Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 ,,, Rannsóknin á vitnisburði kanslarans í Vestur-Þýskalandi: Kohl á rétt á skjótri og nákvæmri málsrannsókn — segir talsmaður hans Bonn, 19. februar. AP. „Ásakanirnar eru ógrundaðar og til þess gerðar að varpa skugga á stjórnmálaferil Helm- uts Kohl, ellefu mánuðum fyrir kosningar," sagði yfirmaður starfsliðs kanslaraembættisins í Savimbi veitt leynileg aðstoð Washington, 19. febrúar. AP. CHESTER A. Crocker, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna , skýrði utanríkisnefnd öldungadeildarínnar frá því að stjórn Ronalds Reagan, Banda- ríkjaforseta, hefði ákveðið að aðstoða skæruliða Jonas Sav- imhi, UNITA, leynilega aðstoð í baráttu þeirra við her marxista- st jórnar i nnar í Angóla. Crocker kvað ákvörðun um að- stoð hafa verið tekna en verið væri að vinna að því hvernig aðstoðin yrði útfærð og henni komið til skila. Hann kvaðst ekki getáð tjáð sig um einstök atriði aðstoðarinnar, en aðspurður sagði hann stjórnina m.a. hafa áhuga á að senda UNITA loftvarnarvopn og vopn, sem ætlað er að granda skriðdrekum. Embættismenn segja að aðstoðin muni nema allt að 15 milljónum Bandaríkjadollara, eða röskra 600 milljónir íslenzkra króna. Savimbi tjáði fréttamönnum í höfuðstöðvum sínum í Jamba í Angóla á sunnudag að hann hefði fengið „tryggingu" fyrir hernaðaraðstoð. íhaldsmenn Bandaríkjaþingi hafa barizt fyrir því að Savimbi, sem þeir líta á sem frelsisbaráttumann, verði veitt hernaðaraðstoð. í þinginu eru jafn- framt menn, sem andsnúnir eru aðstoðinni og telja þeir að hún verði einungis til að herða Sovétmenn og Kúbumenn í þess að viðhalda áhrif- um sínum í Angóla. Sovézkir og kúbanskir hermenn hafa veitt her Heræfingarnar undan ströndum Líbýu: Tvær æf ingar fyr- irhugaðar í mars Washington, 19. febrúar. AP. BANDARÍKJAMENN ihuga frekarí heræfingar yfir Sidra flóa undan ströndum Líbýu tvisv- ar í næsta mánuði að sögn heim- ilda í bandaríska hermálaráðu- neytinu. Æfingarnar verða í byrjun mánaðarins og svo aftur síðar í mánuðinum. í síðari æfingunni taka þátt að öllum líkindum þrjú flugmóðurskip. marxistastjórnarinnar lið í barátt- unni við UNITA. Vestur-Þýskalandi, Wolfgang Scháble, er hann ræddi við fréttamenn um rannsókn ríkis- saksóknara í Koblenz á stað- hæfingum þess efnis að Kohl hafi boríð ljúgvitni fyrír tveimur nefndum sem rannsökuðu Flick mútuhneykslið. Scháble sagði að Kohl ætti kröfu á skjótri og nákvæmri málsrann- sókn. Ásakanirnar á hendur Kohl, koma frá Otto Schily, eins forystu- manns græningja í Þýskalandi. Hann segir að Kohl hafí logið að rannsóknarnefndunum um það að hann hefði ekki haft vitneskju um greiðslur Flick í kosningasjóði Kristilega demókrataflokksins (CDU). Ef rannsókn ríkissaksókn- Helmut Kohl, kanslari. ara leiðir til opinberrar ákæru, er gert ráð fyrir að hann neyðist til þess að segja af sér og ef hann verður sakfelldur, á hann yfir höfði sér frá þriggja mánaða og upp í fimm ára fangelsi. 77 þúsund Golf-bílar innkallaðir Detroit, 19. febrúar. AP. - VOLKSWAGEN-fyrirtækið í Bandarikjunum afturkallaði í dag 77 þúsund Golf-bifreiðar vegna galla í eldsneytiskerfi bifreiðanna. Bifreiðarnar eru af árgerðunum 1985 og 1986 og var ákveðið að afturkalla þær allar þar sem fundist hefur galli í eldsneytiskerfi nokk- urra bifreiða af þessum árgerðum. Talsmaður Volgswagen segir gall- ann geta leitt til eldsneytisleka og íkveikjuhættu. Bifreiðarnar voru settar saman í verksmiðjum fyrirtækisins í West- moreland í Pennsylvaníu. Eigendum þeirra hefur verið boðin ókeypis viðgerð, sem felur í sér að skipt verður um eldsneytiskerfi biðfreið- anna. Shcharansky í viðtali við AP: Rifjar upp erfið augna- blik úr fangavistinni Jerúsalem, 19. febrúar. AP. SOVESKI andófsmaðurínn Anatoli Shcharansky segist ætla að fara í felur í dag og taka sér eins mánaðar Ieyf i með eiginkonu sinni - „og sárum minningum frá níu ára fanga- vist i Sovét ríkjiinum". Shcharansky, sem leystur var úr haldi í fangaskiptum austurs og vesturs fyrir viku, ræddi við fréttamann AP-fréttastofunnar í Jerúsalem og rifjaði upp erfíðustu augnablik prísundarinnar og margendurtekinna hungurverk- falla. „Það er litið á það sem mjög alvarlegt agabrot í sovéskum fangelsum að neita að matast," sagði hann. „Þess vegna er slíkum föngum umsvifalaust varpað í kaldan einangrunarklefa, þar sem ljós logar í aðeins átta klukku- stundir dag hvern og fjalagólfið er eina hvflan. Shcharansky lýsti áhrifunum af því að vera neyddur til að nærast. Fangaverðirnir tóku hann til bæna eftir 25 daga hungur- verkfall; í það sinn stóðu mótmæli hans í 110 daga. í fyrstu mötuðu þeir hann annan hvern dag, síðan þriðja hvern. „En þá er sljóleikinn líka orðinn algjör," sagði hann. „Verðirnir halda manni heljartökum, opna á manni munninn með þar til gerð- um tólum og stinga slöngu alla Shcharansky-hjónin f ísrael ásamt Peres forsætisráðherra og Shamir utanrí kisráðherra. leið niður í maga. Gegnum hana hella þeir svo vökvafæði," sagði Shcharansky. „Þetta er gífurlegt álag fyrir magann. Hjartslátturinn er svo veikur fyrir, að maður skynjar hann naumast," sagði hann, „en nauðungarmötunin ærir hjartað bókstaflega, og hjartslátturinn rýkur upp í 250 til 300 slög á mínútu. A þessu gengur í nokkrar klukkustundir. Svo fer maður að finna til léttis og skynjunin skýrist um stundarsakir - þangað til fer að draga af manni á nýjan leik. í annað og þriðja skiptið er maður svo til rænulaus," sagði Shcharan- sky. Hann kvaðst hafa hætt langa hungurverkfallinu, þegar yfirvöld féllust á, að hann mætti aftur skrifa fjölskyldu sinni bréf og taka við bréfum. Þó sagðist hann hafa farið í hungurverkfall nokkrum sinnum, allt upp í 10 daga í senn. Hann segist eiga vestrænum fjöimiðlum mikið að þakka fyrir að halda málstað hans á loft allan þennan tíma. Hann slær á Iéttari strengi, þegar hann segir kankvís- lega: „Og síðan ég kom til Israels, hef ég verið sjálfviljugur fangi fjölmiðlanna. En þeim kafla lýkur í dag. A morgun hverf ég sjónum manna og fer í mánaðar leyfi." Shcharansky dreymir um að byggja UPP fjölskyldulíf með eig- inkonu sinni, sem hann varð að sjá af fyrir 12 árum, er Avital fluttist til ísraels daginn eftir brúðkaup þeirra. Hann sagði, að þau ætluðu að sameina reynslu sína í áframhaldandi baráttu fyrir réttindum sovéskra gyðinga til að flytjast úr landi. En hann taldi, að það yrði samt ekki aðalstarf. „Líklega reyni ég að snúa mér að mínu sviði, stærðfræði og tölvufræði, ef mér býðst það," sagði hann. Ekki kvaðst hann hafa löngun til að blanda sér í „martröð" ísra- elskra stjórnmála. Fréttir í ísrael hafa hermt, að nokkra ísraelsku stjórnmálaflokkanna fýsi mjög að fá Shcharansky í sínar raðir. „Það eru svo margir flokkar hérna, og svo margir hópar, og þeir koma og fara eins og hendi sér veifað, svo að maður verður áreiðanlega að leggja hart að sér, ef maður ætlar að botna eitthvað í þessu," sagði Shcharansky að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.