Morgunblaðið - 14.01.1986, Side 27

Morgunblaðið - 14.01.1986, Side 27
27 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1986 Frá athöfninni er akkerið hafði verið sett upp. Þorkell Þorkelsson, einn áhugakafaranna, afhendir Ragnari S. Halldórssyni akkerið. Ragnar S. Hall- dórsson forstjóri ÍSAL flytur ávarp við akkerið. Gamalt akkeri sett upp í Straumsvík Á GAMLÁRSDAG var komið fyrir á athafnasvæði ÍSAL í Straumsvík akkeri, sem áhuga- kafarar fundu í höfninni þar sl. sumar og tókst að ná upp. Frá þessu var skýrt i Morgunblaðinu á sínum tfma. Af þessu tilefni var athöfn í Straumsvík, þar sem Ragnar S. Halldórsson forstjóri flutti stutt ávarp. í ávarpinu lýsti Ragnar akkerinu og fundi þess og hvers vegna það var sett upp á athafna- svæði ISAL. Ragnar sagði m.a.: „Þetta akkeri hefur sjálfsagt ekki farið framhjá starfsmönum ÍSAL og eflaust hafa margir velt því fyrir sér, hvaðan það er komið. Akkerið fannst af tilviljun í mynni Straumsvíkurhafnar fyrir skömmu, þegar áhugakafarar voru að kafa f höfninni sér til skemmtunar. Með sérstaklega útbúnum belgjum og með hjálp hafnarkranans komu þeir akkerinu á land á enda hafnar- bakkans. Aklcerið er af svokallaðri „Admiralty“-gerð og vegur rúmlega 1.000 kg. Framkvæmdastjórn ákvað að kaupa akkerið og koma Íví fyrir héma við aðalinngang SAL, bæði vegna þess að akkerið hefur líklega fylgt staðnum um langa hríð, og eins af hinu að ekki borgar sig að storka örlögunum með því að flytja það á brott. Þá er mikil prýði af þessu akkeri, sem er fulltrúi gamals tíma, en um leið tákn ístöðu og festu. Sem slfkt er akkerið því áminning til starfs- manna ÍSAL um að láta ekki reka á reiðanum. Þjóðminjavörður, Þór Magnússon, hefur góðfúslega afsal- að sér hugsanlegu tilkalli til grips- ins. Lýsing á akkerinu: Neðsti hluti armanna tveggja með flaugum á endunum er kallaður hnakki. Hom- rétt á hann er leggurinn með akker- ishringnum á endanum. Þvert á legginn, neðan við hringinn, er svokallaður stokkur. Með því að taka splitti úr stokknum má leggja hann samsfða leggnum, áður en akkerið er dregið í kluss. Á eldri gerðum akkera var stokkurinn úr eik. Stokkurinn reisir akkerið þann- ig að önnur flaugin fær botnfestu. Stokkakkeri lögðust af þegar nú- verandi vængjaakkeri var fundið upp fyrir um 100 árum. Álplata verður fest á þennan stein við akkerið. Á henni stendur. „Þetta 100—150 ára gamla akkeri fannst í mynni Straumsvíkurhafnar haust- ið 1985. íslenzka álfélagið hf. kom því fyrir á þessum stað þann 31. desember sama ár.“ Til þess að fomleifafræðingar framtfðarinnar geti betur áttað sig á hvað hér er um að ræða, hef ég skrifað undir eftirfarandi texta á pergamenti: „Akkeri þetta fundu áhugakafarar af tilviljun á 18 metra dýpi í mjmni Straumsvíkurhafnar haustið 1985. Akkerið er talið 100-150 ára gamalt. Forráðamönn- um íslenska álfélagsins hf. þótti við hæfí, að akkerið yrði varðveitt ó þessum stað og var þvf komið fyrir þann 31. desember 1986. Foretjóri ÍSAL, Ragnar S. Halldórsson." Ég læt nú skjal þetta f álhólk til varðveizlu f steininum. Ég lýsti því hér með yfír í heyr- anda hljóði, að akkeri þessu er komið fyrir hér í Straumsvík, ís- lenska álfélaginu hf. og starfs- mönnum þess til halds og trausts." (W I Gabriel M HÖGGDEYFAR V 3 í MIKLU ÚRVALI ÆÆ §■ 1ÁBERG ” SK EIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Bón- og þvottastööin hf. Sigtúni 3 AUGLÝSIR: Bifreiðaeigendur, vitiö þið aö þaö tekur aðeins 15 mínútur að fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt. Ath. eftirfarandi: Mótttakan er í austurenda hússins, þar er bíllinn settur áfæriband og leggur síöan af staö í ferö sína gegnum húsiö. Eigendur fylgjast meö honum. Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi háþrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhreinindi, sandur og því um líkt, eru skoluð af honum, um leið fer hann í undirvacjnsþvott. Viðskipta- vinir eru mjög anægöir með þá þjón- ustu, því óhreinindi safnast mikið fyrir undir brettum og sílsum. Síðan er hann þveginn með mjúkum burstum (vélþvottur), þar á eftir kemur handþvotturinn (svampar og sápa.) Hægt er að sleppa burstum og fá bílinn ein- göngu handþveginn. Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar sprautaö yfir hann bóni og síðan herði. Að þessu loknu er þurrkun og snyrting. 8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu, t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti, þriðji í handþvotti o.s.frv. Bíll, sem þveginn er oft og reglulega, endist lengur, endursöluverð er hærra og ökumaður ekur ánægðari og örugg- ari á hreinum bíl. Tíma þarf ekki aö panta. Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvaö margt skeður á stuttum tíma (15 mínútum). Opiö mánudaga -föstudaga 08.00 -18.40. Laugardaga 09.00 -16.40. Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3, Sími 14820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.