Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Félagaskipti íknattspyrnu: Straumurinn liggur í Skotfélagið — nokkrir leikmenn leika erlendis næsta sumar Iþróttasamskiptasamningur ÞANN 20. janúar var undirritað- ur íþróttasamskiptasamningur milli íslands og Sovétríkjanna. Samningur þessi gengur í þá átt að efla frekar samstarf á sviði líkamsræktar og íþrótta, og auka gagnkvæman skilning á milli æskufólks í báðum löndum. Meginfyrirkomulag íþróttasamn- ingsins felur í sér þátttöku íþróttafélaga og einstakra íþróttamanna í tvíhliða- og fjöl- hliðamótum, skiptum á þjálfur- um, vísindamönnum og sérfræð- ingum og jafnframt þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum. Samningur þessi var undirrit- aður í húsakynnum íþróttasam- bands íslands í Laugardal og gerði Sveinn Björnsson forseti ISÍ það fyrir hönd íþróttasam- bands íslands og sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, Evgeniy A. Kosaren, fyrir hönd nefndar líkamsræktar og íþrótta við heil- brigðisráðuneyti Sovétríkjanna að viðstöddum stjórnarmönnum ÍSÍ og starfsmönnum sovéska sendiráðsins á íslandi. Stefán Steinsen, Vík. R.-KR Marcelo Houseman, Lausanne-KR Rene Houseman, argent.fól.-KR Guöbjörn Tryggvason, Start(N)-ÍA Örn Bjarnason, UMFN-UBK Helgi Ingason, Vík.R.-UBK Guðm. Valur Sigurösson, UMFN-UBK Vignir Baldursson, Austri-UBK Logi Einarsson, Leiftur-Þór Ak. Jónörvar Arason, Hafnir-Víöir Pétur Finnsson, Víkingur Ó.-FH Ólafur Jóhannesson, Skallagrímur-FH Sigurður Sveinbjörnsson, FH-Valur HilmarÁrnason, Fylkir-Valur Þórður Marelsson, Vík.R.-Fram 2. deild karla Heiöar Olgeirsson, Völsungur-Einherji Njáll Eiösson, KA-Einherji Elías Guömundsson, KR-Víkingur R. Hafþór AÖalsteinss, SIF(Fær)-Vík. R. Jón B. Guömundsson, Fylkir-Vík.R. Gunnar örn Gunnarss., Vík. Ó.-Vík. R. Ragnar Rögnvaldsson, ÍBÍ-Vík.R. Þorfinnur Hjaltason, Leiknir F.-Völs. Skarphóöinn Ómarsson, Tjörnes-Völs. Grétar Jónasson, Fram-Völsungur Eiríkur Björgvinsson, Fram-Völsungur Steinn Guðjónsson, Fram-ÍBV Gústaf Björnsson, ÍR-KS Gunnlaugur Guöleifsson, Skytturnar-KS Baldur Hannesson, Lóttir-Þróttur R. Axel Geirsson, Drengur-Þróttur R. Ottó Hreinsson, Grótta-Þróttur R. Júlíus ólafsson, Hafnir-UMFN Gísli Guöjónsson, Hafnir-UMFN 3. deild karla Hafsteinn Hafsteinsson, Snæfell-ÍR Guöjón Ragnarsson, Fram-ÍR Geir Magnússon, Víkingur R.-ÍR Heimir Karlsson, Valur-ÍR Jón Ingi Tómasson, Ármann-ÍR GunnarOrrason, Skallagr.-Fylkir Óskar Ingimundarson, Leiknir F.-Leiftur Þorvaldur Jónsson, KA-Leiftur Guðjón Antoníusson, Einherji-HV 4. deild karla Gísli Þorsteinsson, Valur-Leiknir R. Ingi P. Ingimundars., Þróttur R.-Leiknir R. Ragnar Baldursson, Þróttur R.-Leiknir R. Baldur Baldursson, Þróttur R.-Leiknir R. Hilmar Gunnarsson, Þróttur R.-Leiknir R. Þórður Ragnarsson, Vík. R.-Leiknir R. Garöar Ólafsson, Fram-Leiknir R. Ragnar Ragnarsson, Vík. R.-Leiknir R. Jóhann Viöarsson, Vík. R.-Leiknir R. Svanur Þórsson, Stefnir-Leiknir R. Vignir ÞormóÖsson, KA-Vorboðinn Hjörtur Unnarsson, Vaskur-Vorboöinn Halldór Aöalsteinsson, Vaskur-Vorboöinn Valdimar Júlíusson, Vaskur-VorboÖinn ÞórirV. Þórisson, KA-Vorboðinn Jón Einarsson, Breiðablik-Augnablik Börkur Antonsson, Vaskur-Árroöinn Ómar Björnsson, Víkingur R.-Neisti Lárus Grétarsson, EB(Fær)-Víkverji Ari Hallgrímsson, HSÞ.b.-Hrafnkell Jónas Hallgrímsson, Völsungur-HSÞ.b Skúli Helgason, Fram-Skotfél. Rvíkur Pétur Ólafsson, ÍK-Skotfól. Rvíkur Snorri Skúlason, Fram-Skotfól. Rvíkur Agnar Hansson, Fram-Skotfól. Rvíkur Bragi Ólafsson, Fram-Skotfól. Rvíkur Þorfinnur Ómarsson, Fram-Skotfól. Rvíkur Hrafn Loftsson, ÍR-Skotfól. Rvíkur Knútur Bjarnason, ÍR-Skotfól. Rvíkur Páll Leó Jónsson, Stokkseyri-Hverageröi Sólmundur Kristjánss, Stokkse.-Hverag. 1. deild kvenna Arney Magnúsdóttir, Höttur-Valur Magnea Magnúsdóttir, Öxaback(S)-Valur Brynja Guðjónsdóttir, öxaback(S)-Valur Hera Ármannsdóttir, Þór Ak.-Valur Sigrún Sævarsdóttir, Breiðabl.-Þór Ak. Edda Herbertsdóttir, Breiðabl.-Þór Ak. Hjördís Hjartardóttir, Fram-KR Helga Eirlksdóttir, Valur-lBK Nokkrir leikmenn eru einnig farnir úr landi og leika erlendis á sumri komanda. Úr 1. deildarliðum eru það þeir Guðmundur Þor- björnsson, Ragnar Margeirsson, Pétur Arnþórsson, Jón Erling Ragnarsson, Ómar Torfason, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Janus Guðlaugsson og ekki er enn vitað hvað Helgi Bentsson gerir en hann lék með þýsku liði í vetur. Auk þessara leikmanna má nefna að Egill Steinþórsson fer til Færeyja, Guðmundur Baldursson leikur á Möltu og líkur eru á að Bjarni Jóhannsson leiki I Noregi næsta sumar. íslendingalausir en sigruðu samt Frá Tryggva Hiíbner, fréttaritara Morgunblaðsins á Spáni. TRES de Mayo, lið þeirra Sigurð- ar Gunnarssonar og Einars Þor- varðarsonar, sigraði Leon Adem- ar í handknattleiknum um helgina á Spáni með 12 marka mun, 32:20, þrátt fyrir að það vantaði íslendingana tvo. Helsti keppinautur þeirra, Mich- elin, tapaði óvænt fyrir Valencia með 34 mörkum gegn 29 og nú hefur Tres de Mayo tveggja stiga forystu I sínum riðli og að auki sex marka forskot á Michelin. Marka- hæstu menn Tres de Mayo í leikn- um á sunnudaginn voru þeir Aus- eron með 8 mörk, Tilo með 7 og Vidal gerði sex mörk. Maximovic er nú markahæstur með 117 mörk á Spáni, síðan koma þeir Lauridsen og Parazona en þeir hafa gert 114 mörk og Sigurð- ur Gunnarsson er í fjórða sæti með 113 mörk. Slæmt fyrir Sigurð að missa af leikjum með liði sínu því þá missir hann trúlega af mögu- leikanum á markakóngstitlinum. • Efstu keppendur f stúlknaflokki f svigi frá vinstri: Gerður Guðmundsdóttir, UÍA, Kristfn Jóhannsdóttir, Akureyri sem sigraði, Þórdfs Hjörleifsdóttir, Reykjavfk, Guðbjörg Ingvarsdóttir, ísafirði og Ágústa Jóns- dóttir, ísafirði. Pepsi Cola-punktamót í 15—16 ára flokki: Kristín vann bæði svig og stórsvig !. fobrúar. Akuroyri, 2. fobrúar. KRISTÍN Jóhannsdóttir, Akureyri, sigraði bæði f svigi og stórsvigi er punktamót f 15—16 ára flokki pilta og stúlkna fór fram f Hlíðar- fjalli við Akureyri um helgina. Kristín vann stórsvigið f gær, laugardag, og svigið f dag, sunnu- dag. í piftaflokki skiptu þeir með sér sigrinum Egill Jónsson úr ÍR, sem vann svigið, og Valdemar Valdemarsson Akureyri, sem sigraði í stórsvigi. Hvoru tveggja mótin voru kennd við Pepsi Cola. Á laugardag í blíð- skaparveðri kepptu stúlkurnar í stórsvigi. Úrslitin urðu sem hér segir: Kristín Jóhannsdóttir A 124,07 Þórdís Hjörleifsd. Víkingi R. 124,37 kingi Gerður Guðmundsd. UIA 125,25 Og úrslitiní svigi pilta: EgillJónsson ÍR 85,02 Kristinn Svanbergsson A 85,48 Jón Ingvi Árnason A 85,53 í dag var leiðinlegt veður í Hlíð- arfjalli en þó tókst að Ijúka keppni. Seinkaði henni þó nokkuð. 18 stúlkur luku keppni í sviginu en þærfremstu urðu þessar: Kristín JóhannsdóttirA 88,50 Gerður Guðmundsdóttir UÍA 89,40 Þórdís Hjörleifsd. Víkingi R. 90,14 í stórsvigi piltanna luku 143 keppni; úrslitin: Valdemar Valdemarsson A 112,48 Bjarni Pétursson í 113,15 Jón Harðarson A 113,27 Þetta voru fyrstu punktamót vetrarins í 15—16 ára flokki. EINS og við skýrðum frá fyrir skömmu þá verður eitt nýtt félag með í íslandsmótinu í knatt- spyrnu f sumar. Þetta er knatt- spyrnudeild Skotfélags Reykja- víkur og taka þeir þátt í 4. deild- inni eins og vera ber með ný lið. Okkur lék forvitni á að vita hve mikið væri um félagaskipti í knattspyrnunni og höfðum sam- band við Pál Júlfusson fram- kvæmdastjóra KSÍ. Páll fræddi okkur á því að nú þegar væru félagaskipti orðin rúm- lega eitt hundrað og hefðu þau aldrei verið meiri. Mjög margir leikmenn ganga til liðs við nýja liðið, skotfélagið, og einnig liggur straumurinn nokkuð til Vorboðans sem leikur væntanlega í 4. deild- inni næsta ár. ÍR-ingar fá talsvert af leikmönnum og sömu sögu er að segja af Völsungum frá Húsa- vík. Mótanefnd KSÍ vinnur nú að því að raða niður á leikdaga kom- andi sumars en enn er ekki ákveðið hvenær fslandsmótið hefst. Þau leikmannaskipti sem borist höfðu skrifstofu KSÍ í gær eru birt hér að neðan. 1. deild karla. Skúli Jónsson, Reynir S.-ÍBK Sigurður Guönason, Reynir S.-ÍBK Sigursteinn Gíslason, ÍA-KR Spánn: Real Madrid hafði betur gegn Atletico Frá Tryggva HUbner, fróttaritara Morgunblaðsins á Spáni. REAL Madrid haföi betur í bar- áttuleik viö Atletico Madrid á laugardaginn. Real vann meö einu marki gegn engu og það var fyrirliði Atletico, Ruiz, sem skor- aöi sjálfsmark á 30. mfnútu leiks- ins með skalla. Meö þessum sigri jók Real forystu sfna um eitt stig þvf Barcelona varö aö láta sér lynda jafntefli gegn Sevilla. Schuster lék ekki með Barce- lona að þessu sinni og ekki er vitað um ástæðu þess. Það sást hins vegar til kappans niður á Ibiza um helgina þar sem hann var ásamt eiginkonu sinni. Líklegt er talið að hann eigi í deilum vegna launa við forráðamenn liðsins. Leikmenn Barcelona voru óheppnir að vinna ekki leikinn gegn Sevilla því þeir áttu mun meira í honum, áttu meðal annars tvö stangarskot en markvörður Sev- illa, Buyo, átti stórleik og bjargaði einu stigi fyrir félag sitt. Zaragoza átti stórleik gegn Celta, neðsta liðinu, og unnu með sex mörkum gegn engu. Hercules tapaði á útivelli gegn Las Palmas með tveimur mörkum gegn einu. Pétur átti þokkalegan leik á miðjunni en það var slæmt fyrir Hercules að tapa þessum leik því ef þeir hefðu unnið þá hefði Las Palmas verið nær öruggt um að falla niður í 2. deild. Nú verða Hercules hins vegar að gæta sín því þeir eru í sjötta neðsta sætinu. Sigurmark leiksins var skorað þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og því var tapið enn sárara fyrir Hercules.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.