Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 7
38eia>.05?aa'? osauoAauTMi hudhom MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20: FEBRÚAR1986 7 „Fráleitt hvað okkur varðar" - segir Davíð Scheving Thorsteinsson „ÞETTA er fráleitt hvað okkur varðar. I Svala og Trópí notu'm við eingöngu hreinan appeisínusafa frá Flórída sem framleiddur er undir stöðugu eftirliti bandaríska landbúnaðarráðuneytisins," sagði Davíð Scheving Thorseinsson forsíjóri Sólar hf., þegar leitað var álits hans á þeim ummælum Margrétar Guðmundsdóttur á bænda- fundi í Njálsbúð að sumir svaladrykkir væru blandaðir vökva sem pressaður væri úr appelsínuberki, sem sprautaður hefði verið með eiturefnum erlendis. Davíð sagði að mjög strangt eftirlit væri með framleiðslu ávaxtasafans sem Sól hf. keypti og kæmu eftirlitsmenn reglulega hing- að til lands til að fylgjast með að hráefnið væri notað á réttan hátt í framleiðslunni hér. „AUt hjal um að notaður sé vökvi sem pressaður er úr appelsínuberki er marklaust rugl," sagði Davíð. Hann sagði að appelsínubörkurinn væri þurrkaður og notaður í fóðurbæti og gæti því helst borist til landsins á þann hátt. Morgunblaðið/Ami Sæberg Á myndinni eru þeir sem hlutu heiðurslaun Brunabótafélags íslands í ár ásamt stjórnarinönnuni og forstjórum BÍ. Styrkþegarnir eru í fremri röð, frá vinstri að telja: Óli Valur Hansson skógræktannað- ur, Hrólfur Jónsson varaslökkviliðssrjóri í Reykjavik, Lára G. Oddsdóttir, fulltrúi á ísafirði, Sigríður Asgeirsdóttir myndlistarmaður, Karl Þorsteins skákmaður og Helgi ívarsson slökkviliðsstjóri í Hafnar- firði. I aftari röð eru stjórnarmenn og forstjórar BÍ. Frá vinstri: Hilmar Pálsson aðstoðarforstjóri, Friðjón Þórðarson og Guðmundur Oddsson stjórnarmenn, Ingi R. Helgason forstjóri, Stefán Reykjalín stjórnarformaður, Andrés Valdimarsson srjórnarmaður og Þórður H. Jónsson aðstoðarforstjóri. Brunabótafélag íslands veitir sex einstaklingum heiðurslaun SEX manns hlutu heiðursverð- huin Brunabótaf élags íslands, sem stjórn félagsins veitti i sjötta sinn i gærdag. Launin eru veitt einstaklingum sem á eigin vegum vinna að verkefnum, „sem til hags og heilla horfa fyrir ís- lenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vísinda, menning- ar, íþrótta eða atvinnulífs," eins og segir í reglum BÍ um starf s- launin. Að sögn Inga R. Helga- sonar forstjóra BI samsvarar heildarupphæð heiðurslaunanna árstekjum yfirkennara við menntaskóla, og er þeirri upp- hæð iðulega skipt á milli nokk- urra einstaklinga. Heiðurslaunin „Ekki hægt að stilla þessu þannig upp" - segir Þorsteinn Pálsson um andstöðu Matth- íasar Bjarnasonar við frelsi í olíuviðskiptum „MÉR finnst ekki ástæða til að stilla þessu máli þannig upp að annað hvort séum við í viðskiptum við Sovétríkin eða ekki," sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann var spurður að þvi hvort túlka mætti andstöðu Matthíasar Bjaraasonar við frelsi í olíuviðskiptum sem stefnu Sjálfstæðisflokksins. Matthías rökstuddi þessa afstöðu sína með því að vísa til fiskútflutnings íslendinga til Sovétríkjanna. Þorsteinn sagði einnig: „Mér finnst það alveg koma til álita að minnsta kosti fyrst í stað, verði frelsi í innflutningi olíuvara aukið, og að slíkur innflutningur yrði háð- ur ákveðnum kvöðum. Til dæmis mætti áskilja það að innflutningsað- ilar keyptu olíu frá tilteknum aðil- um, til dæmis Sovétríkjunum, í ákveðnum hlutföllum við það sem þeir flytja inn með frjálsum hætti. Þó að færa megi rök að þvi að viðskiptin við Sovétríkin séu pólitísk viðskipti af þeirra hálfu getum við vel haft viðskiptalegra hagsmuna að gæta þar. Sú leið sem ég nefni hér tel ég að geti verið skref í þá veru að auka frelsi í þessum við- skiptum en gæta þó viðskiptahags- muna okkar í Sovétríkjunum." voru fyrst veitt árið 1982 í tilefni af65áraafmæUBÍ. AIls sóttu tæplega 50 manns um starfslaun BÍ í ár, en eftirfarandi sex einstaklingar urðu fyrir valinu: Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði og Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík, hlutu saman heiðurslaun í 3 mánuði í því skyni að auðvelda þeim að afla sér þekkingar í brunavörnum í Fire Service College í Bretlandi. Karl Þorsteins, alþjóðlegur skákmeistari, hlaut heiðurslaun í 2 mánuði í því skyni að auðvelda honum að afla sér stórmeistaratitils með þátttöku í sterkum alþjóðlegum skákmótum. Lára G. Oddsdóttir, fulltrúi á ísafirði, hlaut heiðurslaun í 3 mán- uði í því skyni að auðvelda henni að kynna sér erlendis fræðslu í umhverfismálum og náttúruvernd til að efla hana hérlendis. Óli Valur Hansson, skógræktar- maður, hlaut heiðurslaun í 2 mánuði í því skyni að auðvelda honum að skila afrakstri fræ- og plöntusöfn- unar hans í Alaska, sumarið 1985, í hendur þeirra sem starfa að gróð- urrannsóknum og skógrækt á ís- landi. Sigríður Asgeirsdóttir, mynd- listarmaður, hlaut heiðurslaun í 2 mánuði til að auðvelda henni að gera steind glerverk til sýningar á Edinborgarhátíðinni 1986., Fegurðardrottning Íslandsl986 Fegurðardrottning Reykjavíkurl986 verða krýndar í Broadway um miðjan maí nk. Þátttakendur: Allar ábendingar um þátttakendur eru vel þegnar. Stúlkurnar þurfa aó vera á aldrinum 18—25 ára. Allar ábendingar þurfa að berast sem fyrst til undirritaðrar. Stuðningsaðilar: Þau fyrirtæki sem óska eftir að styðja keppnina og þátttakendur með einum eða öðrum hætti, eru beðin að senda tillögur sínar til skrifstofu Broad- way. Forkeppnin: Þeir aðilar úti á landi sem óska eftir að halda keppnir í sínum byggðarlögum geta nú gert það í samvinnu við Broadway. Allar nánari upplýsingar um framangreind atriði : gefur Jana Geirsdóttir, framkvæmdastjóri keppn- { « innar, á skrifstofu Broad way, Skipholti 35, sími 68-73-70. Frí • 86 - Utsýn Beint leiguflug á eftir- sótta sólarstaði. Ódýrt áætlunarflug með sér- samningum við flugfélög- in. Spánn - Costa del Sol. Portúgal - Algarve. ítalia - Lignano - Bibione. Gardavatn - Abano Terme. Enska Rivieran + London. Þýskaland - Mosel- Bayern. Franska Rivieran - Corsica. Grikkland - Krit - Korfu. Mallorca — Ibiza. Flug + bíll um alla Evrópu. Siglingar. Heimsreisur. Aukinn kaupmáttur í ferðalögum Sparið upp í farið í Frí-klúbbsferð. Verðlækkun í mörgum ferðum frá fyrra ári. Fyrir sömu upphæð kemstu lengra og býrð betur í Útsýnarferð. Takið ekki ákvörðun um sumarleyfið án þess að hafa okkur með í ráðum. Kynnið ykkur fjölbreytn- ina í 48 bls. sumaráætlun Útsýnar. Munið sjónvarpsgetraun Útsýnar, sem hefst á sunnudaginn. ókeypis sumarleyf isf erð ^i c með Útsýn fyrir alla fjölskylduna! ii» :A FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN HF. AUSTURSTRÆTI17. SÍMI26611.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.