Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 42.tbl.72.árg. FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins íranir snúa vörn í sókn Nicosia, Kýpur, 19. febrúar. AP. ÍRANIR sógðu í dag að hersveitir þeirra sæktu enn á í vesturátt eftir að hafa hrundið gagnáras- um Irana. Irakar hafa greint Dollari lækkar London/Washington, 19. febrúar. AP. GENGI BandaríkjadoUara féll verulega í dag og sagði Paul Volcker, bankastjórí bandaríska seðlabankans, að héldi dollarinn áfram að falla kynni það að kynda undir verðbólguna í Bandarikjun- um. Voleker varaði við of skjótu falli dollarans þótt það kynni að hjálpa bandarískum útflutn- ingsatvinnuvegum. Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur lýst yfir því að dollarinn þurfi að falla meira og Clayton Yutter, fulltrúi viðskiptaráðuneytisins, segir, að dollarinn hafi ekki fallið nóg til að rétta viðskipta- hallann. Sjá nánar „Dollarinn fellur vegna um- mæla . . ."ábls.22. frá auknum aðgerðum í lofti og sögðu að flugherinn hefði farið 346 árásarf erðir á hádegi. íranir halda fram að þeir hafí skotið niður sex írakskar orrustu- þotur á vígstöðvunum, en írakar segjast hafa skotið niður tvær orr- ustuþotur írana. Lýsingar á bardögum hafa verið mun nákvæmari í útvarpinu í Te- heran en í útvarpinu í Bagdad. Sagði að gagnárásum Iraka á olíu- borgina Al Faw hefði verið hrundið og hefðu írakar goldið mikið afhroð. í útvarpinu í Bagdad var óvenju lítið greint frá gangi mála á víg- stöðvunum. Tariq Aziz, utanríkisráðherra ír- ak, fðr þess á leit við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að komið yrði á friði milli landanna. Ráðið hefur komið saman til að ræða Persaflóa- stríðið. íranir hafa ekki setið fund- ina og ætla ekki að gera það fyrr en komið hefur verið til móts við kröfur þeirra. íranir vilja m.a. að írakar verði fordæmdir fyrir að hefja styrjöldina milli ríkjanna. Iranir kveðast nú hafa náð 800 ferkílómetra svæði á sitt vald. Wolf Dieter Steinbauer, blaða- maður fréttablaðsins Der Spiegel, lést í dag af hjartaslagi er hann var á ferð um vígstöðvarnar. Hann féll saman er írakskar herþotur vörpuðu sprengjum. ÁP/Símamynd ísraelskir hermenn, sem sendir voru til suðurhluta Líbanon í dag. Olíuverð niðurí5 dollara? Manama/New York, 19. febrúar. AV. ALI Khalifa Al-Sabah, olíu- málaráðherra Kuwait, sagði í dag að svo gæti farið að verð á tunnu af hráolíu gæti lækkað niður í finun dollara ef aðiljar að samtökum olíuútflutn- ingsrikja (OPEC) halda áf ram að hugsa aðeins um eiginhagsmuni sína. Verð á hráoliu fór niður fyrir fúnmtán dollara í fyrsta skipti í sjö ár á þriðjudag. Verðið á West Texas Inter- mediate, þekktustu hráolíutegund Bandaríkjamanna, sem afhenda á í mars, féll niður í 14,77 dollara á tunnu, en hækkaði aftur í dag í 15 dollara. Norðursjávarolía lækkaði i dag niður í 14,60 dollara, en kostaði í nóvember 30 dollara. Talið er að verðhrunið stafi af því að svartsýni ríki meðal olíukaup- manna um markaðshorfur og þeir séu að reyna að losna við vöru sína sem fyrst af ótta við að verðið lækki enn frekar. Líbanon: Ferdinand Marcos fagnar ásamt konu sinni, Imeldu og varaforsetan- um, Arturo Tolentino. Búið að taka ann: an ísraelann af lífi? TÝrus, Libanon, 19. februar. AP. Önafngreindur maður hringdi í dag í dagblaðið An-Nahar í Beirút og sagði að annar ísra- elsku hermannanna, sem ísrael- ar leita nú í suðurhluta Libanon, hefði verið tekinn af lífi vegna þess að kröfum um að hætta leit hefði ekki veríð sinnt. Maðurínn kvaðst vera félagi í íslömsku andspymuhreyfingunni. Sagði hann að Ijósmynd af líkinu yrði send á dagblaðið á morgun. Engin leið var að rekja símtalið eða Marcos hótar illu ef eyja- skeggjar efna til mótmæla '• Washington/Manilla, 19. febrúar. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti með yfirgnæfandi meíríhluta að lýsa yfir því að kosningarnar á Filippseyjum einkennd- ust af svo „víðtækum svikum að það gæti ekki talist sanngjarnt að segja þær endurspegla vilja Filippseyinga." Marcos, forseti Filipps- eyja, sagði í dag að hann myndi nota völd sin „I il hins ýtrasta" ef koma þyrftí í veg fyrir að almennir borgarar hæfu herferð gegn sér. Sovétmenn sendu Marcosi heillaóskir í dag. Marcos hefur sakað vestræna bandamenn sína um íhlutun í innanríkismál landsins og lofað Sovétmenn fyrir „afstöðu sína gegn íhlutun". Sovétmenn eru eina þjóðin, sem sent hefur Marcosi heillaóskir. Margar þjóðir hafa orðið til að fordæma forsetakosningarn- ar, m.a. Bandaríkin, ýmis aðildar- ríki Evrópubandalagsins, Ástralía ogJapan. Caspar Weinberger. varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt Bandaríkjaþing til að sam- þykkja að veita Filippseyingum hernaðaraðstoð, þrátt fyrir að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningun- um. George Shultz, utanríkisráð- herra, gaf aftur á móti í skyn að Bandaríkjamenn myndu kalla her- rnenn sína heim frá Filippseyjum ef niðurstaðan yrði sú að Marcos hefði unnið kosningasigur með svik- um og þjóðin styddi hann ekki lengur. Bandaríkjamenn hafa tvær herstöðvar á eyjunum. „Setjum frelsi og lýðræði ofar herstöðvun- um," sagði Shultz. Corazon Aquino, sem heldur fram að Marcos hafi rænt sig for- setaembættinu með svikum, hvatti Filippseyinga til að leggja niður vinnu og mæta ekki til skóla daginn eftir að Marcos sver embættiseið. Hún hefur einnig skorað á verði laganna og aðra opinbera starfs- menn að hlýða ekki því, sem hún kallar„óréttlátlög". Marcos tekur við embætti á þriðjudag í næstu viku og hafa Bandaríkjamenn ekki enn ákveðið hvort fulltrúi þeirra verður við- staddur. Francisco Tatad, fyrrum ráð- herra í stjórn Marcosar, sagði, að það gilti einu hversu miklum þrýst- ingi Marcos yrði beittur af Banda- ríkjamönnum eða rómversk-kaþ- ólsku kirkjunni til að segja af sér, á meðan herinn styddi hann. „En án stuðnings hersins verður Marcos að engu," sagði Tatad. Hann gekk til liðs við stjórnarand- stöðuna eftir að ágreiningur kom upp milli hans og Marcosar fyrir nokkrum árum. fá staðfest hvort maðurinn fór með rétt mál. Fyrr í dag barst yfirlýsing frá hreyfingunni þess efnis að annar hermannanna yrði tekinn af lífi ef ekki hefði verið farið að kröfum hennar klukkan níu í kvöld. Tveir Líbanir biðu bana og tveir særðust í átökum þegar ísraelar héldu áfram leit sinni að hermönn- unum í dag, að sögn Timurs Goks- el, talsmanns friðarsveita Samein- uðu þjóðanna í Líbanon. Mennirnir voru skotnir þegar skæruliðar hófu skothríð á ísraelska hermenn, sem svöruðu með skriðdrekaskotum. Hafa nú sjö manns látið lífið frá þvi að ísraelar sendu hersveitir sín- ar inn í suðurhluta Líbanon til að hafa uppi á hermönnunum, sem var rænt. Goksel sagði að þetta væru einu átökin, sem tilkynnt hefðu verið til friðarsveitanna. Múhameðstrúarmenn héldu því fram fyrr í dag að skæruliðar hefðu barist við Israela í nótt. Bæði ísra- elsmenn og Goksel hafa neitað þessu, en Goksel hefur varað við því að til harðra átaka og blóðsút- hellinga gæti komið ef leit verður haldið áfram. Þremur spánskum sendiráðs- starfsmönnum, sem rænt var í vesturhluta Beirút 17. janúar, var í dag sleppt úr haldi ómeiddum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.