Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986
Útgefandi idMfofrÍfe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Islenzkur gjaldmiðill
Ragnar Halldórsson, formað-
ur Verzlunarráðs íslands,
setti fram skoðanir um peninga-
mál okkar íslendinga í grein í
Morgunblaðinu um áramót, sem
ástæða er til að staldra við. I
grein þessari viðrar formaður
Verzlunarráðsins þá hugmynd,
að við íslendingar hættum að
burðast með eigin gjaldmiðil og
tökum upp samstarf við aðra þjóð
um slíkt og bendir í því sambandi
á fordæmi Lúxemborgar og
Liechtenstein. I grein þessari
segir Ragnar Halldórsson m.a.:
„í fljótu bragði virðist sjálfstæði
þjóðar fela í sér, að hún hafí eigin
gjaldmiðil, gefí út sjálfstæða
mynt. Ef einhver legði til að við
tækjum upp danskar krónur í
stað þeirrar íslenzku, hljómar það
sem svik við landið og það sem
íslenzkt er. En bíðum við. Pening-
ar eru einungis tæki, sem notað
er sem gjaldmiðill í viðskiptum,
til að geyma verðmæti og til að
vera mælikvarði á verðmæti.
Þessu þríþætta hlutverki þjónar
íslenzka krónan illa vegna þess
að hún heldur ekki verðgildi sínu.
Við mundum skipta um vog, sem
vigtaði rangt, reyndist ekki unnt
að lagfæra hana. Af sömu ástæðu
gæti verið rétt að taka upp annan
ogbetri gjaldmiðil í viðskiptum."
Síðan segir Ragnar Halldórs-
son: „í reynd ætti smáþjóðum
ekki að vera neitt kappsmál að
halda úti eigin mynt, enda er það
harla óvenjulegt hjá þjóðum á
stærð við okkur. Þær telja sig
frekar hafa hag af því að nota
myntir stærri þjóða eða binda
gengið myntum þeirra. Með því
fyrirkomulagi er þeim kleift að
nýta kosti frjálsra gjaldeyrisvið-
skipta - sem smáríki sjá sér ekki
að öðrum kosti fært að nýta -
og búa við penirigakerfí, þar sem
alls konar mistök verða ekki leyst
með sífelldri „hagræðingu" pen-
ingakerfísins."
Þegar formaður Verzlunarráðs
íslands, sem er sameiginlegur
vettvangur mikils §ölda kaup-
sýslumanna og atvinnurekenda í
landinu, varpar fram hugmynd-
um af þessu tagi er ekki hægt
að láta þær liggja í þagnargildi,
ekki sízt, þar sem ætla má, að
þær endurspegli að einhverju
leyti hugmyndir eða umræður í
röðum einhverra aðila Verzlunar-
ráðsins. I stuttu máli sagt er
Morgunblaðið algerlega og af-
dráttarlaust andvígt hugmyndum
um að leggja niður sjálfstæðan
íslenzkan gjaldmiðil og taka upp
samstarf við aðra þjóð um að
nota gjaldmiðil hennar. Akvörðun
um að leggja niður íslenzkan
gjaldmiðil og taka upp gjaldmiðil
annarrar þjóðar væri uppgjöf í
sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð-
arinnar. Þetta skilja menn bezt,
ef lagt væri til að við tengdumst
dönskum gjaldmiðli á ný. Þá
værum við í raun að biðja Dani
um að taka við okkur aftur.
Jafnvel þótt við óskuðum eftir
samstarfí við aðra þjóð í þessum
efnum væri þýðing þess hin
sama. En vegna gamalla tengsla
okkar við Dani skilja menn þetta
bezt, ef rætt er um dönsku krón-
una í þessu sambandi. Saman-
burður við Lúxemborg og Liecht-
enstein dugar ekki. Enginn lítur
á smáríkið Liechtenstein, sem
stendur í smábrekku við landa-
mæri Austurríkis og Sviss, sem
raunverulega sjálfstætt ríki. Um
Lúxemborg gildir að vísu öðru
máli, en auðvitað segir það sína
sögu um stöðu þess ríkis, að þar
er hægt að nota belgíska franka
ekki síður en þá, sem prentaðir
eru fyrir Lúxemborg.
Með því að fara þá leið, sem
Ragnar Halldórsson bendir á,
værum við Islendingar að vikjast
undan, neita að horfast í augu
við vandamál okkar og gefast upp
við að takast á við þau. Þjóðin
hefur ekki háð harða lífsbaráttu
í þessu landi í 1100 ár til þess
að gefast upp nú, þegar við búum
við meiri auðlegð og velsæld en
nokkru sinni fyrr í sögu okkar.
I sjálfu sér þarf ekki að færa
fram aðrar röksemdir gegn þess-
um hugmyndum en þær einar að
í þeim felst afsal á sjálfstæði
okkar. Við værum ekki lengur
okkar eigin herrar í efnahagsmál-
um. Afkoma okkar byggðist ekki
lengur á þeim ákvörðunum, sem
teknar væru við Austurvöll,
hversu vitlausar, sem þær kunna
að vera, heldur ákvörðunum, sem
teknar væru í Kaupmannahöfn,
Lundúnum, Bonn eða Washing-
ton eða hvaða ríki öðru, sem
menn vildu að tækju okkur að
sér. Talsmenn þessara hugmjmda
segja auðvitað sem svo, að efna-
hagslega værum við betur komnir
með þeim hætti. Það er líka
hægt að færa rök að því, að ijár-
hagsleg afkoma þessara 230 þús-
und manna mundi verða betri ef
þetta fólk tæki sig upp og flytti
búferlum til annars lands. Enn
mætti segja, að tunga okkar sé
einungis tæki eins og peningar
og bezt væri að tileinka sér ensku
til að komast inn á heimsmarkað-
inn. En saga okkar byggist á
öðru og meira en efnahagslegri
afkomu einni saman.
Það er svo umhugsunarefni
fyrir forystumenn þjóðarinnar,
að maður í stöðu formanns Verzl-
unarráðs íslands skuli yfírleitt
setja fram hugleiðingar af þessu
tagi. í því felst auðvitað megn
vantrú á, að þeir, sem hafa tekið
að sér að veita þjóðinni forystu
hafí getu og hæftii til þess. Sú
vantrú er því miður ekki bundin
við forystumenn Verzlunarráðs-
ins eina.
Norrænt samstarf
Morgunblaðið birti
stutt en athyglisvert
samtal við einn af
forystumönnum í
menningarmálum á
Norðurlöndum nú
um stundir, Nils
Gunnar Nilsson, menningarritstjóra Syd-
svenska Dagblaðsins í Málmey. Nils Gunn-
ar er gamall og gróinn vinur okkar hér á
hjara veraldar. Og hann hefur ýmislegt
að segja um samstarf okkar við frænduma
austanhafs. Hann er til að mynda þeirrar
skoðunar að Norræna húsið eigi ekki ein-
ungis að vera notað til þess að kynna
starfsemi á Norðurlöndum heldur eigi þar
að verða á gagnger breyting í þá veru að
kennarar og Qölmiðlafólk komi til íslands
á vegum þess í því skyni að læra eitthvað
af Islendingum og flytja þau áhrif aftur
heim til föðurlandsins. Þetta er athyglis-
verð hugmynd. Nils Gunnar segir að
Norðurlandamenn geti margt af Islending-
um lært, ekki sízt í málsmenningarvöm
sinni. íslendingar hafi öðrum þjóðum meiri
áhyggjur af tungu sinni og örlögum henn-
ar. Þeir séu minna „ameríkaniseraðir“
enda þótt Skandinavar séu sífelldlega að
tönglast á því að þeir hafi áhyggjur af
bandarískum áhrifum hér á landi. I sam-
tali við íslenzkan ritstjóra sem birtist ekki
alls fyrir löngu í norska blaðinu Dagbladet
var hann spurður hvenær hann teldi að
hnignun íslenzkrar tungu væri komin á
það stig að af gæti hlotizt menningarslys.
Hann svaraði: Á því andartaki sem við
getum skrifað forystugrein í blað okkar
með orðinu weekenden án þess að það
yrði hneyksli. Þetta er ábending til Skand-
inava. Þeir hakka í sig erlendar tungur
og það hvarflar aldrei að þeim að melta
nokkurt orð sem berst á fjörur þeirra.
Þannig hafa þeir notað nöfn eins og
Weekend Avisen á virðuleg blöð og tala
um Weekend-TV án þess að blikna. Meira
að segja í Noregi geta þeir ekki sagt helg-
en, heldur weekenden. Svo kemur þetta
fólk til íslands að segja okkur fyrir um
hvemig við eigum að hugsa, tala og lifa.
Nils Gunnar Nilsson hefur ýmislegt við
það að athuga. Það er hressandi og óvenju-
legt að fá slíkan menningarbera í heim-
sókn. Við ættum að fá fleiri slíka. Við
höfum staðið í því allt of lengi og einhliða
að flytja inn skandinavísku minnimáttar-
kenndina sem hefur m.a. komið fram í
yfírdrepsskap og hroka gagnvart íslenzkri
tungu og stöðu íslenzkrar menningar nú
um stundir.
Jórvík
í nýútkomnu tímariti um fomleifafræði,
Archaeology, er athyglisverð grein um
uppgröftinn í Jórvík með upplýsandi
myndum.
Það hlýtur að vera íslendingum eftir-
minnilegt að koma til Jórvíkur og skoða
þar uppgröft víkingabyggðar og endur-
reisn hennar ef svo mætti að orði komast.
Fomleifar sem fundizt hafa í Jórvík frá
1976 og sú uppbygging sem þar hefur átt
sér stað á fomum leifum víkingabyggðar
er einhver merkilegasti menningarfundur
sem við íslendingar getum augum barið.
Áður hefur verið minnzt á þennan uppgröft
hér í blaðinu en nú er að hefjast útgáfa
á rannsóknum sem fram hafa farið á þeim
munum sem í ljós hafa komið frá þessu
merka tímabili í sögu Norðimbralands og
raunar bæði norrænna þjóða, Engla og
Saxa.
í Skjöldunga sögu er sagt frá því að
ívar hinn beinlausi hafí verið konungur í
Englandi langa ævi og hafí hann hvorki
skort spekt né grimmd. Varð hann elli-
dauður þar á Englandi og var þar heigður.
Þá voru dauðir allir Loðbrókarsynir. Að
ívari látnum tóku konungdóm í Englandi
Aðalmundur Jámgeirsson, bróðursonur
Eat(Ját-)mundar hins helga, og kristnaði
hann víða England og tók skatt af Norð-
imbralandi sem var heiðið. Aðalbrikt tók
völd eftir hann. „Hann var góður konungur
og varð gamall", segir í Skjöldunga sögu.
Aðalbrikt er ókunnur að öðru leyti. En
ofarlega á hans dögum kom Danaher til
Englands og voru þeir bræður höfðingjar
fyrir liðinu synir Gorms hins gamla, Knút-
ur og Haraldur. Þeir hetjuðu víða um
Norðimbraland og lögðu undir sig margt
fólk eins og í sögunni segir. Töldu þeir
þar arftekjulönd sín er átt höfðu Loð-
brókarsynir og aðrir ættmenn þeirra. Danir
höfðu sigur í bardaga við Áðalbrikt og
hefur verið bent á að för Gormssona til
Englands svipi til leiðangurs Haralds
harðráða Sigurðssonar til Englands 1066.
í Knytlinga sögu er sagt að Knútur
konungur hafí átt miklar omistur á Norð-
imbralandi við Tesu. Drap hann þar margt
fólk eins og segir í sögunni en sumt flýði
og týndist þar sem voru fen nokkur eða
dýki. Síðan flutti Knútur konungur her
sinn lengra suður á landið og lagði allt
undir sig þar sem hann fór. Knútur kon-
ungur vann allt England veturinn 1015-16,
nema Lundúnir. Þar andaðist Aðalráður
konungur 1016 og hafði þá ríkt í 38 ár,
eða frá 978, ef undan er skilið eitt ár
þegar hann var landflótta í Normandí fyrir
Sveini tjúguskegg.
Um þessa landvinninga víkingakonunga
er íjallað í fomum sögum íslenzkum enda
voru þetta frændur víkinganna.
Samtvinnað sögn okkar
— íslenzkar heimildir
Saga Norðimbralands, og þá ekki sízt
Jórvíkur, hlýtur að koma okkur Islending-
um við og það er skemmtilegt að heim-
sækja þessa staði þar sem mörg ömefni
minna enn á íslenzka tungu og saga okkar
tvinnast saman við sögu þess fólks sem
lifði í víkingabyggðum í Jórvík um það
bil sem þær voru að leggjast niður. Nú
hefur verið minnt á þessa sögu með nýjum
og eftirminnilegum hætti vegna fomleifa-
funda.
Þá segir ekki sízt frá merkum atburðum
Islands sögunnar og tengslum okkar við
Norðimbra í Egils sögu enda á eitt þekkt-
asta kvæði íslenzkt, Höfuðlausn, rætur að
rekja til Jórvíkur eins og kunnugt er. Og
í Hákonar sögu góða segir Snorri frá
Eiríki blóðöx Haraldssyni Noregskonungi
og Gunnhildi drottningu hans og hvemig
hann hrekkur fyrir Hákoni bróður sínum
vestur um haf, tekur Norðimbraland af
Aðalsteini konungi og skírist. Um það segir
Snorri m.a. að „Aðalsteinn Englakonungur
sendi orð Eiríki og bauð honum að taka
af sér ríki í Englandi", segir enn, að
Haraldur konungur, faðir hans, hafí verið
mikill vinur Aðalsteins og viljað virða það
við son hans. Fóru þá menn milli konung-
anna, og semst með þeim að Eiríkur skyldi
taka Norðimbraland af Aðalsteini og veija
það fyrir Dönum og öðmm víkingum.
„Eiríkur skyldi láta skírast og kona hans
og böm þeirra og allt lið hans, það er
honum hafði fylgt þangað. Tók Eiríkur
þennan kost. Var hann þá skírður og tók
rétta trú. Norðimbraland er kallað fímmt-
ungur Englands. Hann hafði aðsetur í
Jórvík, þar sem menn segja að fyrr hafí
setið Loðbrókarsynir. Norðimbraland var
mest byggt Norðmönnum, síðan er Loð-
brókarsynir unnu landið. Hetjuðu Danir
og Norðmenn oftlega þangað, síðan er
vald landsins hafði undan þeim gengið.
Mörg heiti landsins em þar gefín á nor-
ræna tungu, Grímsbær og Hauksfljót og
mörg önnur."
Að sögn enskra annála tóku Norðimbrar
Eirík til konungs 943 en fyrir þá sök fór
Játráður sem var konungur yfír Englandi
herskildi um allt Norðimbraland sama ár.
Ólíklegt er talið að Eiríkur konungur blóð-
öx hafi komið til Englands á dögum
Aðalsteins konungs og þegið Norðimbra-
land af honum eins og segir í Hákonar
sögu góða og fyrir bragðið verður Höfuð-
lausn engan veginn heimfærð með hætti
höfundar Eglu. Kvæðið er að öllum Iíkind-
um yngra en fullyrt er í Egils sögu._ í
skýringum við Hákonar sögu góða í ís-
lenzkum fomritum er sagt að víkingahöfð-
ingjamir ívar og Ubbi hafi unnið Jórvík
866_en yfirráð þeirra þar orðið skammæ.
Á árUnum 875-76 hófu víkingar
landnám í Norðimbralandi undir forystu
Hálfdánar konungs sem sagður er bróðir
þeirra ívars og Ubba. Þessir höfðingjar
munu hafa verið danskir að ætt, e.t.v.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR1986
Það hlýtur að vera
íslending’um eftir-
minnilegt að koma
til Jórvíkur og
skoða þar uppgröft
víkingabyggðar og
endurreisn hennar
ef svo mætti að
orði komast. Forn-
leifar sem fundizt
hafa í Jórvík frá
1976 og sú upp-
bygging sem þar
hefur átt sér stað
á fornum leifum
víkingabyggðar er
einhver merkileg-
asti menningar-
fundur sem við Is-
lendingar getum
augum barið.
<
<
H •
konungbomir. Því er nú mjög varlega trú-
að að þeir hafí verið synir Ragnars þess
er kallaður var loðbrók eins og talið er
að fomu. Fjöldi Dana og Norðmanna sett-
ist að í Norðimbralandi og vom þar lengi
konungar af dönskum og norskum ættum.
Þeir feðgar Játvarður og Aðalsteinn sigur-
sæli hnekktu mjög veldi þeirra konunga
og neyddu þá til að lúta sér.
Ritstýrð sagnfræði
Þannig virðist Snorri ekki jafnvandur
að heimildum og ætla mætti. Hann hefði
t.a.m. ekki getað orðið doktor í sagnfræði
við Háskóla íslands ef sögurit hans hefðu
verið skrifuð nú um stundir og af þeirri
sögulegu ónákvæmni sem mjög víða sér
stað í fomum ritum. Snorri er fyrst og
síðast höfundur mikilla sagnfræðirita í
stíl íslenzkrar sagnahefðar á 12. og 13.
öld og fór sínar leiðir í túlkun og frásögn,
hirti ekki um heimildir ef svo bar undir.
Þannig rísa verk hans á mikilli skáldsagna-
hefð, ekki síður en þeirri óljósu sagnalist
sem tíðkuð var á íslandi fyrir og um hans
daga. Heimskringla verður þannig ritstýrð
sagnfræði þótt ekki sé hún með því marki
brennd á sama hátt og íslendinga sögur.
Hún er heimsögulegt sagnfræðirit með
því skáldsögulega ívafí sem t.a.m. má fínna
í helztu verkum Halldórs Laxness. Skálda-
leyfín em mörg, sagnfræðin misjöfn. Listin
ofar hverrri kröfu.
Daglegt líf víkinga
En hvað um það. Engin sagnfræði er
betri en sú sem jörðin geymir. Og nú hefur
blöðum þeirrar sagnfræði verið flett í Jór-
vík. Þar er að vísu ekki sagt frá einstökum
höfðingjum eða óforbetranlegum víga-
mönnum heldur almúgafólki sem hefur
látið eftir sig ýmis merki daglegs lífs og
hversdagslegrar reynslu. í þessari víkinga-
byggð hefur áherzla verið lögð á iðnað
ýmiss konar, s.s. leður- og ullariðnað,
jafnframt því sem merkar minjar em um
stein- og málmiðju víkinganna. Þeir hafa
verið hagir með afbrigðum og fært sér í
nyt langa reynslu. Verk þeirra em mörg
eftirminnileg. Þau sýna að víkingalífið í
Jórvík á 10. og 11. öld hefur verið fjöl-
skrúðugt og borgin iðandi verzlunar- og
iðnaðarmiðstöð.
í fomritum okkar er varla minnzt á
daglegt líf fólks á þessum slóðum frekar
en annars staðar en allt lagt upp úr höfð-
ingjasagnfræði og hetjudýrkun. í Jórvík
hafa komið upp úr jörðinni leifar af físki
og skeldýrum og ýmislegt annað sem sýnir
að víkingamir hafa haft gott viðurværi,
a.m.k. þangað til áin mengaðist og fískur-
inn hvarf en þá hafa þeir líklega leitað
skelfisks og annarra sjávarafurða í ríkara
mæli en áður til miðanna undan strönd-
inni. Þetta fólk hefur augsýnilega lagt
mikla áherzlu á að borða mikið af trefja-
fæði og fiskmeti.
Þegar víkingakonungurinn Eiríkur blóð-
öx hafði verið rekinn úr landi 975 og Jór-
vík komst aftur undir stjóm Engilsaxa
breyttist umhverfí Coppergate en svo heitir
sá hluti miðborgar Jórvíkur sem nú hefur
verið grafinn upp. Mun það vera um þús-
und fermetra svæði.
Til er lýsing munks á mannlífinu í Jór-
vík um 1000 og kemur þar fram að bærinn
hefur verið krökkur af kaupmönnum og
dýrgripum þeirra. Fomleifarannsóknir
sýna að Jórvík hefur haft verzlunarvið-
skipti til nyrztu stranda Noregs (rostungs-
bein) einnig við vesturhluta víkingabyggð-
anna á írlandi (skartgripir), þá ennfremur
við Norðvestur-Evrópu (vín, skartgripir,
myntir), en jafnframt til Rauðahafsins og
Miklagarðs (silki). Þar hafa einnig fundizt
peningar frá Samarkand við rætur Him-
alaja. Að sjálfsögðu breyttist bæjarbragur-
inn í Jórvík þegar Vilhjálmur bastarður
kom þangað 1067 en það er önnur saga
og kemur okkur minna við. Hitt skiptir
okkur meira máli hve víkingamir vom
miklir kunnáttumenn í jurtalitun og hefur
sú þekking vafalaust borizt út hingað.
Állt þetta hefur nú komið í dagsljósið
og verður fróðlegt að fylgjast með þeim
upplýsingum sem sérfræðingar munu
prenta á næstu ámm þegar þeir skýra
frá rannsóknum sínum og niðurstöðum.
Það er mikilvægt fyrir okkur að fylgjast
með þessum einhveijum merkasta fom-
leifauppgreftri sem sögur fara af. í kring-
um kristnitöku á Þingvöllum var talað
mál á þessum slóðum sem við hefðum átt
heldur auðvelt með að skilja. Og þeir 350
þúsund gestir sem komu til Jórvíkur á
fyrsta sýningarárinu hafa heyrt þessa
tungu eins og hversdagslegt tal á endur-
byggðum götum. Þar er kliðandi íslenzka
eins og gefur að skilja.
Uppgröfturinn í Jórvík hefur skilað
miklum árangri en niðurstöðumar nú em
einungis fyrsta sporið sem stigið er. Mikið
er óunnið og margt á eftir að koma í ljós
við frekari uppgröft um forfeður okkar
og þá sem þeir höfðu einna helzt viðskipti
og samskipti við. Víkingamir voru ein þjóð
hvar sem þeir bjuggu. Þeir vom ótrauðir
landvinningamenn og lögðu undir sig mikil
lönd, bæði vestanhafs og austan. Saga
þeirra er okkar saga. Hún er mikilvægur
þáttur norræns arfs okkar og þess vem-
leika sem við eigum að varðveita.