Morgunblaðið - 14.01.1986, Page 48

Morgunblaðið - 14.01.1986, Page 48
EUROCAWD j. TIL DAGLEGRA NOTA Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/Bjami Fimmti stórmeistarinn MARGEIR Pétursson sigraði á alþjóðlega skákmótinu í Hastings og varð jafnframt fímmti stórmeistari íslendinga. Hann hlaut 9 l/2 vinning, en annar varð sovéski stórmeistarinn Mikhailsc- hisin. Margeiri var vel fagnað við komuna til landsins. Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands íslands, og Sigrún Andrewsdóttir, formaður Taflfélags Reykjavíkur, tóku á móti honum á Keflaví kurflugvelli og heima beið dóttirin Elísabet. Sjá viðtal við Margeir Pétursson á blaðsiðu tvö og skákþátt af mótinu í Hastings í miðopnu. Vitað síðan 1980 að eldvamir voru ekki fullnægjandi Einn maður beið bana og þrettán fluttir í sjúkrahús SEXTUGUR maður, Guðmundur Guðmundsson, lést af völdum reyks í eldsvoðanum í Kópavogshælinu í gærmorgun. Hann svaf i næsta herbergi við það sem eldurinn kom upp i og lést þar i rúmi sínu. Fimm aðrir vistmenn fengu alvarlega reykeitrun og var ein kona mjög langt leidd, en er liða tók á daginn hresstist fólkið og er nú úr lífshættu. Alls voru þrettán vistmenn fluttir á sjúkrahús. Ekkert eldvamarkerfí er í Kópa- vogshæli og fullnægir hælið ekki kröfum eldvamarreglugerðar frá árinu 1979. Fjárveiting til að setja slíkt kerfí upp hefur ekki fengist þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir forstöðumanna hússins þess efnis. Að sögn Þóris Hilmarssonar,for- stöðumanns Brunaeftirlits ríkisins, hefur verið vitað að eldvömum hælisins væri ábótavant frá 1980. ,Við skoðuðum aðbúnað þama þrí- vegis á árinu 1980 og sendum hlutaðeigandi skýrslur með að- fínnslum okkar bæði í janúar og desember á því ári,“ sagði Þórir. Það sem fyrst og fremst er talið vanta er kerfí reyk- og hitaskynj- ara, sem tengdir em einni stjóm- stöð. Engir reykskynjarar em í Kópavogshælinu. Lögregiunni í Kópavogi barst tilkynning um eldinn klukkan 05.58 í gærmorgun. Það var kona búsett á Amamesi sem hringdi í lögregl- una, en tveir vaktmenn í nálægum húsum urðu fyrst varir við að eldur væri laus þegar lögregla og slökkvi- lið komu á staðinn fáeinum mínút- um síðar. Þeir hafa eftirlit með flór- um húsum og vom staddir annars staðar þegar eldurinn kom upp. Rannsóknarlögreglan vinnur enn að rannsókn á upptökum eldsins, en að sögn Helga Daníelssonar lögreglufulltrúa, er líklegast að ógætileg meðferð elds hafi orsakað bmnann. Sjá nánar á bls. 4. 20 ónæmistæring- artilfelli á forstigi ríkisstjómarinnar um að ganga til kaupsamninga um húsið er háð samþykki fjárveitinganefndar Al- þingis. Óskaði sjálf- ur framsals Lúxemborgarmaðurinn, sem handtekinn var síðastliðinn fimmtudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudag, er farinn úr landi. Tveir íslenskir lögreglumenn fóru með hann til Lúxemborgar um helgina eftir að hann hafði sjálfur beðist þess, að sögn Þorsteins Jónssonar í dómsmálaráðuneytinu. Ljóst var að yfirvöld í Lúxemborg hugðust krefjast framsals mannsins og þá eftir diplómatískum leiðum, sem tæki einhvem tíma. Frekar en að dúsa í varðhaldi hér, fór maður- inn fram á að vera fluttur strax til Lúxemborgar og féllust stjómvöld í báðum ríkjunum á það. 12 ára sviku út Bruninn í Kópavogshæli: Morgunblaöid/J úlfus Slökkviliðsmenn bera vistmann inn i sjúkrabifreið. Fólkið var komið undir læknishendur 15—20 mínútum eftir að tilkynning barst um eldinn. UM 20 tilfelli af ónæmistæringu eru nú skráð þjá heilbrigðisyfir- völdum hérlendis, en í öllum til- vikum er um forstigseinkenni að ræða, það er, menn hafa fengið virusinn, en óvist er um fram- haldið. Ónæmistæring flokkast í 4 stig og lagt er kapp á að kanna hvort smit hefur átt sér stað í svokölluð- um áhættuhópum. í nóvember síð- astliðnum var búið að skrá 10 til- felli af ónæmistæringu hér á landi. Fjárveitinganefnd mun í dag Ijalla um kaup á Vörumarkaðs- húsinu við Ármúla, en ákvörðun Milljóna tjón á Höfn í Homafirði: Togarann rak á land og 80 lesta bátur sökk MILLJÓNA tjón varð á Höfn i Hornafirði í gær, er togarinn Þór- hallur Danielsson SF 71 slitnaði frá bryggju. Togarann rak á 80 lesta trébát, sem sökk og lagðist togarinn síðan á hliðina á leirflákum við Óslandið og hálffylltist af sjó. Trébáturinn, Hafnarey SF 36 er talinn ónýtur og togarinn talsvert skemmdur. Tryggingamat Hafnar- eyjar er 16 til 17 milljónir króna. Engin slys urðu á mönnum. Óhapp þetta átti sér stað síðdegis er verið var að færa togaranna að bryggjunni við frystihúsið til að taka ís. Mjög hvasst var af norð- austri, allt að 12 vindstig. Er togar- inn var kominn að bryggjunni og tógum komið í land, kom mikil hviða og sleit hann lausan. Vélin var tengd bakkgír og við þetta lenti skipið þvert yfír höfnina á nokkurri ferð án þess að tækist að aftengja vélina og á Hafnareyna miðja, þar sem hún lá við viðlegukant við Ós- landið beint á móti frystihúsinu. Hafnarey brotnaði illa og sökk á örskömmum tíma. Þórhall Daníels- son rak síðan undan vindinum upp á leirflákana þar sem hann lagðist á hliðina. Nokkrir skipveija voru um borð, en engan þeirra sakaði og komust þeir klakklaust á þurrt. Vegna veðurs reyndist ekki unnt að kanna skemmdir á skipunum fyllilega og ókleift að heija björgun þeirra. Hermann Hánsson, stjómar- formaður Borgeyjar, sem gerir togarann út, sagði í samtali við Morgunblaðið, að óhapp þetta væri mjög tilfinnanlegt því togarinn væri mjög mikilvægur hráefnis- öflun á staðnum. Hann sagði skemmdir óljósar og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um atburðinn. Jón Hafdal, eigandi Hafnareyjar, sagði skipið hafa sokkið á mjög skömm- um tíma, enda virtist hafa komið stórt gat á það. Það væri nú nánast alveg í kafí og engin leið að kanna skemmdir. Sér virtist þó ólíklegt að skipið færi á sjó að nýju. Hann sagði Hafnareyna tiyggða fyrir 16 til 17 milljónir króna og tjónið þvi mjög tilfínnanlegt. Hann hefði keypt skipið fyrir tveimur árum og meðal annars hefði verið nýbúið að endumýja siglinga- og stjómtæki í brúnni. Áhöfnin hefði um þessar mundir verið að búa skipið á vertíð og ætlunin hefði verið að byija um mánaðamótin. Hvað framundan væri, sagði hann alveg óljóst, en taldi erfítt að fá annað skip í stað- inn. Þórhallur Daníelsson er skuttog- ari smíðaður í Noregi 1975, 299 lestir að stærð. Hann hét áður Erlingur. Hafnarey er trébátur, 81 lest að stærð og byggð í Dan- mörku 1961. Hún hét áður Andri. fé í nafni Hjálp- arstofnunar ÞRÍR 12 ára drengir voru teknir f Hafnarfirði fyrir helgi þegar þeir gengu í hús, villtu á sér heimildir og kváðust vera að safna fé i Afrikusöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Drengim- ir höfðu komist yfir 1.200 krónur þegar þeir vom gómaðir. Gmnsemdir vöknuðu hjá fólki sem þeir leituðu til og gerði það viðvart um ferðir drengjanna. Þeir sem létu drengina hafa fé geta snú- ið sér til lögreglunnar í Hafnarfírði og endurheimt það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.