Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR20. FEBRÚAR1986 41 Fiskifélag í slands 7 5 ára eftirAsgeir Jakobsson Sú er venja þeirra sem vel eru að sér í fyrri tíma sögu þjóðarinnar, að nefna síra Þorkel Bjarnason, prest á Reynivöllum í Kjós, uppi 1839—92, fyrstan til sögunnar þegar rakið er hvenær fyrst sé ritað um hugmyndina um íslenzkt félag í fiskveiðum og útgerð, sem hafi landið allt að umdæmi. Síra Þorkell birti ritgerð sína í Tímariti hins íslenzka bókmennta- félags 1883 og þar er að finna mótaða sömu hugsun og í 2. grein Fiskifélagslaganna síðar, en sú grein hljóðar svo: „Tilgangur fé- lagsins er að styðja og efla allt það er verða megi til framfara og umbóta í fískveiðum íslendinga í sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðsamastar þeim, er hafa atvinnu af þeim og landinu í heild sinni." Þegar síra Þorkell skrifar grein sína er enginn grundvöllur fyrir landssamtök við sjávarsíðuna, sem gætu orðið virk til átaka. Sjávar- plássin voru þá enn að verulegu leyti verstöðvar, fátt fólk þar með fasta búsetu. Árabátaútvegurinn var algerlega í viðjum landbúnaðar fram á 19du öld að nokkuð tók að rakna úr um það, að útvegsbændastétt myndað- ist; bændur á sjávarjörðum tóku að stunda fískveiðarnar árið um kring — og þá varð í sama mund að einstaka menn fóru að gera út skút- ur. En menn eins og Bjarni Síyert- sen, Guðmundur Scheving og Ólaf- ur Thorlacius voru hins vegar ekk- ert upp á það komnir að sameinast í landsfélagi, þeir voru sjálfum sér nógir, verzluðu beint við útlönd og voru fjárhagslega sjálfstæðir. : Kútteraútgerðin, sem hófst 1896—7, þróaðist einnig í stórút- gerðir. Ásgeirsverzlun, Pétur Thor- steinsson, Geir Zoega og dönsku útgerðarverzlanirnar höfðu enga þörf fyrir samtök, fyrr en sjómenn tóku að gera múður í kjaramálum. Þá var stofnað Útgerðarmannafé- lagið við Faxaflóa 1894 og þess hlutskipti var að berjast við Olduna (1893) ogBárufélagið (1894). Um aldamótin voru enn 2092 árabátar fyrir landi með um 70% fiskaflans. Þilskip (kútterar og jagtir) voru þá orðin 130—40 og rekin að mestum hluta af stórút- gerðarfyrirtækjum. Meðan svo háttaði um útgerðina, að bændur og stórfyrirtæki ráku hana, var ekki grundvöllur fyrir landsfélag um fiskveiðar og útgerð og ekki við öðru að búast en hugmynd sira Þorkels lægi í láginni. En nú fóru breytingatímar í hönd með heimastjórn 1904. Vélbátaút- vegurinn var að ryðja sér til rúms, vélbátar orðnir um 70 talsins 1905 og sá útvegur var bæði laus undan landbúnaðinum og í eigu smáút- gerðarmanna um allt land, sem höfðu þörf fyrir að sjávarútvegur væri sá atvinnuvegur, sem þjóðin yrði að byggja á, ef um framfarir væri að ræða í landsháttum, hann væri þjóðinni arðbærari en land- búnaðurinn til öflunar kaupeyris. Það má segja að þetta sjónarmið þingmanna kæmi fyrst ákveðið fram í umræðunum um Fiskveiða- sjóðsfrumvarpið 1905. í október 1904 var Matthías Þórðarson frá Móum gerður út af stjórninni í leiðangur til Noregs að kynna sér fiskveiða- og útgerðar- mál þar í landi. Matthías var fjóra mánuði í þess- um leiðangri og kom heim í febrúar og skilaði stjórninni skýrslu sinni og fór síðan um borð í danska varðskipið Heklu, sem þá var komið hingað til landhelgisgæzlu, en Matthías var leiðsögumaður um borð í sjómælinga- og varðskipun- um dönsku á árunum 1899—1908. Þennan vetur, 1905, var G. Schack, sem harðastur hefur verið varðskipsforingja, enda hafði hann úr nógu að moða, yfirforingi á Heklu. Tók hann 25 togara það hálfa ár sem hann var hér. Varla er að efa að Matthías leiðsögumað- ur hans, nýkominn úr Noregi með skýrslu um miklar styrkveitingar Norðmanna við sinn útveg, bæði öflugt sjóðakerfi og landsfélög (svo sem Selskabet for de norske Fisk- eriers Fremme) hefur rakið það fyrir yfirforingja sínum hver væri gangur sjávarútvegsmála í Noregi og því má ætla að kynni Schacks af Matthíasi hafi nokkru ráðið um áhuga hins fyrrnefnda um eflingu sjávarútvegs Islendinga, þegar þess er gætt að Schack var velviljaður íslendingum og hafði mikil kynni af því í starfi sínu hvílíkt fornaldar- snið var enn á fískveiðum hérlendis. Matthías segir það berum orðum í endurminningum sínum, að hann hafi lagt að Schack að beita áhrifum sínum við ráðamenn til eflingar íslands Falck, og hann er ekki minni áhugamaður um framfarir í íslenzk- um sjávarútvegi en Schack áður og skrifar um það skýrslur til stjórnar- innar 1907 og 1908, að það verði að efla sjávarútveg íslendinga og eitt af því, sem þá sé nauðsynleg- ast, sé að stofna félagsskap, sem nái til alls landsins, og auka þannig samvinnu og samhjálp fískimanna og útgerðarmanna sjálfra til efling- ar þessum atvinnuvegi. Þá er næst að Tryggyi Gunnars- son gengur i málið. Þessi kempa, sem alls staðar var fyrst á vettvang í málum, sem horfðu til framfara, hafði látið sér hægt. Hann var íhaldssamur í útgerðarmálunum um þessar mundir, Landsbankinn hafði lánað fé í kútteraútgerðina og Tryggvi vildi að menn borguðu kútterana áður en þeir færu að stofna sér í skuldir við kaup á togurum og vélbátum. En þegar komið var fram á 1908 var kúttera- útgerðin farin að dala, skipin, sem keypt höfðu verið gömul flest, Stjórnmálamennirnir áttuðu sig á því að það voru ekki lengur stórút- gerðarfélög, sem í hlut áttu, heldur fjölmennur hópur kjósenda, vél- bátar orðnir um 300 í landinu og eigendur þeirra, þó ekki væru stórir í útgerð, voru margir áhrifamenn í sínum byggðarlögum og það var betra að hafa þá suma heldur með sér en á móti. Þingmenn Reykvíkinga, dr. Jón Þorkelsson og Magnús Th.S. Blönd- al, beittu sér fyrir nefndarstofnun og sú nefnd síðan fyrir fundi þann 7. janúar 1911, sem átti að verða stofnfundur Fiskifélagsins, en lenti í þrætum og stofnfundurinn var ekki haldinn fyrr en 20. febrúar 1911. Samþykkt voru lög fyrir félagið, að mestu samhljóða þeim lögum sem Bjarni Sæmundsson hafði tekið saman, en einnig höfð hliðsjón af lögum Búnaðarfélags fslands. Síra Jens Pálsson, prófastur í Görðum, gaf félaginu hið ágæta nafn Fiski- félag íslands og það var Tryggvi Þorkell Bjarnason sjávarútvegi, þar sem hann vissi Schack mikinn áhrifamann, bæði harðan málafylgjumann og í'miklu afhaldi hjá landsmönnum vegna afreka sinna í landhelgisvörslunni. Og Schack átti greiðan aðgang að ráðamönnum. Það hefur verið eignað Schack, að hafa fyrstur manna, næstur Þorkeli presti, vakið máls á stofnun landsfélags í fískveiði- og útgerðar- málum hérlendis og um Ieið til myndunar sjóðs til styrktar sjávar- útveginum —en það verður fyllilega að gera ráð fyrir að Matthías Þórð- arson frá Móum hafi komið þar við sögu. Svo vildi til sumarið 1915 að varðskipið Hekla flutti þingmenn austan af Seyðisfírði til Alþingis, sem sett var 1. júlí þetta sumar og einn þessara þingmanna var Valtýr Guðmundsson, þá trúlega nýkom- inn upp frá Kaupmannahöfn til Seyðisfjarðar. Það getur varla talizt út í bláinn gert að tengja hinn harða áróður Schacks skipherra, því að Valtýr Guðmundsson flutti á þessu þingi (1905) Fiskveiðasjóðsfrum- varpið, sem jafnan er talið einn af merkari atburðum útgerðarsögu okkar á fyrsta áratug aldarinnar. I þessu frumvarpi Valtýs til stofnun- ar sjóðs fyrir sjávarútveginn er í 4ðu grein gert ráð fýrir stofnun Iandsfélags í fískveiðum og útgerð. Fiskveiðasjóðsfrumvarpið er fyrsta viðurkenning Alþingis og stjórn- valda á því að líta beri á sjávarút- veginn, sem sjálfstæðan atvinnu- veg, og hann sé jafnframt orðinn þjóðinni arðbærari en landbúnaður- inn — og 4ða greinin skjalfestir hugmyndina um stofnun félags eins og Fiskifélags íslands. Næst gerist það markverðast í undirbúningi að stofnun Fiskifé- lagsins, að það kemur annar yfirfor- ingi til sögunnar, H. Amundsen á Fyrsti f orsetinn, Hannes Hafliða- Þorsteinn Gíslason fiskimála- son. stjóri. Bærínn Höfn, sem Fiskif élagið keypti og reisti þar hús sitt, á gatna- mótum Ingólfsstrætis og Skúlagötu. þurftu orðið mikið viðhald og þetta voru slysfaraskip orðin. Tryggvi hefur þá séð að nú myndi lag að ganga til liðs við vélbátaútveginn, því að hann var greinilega framtíð- arútgerðin og sá útvegur þurfti hjálpar við. Snemma árs 1908 gekkst Tryggvi fyrir fundi með nokkrum skipstjórum til undirbúnings stofn- unar landsfélags um fískveiði- og útgerðarmál. Þessi fundur leiddi til þess, að Bjarni Sæmundss'on, sem ásamt Tryggva bar hæst í foryztu- sveit áhugamanna í sjávarútvegs- málum á þessum árum, tók saman lög slíks félags sniðin eftir lögum norska fískifélagsins. En nú verður aftur uppstytta fram á haust 1910. Sjálfstæðis- flokkurinn fyrri, sem þá var stjórn- arflokkurinn, tók Fiskifélagsmálið upp á arma sína, og menn úr Heimastjórnarflokknum gengu til liðs við þá og þá gekk áfram skútan. Gunnarsson, sem bjargaði því að það var ekki skýrt „Félag til efling- ar íslenzkum fiskveiðum", eins og til stóð á fundinum 7. janúar. Hannes Hafliðason skipstjóri var kosinn fyrsti forseti Fiskifélagsins og með honum í fyrstu stjórninni voru Bjarni Sæmundsson og skip- stjórarnir Geir Sigurðsson og Magnús Magnússon (síðar útgerð- armaður). Það voru menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins, sem stóðu að stofnun Fiskifélags íslands, auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir til sögunn- ar, má nefna: Ólaf Ólafsson frí- kirkjuprest, Þórhall biskup Bjarna- son, Brynjólf Björnsson tannlækni, Þorieif Jónsson síðar póstmeistara, Árna Jóhannesson bankaritara, alþingismennina Magnús Kristjáns- son, Steingrím Jónsson, Pétur Jóns- son á Gautlöndum, Magnús Sig- urðsson lögfræðing, síðar Lands- bankastjóra og svo auðvitað fjöl- marga skipstjóra, sem of langt mál er hér upp að telja, og hafa líka þeir ötulustu verið nefndir hér að framan, sem stjórnarmenn. Fyrsta ár Fiskifélagsins var lítið aðhafst, enda hófst skútuúthaldið rétt sem félagið hafði verið stofnað í febrúar og stóð til hausts. Fyrsti stjórnarfundur eftir stofnfund var því ekki haldinn fyrr en 23. nóvem- ber og þá tekið til við undirbúning að stofnun deilda og Arnbjörn Ól- afsson útgerðarmaður og Þorsteinn Júlíus Sveinsson skipstjóri fóru af stað út um land þeirra erinda, og sent var ávarp bréflega til ýmissa manna í kaupstöðum. Þá var og hafinn undirbúningur að útgáfu Ægis á ný, en útgáfa ritsins hafði legið niðri frá því í júlí 1909; hóf Fiskifélagið hana á ný í janúar 1912 og ritstjóri var hinn sami og áður, Matthías Þórðarson stofnandi ritsins. Alþingi veitti strax 1911 Fiskifé- laginu 500 króna styrk til starfsemi sinnar, en þótt þátttaka væri frá upphafi mikil í starfi félagsins miðað við öldina, deildarfélagar 542 í árslok 1912, þá var sýnt að þetta félag gæti ekki staðið fjárhagslega undir rekstri sínum, ef það ætti að koma einhverju í verk sem gagn væri að. Meðlimagjald var 25 aurar í deildum út um land en 1 króna í aðaldeildinni, Reykjavíkurdeildinni, sem var hið raunverulega Fiskifélag íslands fyrstu árin, réð þar öllu, hafði sniðið svo lögin að meðlimir þeirrar deildar höfðu tífaldan at- kvæðisrétt á móti meðlimum í deild- unum utan Reykjavíkur á aðalfund- um Fiskifélagsins, sem haldnir voru það ár sem Fiskiþing var ekki hald- ið. Að baki hvers fulltrúa, sem deildirnar út um land sendu á aðal- fund, skyldu vera 10 menn í deild- unum, en hver félagi í Reykjavíkur- deildinni hafði aftur á móti eitt atkvæði á aðalfundi. Á Fiskiþingum, sem er yfírstjórn Fiskifélagsins, voru hlutföllin hag- stæðari deildunum úti um land, þær höfðu þar 8 fulltrúa, tveir úr hverj- um fjórðungi, en Reykjavíkurdeildin 4 fulltrúa. Ekki mátti samt breyta lögum Fiskiþings nema með sam- þykki alaðfundar. Allt er nú á annan veg og þetta hvort tveggja nú orðið. Mótorinn stofn- aði félagið Það er tvennt, sem sýnir, að það var vélbátaútgerðin, sem rak á eftir mönnum til stofnunar Fiskifélags- ins, að fyrsta verk Fiskifélags- manna var að taka upp baráttu fyrir ódýrari steinolíu, en vélbáta- flotinn brenndi steinolíu í þennan tíma og var salan hingað einokuð af dönsku olíufélagi. Varð þetta hörð barátta því að við öfluga var að eiga og félagið gerði það, sem það hefur aldrei gert síðar á sínum langa ferli, það hleypti sér í kaup- skap, keypti olíufarm til að þrýsta niður olíuverði og má segja að fyrstu tvö árin færu í þessa olíubar- áttu. Annað frumverk Fiskifélagsins, sem sýnir, að það var vélbátaút- gerðin, sem menn höfðu í huga við stofnun félagsins, var að ráða vél- fræðiráðunaut. Að vísu hafði Fiski- félagið einnig frumkvæði almennan erindrekstur til upplýsinga fyrir sjávarútveginn. Það sendi í árs- byrjun 1914 tvo erindreka út um land og var annar þeirra, Matthías Ólafssori, kaupmaður þá í Haukadal í Dýrafirði og síðar alþingismaður. Hann var þaulkunnugur útgerð og fískveiðum, en hinn var Ólafur Th. Ssveinsson frá Hvilft í Onundafirði, vélfræðingur að mennt, og skyldi hann kenna mönnum að fara með motorvélar, en þar kreppti skórinn fastast í hinum nýja útvegi, vél- bátaútgerðinni. Sama ár gerði Fiskifélagið út til ~T~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.