Morgunblaðið - 14.01.1986, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
BIRNA INGIBJÖRG HAFLIÐADÓTTIR,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 3. janúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir eru faerðar starfsfólki Hrafnistu fyrir frábæra
hjúkrun og umönnun í langvarandi veikindum hennar.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilsugæslusjóð Hrafn-
istuheimilanna.
Guðjón S. Sigurðsson, Valdís Danfelsdóttir,
Pétur S. Sigurðsson, Sigríður Sveinsdóttir,
börn og barnabörn.
Móðir mín og amma okkar,
RÓSA ÍVARS,
Hávallagötu 11,
andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 12. janúar. Jarðarförin
auglýst síðar.
Agnar ívars,
Guðrún ívars,
Jón ívars.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁGÚST HALLSSON,
Skúlagötu 78,
andaðist föstudaginn 10. janúar.
Björn Ágústsson,
Ingvi Áústsson,
Jón Viðar,
Halla Ágústsdóttir,
Ágúst Ágústsson,
Guðrún Ágústsdóttir,
Guðfinna Halldórsdóttir,
Anna Norðdahl,
Ingvar Kristjánsson,
Jóhanna Jónsdóttir,
Sófus Alexandersson
og barnabörn.
Minning:
David Zinkoff
David Zinkoff hinn góðkunni 25. desember sl. „Zink“, eins og
þulur Philadelphia 76ers körfu- hann var kallaður af öllum sem
knattleiksliðsins lést í Philadelphia hann þekktu víðsvegar um heim,
+
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
TRYGGVI ÓLAFSSON,
rennismiður,
andaðist að heimili sínu, Austurbergi 32, föstudaginn 10. janúar.
Trausti Tryggvason, Kristborg Haraldsdóttir
og barnabörn.
+
Fósturbróðir minn,
MAGNÚSKARLANTONSSON,
Snorrabraut 35,
lést í Landakotsspítala 8. janúar.
HalldórS. Guðjónsson.
+
Konan mín,
ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR,
Hafnarbraut 20
í Neskaupstad,
lést í Landspítalanum þann 13. janúar.
Árni Sveinsson.
1
i
'
;
i
í
i
\
<
!
-
í
*
I
-------7-----
VOLKSWAGEN
GOLF
ÁRGERÐ 1986
ÞÝskur kostœgripur,
sem hceíir öllum
MEDNÝRRI
OG KRAFTMEIRI VÉL
GOLFINN
ei tœz í ílestan sjð
# Kjörírm íjölskyldubíll
# Duglegur atvinnubíll
# Vinsœll bílaleigubíll
# Skemmtilegur sportbíll
Verö frá kr. 498.000
hafði nokkrum dögum áður gengið
undir mikla hjartaaðgerð og sýndist
á góðum batavegi, er hann lést.
Zink átti marga vini á íslandi,
og mér er óhætt að fullyrða, að
ekkert land utan föðurlands hans
stóð honum nær hjarta en ísland.
Hann gegndi um íjögurra ára skeið
herþjónustu á íslandi á styijaldarár-
unum og var þá upplýsinga- og
menningarfulltrúi bandaríska her-
liðsins. Hann sá þá um komu
margra þekktra skemmtikrafta og
listamanna til íslands s.s. Marlene
Dietrich og Isaac Stern, sem varð
einn nánasti vinur hans. Zink hélt
fyrstu fegurðarsamkeppnina á ís-
landi og var'ábyrgur fyrir allri
íþróttastarfsemi á vegum hersins.
Þannig kynntist hann íslendingum
best á þeim árum og margir íslend-
ingar kynntust í gegnum herliðið
ýmsum íþróttum, sem þeir þekktu
lítið til áður. Ég hafði sem formaður
Körfuknattleikssambandsins áhuga
á að afla upplýsinga um körfuknatt-
leik á Islandi á þessum árum, og
sá áhugi kom mér í kynni við Zink
í einni af íslandsferðum hans eftir
nokkur bréfaskipti. Hann rauf aldr-
ei samband sitt við ísland og stofn-
aði, eftir að hann kom heim til
Bandaríkjanna, félagið FBI, „Forg-
otten Boys of Iceland", sem eru
samtök fyrrverandi hermanna á
stríðsárunum á íslandi. í þeim
samtökum eru enn í dag um 3.000
félagar. Zink gekkst fyrir ferðum
þessara fyrrverandi hermanna til
Islands og var ætíð fararstjóri
20-30 manna hóps á hverju sumri.
Hann átti í fórum sínum mikið
myndasafn úr þessum ferðum og
frá stríðsárunum og undraðist ég
mjög hve marga vini Zink átti á
íslandi og hve marga fyrirmenn
hann hafði hitt á þessum ferðum
sínum s.s. forseta og ráðherra. En
þetta var nú áður en ég kynntist
manninum betur.
Hann gaf árlega út fréttablað
sem hann nefndi White Falcon, en
hann hafði staðið að stofnun blaðs
á íslandi á stríðsárunum. Það
kemur enn út undir sama nafni á
vegum varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli. Zink var hafsjór af fróð-
leik og hafði einstaklega gaman af
því að miðla af honum. Blað hans
bar þess skýr merki.
Körfuknattleikur gerði Zink
heimsfrægan og Philadelphia 76ers
sjá nú á bak sínum sjötta manni
eins og ýmsir andstæðingar sögðu
að Zink væri. Hin sérkennilega rödd
hans og framsetning í lýsingu leikja
höfðu á stundum mikil áhrif á gang
leikja. Orðatiltæki, sem hann fann
upp, voru einkar vel fallin til að
vekja beyg hjá aðkomuliðinu og
áhangendum þess. Nægir að nefna
„Malone - Alone“ eða „Celtics call
tiiiiime" eftir að usli hafði verið
gerður í vöm þess liðs. Zink dró
seiminn lengi til áherslu. Hann gat
með þessu þaggað niður í áhang-
endum mótheijanna og gert stuðn-
ingsmenn 76ers að því afli, sem við
íslendingar þekkjum vel til í ýmsum
greinum íþrótta hjá okkur.
Zink var þulur Harlem Globe-
trotters-liðsins um tíma og farar-
stjóri þeirra um allan heim á árun-
um 1952-1964. Hann ritaði bók
um liðið árið 1953, sem hann nefndi
Around the World with the Harlem
Globetrotters. Hann var virkur í svo
mörgum félagsstörfum að með ólík-
indum má telja. Hinn frægi körfu-
knattleiksmaður Julius Erving hélt
ræðu við útför hans og minntist
hans sem sérstaks manns og vinar,
sem allir söknuðu.
Zink giftist aldrei. Sagðist vera
alltof upptekinn til að ætla nokkrum
kvenmanni að standa í slíku. At-
hafnasemi hans og skemmtileg
framkoma var sérstök. Þær mörgu
viðurkenningar, sem honum hlotn-
uðust á lífsleiðinni, bera góðum
dreng vitni. Hann var 75 ára er
hann lést og hafði þá lýst sínum
síðasta leik þann 15. nóvember.
Nafn hans er letrað gylltum
stöfum í sögu bandarísks körfu-
knattleiks.
Helgi Ágústsson
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásfcium Moggans!