Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 52
J ómissandi tYgtmdafrife B ni MGLEGRA NOTA FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Starfsemi Sjall- ans í rannsókn r STARFSEMI skemmtistaðar- ins Sjallans á Akureyri er nú Kannabis- neysla 3-500 kg áári NEYSLA ólöglegra vímu- efna hefur aukist á undan- förnum árum, einkum þó neysla kannabisefna og anif etamíns og er áætlað að kannabisneysla íslendinga sé 3-500 kílóáári. Þetta koma m.a. fram á fundi með forsvarsmönnum SÁÁ en hlutfall neytenda þessara efna eykst stöðugt af heildarfjölda þeirra sem fara í meðferð á vegum samtak- anna. Á liðnu ári komu 314 kannabisneytendur í meðferð að Vogi, en talið er að þeir hafi neytt rúmlega 100 kílóa af kannabis á ári. Ætla má að heildarneysla þessara efna sé mun hærri. SÁÁ-menn áætla að kannabisneysla Is- lendinga sé 3—500 kíló á ári. í rannsókn hjá rannsóknarlög- regluuni og bæjarfógetaemb- ættínu í bænum, en grunur leikur á að um meint fjármála- misferli sé að ræða í rekstri skemmtistaðarins. Nokkrir aðilar hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og í gær var enn eftir að yfirheyra menn ummálið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hófst rannsókn síðastliðinn þriðjudag. Rann- sóknarlögreglan og fulltrúi bæj- arfógeta vörðust allra frétta í gær, en sögðu að fjölmargir lausir endar væru enn á málinu sem rannsaka þyrfti. Yfirvöld á Akureyri hafa um nokkurt skeið fylgst með málefnum Sjallans. Svona á aðfara að, drengir! Morgunblaðið/Bjami Eiríkur Sigurgeirsson sjóvinnukennari sýnir Brodda Reyr Haukssyni (í miðið) og Sigurði Reyni Jónssyni, nemendum í 9. bekk Laugalækj- arskóla, hvernig á að flaka með tilþrifum, um borð í Mimi RE 3. Þrjár rikisstof nanir, Fiskifélag íslands, Hafrannsóknastofnun og Líffræðistofn- un Háskóla íslands, hafa sameinast um kaup og notkun á þessum 15 tonna bátí til rannsókna á grunnsævi og kennslu í sjóvinnu. Áhugasamir grunnskólanemendur með sjóvinnu sem valgrein hafa komist á sjóinn í þorrablíðunni og notíð tilsagnar við handtökin. Kjarasamningar ASI og vinnuveitenda í augsýn? UM MIÐNÆTTI í nótt töldu samningamenn ASÍ og samtaka atvinnu- rekenda ekki ólíklegt, að í morgunsárið myndi vera ljóst hvort samningar tækjust. Þeir gerðu ráð fyrir að geta gengið á fund rikis- stjórnarinnar í dag og kynnt henni samkomulagsdrög sín — sem væntanlega eru háð ýmsum aðgerðum af hálfu rikisvaldsins. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði í gærkvöldi tekist sam- komulag um tillögur um frekari skattalækkanir en ríkisstjórnin hafði áformað, sem og lækkanir á ýmsum gjaldskrám og vöruflokk- Ágreiningur var enn um kauptrygg- ingarákvæði en ýmsar leiðir til umfjöllunar og talið líklegt að hringurinn væri að þrengjast. Þá er og gert ráð fyrir að vextir lækki verulega — um 10% eða meira — Útf ör Gunnlaugs Halldórs- sonar arkitekts á morgun ÚTFÖR Gunnlaugs Halldórsson- ar arkitekts, sem lést 13. febrúar sl., verður gerð frá Bessastaða- kirkju á morgun, föstudaginn 21. febrúar. Gunnlaugur Halldórsson fæddist 6. ágúst 1909 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Halldór Gunn- laugsson héraðslæknir þar og kona hans Anna S. Gunnlaugsson. Gunn- "**• laugur lauk námi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1925 og hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík sama ár. Hann lauk prófi í húsa- gerðariist frá Det. kgl. Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmanna- höfn 9. maí 1933 og hóf þá rekstur teiknistofu í Reykjavík. Gunnlaugur var formaður arki- tektafélaga 1938-1941, 1947— 1950 og 1958-1961, stjórnarfor- maður Byggingarþjónustu arki- tekta 1959-1971 og formaður stjórnar Byggingarþjónustunnar _ „^1979. Hann var i svæðaskipulag=- nefnd höfuðborgarsvæðis og bygg- ingarfulltrúi Bessastaðahrepps. Gunnlaugi var veittur heiðurs- peningur til minningar um Svein Björnsson forseta 27. febrúar 1953 og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 1. janúar 1962. Hann var heiðursfélagi í Arkitektafélagi -^•íslands og SÍBS. Gunnlaugur tekt. Halldórsson arki- Gunnlaugur gerði uppdrætti m.a. af byggingum SÍBS að Reykjalundi, Búnaðarbankahúsinu við Austur- stræti, endurbyggingu Bessastaða, Amtbókasafninu á Akureyri, Búr- fellsvirkjun og af Háskólabíói með Guðmundi Kr. Kristinssyni. Gunnlaugur var kvæntur Guðnýju Þorbjörgu Klemensdóttur. á næstu vikum, jafnvel frá 1. mars næstkomandi. Hugmyndin var að vextir þyrftu ekki endilega að lækka í kjölfar minnkandi verð- bólgu heldur væri hægt að hafa „ákveðið frumkvæði í því efni," eins og einn samningamanna orðaði það. Ákvarðanir um vexti eru háðar samþykki ríkisstjórnar að fengnum tillðgum Seðlabankans. Ekki hafði verið gengið endan- lega frá beinum kauphækkunum en líklegt þótti, að í stað 2% kaup- hækkunar 1. september yrðu frek- ari aldursflokkahækkanir notaðar til sambærilegrar launahækkunar. Miðað er við að kaupmáttur fyrra árs haldist óbreyttur á þessu ári og jafnvel að þeir, sem ekki nutu launaskriðs 1985, hækki meira. Talið er að bein launahækkun gæti orðið um 8% á árinu en það mun ráðast af hvernig niðurfærsla verð- lags reiknast Margt var enn ófrágengið í gærkvðldi og útlit fyrir að fundir stæðu fram á morgun. Talið var að samkomulagsdrögum undir- nefndar um húsnæðismál yrði breytt verulega en þó að um raun- verulega skipulagsbreytingu yrði að ræða á húsnæðislánakerfinu með þátttöku lífeyrissjóða. Líkleg hug- mynd var sú, að félagsmenn þeirra sjóða, sem verðu t.d. 25% eða minna af umframfé sínu til kaupa á ríkis- skuldabréfum fengju lægst hús- næðislán en svo stighækkuðu lánin eftir því sem skuldabréfakaup sjóð- anna væru meiri. í þessu sambandi benti einn samningamanna verka- lýðshreyfingarinnar á, að einstakir, sterkir lífeyrissjóðir keyptu alls engin ríkisskuldabréf. Félagar í þessum sjóðum fengju þó full hús- næðislán eins og aðrir. „Þetta gerist á sama tíma og t.d. Lífeyrissjóður sjómanna ver 76% af umframtekj- um sínum til skuldabréfakaupa og fjármagnar húsnæðislánakerfið allt að fjórðungi," sagði hann. „Ut úr þessu munu koma verulegar úr- bætur fyrir þá sem eru að koma sér upp húsnæði og það verður forgangsmái að hjálpa því fólki, sem er í raunverulegum erfiðleikum og að missa eignir sínar." Þá voru og í fæðingu nýjar hugmyndir um greiðslur í veikinda- og __ slysatilfellum. Samningamenn ASÍ höfðu komist að þeirri niður- stöðu, að tillögur VSI og VMS í þeim efnum kæmu í flestum tilvik- um „miklu verr út" en gildandi ákvæði og var því talið líklegt í þeirra hópi að nýjar hugmyndir yrðu ofan á. Reiknimeistarar samningsaðila höfðu ekki endanlega reiknað hver væri líklegur kostnaður ríkissjóðs af hliðarráðstöfunum en talið var að það gæti orðið rúmlega miujarð- ur króna. Allt að helmingur þess fjármagns fengist með auknum skuldabréfakaupum lífeyrissjóð- anna. Arnarflug: Eigínfjárstaða neikvæð um 160 milljónir króna ARNARFLUG HF. var rekið með um 48 milljón króna tapi á síðasta ári. Eiginfjárstaða félagsíns í lok ársins er talin hafa verið neikvæð um 160 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsyfírliti er greiðslustaða Arnarflugs afar erfið og eru skammtímaskuldir um 200 milljónum króna hærri en veltufjármunir. I greinargerð endurskoðenda félags- ins um skýrslu stjórnar til hluthafafundar segir að Ijóst sé að ef ekki komí tíl sérstakra aðgerða gæti f élagið lent i greiðslustöðvun. Á fundi hluthafa næstkomandi þriðjudag liggur fyrir tillaga um að þrefalda hlutafé Arnarflugs. Það er hins vegar ljóst að hlutafjáraukn- ingin og sala Boeing-vélar nægja ekki til að rétta af neikvæða lausa- fjárstöðu félagsins. I rekstraráætlun Arnarflugs fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að tekjur félagsins verði ríflega einn milljarður króna. Reiknað er með hagnaði upp á 47 milljónir króna. Samkvæmt greinargerð stjórnar Arnarflugs standa yfir könnunar- viðræður við stærstu lánardrottna félagsins. Þessar viðræður hafa borið þann árangur að um það bil 65 milljón króna viðskiptaskuldir verða greiddar eftir 1. janúar 1987, í flestum tilfellum án vaxta. Agnar Friðriksson sagði að stærsti lánar- drottinn félagsins væri Air Lingus á írlandi, sem hefur meðal annars annast viðhald á Boeing 707- vélinni. Gert er ráð fyrir að greiðsla nýs hlutafjár verði með fjórum jöfnum greiðslum fyrst 1. maí 1986, og síðan sama mánaðardag árin 1987-89. Sjá nánar bls. B2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.