Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Hugmyndafræði Þor- geirs Hávarssonar Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gegn Ragnari Halldórssyni eftir Tómas I. Olrich Það er sjálfsagt að vera þjóðleg- ur, eins og það er vandraeðalaust að vera hetja — þegar það á við. Það gildir jafnt um þjóðlegheit og hetjuskap, að hvort tveggja getur verið dýrkeypt; svo er með dauðar hetjur sem horfin samfélög, að þau nýtast ekki nema sem yrkisefni. Á síðum Morgunblaðsins hafa nýlega orðið prúðmannleg skoðana- skipti um þjóðlegheit og sjálfstæða íslenska gengisstefnu. Tilefnið var áramótahugleiðing Ragnars Hall- dórssonar, formanns Verslunarráðs íslands, þar sem hann velti því fyrir sér, hvort það geti talist æskilegt fyrir íslendinga að nota sjálfstæðan gjaldmiðil, sem er illnothæfur sem mælieining á verðmæti. Hann gefur í skyn að gengisstefnan þjóni í reynd þeim tilgangi að breiða yfir mistök með „hagræðingu" peninga- kerfisins. Hann telur að sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta búin með sjálf- stæðri gengisskráningu, eins og hún hefur verið framkvæmd hér- lendis. Leiðari Morgunblaðsins 12. jan- úar sl. er helgaður áramótahugleið- ingu formanns Verslunarráðs. Þar er því lýst yfir skýrt og skorinort, að Morgunblaðið sé algjörlega og afdráttarlaust andvígt hugmyndum um að leggja niður sjálfstæðan ís- lenskan gjaldmiðil og taka upp samstarf við aðra þjóð um að nota gjaldmiðil hennar. Slík hugmynd jafngiidir að mati leiðarahöfundar „uppgjöf í sjálfstæðisbaráttu fs- lensku þjóðarinnar". Hér er hreyft mikilsverðum mál- um. Beint samband er tvímælalaust milli efnahags þjóðarinnar og þjóð- Iegrar menningar hennar. Efna- hagslegt sjálfstæði er hins vegar hugtak, sem fara ber varlega með. Þá hugmynd má lesa út úr umrædd- um leiðara Morgunblaðsins að sjálf- stæð gengisskráning sé forsenda efnahagslegs sjálfstæðis og þjóð- legrar menningar. Sem trúr lesandi Morgunblaðsins og óbifanlegur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks- ins er ég í nokkrum vanda: blaðið hefur ekki fyrr gefið mér tilefni til að velta því fyrir mér hvort þær hugmyndir, sem ég legg til grund- vallar lífsskoðunum mínum og stjómmálaviðhorfum, væru að ein- hveiju leyti tilræði við þjóðlega ís- lenska menningu og aðför að efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Verð ég þó að viðurkenna, að ég get skrifað undir flestar hugleiðing- ar Ragnars Halldórssonar sem skynsamlegar, tímabærar og — þegar á allt er litið — þjóðlegar. Islendingar trúa því gjaman, að eftir aldalanga einangmn sé tíma- bili vegalengdanna lokið. Þjóðin hafi endanlega rofíð einangrun sína og taki nú þátt í samstarfí vest- rænna lýðraeðisþjóða með fullri reisn. Svo er þó ekki. Eitt helsta þjóðareinkenni íslend- inga er það hve einangraðir við erum enn, þrátt fyrir flugvélar og feijur, sjónvarpshnetti og upplýs- ingaöld. Fyrir utan landfræðilega einangmn, sem mörgum hættir til að vanmeta, býr þjóðin við talsverða menningarlega einangmn, og ræð- ur þar mestu að ísland er málsvæði, sem óaðgengilegt er fyrir aðrar þjóðir. Þó er sú einangrun, sem mestan svip setur á íslendinga nú- tímans, ekki beinlínis tengd hnatt- stöðu eða tungumáli heldur fyrst og fremst efnahags- og stjóm- málum. í einangmninni getur vissulega verið fólginn nokkur styrkur. Þjóð- leg menning íslendinga væri ekki það, sem hún er, ef hún hefði ekki notið vemdar, sem að talsverðu leyti má rekja til einangmnar. En sú menningararfleifð þjóðarinnar, sem við emm stoltust af, bókmennt- ir, lög og vísindi þjóðveldisins, á öll rætur í því tímabili íslandssögunn- ar, þegar íslendingar vom næsta alþjóðlegir í hugsanagangi og at- höfnum. Þá umgengust þeir aðrar þjóðir meir en síðar varð og lifðu ekki enn við þann menningarlega sjálfsþurftarbúskap, er síðar lagðist yfir þjóðina. Þótt einhvem styrk getum við sótt til einangmnar þjóðarinnar, má engu að síður rekja marga vankanta íslensks þjóðlífs til fjar- lægðar við aðrar þjóðir. Á síðast- liðnum 15 ámm hafa íslendingar fengið afleitt uppeldi í efnahags- málum, og var það þó ekki beysið fyrir þann tíma. Stærstan þátt í þeirri lausung á meðferð íslenskra stjómvalda á gengismálum. í öllum réttarríkjum verður að gilda sam- komulag um mælieiningar. Slíkt samkomulag er raunar forsenda heiðarleika í viðskiptum og gmnd- völlur að óbrengluðu þjóðlífi. ís- lenska krónan hefur ekki þjónað því hlutverki að vera viðunandi mælieining í viðskiptum. Hún hefur orðið tæki í höndum stjómvalda til að kaupa sér stundarfrið og komast hjá því að takast á við vandamál sín og þjóðarinnar. Sjálfstæð ís- lensk gengisskráning hefur átt drjúgan þátt í því að fírra þjóðina skilningi á þeim efnahagslega vem- leika, sem hún hrærist í. Ámm saman hefur það viðgeng- ist að þjóðin eyði umfram það, sem hún aflar. Á síðastliðnum 15 ámm hefur viðskiptajöfnuður aðeins verið hagstæður eitt ár. Há skráning ís- lensku krónunnar þjónar þeim póli- Tómas I. Olrich „Sjálfstæð íslensk gengisstefna hefur flækt okkur í net ein- angrunar, ósveigjan- leika og sjálfsblekking- ar. Ekkert er sjálfsagð- ara né hollara en að sú stefna verði endurskoð- uð. Þeir, sem vilja sjálf- stæða íslenska gengis- stefnu hvað sem hún kostar, eru sennilega þéttir í lund, jafnvel hetjur. Hversu þraut- góðir á raunastund þeir verða í fallvaltleika nú- tíma viðskipta og lífs- baráttu er hins vegar annað mál.“ tíska tilgangi, að fresta hækkun framfærsluvísitölu og halda friði á vinnumarkaðinum. Henni fylgir taumlaus innflutningur og erfíð- leikar í útflutningi. Með þessu móti er haldið niðri arðsemi í útflutnings- greinum, tæknivæðing og upp- bygging þessara greina hindmð, en arðsemi í innflutningi stóraukin. Með því að „firra" þjóðina þeim vandræðum, sem fylgja hækkandi framfærsluvísitölu, auknum kaupkröfum og óhjákvæmilegri verðbólgu, er að sjálfsögðu verið að ala upp þjóð, sem er ekki reiðu- búin að lifa við þau kjör, sem þjóðar- búið býr við. Slík þjóð eyðir mestu þegar hún aflar minnst. Slík þjóð er ekki líkleg til að taka á vanda- málum sínum, hvort sem þau heita lítil framleiðni, verðbólga eða erlend skuldasöfnun. Sú þjóð, sem þannig elst upp, er komin inn í vítahring versnandi lífskjara. Um þann víta- hring vitna m.a. þær verðbótakröf- ur sem launþegasamtök setja nú á oddinn, þótt slíkar kröfur hafi alltaf bitnað harðast á láglaunafólki. Fátt er hættulegra sjálfstæði íslendinga og þjóðlegri menningu en sá efna- hagslegi vítahringur, sem þjóðin hringsólar nú í. Fátt er nær því að teljast uppgjöf í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en sú sjálfsblekking sem íslendingar hafa nú vanist á í efnahagsmálum. Gengisstefnan hefur ekki aðeins grafið undan heilbrigðu efnahagslífi og byrgt okkur sýn í fjárfestingar- málum. Hún hefur ruglað þjóðina í ríminu á flestum sviðum. Fjöl- margir íslendingar vita ekki lengur að þeir lifa fyrst og fremst á fiski, þeir fyrirlíta þær atvinnugreinar, sem mestu ráða um lífskjör þjóðar- innar og telja sér óviðkomandi hvemig þær hafast við. Sjálfstæð íslensk gengisstefna hefur færst inn á þær brautir, að hún á sér ekki hliðstæðu í Vestur- Evrópu. Hún á sér hins vegar margar hliðstæður í Austur- Evrópu. í alþjóðlegum viðskiptum eru rúblur jafnfánýtar og íslensk króna. í Sovétríkjunum er lítil verð- bólga og gengi stöðugt. Það ríkir hins vegar vöruskortur í paradís biðraðanna. Gjaldmiðill, sem ekkert er hægt að kaupa fyrir, er lítils virði, þótt skráð gengi hans sé óhagganlegt. Sjálfsblekking ráð- stjómarinnar er annars eðlis en okkar íslenska sjálfblekking, en hún veitir sömu tegund heimóttarlegs uppeldis í efnahagsmálum. Vafalaust er hægt að færa að því rök, að efnahagsstefna Sovét- ríkjanna sé þjóðleg og nátengd sjálfstæðisbaráttu rússnesku þjóð- arinnar. Þótt sú skoðun hafi ekki verið rökstudd í Morgunblaðinu, er Athugasemd: Um dómstörf í sjón- varpsfréttatíma eftir Signrð Líndal Fyrir nokkru gerði ég stuttlega grein fyrir helztu reglum um frá- vikningu ríkisstarfsmanna í frétta- tíma sjónvarps að beiðni Páls Magnússonar fréttamanns. Var til- efnið það að framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenzkra námsmanna hafði verið vikið úr starfi eins og kunnugt er. í upphafi máls míns lýsti ég því rækilega að ég þekkti ekki nægi- lega til málavaxta til þess að svara því hvort brottvikning fram- kvæmdastjórans væri lögmæt eða ekki; ég myndi þvf einungis lýsa almennt þeim reglum sem lytu að lausn úr stöðu samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. En af einhverjum ástæðum féll inngangur minn niður í útsend- ingu, þannig að þessi fyrirvari skil- aði sér ekki til áheyrenda. Ég vonaði eigi að síður að menn skildu svar mitt eins og ég ætlaðist til, sem almenna útlistun á umrædd- um reglum en ekki álit á því hvort þessi tiltekna brottvikning væri lögmæt eða ekki. Lét ég því kyrrt liggja. Nú hef ég orðið annars var, síðast í utandagskrárumræðum á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, 30. f.m. Sú athugasemd menntámálaráðherra að ég væri ekki dómari í málinu var hárrétt, enda hef ég ekki, samkvæmt framansögðu, setzt í neitt dómarasæti. Og úr þvf að ég er farinn að skrifa langar mig til aðbætaþessuvið: Alloft leita fréttamenn til mín og raunar fleirí kennara iagadeildar til að miðla fróðleik um mál sem eru Liechtenstein: Kona kosin á þing í fyrsta sinn Vaduz, Liechtenstein, 3. febrúar. AP. í alþ ingiskosningum sem Tve^Sa flokka kerfí er í Liecht- fram fóru í smáríkinu Liecht- enstein. Kosið er á Qögurra ára enstein á sunnudag var kona fresti og deila flokkamir með sér kosin á þing í fyrsta «inn þar 15 þingsætum. Úrslit kosningana I landi, en þetta eru jafnframt urðu þau að valdahlutfall flokk- fyrstu kosningarnar þar sem annatveggjaerhiðsamaogáður. konur hafa kosningarétt. Sigurður Lindal „ Af einhverjum ástæð- um féll inngangur minn niður í útsendingu, þannig að þessi fyrir- vari skilaði sér ekki til áheyrenda.“ ofarlega á baugi. Ég hef talið mér skylt að svara fyrirspumum þeirra eftir beztu getu. Álmenningur í landinu kostar háskólann og á að mínum dómi nokkum rétt á slfkum viðvikum. Hins vegar er okkur einatt ærinn vandi á höndum; mála- vextir liggja ekki alltaf nægilega ljósir fyrir þannig að oft verður að miða svarið við tilteknar gefnar forsendur; auk þess verður að ein- falda málið eftir föngum svo að aðalatriði komist sem bezt til skila. Þetta verða menn ávallt að hafa í huga þegar þeir draga ályktanir af því sem sagt er við slíkar aðstæður. Höfundur er prófeasor við laga- deild Háskóla tslands. Orð um íþrótta- kennsluna í grunnskólunum eftir Kristínu Ernu Guðmundsdóttur Vegna skrifa Torfa Rúnar Krist- jánssonar í Morgunblaðið 18. janúar síðastliðinn, vil ég, lesendum blaðs- ins til glöggvunar, koma eftirfar- andi á framfæri. Síðla vors 1985 var haft samband við mig og ég beðin að vera þátt- takandi í námskeiði fyrir fþrótta kennara haustið 1985. Þessu tók ég vel, en lét þess strax getið að ég myndi nota það tækifæri til að koma á framfæri við íþróttakennarana, þeirri gagnrýni á íþróttakennsluna, sem ég hef í gegnum árin heyrt meðal almennings. Ekki þótti ástæða til að amast við því og skömmu seinna var frá því gengið að ég yrði með hluta námskeiðsins. Þetta námskeið var síðan haldið í lok ágúst 1985, og flutti ég þar mína gagnrýni sem bæði var ítar- legri og lengri en sú er Torfi Rúnar var áheyrandi að. Vafalaust voru tilfinningar áheyrenda blendnar, en . mér virtist mörgum íþróttakennar- anum létta við að heyra þessa gagnrýni, því í raun eru margir íþróttakennarar sáróánægðir með hvemig íþróttakennslan í grunn- skólunum hefur þróast, en ekki haft aðstöðu til að bijótast útúr því munstri. Umræður urðu þar nokkrar og ekki þótti þessi gagn- rýni mín óréttmætari en svo, að nokkru seinna var ég beðin að vera „Vafalaust voru tilfinn- ingar áheyrenda blendnar, en mér virtist mörgum íþróttakenn- aranum létta við að heyra þessa gagn- / • ÍL rýni...“ með erindi á námsstefnu hjá Kennslumiðstöðinni, sem haldin var í byijun nóvember 1985. Þegar þess var farið á leit við mig, lét ég þess strax getið að ég myndi nota sama erindið og ég flutti á nám- skeiði íþróttakennarana nema í styttri útgáfu. Gagnrýni mín var að sjálfsögðu sett fram í þeirri von að umræður sköpuðust um þessi mál og því fagna ég að Torfi Rúnar skuli, þó seint sé, skrifa þessar línur f Morgunblaðið og vona að fleiri leggi þar orð í belg. Ekki hef ég hugsað mér að eiga í orðakasti við einn eða neinn vegna málflutnings míns, en vil rétt í framhjáhlaupi benda Torfa Rúnari á að hans málflutningur er svipaðúr og minn, ekki studdur rökum, eins og sést þar sem hann segir „ .. .og þvf trúl ég ekki öðru en það skili sér út í skólakerfið." Jafnframt varpa ég nokkrum spumingum til hans og annarra á „sömu Iínu“. Hafa þau böm enga sál eða til- finningar, sem ekki komast f knatt- leikjaliðið og em alltaf áhorfendur? .'^kTX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.