Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐK), SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 MANNUFA AUSTURLANDI Mjög glæsilegt og ég hygg að það muni einnig verða að utan." Af leiklist og fleiru — Er byggðasafnið þitt stærsta áhugamál? „Eg veit það nú ekki. Ég á ákaf- lega mörg áhugamál." — Kannski eitthvað gerólíkt? „Það má kannski segja það. Ég hef ákaflega mikinn áhuga á leik- list, og hef starfað mikið í leiklist- arstarfsemi hér. Leikfélagið er nú rúmlega tvítugt og ég hef verið með frá upphafi." — Mannstu fyrsta stykkið sem leikfélag Hornafjarðar setti upp? „Já, það var Ævintýri á göngu- för og lék ég þá Krang kammer- ráð." — Var það skemmtileg sýning? „Já, afskaplega. Þegar það var sýnt var jafnframt vígt nýtt fé- lagsheimili, Sindrabær, og síðan hefur að jafnaði verið sett upp leikrit tvisvar sinnum á vetri." — Hvaða sýning er þér eftir- minnilegust? „Það var þegar við fórum með y^ tgfak-^^ mM j ^v ^^s g feft 3S pjpp~ P-..H IV Farið yfir Hólmsá í Mýrarsveit Skáld-Rósu á sýningu áhugaleik- félaga á Norðurlönd fyrir tveimur árum, til Noregs. Það var afar skemmtileg ferð. Einna skemmti- legast var hvað leikhúsfólkið var áhugasamt um ísland og vildi fá að vita af hverju hlutirnir hefðu verið svona á íslandi í gamla daga. AHir settust fram á sviðsbrúnina að ræða málin. Hvers vegna var fólká vergangi? Ég man eftir einum dönskum blaðamanni sem sagðist þurfa að athuga málin betur þegar hann kæmi heim. Ég sagði honum að verslunaránauðin hefði leikið ís- Verið að veita Hólmsánni 1937. Fyrir lá að yfirgefa þyrfti 17 býli yrði það ekki gert. Lýður Jénsson verkstjóri ásamt fjölskyldu sinni. lendinga svona grátt og hann hafði aldrei heyrt um neitt þvíumlíkt. Þetta þarf ég að athuga þegar ég kem heim, sagði hann. Svo er mér líka ógleymanleg Guttormur Þormar: Ævintýri silfiirhnappa og skógrækt á Héraði Guttormur Þormar hreppstjóri í Geitagerði er fæddur og alinn upp í Fljótsdal og hefur búið þar lengst af ævi sinnar. í skógi prýddu um- hverfi við Löginn, þar sem sést yfir að Hallormsstað, hefur Guttormur stundað fjárbúskap og trjárækt, verið vel virkur í félagsmálum og liðtækur í íþróttum eins og verð- launapeningarnir frá yngri árum hans bera glöggt vitni. Hann hefur átt Austuriandsmet í 100, 200, 300 og 400 metra hlaupi, þó hann hafi alltaf haft mest gaman af 100 metrunum. Hann vann einnig til verðlauna í langstökki og þrí- stökki og var sama met í þeim grein- um. Eftir að hafa verið í sigursveit- inni í 4x100 m hlaupi á Landsmóti UMFÍ á Akureyri 1955, fannst hon- um tími til kominn að hætta. Þá hafði hann verið að, frá því hann fyrst fór á mót Þingeyinga og Aust- firðinga fermingarárið. — Eru fþróttirnar mikið áhuga- mál hjá þér, Guttormur? Já, það eru þær enn, og ég fylg- ist alltaf með. Mér finnst það þyrfti endilega að endurvekja þessi mót sem Þingeyingar og Austfirð- ingar höfðu með sér. — Hvað varstu lengi í fþróttun- um? Fimmtán ár, og keppti meðal annars á fimm landsmótum UMFf. Mest í spretthlaupum. 50.000 lerkiplöntur — Þetta fallega umhverfi sem þú býrð í hlýtur að vera gott til útivistar. Ertu útivistarmaður? Já, maður er auðvitað mikið úti við. Ég hef verið með búskap hér frá 1950, var kennari fram til 1954, en fór þá alveg yf ir í búskapinn. — Það er mikil trjárækt hjá þér, er það ekki? Jú, og hefur verið lengi talsverð. Stærsti kaflinn í henni er Fljóts- dalsáætlunin, sem byrjaði hér 1970. Þá samdi skógræktin við nokkra bændur um að taka land undir skógrækt og ég hef verið með í því. Við ræktum lerki, sem reynslan sýnir að hefur góðan ár- angur hér um slóðir. Það þarf á heitum dögum að halda á hverju ári, ekki endilega mörgum en vel heitum og þessar aðstæður eru hér fyrir hendi. Árangurinn hefur líka farið fram úr björtustu vonum, nú eru 40—50.000 plöntur bara i því landi sem ég hef tekið í þetta, afföll hafa orðið minni en maður bjóst við. Það var byrjað að rækta tré á Hallormsstað nokkru fyrr en hér, en hér eru þó tré allt frá fyrstu árum aldarinnar. Hér er til dæmis fjallahlynur sem er á 14. metra og sá hæsti sinnar tegundar á landinu. Einnig blágreni sem danskur maður, Flensborg, kom með yfir Fjarðarheiði árið 1905, hann var mikill áhugamaöur um skógrækt og þessi ferð hans þótti merkileg á sínum tíma. Og sem sagt eitt af fimmtán trjám hafnaði í garðinum hjá afa mínum, Gutt- ormi Vigfússyni. Síðan er faðir minn kom frá námi í Danmörku 1908 var hann mjög áhugasamur um skógræktina, en þeir höfðu hana nú aðallega sem hobbí. — Þannig að þú ert alinn upp við skógræktina? Já, það má segja að það hafi verið almennur áhugi á mínu heimili fyrir henni. Móðir mín sá um garðinn, og hér í nágrenninu eru nokkrir aðrir garðar sem eru frá því fyrir 1920. — Áttu þér uppáhaldstrjátegund? Já, það á ég reyndar. Broddfuru. Hún er harðger og verður allra trjáa elst, en hún vex afar hægt. — Hvað er hún orðin hjá þér? Ætli hún sé ekki í átta metrum. — Má nokkuð spyrja skógræktar- mann þeirrar samviskuspurningar hvort hann geti höggvið tré, jólatré til dæmis? Jú, jú, ég hef nú einmitt velt því fyrir mér hvort ég ætti ekki að rækta jólatré. En það eru skóg- ræktarmenn sem segja að það sé ekki ræktun. Og þó það sé mikil jólatrjáarækt á Hallormsstað er ég hræddur um að honum Páli frænda mínum þar þyki það ekki mikil ræktun. Jólin hafa lítið breyst — Það er stutt fyrir ykkur að ná íjólatré? Já, enda hafa jólin lítið breyst frá því ég man fyrst eftir mér, við höfum alltaf haft okkar ióiatré og svipað skraut lengst af. Jólatréð er venjulega fura eða greni. — Verður ekki jólalegt hér á Fljótsdaishéraði með öll þessi tré þegar snjóar? Jú, en okkur finnst nú oft óþarf- lega snjólétt hérna. Það getur nefnilega sett strik í reikninginn og orðið vatnslaust ef það snjóar lítið. Hér á upphéraöi er lítið um snjó á veturna og þegar hann kemur fýkur hann venjulega í skafla þannig að það er auðvelt að fara um, en ekki lengi jólalegt í einu. Ætli ég muni eftir fleiri en tveimur eða þrem snjóavetrum í allt. Þó við séum þetta langt inni í landi er miklu snjóléttara hér en á úthéraði til dæmis. — Hvaðmeðjólamatinn? Venjulega eru það rjúpur sem einhver af heimilinu hefur skotið. — Erstuttaðfaraárjúpu? Það er nú orðið lítið um rjúpu hérna, það þykir gott ef maður fær tiljólanna. — Nú hef ég heyrt að þú hafir undir höndum gripi sem fornleifa- fræðingar hafa sýnt áhuga? Þú átt líklega við silfurhnapp- ana sem faðir minn fann rétt eftir aldamótin, líklegast 1908. Hvað þeir eru gamlir ber fornleifafræð- ingum nú ekki saman um, en þeir gætu verið frá því um sextán hundruð. Þeir hafa varðveist óskemmdir. Fyrir nokkrum árum kom hing- að bandarísk kona, sjáandi, og ég skrifaði upp eftir henni það sem hún hafði um þennan fund að segja. Hún féll í einhvers konar leiðslu eða trans og þetta er það sem ég skrifaði um hennar upplýs- ingar. Silfurhnappar fundnir skömmu eftir aldamót, finnandi iíi vöxnu umhvcrfi ásamt konu sinni Þuríði Skeggjadóttur og Ólafi Stefánssyni ráðunaut. sýning á Gullna hliðinu, þegar ég var í hlutverki Jóns." — Með þeim texta sem því fylg- ir? „Já, mér fannst hlutverkið skemmtilegt. Þetta hefur verið mér áhugamál og miki lífsfylling og ég held að fólk læri að taka meira tillit hvert til annars ef það tekur þátt í leik- listarstarfsemi." — Hvernig gengur að fá unga fólkið með? „Mjög vel. Næsta verkefni leik- félagsins er einmitt við þess hæfi, það er Láttu ekki deigan síga, Guðmundur." Hætt er við að Gísli hafi ekki séð það fyrir sem verða vildi er hann var lítill drengur í Mýrar- hreppi og las með föður sínum hlutverk í Skugga-Sveini. Hann las púkann en var of ungur til að taka þátt í leiksýningunni. Það kom í hlut annars drengs og eldri, sem var orðinn nógu gamall til að fara yfir vötnin sem lágu yfir sveitinni, vötn sem tækni, mannafli og ólíkt árferði hafa nú þurrkað um ókomna framtíð. ^^^^w BP I 1 Sp^vv' v: ^^^M 8RI tf'Olil F m ^ Guttormur Þorniar á langan og sig- ursælan íþróttaferil að baki. Vigfús Þormar. Bandarískur sjá- andi sem skoðaði þá 1976 segir þá smíðaða i Þýskalandi 1585. Sá er þá smíðaði hafi lært á ítalíu. Ðanskur eftirlitsmaður með yfir- völdum hér hafi glatað þeim er hann var hér á ferð, í opinberum erindum, árið 1621. Hann hafi dottið af hestbaki og slasast svo, að þurft hafi að bera hann tií byggða. Við fallið hafi hnapparnir losnað af, það er að segja tveir af átta. Hinir séu í Danmörku og hafi gengið þar sem erfðagripir í tíu ættliði, síðast í beinan kvenlegg í sex ættliði. Þetta er nú svo sem ekkert frá- leitt því þeir fundust ekki langt frá gamalli merkisleiö sem liggur milli Jökuldals og Fljótsdals. Svo það getur allt eins verið að þessi maður hafi verið að fara þar á milli. — Kitlar það ekki forvitnina að reyna að hafa upp á liinum sex? Jú, börnin mín sem hafa verið í Danmörku eru með myndir af þeim og hafa eitthvað verið að reyna. — Fyrst maður er kominn út í sérstæða lífsreynslu, hefurðu nokk- urn tíma séð Lagarfljótsorminn? Nei, en kemur fyrir að einn og einn þykist koma auga á hann. Við viljum ekki láta Lagarfljótsorm- inn deyja. — Þú kíkir kannski eftir honum? Já, auðvitað gerir maður það. Það eru ótrúleg svipbrigði á fljót- inu. Þetta er merkilegt vatnsfall, þar sem það er dýpst er það 90 metra undir sjó. Það er lægsti punktur á Islandi. Og breiddin á fljótinu er yfir tveir kílómetrar. — Hvað með virkjanaáætlanir? Ég held að sveitungar mínir séu nú bara ánægðir með frestunina sem orðið hefur. Þetta verður mikil röskun, ekki síst félagslega. Með þessum orðum kveðjum við Guttorm Þormar og vonum að hann fái ásamt sveitungum sínum að njóta þess besta sem falleg sveit hefur upp á að bjóða hvað sem breytingum af náttúru eða manna- völdum líður. wii*1-".'.' —^i^SHHi sggarrejT]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.