigið hús- næði að Eyravegi 35. Páll hefur starfað sjálfstætt í málaraiðn um 20 ára skeið. Hann byijaði sem sjálfstæður atvinnu- rekandi 6. júní 1966 og fyrsti við- skiptavinurinn var Jón Pálsson í Hiöðum. Þá um haustið tók hann að sér verk á Laugarvatni og fékk tvo menn í vinnu. Að Laugarvatni hefur hann sótt mörg verkefni svo og í virkjanimar inni á hálendi þar sem hann var með 15 menn í vinnu þegar mest var. Þegar um hægðist á hálendinu opnaði hann málningavöruverslun að Eyravegi 29. „Þá breyttist þetta hjá mér, nú er alltaf hægt að ná í mig, en áður var það erfítt," sagði Páll. Nýverið keypti Málningaþjón- ustan húsnæði undir starfsemina, að Eyravegi 35. „Ein ástæðan fyrir því er sú,“ sagði Páll, að ég sé alltaf eftir peningum í húsaleigu." Hjá Málningaþjónustunni vinna nú 11 menn. Páll hefur útskrifað 2 nema og nú eru þrír nemar hjá honum, þijú bama hans Hilmar, Steindór og Nína Björg. Páll sagði að vel liti út með vinnu í sumar en sl. sumar hefði verið það stórkostlegasta sem hann hefði upplifað, sannkallað málningasum- ar. Þeir hefðu byijað útivinnuna í maí og verið að fram í október. Sumarið á undan hefðu þeir ekki getað farið út í 9 vikur yfír hásum- arið. Þá hefði verið unnið frá höfuð- degi og fram í nóvember við úti- verkin. „Það er mikill munur á málninga- vinnunni núna og 1950 þegar ég byijaði. Þá fengum við bara títan- hvítu, zinkhvítu og blýhvítu senda frá verksmiðjunni ásamt femisolíu, steinolíu, terpentínu, þurrkefni og lit og maður þurfti að laga þetta allt sjálfur. 1952 kom gúmmímáln- ingin og núna er þetta allt fulllagað í dósum,“ sagði Páll. „Ég segi nú samt eins og maðurinn, þetta er ekki eins einfalt og margir halda, það tekur jú íjögur ár að læra fagið.“ Sig. Jóns. Morgunbladið/Sig. Jónsson Páll Árnason málarameistari og kona hans Benedikta Guðnadóttir ásamt nokkrum starfsmönnum Málningaþjónustunnar. Reg’lur um starfs- aldur fótum troðnar — segir íbréfiflugumferðar- stj óra til flugrekstraraðila í BRÉFI, sem flugumferðarstjór- ar hafa sent öllum aðilum í flug- rekstri til að skýra sjónarmið sín er harmað það ástand sem nú ríkir innan flugmálastjómarinn- ar og jafnframt, að það skuli bitna á flugrekstraraðilum. I bréfinu er rakin mannekla flug- umferðarþjónustunnar og sú ómælda yfírvinna, sem mannfæðin í flugstjóm leiðir af sér. Síðan segir: „Tvennt kemur nú til sem gerir það að verkum að menn tregðast við að vinna ómælda aukavinnu. Annað er að menn eru hreinlega orðnir langþreyttir á þessu, en hitt vegur þó þyngra á metunum nú að vinnubrögð þau sem flugmálastjóri viðhefur við skipulagsbreytingar innan flugumferðarþjónustunnar í Reykjavík hafa valdið slíkri óánægju og slíkum leiðindum að menn óar hreinlega við að veija meiri tíma en vinnuskylda kveður á um innan veggja flugtumsins. Við teljum það vera lítilsvirðingu gagnvart starfsmönnum þegar yfir- flugumferðarstjóri og tveir varð- stjórar í flugstjóm em teknir úr stöðum sínum, sem þeir gegna samkvæmt skipunarbréfí ráðherra, og skákað í nýjar óskyldar stöður til tveggja ára. Ennfremur eru reglur um að starfsaldur skuli að öðru jöfnu ráða þegar skipað er í nýjar stöður fótum troðnar, þar sem flugmálastjóri hyggst upphefja tvo menn í vaktstjóra (nýtt starfsheiti sem ekki fyrirfinnst í samningum FÍF við samgönguráðuneyti). Vakt- stjórar þessir eiga að koma í stað þeirra varðstjóra sem settir vom af, og em auk þess teknir framfyrir 20-30 hæfa menn samkvæmt starfsaldri." Þú svalar lestraiþörf dagsins ájgíðum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.