Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 CI960 Uwtvool froi Syndtcof /2-6 ,, Eg skipti ó. bam'mu. Hvab svo ?" * Aster___ ..; að lesa gömlu ástarbréfin hvort fyrirannað. TM Rag U.S. PaL OTf.—all rights reserved • 1982 Los Angeies Times Syndicate Með morgunkaffinu Sá sem ekki kann að taka ósigri er vonlaus! HÖGNI HREKKVlSI Olærður sjálfsvarnarkennari í haust sá ég auglýsingu frá „sjálfsvamarfélagi" nokkru hér í borg. Þar sem ég hafði ekki ræktað líkama minn um nokkurt skeið taldi ég að þama gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi með því að læra kung-fu að auki. Auglýsingin tók fram að þar væri kennt kung-fu og nokkrar aðrar sjálfsvamaríþrótt- ir. Nú hafði ég lært karate áður í skamman tíma og þótti mér strax í fyrstu tímunum hjá sjálfsvamarfé- laginu að kunnátta kennarans á efninu væri af skomum skammti. Hann sagðist hafa lært kung-fu f eitt ár á Keflavíkurvellinum en hvorki hafði hann neina pappíra né belti til að sanna árangur sinn á því sviði. Eftir því sem leið á námskeiðið fóm að renna tvær grímur á mig og aðra nemendur. Gat verið mögu- legt að við hefðum greitt fyrir sjálfsvamamámskeið en síðan væri þama ólærður kennari aðeins í leit að auðfengnum peningum? Ég vissi frá fyrri reynslu minni í karate að mörg ár tekur að öðlast næga kunnáttu í þeirri íþrótt til að geta miðlað kunnáttu til nemenda, jafn- vel 5—6 ár. Um áramótin gekk ég síðan úr „sjálfsvamarfétaginu" og fór að æfa shotokan-karate og fór ég þá að sjá þvílíkt gabb hefði verið á ferðinni. Það hefur því ásótt mig undanfarið að fyöidi fólks lætur eflaust ginnast og fer að æfa hjá þessum sjálfsvamarkennara í félag- inu hans sem enn hefur ekki að því ég best veit neina stjóm, nema þjálfarinn sem er þá líklega formað- ur, gjaldkeri og ritari. Ég hef talað við karate-menn um það hvort ekki sé hægt að stöðva slíka starfsemi eins og þama virðist vera á ferðinni en þeir segja mér að öllum sé fijálst að stofna félög og spríkla að eigin vild. Ég vil ekki sætta mig við það samt sem áður að einhver maður úti í bæ sé að stunda svona starf- semi, alveg ólærður og með enga kunnáttu í því sem hann er að gera. Það getur verið blátt áfram stór- hættulegt fyrir fólkið sem lendir í því saklaust, að stunda æfingar hjá honum. Að lokum, fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það lætur skrá sig á námskeið hjá óþekktum og ólærðum mönnum sem em að kenna íþróttir af einhveijum annarlegum ástæðum. Þeir sem áhuga hafa á sjálfsvamaríþróttum ættu að snúa sér til viðurkenndra karate- og júdófélaga sem bjóða upp á lærða kennara. Guðbrandur Jónatansson Um óhöpp íbeinm útsendingu Fyrst vil ég þakka fyrir frábæra sjónvarpsdagskrá undanfamar vik- ur. Framhaldsflokkurinn um sjón- varpið er einkar fræðandi og skemmtilegur og bendir á ýmsar hliðar sjónvarps sem annars yrðu ekki ljósar. Nýlega var allri umgjörð íslensku fréttanna breytt og tel ég þær til bóta, enda vanir menn í hveiju rúmi. En alltaf furða ég mig á því hvað fréttamenn verða taugaóstyrkir þegar eitthvað bjátar á í útsendingu, t.d. ef mynd kemur ekki jafnharðan á skjáinn. Hér er um að ræða úrvals- fólk sem hefur margsannað og sýnt að það er starfí sínu vaxið. En ein- mitt þess vegna þurfa þeir ekki að taka smávægileg óhöpp svona nærri sér og það í beinni útsendingu. Ég er síður en svo að mæla mistökunum bót. En þegar þau hafa eitt sinn orðið verða þau ekki aftur tekin með því að stara á áhorfendur og fara hjá sér, heldur þvert á móti verða mun meira áberandi. Margir hafa gagnrýnt tæknistjóm í sjónvarpinu, en ég tel að þessi smávægilegu óhöpp myndu gleymast fljótt ef fréttamenn slægju á léttari strengi, þegar þeim og öðrum verður á í messunni. Sigríður Magnúsdóttir Víkverji skrifar Fyrir skömmu átti Víkveiji þess kost að ræða við menn í þjón- ustu tölvufyrirtækis, sem m.a. vill selja fólki og fyrirtækjum aðgang að alls kyns upplýsingum. Mjög margt hagnýtt kom fram í máli þessara manna og þar á ofan gerðu þeir lítið úr áhyggjum Víkveija af misnotkun alls kyns upplýsinga, sem safnað er saman í slíka upplýs- ingabanka. Tóku jafnvel það djúpt í árinni að segja þær óþarfar. Nefndu þeir sem dæmi þjóðskrá sem hægt væri að geyma í slíkum upplýsingabanka með öllum þeim upplýsingum, er menn vildu þar hafa. Aðgang fólks að upplýsingun- um væri svo hægt að takmarka, eins og lög mæltu fyrir um, þannig að viðkomandi fengi aðgang að vissum upplýsingum en öðrum ekki. Þannig sögðu þessir menn að hægt væri að byggja upp öll upplýs- ingakerfí, hugsanlegt væri að allir gætu fengið aðgang að almennasta hluta upplýsingabankans, en síðan þrengdist hópurinn eftir því sem persónulegri upplýsinga væri leitað. Víkveiji benti á, að ýmsar fréttir bærust af því erlendis frá að menn kæmust óboðnir inn í upplýsinga- banka, en tölvumenn sögðu það helzt gerast í Bandaríkjunum, þar sem hægt væri að komast beint í samband við upplýsingabankann. Slíkt væri hins vegar ekki hægt hér, þar sem menn yrðu að fá sérstakt leyfí hveiju sinni. Því er þetta samtal rifjað upp, að nú berast frá Svíþjóð fréttir þess efnis, að við Stokkhólmsháskóla hafí í Qölda ára verið framkvæmdar alls kyns tölvurannsóknir á fólki án þess að „fómarlömbin" hefðu hug- mynd um það. Tölvunefndin ís- lenzka hefur auglýst, að ný lög um kerfisbundna skráningu á upplýs- ingum hafí tekið gildi nú í byijun þessa árs. Samkvæmt þeim auglýs- ingum sýnist Víkveija, að slíkir hlutir sem í Stokkhólmi, eigi ekki að geta gerzt hér á landi. Vonandi er því rétt að hér sé betur um þessa hnúta bundið en annars staðar. XXX egar gamlar myndir frá Reykjavík eru skoðaðar verður fljótlega ljóst hversu mjög er orðið öðru vísi umhorfs meðfram strand- lengjunni heldur en var fyrir nokkr- um áratugum. Nýjasta dæmið um þetta er Skúlagatan. Þar er nú komin malbikuð gata þar sem aldan brotnaði á klettum áður. Sömu sögu er að segja frá Sætúni og alla leið inn í Elliðavog hefur orðið gjör- breyting á strandlengjunni. Vestur í Örfírisey er nú komin þyrping fískvinnslu- og þjónustufyrirtækja við sjávarútveginn á landi þar sem áður ólgaði sjórinn. Ef þessir „land- vinningar“ væru reiknaðir yfír í hektara væri það ekki lítil spilda, sem mynduð hefur verið með upp- fyllingu. XXX Lítill drengur sat við sjónvarpið og horfði á bandarískan skemmtiþátt. Athyglin var í tæpu meðallagi og greinilegt að strákur fylgdist af hálfum huga með því sem var að gerast. Allt í einu sperrti hann eyrun og sagði síðan við föður sinn: „Heyrðu pabbi, þeir tala ís- lensku, ég heyrði að hann sagði „ó boj“.“ Tveir þættir hafa nú verið sýndir I Sjónvarpinu um ævintýri tveggja stráka og seinheppins frænda þeirra undir nafninu „Á fálkaveiðum". Efnið er ætlað fólki á öllum aldri og er landslagið við Mývatn og annars staðar í Þingeyjarsýslum stórkostleg umgerð um þessa þætti. Víkveiji getur hins vegar ekki orða bundist yfír blóts- yrðunum, sem óspart hafa verið lögð í munn leikaranna. Með það í huga að þættimir eru ætlaðir allri fjölskyld- unni og sýndir á sunnudagskvöldum hefði slíkt verið með öllu óþarft. XXX Víkveiji heyrði því fleygt á dögunum að nóg væri komið af myndum og frásögnum af frama Hólmfríðar Karlsdóttur á erlendri grund. Undir þessi orð verður ekki tekið. Um síðustu helgi kom hún fram í einum vinsælasta þætti franska sjónvarpsins og er talið að hátt í 15 milljónir áhorfenda hafi fylgst með þættinum. Svo fannst frönskum blöðum mikið til alheims- drottningarinnar koma að þeir birtu myndir af henni á forsíðu. Annan frábæran „sendiherra" áttu íslendingar í sjónvarpsþættin- um, leikarann heimsfræga Peter Ustinov. Viðstöddum íslendingum fannst þekking hans á íslandi og íslendingum með ólíkindum. Hann kunni deili á íslenzkum dagblöðum og vissi hvert upplag þeirra var fyrir nokkrum árum. Hann sagði sögur af þekktum Islendingum og dró enga dul á hversu hrifinn hann er aflandiogþjóð. Hólmfríður Karlsdóttir er rétt að byija starf sitt sem „ungfrú heim- ur“. Hún á eftir að fara víða og út þetta ár eiga örugglega eftir að berast linnulítið fréttir af frama hennarogsigrum. Vonandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.