Morgunblaðið - 14.01.1986, Page 28

Morgunblaðið - 14.01.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 Fj ölbreytt dag- skrá á Listahátíð unga fólksins LISTAHÁTÍÐ unga fólksins var sett að Kjarvalsstöðum síðastliðinn laugardag. Við opnunina lék blásarasveit Sinfóníuhljómsveitar æskunnar undir stjóm Odds Bjömssonar. Þá flutti Halldóra Jónsdóttir, fulltrúi unga fólksins, ávarp og setti hátíðina. Að lokum sýndu dansarar frá Dansnýjung Kollu. Meðal gesta við opnunina var borgarstjóm Reykjavíkur og ýmsir embættismenn borgarinn- ar. Dansarar frá Dansnýjung KoUu, sem sýndu dans á opnunarhátiðinm. HaUdóra Jónsdóttir setur hátíðina. Morgunbiaðið/ói.K.M. Fjölbreytt dagskrá verður á meðan hátíðin stendur yflr. Á sunnudaginn fór fram sýning á bandmyndum í samkeppninni „Ungt fólk og umferð". Rokk- tónleikar voru í gækvöldi og verða aftur í kvöld í Tónabæ. A miðvikudags-, fímmtudags- og föstudagskvöld verða ýmsar uppákomur á Kjarvalsstöðum og hefjast þær kl. 21.00. Ýmis skemmtiatriði verða síðan á lokahátíðinni, en Listahátíð unga fólksins lýkur á sunnudaginn. Á Kjarvalsstöðum er sýning á myndverkum eftir ungt fólk og er hún opin alla dagana frá kl. 14.00 til 22.00. Biásarasveit Sinfóniuhljómsveitar æskunnar ásamt stjórnandanum Oddi Bjðmssyni. Verður Kolbeinseyin seld til Þórshafnar? Það er lífsspursmál fyrir okkur að fá skip — segir Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík . Akureyri, 13. janúar. „ÞAÐ yrði auðvitað mjög al- fengjum ekki skipið aftur,“ varlegt að okkar mati, ef við sagði Bjarni Aðalgeirsson, afla í Stakfelli — ef við fáum Kolbeinsey, sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri hraðfrystihússins á Þórshöfn Fullvinnum allan bæjarstjóri á Húsavík í samtali við Morgunblaðið um Kol- beinseyjarmálið. „Kolbeinsey hefur aflað 40 til 50% af hráefni frystihússins, hefur verið með vægi á móti bátaflotanum. Síð- an um miðjan nóvember hefur engin vinnsla verið í frystihúsinu. Við fáum auðvitað bátaflsk þegar á líð- ur en ekki nú. Það er því lífsspurs- mál fyrir okkur að fá skip,“ sagði Bjami. 223 voru atvinnulausir á Húsavík í byrjun árs, þar af stór hluti úr frystihúsinu. Nú er nokkur rækju- vinnsla í gangi á Húsavík og „smá- vegis er sett í sa!t“, eins og Bjami sagði. Akureyri, 13. janúar. „ÞAÐ liggur fyrir að við ætlum að fullvinna allan afla í Stak- fellinu, ef við fáum Kolbeins- eyna, og Kolbeinsey mun þá sjá um ísfisk fyrir húsin, það eru forsendur fyrir arðsemisút- reikningi þeim sem við gerð- um,“ sagði Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins á Þórshöfn í samtali við Morgunblaðið. IMNLENT Jóhann sagði fyrirtækið hafa fylgst með skipamarkaðinum síð- ustu tvö til þijú árin. „Við höfum skoðað nokkur skip, en ekki verið ánægðir, hvorki með verð né skipin sjálf. Við komum til með að fylgjast áfram með markaðinum, hvort sem við fáum þetta skip eða ekki.“ Jóhann var spurður um afkomu Hraðfrystihúss Þórshafnar á síð- asta ári: „Ég held að óhætt sé að segja að afkoman hafl verið þokka- leg, bæði til lands og sjávar. Út- gerðin og fiskvinnslan komu betur út en árið á undan,“ sagði hann. Jóhann sagði Þórshafnarbúa bíða spennta eftir fundi stjómar Fisk- veiðasjóðs á morgun, þriðjudag, en sagðist þó ekki hafa trú á að það yrði ákveðið á þeim fundi hveijir fengju skipið. Reksturinn gengur ekki nema með svona skipi — segir Tryggvi Finnsson, framkvæmdastj óri Fiskiðjusamlags Húsavíkur Akureyri, 13. janúar. „VIÐ vitum ekki mikið hvað gerist í málinu,“ sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur í samtali við Morgunblaðið um helgina um mál Kolbeinseyjar- innar. Tiyggvi sagði Húsvíkinga ekki komna það langt að hafa gert ráð- stafanir til að fá annað skip ef Kolbeinsey fengist ekki aftur til bæjarins. „Það hefur ekki verið fjailað opinberlega um það má) ennþá, en við hugsum okkar mál aftur ef við fáum ekki Kolbeins- eyna. Reksturinn gengur ekki hjá okkur nema við fáum slíkt skip.“ Tfyggri var spurður hvort honum þætti siðferðilega rétt, að Fisk- veiðasjóður léti skipið aftur til Húsavíkur og yrði þannig af 20 milljónum króna. „Ég vil ekki tjá mig um það nú opinberlega Ég hef ekki séð tiiboðin í skipið,“ sagði Tryggvi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.