Morgunblaðið - 14.01.1986, Side 20

Morgunblaðið - 14.01.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 Yoru hætt komnir á Suður- pólnum London, 13. janúar. AP. SIR PETER Scott, sonur breska heimskautafarans, lauk í dag miklu lofi á Bret- ana þrjá, sem náðu til suður- heimskautsins um helgina. Skipið, sem átti að sækja þá eftir svaðilförina, festist í ís á leiðinni og sökk og fór svo að lokum að flugvél Banda- ríkjahers bjargaði þeim. Talsmaður skipuleggjenda leið- angursins, sem var endurgerð leið- angurs Roberts Falcons Scott, höfuðsmanns, 1912, sagði að flutn- ingavél bandaríska sjóhersins af Herkúiesgerð hafi sótt heim- skautsfarana þijá og flogið með þá 1.400 km leið til McMurdo. Sir Peter Scott sagði leiðangur- inn mikið afrek og hann sýndi að ævintýraþráin væri ekki slokknuð á Bretlandi. Vísindamenn á Nýja-Sjálandi og Bretlandi segja að ekki hefði átt að leggja S slíkan einkaleiðangur og það væri óþarfa álag á vísinda- menn á vegum hins opinbera að þurfa að koma leiðangursmönnum til bjargar. Um þessa gagmýni segir Scott: „Það er alltaf auðvelt að gagnrýna, en það er of langt gengið að segja að aðeins þeir, sem starfa við rannsóknir á vegum opinberra aðilja, fái að stíga fæti á suðurheimskautið." Scott er 76 ára gamall dýralífs- málari og umhverfisvemdarsinni. Hann er sonur Roberts F. Scott, höfuðsmanns, sem lést ásamt fjór- um leiðangursmönnum öðrum á leiðinni frá suðurpólnum 1912. Bretamir þrír, Robert Swan, Roger Mear og Gareth Wood, gengu 1.421 km á tveimur mánuð- um og komu á suðurpólinn á laug- ardag. Þeir eru fyrstu mennimir, sem hafa gengið á suðurpólinn síð- an 1912. AP/Slmamynd Hollendingar svartsýnir ef til hryðjuverka kemur; Segja ómögulegt að gæta hugsanlegra fómarlamba Stokkhólmi og Haag, 13. janúar. AP. MIKLAR öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á Norður- löndunum og í Hollandi vegna ótta við að hryðjuverkamenn láti þar næst til skarar skríða. Fylgst er með flugvöllum og sérstakar gætur hafðar á Bandaríkjamönnum og gyðing- um og verustöðum þeirra, en samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum frá Alþjóðalögregl- unni, Interpol, ætla hryðju- verkamenn að gera næstu árás- ir sínar í þessum löndum. Hol- lensk yfirvöld sögðu að það væri næsta ómögulegt að hafa nægilega góðar gætur á öllum þeim bandarisku og ísraelsku skotmörkum, sem skæruliðar kynnu hugsanlega að ráðast gegn. Sænska lögreglan er á varð- bergi og sömu sögu er að segja frá Danmörku og Noregi. Tvær ferðatöskur sem eigendur fundust ekki að á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi, ollu tveggja tíma töf á innanlandsflugi til Sundsvall, meðan gengið var úr skugga um að þær innihéldu ekki vopn eða sprengiefni. í ljós kom að eigandi að töskunum fannst ekki vegna bilunar í tölvu sem skráði farþega f flugið. Fimm lögreglumenn til viðbótar þvi sem venjulegt er, auk tíu varða frá sérstöku öryggis- fyrirtæki, stóðu vörð í aðkomu- og brottfararsölum flughafnar- innar, að sögn sænsku fréttastof- unnar TT. Hins vegar hafði ör- yggisgæsla verið minnkuð við verustaði ísraelsmanna og gyð- inga í Stokkhólmi og sérstakur lögregluvörður þar var kallaður heim. Öryggisgæslan var hert er Norskur lögreglumaður til alls búinn í miðbæ Oslóar. aðvörun barst frá Alþjóðalögregl- unni, Interpol, um að hún hefði ábyggilegar upplýsingar þess efnis, að skæruliðahópur Abu Nidal hygðist næst láta til skarar skríða í Hollandi eða á Norður- löndunum, en skæruliðahópur Nidals er ásakaður fyrir að bera ábyrgðina á árásunum á flugvell- ina í Róm og Vínarborg í desem- ber. Þá létu 19 manns lífíð, þar af ^órir skæruliðar. Oryggisgæsla var hert á Norð- urlöndunum og í Hollandi á fimmtudaginn í fyrri viku. Náði hún bæði til flugvalla og veru- staða Bandaríkja- og Israels- manna. í Hollandi hafa mörg bandarísk fyrirtæki aðsetur, sem eru auðveld skotmörk og að sögn hollensks embættismanns, er lög- reglan þar í hreinustu vandræðum með, hvemig eigi að koma við nægilegri öryggisgæslu vegna mikilla umsvifa Bandaríkjamanna í landinu. í veitingasal okkar, Goö- heimum bjóöum viö staögóöan morgunverö, létt- an hádegisverö og Ijúf- fengan kvöldverö. Einnig miödegis- og kvöldkaffi meö bœjarins bestu tertum og kökum. Á Hótel Hofi eru glœsileg salarkynni til veisluhalda. Þar eru einnig til staöar öll hjálpargögn til funda- og ráöstefnuhalds. Ekki má gleyma þœgilegu gistiherbergjunum. Þau eru vel búin húsgögnum, sturtu, snyrtingu, síma, útvarpi o.fl. Asakanir um liðs- flutninga frá S-Afríku til Angóla Lissabon, 13. janúar. AP. YFIRVÖLD í Angóla ftrekuðu f dag ásakanir sínar um að suður- afrískir hermenn dveldust enn f landinu til að aðstoða sveitir skæruliða f átökum við herlið Angóla, þrátt fyrir að suður- afrísk stjóravöld hafi skuld- bundið sig til að kveða herlið sitt brott frá Angóla fyrir tæpum tveimur árum. í frétt frá opinberu fréttastofunni í Angóla, Angop, segir að suður- afrískum hermönnum hafi undan- fama tvo mánuði borist liðsauki og nú séu þrjár til fjórar herdeildir í landinu. Þær hafí ráðist á birgðalest angólska hersins 6. janúar, drepið sex hermenn og sært 47 aðra. Yfírvöld í Angóla saka suður- afrísk stjómvöld um að standa ekki við sinn hluta sáttmálans, sem undirritaður var í Lusaka, höfuð- borgZambíu, 16. febrúar 1983. I sáttmálanum, sem er sá eini sem stjómvöld landanna hafa gert með sér, segir að yfírvöld í Angóla skuli koma í veg fyrir að skæmliðar frá Suðvestur-Afríku (Namibíu) með bækistöðvar í Angóla leggi leið sína til þessa yfírráðasvæðis Suður-Afríku. Þess í stað áttu suður-afrísk jrfírvöld að að kveða herlið sitt burt frá Angóla. Suður-afrískur her hafði þá verið í suðurhémðum landsins síðan 1981. Veður víða um heim Lœgst Hœst Akureyri 2 snjókoma Amsterdam 2 7 rigning Aþena S 12 heiðskfrt Barcelona 12 skýjað Berlln 2 5 skýjað Briíssel 1 8 rigning Chicago 0 4 hskýjað Dublín 6 12 skýjað Feneyjar +2 hrfmþoka Frankfurt 2 6 rigning Genf 1 6 rigning Helsinki +6 +4 snjókoma Hong Kong 16 20 heiðskfrt Jerúsalem 6 9 skýjað Kaupmannah. 2 3 heiðsklrt LasPalmas Lissabon 10 15 vantar heiðskírt London 7 11 skýjað Los Angeles 16 31 skýjað Lúxemborg 6 rigning Malaga 15 heiðskírt Mallorca 14 skýjað Miami 15 22 helðskfrt Montreal +2 5 rigning Moskva +16 +13 snjókoma NewYork 1 11 heiðskfrt Osló +4 +3 heiðskfrt Paris 5 11 skýjað Peking +10 4 heiðskfrt Reykjavik 4 úrk. í gr. RlódeJanelro 21 33 skýjað Rómaborg 5 15 heiðskfrt Stokkhólmur 1 þoku- Sydney 21 móða 25 skýjað Tókýó 0 9 heiðskirt Vínarborg 2 4 skýjað Þórshöfn 5 rigning (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.