Morgunblaðið - 14.01.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 14.01.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 13 Morgunblaðið/Svavar Æfingar á námskeiðinu voru marg- víslegar, m.a. björgun manna með þyrlu. Slysavarna- félagið með námskeið á Ólafsfirði Akureyri, lO.janúar. Slysavarnafélag íslands hélt í vikunni, frá þriðjudegi til fimmtudags, námskeið fjrir skipshöfnina á Sigurbjörgu OF 1 í Ólafsfirði. 29 manns tóku þátt í námskeiðinu sem Þorvaldur Axelsson stjórnaði. „Ef námsefn- ið hefur ekki komist til skila er það ekki nemendunum að kenna því þetta var mjög áhugasamur og skemmtilegur hópur,“ sagði Þorvaldur í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins á Akur- eyri. Á námskeiðinu var fjallað um flesta þætti öryggistækja um borð í skipum, nýliðafræðslu og neyðar- skipulag, maður fyrir borð, meðferð gúmmíbáta, flotbúninga, fluglínu- tækja og línubyssu, björgun með þyrlu, skyndihjálp — einkum lífgun úr dauðadái, blástursaðferð og hjartahnoð, og brunavarnir og slökkvistörf. Ólafsfjörður er þriðji staðurinn á landsbyggðinni þar sem Slysa- vamafélagið hefur haldið námskeið sem þetta í vetur, áður gekkst fé- lagið fyrir námskeiði í Grindavík og Skagaströnd, og einnig hefur námskeið verið haldið í Reykjavík. Þorvaldur sagði námskeiðið byggj- ast á sérstakri dagskrá sem enn væri í mótun og Slysavarnafélagið yrði á ferðinni í vetur með nám- skeiðahald eftir því sem beðið yrði um. Þorvaldur var spurður hvort hann héldi kunnáttu sjómanna í öryggis: og björgunarmálum ábóta- vant. „Ég held það ekki — ég veit að henni er hættulega ábótavant, enda er slysatíðni meðal íslenskra sjómanna sú hæsta í heiminum. Og því miður má rekja mikinn hluta óhappa til mannlegra mistaka," sagði hann. Síðustu árin hafa strönd og elds- voðar í skipum stórlega aukist að sögn Þorvalds. „Ef við tökum 20 ára tímabil, fyrstu árin 1964-73 og síðan 1974-83, þá hefur ströndum fjölgað um 150% milli þessara tíma- bila, þrátt fyrir tæknibiltingu í öil- um leiðsögutækjum. Ég er smeykur um að oftrú á tækin sé oft um að kenna — kannski líka þreytu. Ásamt Þorvaldi leiðbeindu á námskeiðinu Höskuldur Einarsson og Þórir Gunnarsson frá Landssam- bandi slökkviliðsmanna. Þá má geta þess að Landhelgisgæslan sendi nýju þyrluna, TF-SIF, til að kynna mönnum getu hennar og hún tók þátt í björgunaræfingu. INÝTT ÁFANGAKERFII Byrjendur.. .Lærlin gar Sveinar...Meistarar Mímir tekur nú upp nýtt áfangakerfi með það fyrir augum að auóvelda nemendum skólans að meta framfarir sínar við tungumálanámió. Áfangakerfið samanstendur af fjórum stórum áföngum en innan hvers áfanga eru fjögur sjö vikna námskeið sem tengjast innbyróis. Milli áfanga veröa haldin stöðupróf en lítil (progress) próf í lok hvers sjö vikna námskeiðs. Áfangana höfum við skírt gamalkunnum nöfnum; Byrjendur. Lærlingar. . .Sveinar. . . Meistarar. Fyrstu námskeiðin hefjast 15. janúar og standa til 4. mars; kennt verður í öllum a) og c) flokkum áfanganna á þessari fyrstu önn ársins 1986. ykkar í tungumálinu leysa stöðuprófin úr þeim vanda. Semsagt: minnsta mál í heimi! Próf Próf BYRJENDUR 7 vikur j 7 vikur 7 vikur j 7 vikur a l i b c ! d t 28 vikur enska þýska franska spænska ítalska ísl.f.útl. t LÆRLINGAR I 7 vikur I 7 vikur i i 7 vikur 1 7 vikur i l l 1 a | b 1 ? ! d enska þýska franska spænska ítalska ísl.f.útl. t óf SVEINAR 7 vikur | 7 vikur 1 1 i 7 vikur 1 7 vikui 1 1 I 1 1 1 1 1 ? ! b l i i c | d 28 vikur. 28 vikur enska þýska franska spænska ísl.f.útl. enska þýska franska spænska ísl.f.útl. enska X siftl enska ? i b I c 1 a.m.k. 28,vikur enska enska ATH! Námskeió í sveina- og meistaraflokkum veröa haldin ef næg þátttaka fæst. 15. jan-4. mars Þið getið notað þá málfræði sem þið hafið lært. Erlendis verðið þið fær um að bjarga ykkur á hótelum, flugvöllum, veitinga- húsum, o.s.frv. Þið getið rætt hversdagslega hluti á einfaldan hátt og gert ykkur skiljanleg. Þið kunnið u.þb. 1500 orð. SVEINAR: Þið eigið auðvelt með að tala og bjarga ykkur við flestar að- stæður. Hvort sem þið eruð að kvarta um hótelið, að ræða um vinnuna, lýsa þeim kvikmynd- um eða bókum sem ykkur finnst góðar, eða að segja frá reynslu ykkar, þá getið þið það án erfið- leika. Þið getið rætt um fjölbreytt umræóuefni, meðal annars, vinnu, menningu, heilsu, mat, tómstundaáhugamál og síöast en ekki síst — veðrið. MEISTARAR: Samræður eru ekkert mál. Á þessu stigi eruð þið að reyna að auka oróaforðann og þekkingu ykkar á tungumálinu og blæ- brigðum þess. Kennt er tvisvar í viku, tvær kennslustundir í senn og öll kennslugögn innifalin í nám- skeiðsgjaldi. Síödegis- og kvöld- tímar f öllum áföngum en lfka morgun- og dagtímar fyrir byrj- endur og lærlinga. Mímir ÁNANAUSTUM 15 MÁLASKÓLI RIT ARASKÓLI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.