Morgunblaðið - 14.01.1986, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
>
Árni Indriðason:
Ekki von
á þessu
„NEI, ég verð nú að segja það
alveg eins og er að ég átti
ekki von á þvf í haust þegar
mótið byrjaði að við yrðum
fslandsmeistarar, og ég held
að það hafi fssstir búist við
þvf. Hinsvegar er stemmn-
ingin hjé Vfldngum og altt f
kringum llðið alltaf þannig að
menn krefjast þess besta,"
sagði Ámi Indriðason þjélfari
Vfldnga
„Leikurinn í dag við KR bar
þess merki að þeir áttu að Irtlu
að keppa og einbeitingin hjá
okkur var ekki í lagi framan af
leiknum en lagaðist í síðari
hálfleik og þá var engin spurn-
ing hvort liðið stæði uppi sem
sigurvegari í leiknum," sagði
Ámi er hann var spurður um
leikinn gegn KR.
— Hvernig finnst þér þetta
fslandsmót hafa verið?
„Mér finnst bara leiðinlegt
að það skuli vera búið. Það
er gott að leika svona þétt en
betra væri að leika vikulega
allan veturinn. Það væri
ábyggilega best að hafa sex
lið í deildinni og leika þrefalda
eða fjórfalda umferð. Hand-
knattleikurinn sem leikinn var
á mótinu bar þess merki að
margir af okkar bestu hand-
knattleiksmönnum eru farnir
að leika erlendis og það tekur
alltaf tvö til þrjú ár að ná því
upp.
Annars er ég hræddur um
að ef ekkert verður að gert
hérna þá verður þetta alltaf
þannig að við missum okkar
bestu menn utan. Því miður
sé ég ekki að HSf eða félögin
sóu með svar við þessari þró-
un, og er það slæmt. Hand-
boltinn hér heima nær því þá
aldrei að veröa verulega góður
ef strákarnir sem eru aö veröa
mjög góðir fara ailtaf utan."
Páll Björgvinsson:
Góður bolti
„ÉG reiknaði með þvf að við
yrðum f einu af þremur efstu
sætum deildarinnar en var
þó efins um að við næðum
að vinna mótið," sagði Péll
Björgvinsson handknattleiks-
maður úr Vfldngi eftir að liðið
varð íslandsmeistari á
sunnudaginn.
„Víkingar hafa oft orðið fyrir
mikilli bióðtöku þegar menn
fara frá okkur til að leika er-
lendis en okkur tekst alltaf að
klóra í bakkann og erum búnir
að vera lengi í efstu sætum
hér á landi. Þetta tekst alltaf
einhvern veginn hjá okkur.
Þetta hefur alltaf verið svona
hjá Víkingum."
— Hvernig fannst þér
handknattleikurinn f íslands-
mótinu?
„Mér finnst handknattleik-
urinn í mótinu góður, sérstak-
lega ef tekið er tillit til þess
hve margir leikmenn hafa fariö
erlendis aö leika á síðustu
árum. Mér finnst strákarnir
sem tekið hafa við af þeim
standa sig mjög vel. Það tekur
alltaf ákveðinn tíma að byggja
upp eftir að menn fara frá fé-
lögum og þaö er mjög slæmt
að þurfa að endurnýja eins ört
og þurft hefur að undanförnu.
Ég á ekki von á því aö okkur
takist að halda í sterkustu
strákana hér heima frekar en
verið hefur að undanförnu og
það er mjög slæmt. Það þarf
að gera eitthvað í þessu þann-
ig að handknattleikurinn hér
heima verði betri," sagði Páll
Björgvinsson.
Morgunblaðið/Júlíus
• íslandsmeistarar Vfkings. Aftari röð fró vinstri: Magnús Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar, Karl Þráinsson, Ámi indriðason,
þjálfari, Steinar Birgisson, Siggeir Magnússon, Sigurður Ragnarsson, Páll Björgvinsson, Guðmundur Símonarson, liðsstjóri, Kristján Sveins-
son. Fremri röð frá vinstri: Einar Jóhannesson, Bjarki Sigurðsson, Guðmundur Albertsson, Kristján Sigmundsson, Finnur Thorlasfus, Guð-
mundur Guðmundsson, fyrirliði, og Hilmar Sigurgíslasorí.
MofgunbMUVJúlius
• Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Vfkirigs, fór á kostum f síðasta leik liðsins gegn KR-ingum á
sunnudaginn. Guðmundur skoraði alls 10 mörk f lelknum og þar af átta f sfðari hálfleik. Hreint frábær
endir á góðu íslandsmóti hjá honum. Nafni hans, Gudmundur Albertsson, átti einnig góðan dag er Víking-
ar ðigrudu KR audveldlega meö tíu marka mun.
Frábær
árangur
Vfkingur tryggði sér íslands-
meistaratitllinn í handknatt-
leik á sunnudaginn og var
þetta 10. titill þeirra á nfu
árum. Hér á eftir fer lístl yfir
árangur Vfkinga sfðastliðin
ár:
1978 Bikarmeistarar
1979 Bikarmeistarar
1980 íslandsmeistarar
1981 íslandsmeistarar
1982 (slandsmeistarar
1983 Islands- og bikarmeist-
arar
1984 Bikarmeístarar
1985 Bikarmeistarar
1986 fslandsmeistarar
Víkingur íslandsmeistari:
Stórsigur í síðasta leiknum
— Guðmundur Guðmundsson skoraði átta mörk íseinni hálfleik
VÍKINGAR urðu á sunnudaginn
íslandsmeistarar f handknattleik
karla. Liðið sigraði KR-inga með
tfu marka mun, 34:24, eftir að
staðan hafði verið 15:11 f leikhléi.
Þetta er fimmti íslandsmeistara-
titillinn sem Vfkingar vinna í
karlaflokki frá árinu 1980 og að
auki hefur liðið fimm sinnum
orðið bikarmeistari frá þvf 1978
— tfu stórtitlar á nfu árum. Frá-
bær árangur hjá félaginu og geri
aðrir betur. KR féll f aðra deild
með þessu tapi og leika þar á
næsta ári ásamt Þrótti.
Leikurinn á sunnudaginn var
ekki skemmtilegur, til þess voru
yfirburðir Víkinga of miklir. Það var
rétt á fyrstu mínútum leiksins sem
Vesturbæingar héldu í við Víking,
en síðan sigldi liðið fram úr og gaf
KR aldrei tækifæri á að komast
nálægt sér.
Staðan þegar fyrri hálfleikur var
hálfnaöur var 8:7 fyrir Víkinga og
eftir það jókst munurinn sífellt. í
leikhlói var staðan 15:11.
I síðari hálfleik yfirspiluðu Vík-
ingar lið KR hreinlega. Fyrirliði
þeirra, Guðmundur Guðmunds-
son, átti þá stórleik og skoraði alls
átta mörk í síðari hálfleik. Nafni
hans Albertsson átti einnig góðan
leik, skoraði fjögur mörk t síðari
hálfleik og þrjú í þeim fyrri.
Leikurinn leystist á tímabili upp
í algjöra vitleysu enda var aðeins
um formsatriði aö ræða að Ijúka
KR - Víkingur
22:32
honum. Víkingar skoruðu mest úr
hraðaupphlaupum í leiknum og
þegar það tókst ekki þá voru sóknir
liðsins ekki langar og á tímabili líkt-
ist leikurinn helst skotæfingu hjá
Víkingum.
Árni Harðarson markvörður KR
átti góðan ieik í markinu. Hann
varði alls 16 skot i leiknum og þar
af tvö vítaköst. Sóknarieikur liðsins
var ekki upp á marga fiska ef
undanskildar eru fyrstu mínútur
leiksins. Stefán Arnarson stjórnaði
leiknum framan af og þá gekk
þokkalega hjá þeim en Víkingar
fóru siðan að hafa góðar gætur á
honum og þá fór allt í vaskinn.
Haukur Ottesen var drjúgur við að
skora og Konráð Ólafsson er ungur
hornamaður sem á eftir að verða
góður.
Hjá Víkingum voru þeir nafnar
Guðmundur Guðmundsson og
Albertsson góðir. Siggeir Magnús-
son átti einnig ágætan leik og
Bjarki Sigurösson lék vel þann tíma
sem hann var inná. Þeir Páll Björg-
vinsson og Steinar Birgisson eru
alltaf traustir og svo varéinnig nú.
Mörk KR: Haukur Ottesen 7, Konráð Ólafs-
son 4, Stefán Amarsson 4/1, Haukur Geir-
mundsson 4/2, Bjarni Ólafsson 2, Páll Bjöms-
son 2, Páll Ólafsson 1.
Mörk Vfkings: Guömundur Guömundsson
10, Guömundur Albertsson 7, Steinar Birgis-
son 4, Siggeir Magnússon 4, Páll Björgvinsson
4, Bjarki Sigurösson 3, Ámi Indriðason 2.
- sus.