Morgunblaðið - 14.01.1986, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
.
ÍTALSKA, SPÆNSKA, ENSKA
fyrir byrjendur. Uppl. og innritun í síma 84236.
RIGMOR
_________________________________
boulique
rn.imaima
Saumað eftir máli
Nýja Kjörgarði
Laugavegi 59, 2. hæð.
Utsala — Útsala
Mikil verölækkun
Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnsthúsinu).
Sími 12854.
VÖKVASTÝRI
í LAPPANN
Já nú er loksins hægt aö
fá traust og vandaö
vökvastýri í Volvo
Lapplander.
Allar festingar og
greinargóðar leið-
beiningar um ísetningu
á íslensku fylgja hverju
setti. Viö getum
ennfremur annast
ísetningu ef óskað er.
Hagstætt verö.
rts/MMó}®
FUNAHÖFÐA 1 - REYKJAVÍK
S. 91-685260
GREIÐENDUR
Á bakhlið launamiðans eru prentaðar
leiðbeiningar um útfyllingu einstakra
reita launamiðans. Þar kemur m.a.
fram að í reit 02 á launamiða skuli telja
fram allar tegundir launa eða þóknana
sem launþegi fær, ásamt starfstengdum
greiðslum svo sem:
1. verkfærapeninga eða verkfæra-
gjald,
2. fatapeninga,
3. flutningspeninga og greiðslu far-
gjalda milli heimilis og vinnu-
staðar.
Greidda fæðispeninga skal telja fram í
reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu-
dagafjölda viðkomandi launþega.
Frestur til að skila launamiðum rennur
út þann 20. janúar. Það eru tilmæli
að þér ritið allar upplýsingar rétt
og greinilega á miðana og vandið
frágang þeirra.
RÍKISSKATTSTJÓRI
Píanótónleikar
_________Tónlist
Jón Ásgeirsson
Halldór Haraldsson píanóleik-
ari hélt tónleika sl. laugardag á
vegum Tónlistarfélagsins í Aust-
urbæjarbíói. Efnisskráin var
feikna erfíð, hver stórvirkið eftir
annað en tónleikamir hófust með
„Appassionata“-sónötunni, eftir
Beethoven. Hjá Halldóri var þetta
fremur kaldur og ástríðulítill
Beethoven, þó eitt og annað væri
vel gert. Tvö Scherso, nr. 1 og 3
voru næst á efnisskránni og þó
hraðaheitin séu „Presto con fu-
oco“ og „Agitato" í fyrra „skeró-
inu“, var harðinn hraðinn að
minnsta kosti of mikill fyrir Hall-
dór. Miðþátturinn, „Molto piu
lento", var mjög fallega leikinn.
Hraði er afstætt fyrirbrigði og við
viss mörk verður að gæta þess,
ef farið er yfir þau, að ekki skipti
um svonefndan „púls“.
Við það verður æðasláttur
verksins tvisvar sinnum hægari
og missir verkið þá alla spennu.
í „meno mosso“-kaflanum, í þeirri
þriðju, eru afar falleg blæbrigða-
skipti, sem skildu sig ekki að, en
runnu út f eitt hjá Halidóri. Því
miður verður að segja eins og er,
að margt í skersóunum var afar
flausturlega flutt af Halldóri og
má vera óstyrk um að kenna, er
olli því að hann kunni sér ekki
hóf í hraðavali sínu. Við slíkar
aðstæður verður leikurinn ekki
aðeins óskýr, heldur tapast einnig
margt annað sem er þýðingarmik-
ið. Eftir hlé voru fjögur verk eftir
Franz Liszt. Funérailles var fyrst,
en það hefst á klukknahringingu.
Miðþátturinn minnir á frægan
kafla í As-dúr, Pólonesunni, eftir
Chopin. Hvað sem segja má um
slíkt, þá er það merkilegt að verk-
ið er samið nokkrum dögum eftir
að Chopin lést, en áður hafði Liszt
forðast að stæla eða taka upp
eftir vini sínum. Annað Liszt-
verkið var Konsertæfíng nr. 2.
Verkið tekur nafn sitt, „La Leggi-
erezza", af streymandi „léttum"
smástígum tónhendingum, sem í
veikum leik gæti hljómað eins og
ímynd þess, er áleitinn vindblær
splundrar glitrandi fosssprænu
yfír gróandi blómabrekku. Tvö
seinni Liszt-verkin voru 10. og
11. æfingin úr „Transcendental"-
æfíngunum, sem kalla mætti
„nálgun hins yfirskilvitlega".
Liszt hugsaði hátt í listsköpun
sinni, ekki aðeins varðandi tækni-
legar úrlausnir, heldur í túlkun
háleitra tilfinninga. í elleftu æf-
ingunni, sem kalla mætti „nætur-
Halldór Haraldsson.
óman“ leikur hann með hljóm-
brigði, sem segja má að ilmi af
næturangan og minna óneitan-
lega á síðari túlkun Debussy.
Þarna var Halldór í betra jafn-
vægi, að því er virtist, þó brygði
fyrir einstaka erfiðu augnabliki.
Þessi verk er mjög erfitt að leika
og túlkun þeirra næst ekki að
marki, fyrr en tækniörðugleikam-
ir hafa verið sem nær því yfir-
unnir. Síðasta verkið var sónata
frá árunum 1926, eftir Bela Bart-
ok. í þessu verki fellir Bartok
alþýðulög að formi klassísku són-
ötunnar. Fyrsti þátturinn er hryn-
sterkur, annar þátturinn dul-
úðugur og síðasti fjörugt til-
brigða-rondo. Verkið er erfitt og
gerir miklar kröfur til hrynskerpu
flytjandans en einnig skýrleika og
hreina hljóman. Sé einhverstaðar
slakað á verða hljómrænir
árekstrar of mikils ráðandi í
upplifun verksins, sem má vera
„kaldhamrað" í flutningi en um-
fram allt spennuþrungið.
Halldór Haraldsson á til marga
góða hluti en ekki er undirritaður
viss um að það sé í sjálfu sér
markmið, að taka til meðferðar
svo erfiða efnisskrá, sem hann
gerði nú, því ekki bjóðast svo
mörg tækifæri hér á landi til að
flytja slíka tónlist, að komist verði
hjá því að vera sífellt að leika í
fýrsta sinni, þ.e. hveija efnisskrá
aðeins einu sinni. Ekki er heldur
hægt að ætla hugumstórum lista-
manni að hokra að litlu, gera sátt
við meðalmennskuna og því ber
að sjá til með þeim, sem tendraðir
eru og snúast vilja gegn brimandi
hversdagsmennskunni, er löðr-
andi æðir yfir og slettist í allar
áttir.
Kynningarstarf Hólmfríðar Karlsdóttur:
Ákvörðun um þátttöku
Reykjavíkur vísað
til borgarstj ómar
ÁKVORÐUN um þátttöku
Reykjavíkurborgar í kynningar-
starfi Hólmfríðar Karlsdóttur
var vísað til borgarstjómar eftir
atkvæðagreiðslu um málið í
borgarráði á föstudag. Verður
málið tekið fyrir á borgarstjóm-
arfundi hinn 16. janúar næst-
komandi.
Á fundi borgarráðs voru lögð
fram drög að samningi Flugleiða,
Ferðamálaráðs, Félags íslenskra
iðnrekenda, fiskútflytjenda og
samstarfsnefndar um ferðamál í
Reykjavík við „Miss World Ltd.,“
um kynningarstarfsemi í tengslum
við ferðir Hólmfríðar Karlsdóttur.
Gert er ráð fyrir að kostnaður
samstarfsnefndarinnar vegna sam-
komulagsins verði 5000 sterlings-
pund, um 305 þúsund íslenskar
krónur. í borgarráði hlaut tillagan
fjögur atkvæði gegn einu atkvæði
Sigurjóns Péturssonar, fulltrúa
Alþýðubandalags, og fer því sjálf-
krafa fyrir borgarstjóm.
íþrótta- og
tómstundaráð:
Mælir með
Jóni Magnús-
syni í stöðu
vallarstjóra
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Reykjavíkur hefur mælt með því
við borgarráð, að Jón Magnússon,
verkstjóri hjá íþróttavelli Reykja-
víkur, verði ráðinn í stöðu vallar-
stjóra við íþróttavelli borgarinnar.
Við atkvæðagreiðslu í íþrótta- og
tómstundaráði hlaut Jón þrjú at-
kvæði og Jóhannes Óli Garðarsson
tvö atkvæði.
4