Morgunblaðið - 14.01.1986, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
2
■*
Bangsinn segir börmmum sögnr
angsinn Teddy Ruxpin virðist
ætla að seljast vel í ár og hann
sýnist ætla að sprengja allar sölu-
áætlanir. í augnablikinu er því
hætt að bæta við nýjum viðskipta-
aðilum þar sem fýrirtækið annar
ekki eftirspuminni.
Bangsamir era búnir til þannig
að munnur augu og nef hreyfast á
meðan þeir tala, syngja eða segja
bömunum sög^ur.
Kassettutæki er innbyggt í lík-
ama bangsanna og era fáanlegar
þrettán mismunandi spólur til að
hlusta á, sögur, söngva og almennt
hjal.
Haft er eftir einni móðurinni, sem
var að ná sér í nýjan bangsa, því
hinn hafði eyðilagst, að þeir væra
að minnsta kosti nokkurra þúsunda
virði enda bæði skemmtilegt leik-
fang og um Ieið góð gæsla sem
svæfir bömin með því að segja þeim
skemmtilegar sögur á kvöldin.
Stephame Powers sem fólk man eflaust eftir úr sjónvarpsþáttunum
„Hart to hart“ og úr myndinni „Mistral’s Daughter“.
JONPALL
í ERLENDRIKVIKMYND
„Sagt um mig að ég éti járn,
spýti nöglum og sé nokkuð
erfiður viðfangs“ . .sagðijónPán
Það var nú eiginlega til-
viljun sem réði því að ég
ákvað að fara að leika í þessari
kvikmynd," sagði Jón Páll Sig-
marsson, sem innan tíðar mun
fara með hlutverk í kvikmynd sem
ber heitið „Ring of Steel".
„Ég fór að horfa á leikarana
hjá Hinu leikhúsinu sýna tilbrigði
í fangbragðaglímu, en tveir bresk-
ir feðgar, þeir Cliff Twemlow og
Brian Vete, vora fengnir hingað
til lands að glímuþjálfa fyrir söng-
leikinn Rauðhóla-Ransí. Eftir að
hafa hitt þessa feðga og spjallað
við þá kemur í Ijós að þeir era
að fara að gera kvikmynd og vilja
fá mig til liðs við sig. Eflaust
hefur þeim fundist að ég gæti
veitt myndinni aðdráttarafl með
titlinum sem ég hef borið og ég
ákvað bara að slá til. Myndin
kemur til með að íjalla um nýja
tegund hnefaleika, þar sem einsk-
is er svifist og allt leyfilegt, engir
hanskar notaðir og barist af
hörku. Söguþráðurinn er í stuttu
máli að sami maðurinn, hörkutól
eitt, hefur borið heimsmeistaratit-
ilinn í langan tíma og engum
tekist að vinna hann. Þegar svo
kemur að því að hann á að keppa
við sterkasta mann í heimi (sem
er ég) og er ekkert lamb að leika
sér við, verða hlutimir tvísýnir og
því er spennan fólgin í að sjá
hvor ber sigur úr býtum. Það er
fylgst með undirbúningi hjá báð-
um, æfingum, mataræði og svo
framvegis. Bretar neita að hafa
keppnina þar í landi svo þegar
það býðst að halda hana á íslandi
er því boði tekið fegins hendi."
lega í mig og ég strax farinn að
undirbúa mig því maður þarf að
vera í mjög góðu líkamlegu
formi."
Er búið að velja fleiri leikara?
„Já, eitthvað_ er nú farið að
vinna að því. Ég veit um einn,
Gordon Jackson (í Húsbændur og
hjú) sem mun koma til með að
leika í henni og síðan munu bæði
breskir, bandarískir og íslenskir
leikarar koma við sögu. Tökur
hefjast hérlendis í vor en ég mun
einnig fara til Bretlands þar sem
myndin á að gerast. Aðalatriði
myndinnar gerast þó hér. Nú er
verið að leita að íslenskum aðilum
til að hjálpa til við að fjármagna
myndina og meðal annars leitað
fclk í
fréttum
twc wöuw/momm tm
)oíi m i mm&íírm
rnonu Twc icofi rtmt> rtmrn
ttt THt' flLA ‘WI1<I Of/TffL'
/;\
Rt.ffíOWCTIOfl
Þegar Jón var spurður hvemig
honum litist á sig sem leikara
sagði hann: „Ég leik í sjálfu sér
ekki mikið, enda ekki neinn leik-
ari. Ég á að vera ég sjálfur og
tala meira að segja bjagaða ensku
sem íslendingur. Sum atriði
myndarinnar myndu nú kannski
ekki alveg lýsa mínum persónu-
leika því einhvers staðar í handrit-
inu segir um mig að ég sé hrika-
lega harður nagli, éti jám og spýti
nöglum og það er víst gert ráð
fyrir því að ég sé nokkuð erfiður
viðfangs," segir Jón og brosir út
í annað. „En þetta leggst ágæt-
til fyrirtælqa sem þama fá gott
tækifæri til að auglýsa vörar sínar
á erlendum markaði."
Er eitthvað annað á döfinni
hjáþér?
„Þetta er nú það helsta hjá
mér sem stendur. Að vísu kemur
þetta til með að stangast á við
ýmislegt sem ég var búinn að
gera ráð fyrir, eins og til dæmis
Hálandaleikunum í Skotlandi og
svo kraftakeppnunum. En sem
sagt, hjá mér þessa dagana er að
vinna að því að vera í góðu líkam-
legu formi.“