Morgunblaðið - 14.01.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR1986
5
vogshælinu: „Við könnuðum húsa-
kynnin þar þrisvar á árinu 1980
og skrifuðum um það tvær skýrsiur,
í janúar og desember, sem við
sendum forstöðumönnum hússins.
Við töldum að ýmsu væri þar ábóta-
vant,“ sagði Þórður. „Nú veit ég
ekki hvort nokkuð hefur verið
aðhafst þar síðan til að koma á
betra ástandi. En okkur fannst sár-
iega vanta samtengt brunaviðvör-
unarkerfí, það er að segja kerfí hita-
og reykskynjara, sem tengdir eru
við eina stjómstöð. Ennfremur þótti
okkur nauðsynlegt að gera ýmsar
breytingar þannig að eldur og reyk-
ur kæmist ekki viðstöðulaust inn í
svefmými. í því skyni hefði þurft
að setja upp brunahindrandi dyr.
Þá gerðum við nokkrar athuga-
semdir við skipulag næturvakta,"
sagði Þórir. Menn frá Brunamála-
stofnun munu næstu daga vinna
að rannsókn brunans, að sögn Þórð-
Tjón
Húseignir Kópavogshælisins eru
tryggðar hjá Brunabótafélagi ís-
lands. Menn frá Brunabót skoðuðu
skemmdir á deildinni í gær og er
tjónið á fasteigninni einni metið á
rámiir tvær milljónir króna, að sögn
Ásgeirs Ágústssonar í tjónadeild.
„Þótt aðeins eitt herbergi hafí
brunnið eru reykskemmdir miklar
í húsinu öllu og auk þess komst
eldurinn í einangnin, þak og loft-
ræstikerfí," sagði Ásgeir.
Hafíst var handa við að þrífa
húsið og lagfæra skemmdir eftir
hádegi í gær, en að sögn Bjöms
Gestssonar forstöðumanns gæti það
tekið 2—3 vikur að gera deildina
íbúðarhæfa á ný. Fram að þeim
tíma verður að hafa önnur ráð með
að hýsa fólkið. „Ég geri ráð fyrir
að við munum deila fólkinu á aðrar
deildir okkar, en sennilega munum
við þó ekki koma öllum fyrir þann-
ig, en við munum fá Kópavogs-
braut, sem unglingaheimilið í Kópa-
vogi hefur notað, en hefur staðið
autt í nokkrar vikur. Lítið einbýlis-
hús,“ sagði Bjöm.
Kópavogshælið
Kópavogshælið er í eigu ríkisins
og rekið af Ríkisspítölunum og
þjónar landinu öllu. Það er vistunar-
stofnun fyrir þroskaheft fólk og em
þar að jafnaði 160—70 vistmenn.
Tæplega 192 stöðugildi em við
hælið. Starfsemi við fyrstu deildina
þarhófstþann 13. desember 1952.
ráðuneytisins verið reynt að „taka
upp ný vinnubrögð, bæta tækjabún-
að og stórauka þjálfun lögreglu-
manna á Keflavíkurflugvelli, meðal
annars með endurþjálfun í Lög-
regluskóla ríkisins í apríl 1984. Á
síðasta ári fóm lögreglumenn úr
liði Keflavíkurflugvallar til
V-Þýskalands og kynntu sér meðal
annars vamir gegn hryðjuverkum
og aðrar öryggisráðstafanir á flug-
völlum," sagði Sverrir Haukur.
Hert gæsla og eftirlit
á mörgnm sviðum
Hann sagði að síðan um sumarið
1984 hafi verið viðhaft aukið eftirlit
með farþegum á Keflavíkurflug-
velli, m.a. með því að lögreglumenn
hafa verið í bíl á flughlaðinu við
hverja komu flugvélar frá útlönd-
um. „Það gefur að sjálfsögðu auga-
leið í þessu sambandi, að þessar
ráðstafanir em víðtækari, það er
ekki aðeins vopnað varðlið á vellin-
um. Útlendingaeftirlit hefur verið
hert og sömuleiðis vopnaleit, toll-
gæsla og hliðvarsla,“ sagði hann.
Vélbyssumar, sem lögreglu-
mennimir nota í flugstöðinni þessa
dagana, em vestur-þýskar. Þær em
í eigu lögreglunnar á Keflavikur-
flugvelli.
Atvinnuleysi á Suðurnesjum:
Ástandið hefur aldrei
verið svona slæmt
— segir Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur
„ÁSTANDIÐ hefur aldrei verið
svona slæmt, síðan ég hóf af-
skipti af verkalýðsmálum, enda
má segja að öll fiskvinnsla hér á
Suðumesjum sé í rúst,“ sagði
Karl Steinar Guðnason, formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavikur um hið mikla atvinnu ■
leysi, sem nú er á Suðuraesjum.
rs
juglýsinga-
síminn er 2 24 80
„Sprengjumaðurinn“:
I gæslu og
geðrannsókn
PILTURINN, sem hefur viður-
kennt að hafa komið fyrir eftir-
líkingu að sprengju við Odd-
feUowhúsið, var úrskurðaður i
gæsluvarðhald til 29. janúar
næstkomandi og gert að sæta
geðrannsókn.
Um áramótin vom um 600
manns á atvinnuleysisskrá, en þeim
mun eitthvað hafa fækkað á síðustu
dögum þar sem vinnsla hefur hafíst
á ný í nokkmm fískvinnslustöðvum.
Karl Steinar sagði að yfír 400
manns væm þó enn á atvinnuleysis-
skrá af félagsmönnum Verkalýðs-
og sjómannafélagsins og væm þá
ótalið fólk úr öðmm starfsstéttum.
Útlitið væri svart framundan og
óvíst um hvort þetta fólk fengi
vinnu í bráð, en margt af því hefur
verið atvinnulaust frá því um miðjan
desember.
Flest em þetta konur úr físk-
vinnslunni, en einnig er um að ræða
fólk úr ýmsum öðmm atvinnugrein-
um svo sem bílstjórar og hafnar-
verkamenn. Eins og áður greinir
vora um 600 manns á atvinnuleysis-
skrá um áramótin á Suðumesjum,
það er í Keflavík, Sandgerði,
Grindavík, Njarðvík, Garði, Vogum
og Höfnum. Bátar em nú famir að
róa á ný eftir jólaleyfí, en þó er
talið að það muni ekki bæta at-
vinnuleysisástandið nema að litlu
leyti.
Guðmundur Blöndal.
Guðmundur
Blöndal látinn
GUÐMUNDUR Blöndal lést á
heimili sínu í Reykjavík, sunnu-
daginn 12. janúar síðastliðinn, á
75. aldursári.
Guðmundur Blöndal fæddist á
Siglufirði hinn 24. maí árið 1911.
Hann var sonur hjónanna Jósefs
Blöndal og Guðrúnar Guðmunds-
dóttur Blöndal. Guðmundur ólst upp
á Siglufírði og vann þar við ýmis
störf fram til ársins 1940, síðast
sem vélstjóri við sfldarverksmiðjur.
Árið 1940 fluttist Guðmundur til
Reykjavíkur þar sem hann bjó og
starfaði síðan. Guðmundur var um
20 ára skeið húsvörður í Morgun-
blaðshúsinu við Aðalstræti, en hann
lét af því starfi er hann varð sjötug-
ur, árið 1981. Eftirlifandi kona
Guðmundar er Rósa Gísladóttir
Blöndal.
Daihatsuumboðið
Armúla 23. s. 685870 — 81733