Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGUR 20: FEBRÚÁR1986 Eyjólf ur Konráð Jónsson: Lækka þarf bindi- skyldu í Seðlabanka EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S.-Nv) mælti í gær í efri deild Alþingis fyrir frumvarpi til laga um lækkun á bindiskyldu innlánsstofnana úr 18% í 10% af innstæðufé stofnunar. Eyjólfur taldi bundið fé í Seðlabanka hafa numið sjö milljörðum króna um sl. áramót og lækkun bindiskyldu í 10% myndi losa liðlega þrjá milljarða króna sem gengju til viðskiptabanka og sparisjóða og þannig útíþjóðlífið. Eyjólfur Konráð sagði efnislega að mikilvægustu fyrirtæki og fjöldi einstaklmga væru að glata eigum sínum þar sem ríkisvaldið hefði brugðizt þeirri frumskyldu, að sjá til þess að eðlilegt lánfjármagn væri til staðar á markaðinum. Tveim gagnstæðum stefnum hafa verið fylgt. Annarsvegar að hafa vexti frjálsa og peninga verð- tryggða, hinsvegar að hafa sparifé landsmanna fryst. Afleiðingin hafi orðið lækkandi markaðsverð fast- eigna og annarra fjármuna og fjöldi manna hafi misst eigur sínar þegar þær hafi ekki lengur verið veð- hæfar. Fjármunir hafi þannig sog- ast inn í ríkishítina, margháttaðan óarðbæran rekstur, brask og okur- lánastarfsemi. Þetta er heimatil- búin kreppa, sagði Eyjólfur, sem fyrst og fremst varð til á tímum genginna vinstri stjórna, einkum hinnar síðustu. Það gengur ekki upp, sagði Eyjólfur, að binda svo stóran hluta sparifjár landsmanna í Seðlabanka, en safna síðan er- NY ÞINGMAL Rannsókna- og til raunastöð fiskeldis Björn Dagbjartsson (S.-Ne) flytur tillögu til þingsályktunar, þessefnis, að landbúnaðarráð- herra skuli beita sér fyrir því að nýta nú þegar heimild í lögum um lax- og silungsveiði og standa fyrir myndun félagsskapar ríkis- ins og þeirra, er fiskeldi stunda, um rekstur rannsókna- og til- raunastöðvar. Fiskeldisstöðin í Kollafirði verði rekin af slíkum félagsskap sem tilraunastöð fyrir erfðafræðirannsóknir og kyn- bætur á eldisfiskum, til lífeðlis- fræðirannsókna, svo og til rann- sókna á fisksjúkdómum — og verði með aðstöðu til leiðbeiningar og fræðslu um varnir gegn fisk- sjúkdómum, fóðrun fiska og aðra þýðingarmikia þætti ferskvatns- og sjávareldis." Þjóðfundur um riýja stjórnarskrá Stefán Benediktsson og Kol- brún Jónsdóttir, þingmenn Bandalags jafnaðarmanna, end- urflytja frumvarp um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Samkvæmt frumvarpinu skal þjóðfundur skip- aður 60 fulltrúum, kosnum með jöfnum atkvæðisrétti allra lands- manna sem kosningarétt hafa. Fulltrúar skulu kosnir hlutfalls- kosningu í núverandi kjördæmum. Forsætisráðherra setji nánari reglur um kosningarnar, sem fram fari síðasta laugardag í ágúst 1987. Þjóðfundur komi saman í fyrsta sinn 17. júní 1988. Forseti Sameinaðs þings stýrir þjóðfundi, sem starfar í einni málstofu. Þrjár umræður fari fram um ályktun fundarins. Þing- sköp gildi sem fundasköp þjóð- fundar. Fundarstaður: húsakynni Alþingis. í greinargerð segir að „það sé hlutverk þegnanna að setja Ai- þingi leikreglur. Þetta geri þjóðin með því að kjósa til sérstaks stjórnlagaþings, sem hefur ein- ungis það hlutverk að setja saman stjórnarskrá, ekki í samræmi við skammtíma hagsmuni stjórn- málaflokka eða vilja flokksfcr- ingja heldur í takt við vilja þjóðar- innar sjálfrar". Verðbreytingar í verk- og kaupsamn- ingum Stefán Benediktsson (BJ.-Rvk.) flytur frumvarp til laga um verðbreytingar í verk- og kaupsamningum. Samkvæmt frumvarpinu skal heimilt að breyta umsömdu verði í þjónustu-, verk- eða kaupsamningi ef breyt- ingar verða á kostnaði vegna efnis og launa sem til þarf á fram- kvæmdatíma samnings eða hluta hans. Til verðbreytinga skal nota reiknireglu er viðskiptaráðuneyti gefur á grundvelli viðauka við „almenna skilmála um sölu og uppsetningu á tækja- og vél- búnaði til innflutnings og útflutn- ings nr. 188 A", sem saminn var á vegum efnahagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna. í þjónustu-, verk- eða kaupsamningi með breytanlegu verði skal taka greinilega fram hvaða verð eða vísitölu skuli nota við reiknings- gerð vegna samningsins eða hluta hans. Samræming á lögum um smitsjúkdóma Guðrún Agnarsdóttir (KI.-Rvk.) og fleiri þingmenn úr fjórum þingflokkum flytja tillögu um endurskoðun og samræmingu á lögum um smitsjúkdóma: „Al- þingi ályktar að skora á heilbrigð- isráðherra að láta fara fram, svo fljótt sem unnt er, endurskoðun og samræmingu á þeim lögum sem taka til smitsjúkdóma. Lagt verði fram frumvarp þar að lút- andi eigi síðar en á næsta þingi." Fyrirspurnir Eiður Guðnason (A.-VI.) spyr fjármálaráðherra hvenær gengið hafí verið frá kaupum ríkissjóðs á fasteigninni Dílahæð 3 handa heilsugæzlunni í Borgarnesi. Hver tók ákvörðun um kaup ríkíssjóðs á þessari eign? Hvenær var heim- ild til kaupanna veitt? Var auglýst eftir húsi fyrir heilsugæzlulækni í Borgarnesi? Hvert var kaupverð fasteignarinnar? Er kaupverð eðli- legt svo og greiðsluskilmálar að dómi fjármálaráðherra? Guðríui Helgadóttir (Abl.-Rkv.) spyr iðnaðarráðherra, hversu mikið af húsnæði, sem byggt hefur verið fyrir lán úr Iðnlánasjóði, hefur verið tekið til annarra nota en iðnaðarstarfsemi? Hvernig er eftirliti með nýtingu lánsfjárins háttað? Hve mikið af lánsfé hefur verið endurkrafið vegna rangrar nýtingar? lendum skuldum í þeim mælti er gert hefur verið. Stefán Benediktsson (Bj.-Rvík) tók jákvætt undir mál Eyjólfs. Hann kvað gott til þess að vita að enn sætu á Alþingi menn með skoðanir og þyrðu að halda þeim fram. Jón Kristjánsson (F.-Al) taldi bindiskyldu til þess setta að sporna gegn þenslu á peningamarkaði, sem auka myndi á viðskiptahalla og erlendar skuldir, en hvoru- tveggja væri þegar Iangt um of mikið. Vandi húsbyggjenda fælist ekki í of litlu peningaframboði, heldur í verðbólgu og verðtrygg- ingu og vöxtum, sem væru afleið- ing og fylgifískar þessarar verð- bólgu. Alþingi í gær: Mælt fyrir stjórnar- frumvörpum MATTHÍAS Bjarnason, sam- gönguráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um Siglinga- málastof nun ríkisins í neðri deild Alþingis í gær og stjórnarf rum- varpi um samningagerð, umboð og ógildingu löggerninga í efri deild. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um að flytja ríkisendur- skoðun til Alþingis. Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Nv.) mælti fyrir frumvarpi til lækkunar á bindiskyldu innlánsstofnana í Seðlabanka úr 18% í 10% af inn- stæðufé, samanber frétt þar um hér á síðunni. Frumvarp Sverris Hermannssonar: Starf sheiti og starf srétt- indi grunn- og framhalds- skólakennara lögvernduð FRUMVARP Sverris Hermanns- sonar, menntamálaráðherra, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskóla- kennara, framhaldsskólakenn- ara og skólastjóra verður vænt- anlega lagt fram á Alþingi í dag. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að starfsheitin „grunnskóla- kennari" og „framhaldsskólakenn- ari" verði lögvernduð, en það þýðir að enginn má nota þau nema með leyfi menntamálaráðherra að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um lög- verndun starfsréttinda grunnskóla- og framhaldsskólakennara. Leyfi til að nota starfsheitið „grunnskólakennari" má aðeins veita þeim, sem lokið hafa prófi frá Kennaraháskólanum (og Kenn- araskólanum áður en honum var breytt í háskóla), háskólaprófi og prófi í uppeldis- og kennslufræði, prófi frá kennaradeildum Tónlistar- skólans í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskólans, prófí frá íþróttakennaraskólanum og Hús- stjórnarkennaraskólanum eða öðru jafngildu námi. Leyfi til að nota starfsheitið „framhaldsskólakennari" má aðeins veita þeim, sem lokið hafa (a) námi á háskólastigi er jafngildir a.m.k. 120 námseiningum (þ.e. 4 ára námi) ásamt fullgildum prófum. Þar af skulu eigi færri en 30 einingar vera nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og eigi færri en 60 einingar í sérgrein; (b) námi í fag- grein eða sérgrein ásamt fullgildum prófum frá skóla er menntamála- ráðuneytið viðurkennir, auk náms í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda er jafngildir 30 einingum;^ (c) prófi frá íþróttakenn- araskóla Islands eða (d) öðru jafn- gildu námi. Gert er ráð fyrir því að tvær matsnefndir verði settar á fót til að úrskurða um hvort umsækjandi um kennarastarf uppfyllir sett skil- yrði, leiki á því vafí. Onnur nefndin starfar fyrir grunnskólastigið og eiga sæti í henni fulltrúi frá Kenn- araháskólanum, Bandalagi kenn- arafélagi og menntamálaráðherra. Hin nefndin starfar fyrir fram- haldsskólastigið og eiga sæti í henni fulltrúi frá Háskóla íslands, Banda- lagi kennarafélaga og menntamála- ráðherra. Ef frumvarpið verður að Iögum falla úr gildi Iög um embættisgengi kennara og skólastjóra frá 1978. Samkvæmt þeim lögum var unnt að setja og ráða kennara til starfa, þótt þeir uppfylltu ekki ákvæði um menntun í uppeldis- og kennslu- fræðum, en hins vegar var ekki heimilt að skipa þá. Samkvæmt frumvarpinu er óheimilt að skipa, setja eða ráða til kennslustarfa annan en þann, sem uppfyllir þau menntunarskilyrði, sem nú er kraf- ist til skipunar og er þetta megin- breyting frá gildándi lögum. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að heim- ilt sé að sækjp. um undanþágu til að ráða réttindalausa aðila til kennslustarfa ef ókleift reynist að fá réttindamann í kennarastöðu. I þessum tilgangi er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið starf- ræki tvær undanþágunefndir, eina fyrir hvort skólastig, og geti þær heimilað lausráðningu starfsmanna til kennslustarfa. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að við umfjöllun nefndarinnar, sem það samdi, kom til álita að lögvernda starfsheitið „kennari". Ekki hafi verið horfið að því ráði, þar sem þetta starfs- heiti hafi öðlast hefðbundna merk- ingu í íslensku máli, sem starfsheiti þeirra er sinna hvers konar kennslu. Fjárframlag til vegamála 1986: 1,64% af þjóðar framleiðslu MATTHÍAS Bjarnason, samgönguráðherra, hefur svarað fyrirspurn Þórðar Skúlasonar (Abl.-Nv.) um fjárframlög til vegagerðar. Svar ráðherrans fer hér á eftir: Fjárframlögtil vegamála 1983-1986. 1986 1983 1984 1985 Fjárl. Á verðlag hvers árs (m.kr.) .................... 1059 1379 1680 2040 Áætlaðverðlagil986(85+30%)(m.kr.) . 2050 2370 2180 2040 Hlutfall afþjóðarframleiðslu ................. 2,00% 2,01% 1,79% 1,64% 2. Samanburður á útgjöldum vegáætlunar og- langtímaáætlunar. (Verðlag 1986, m.kr.) Vegáætlun ............................................ 2050 2370 2180 2040 Langtímaáætlun.................................... 2410 2530 2700 2750 Mismunur.............................................. 360 160 520 710 Samanburður á vegáætlun og langtímaáætlun er gerður út frá þeim upphæðum sem voru í langtímaáætlun og sýna þá skerðingu sem orðið hefur á áætluðu f ramkvæmdamagni. 3. Skattar á bensín og útgjöld til vegamála. (Verðlag ársins.) Heildarskattar á bensíni (m.kr............... 1295 1652 2155 a. Hlutföll til vegamála......................... 82% 83% 78% b. Framlagskv. 50%-reglu: Þungaskattur (m.kr.) ....................... 204 316 420 50% af bensínskatti (m.kr.)............... 647 826 1078 Samtals (m.kr.) ............................... 851 1142 1498 Vegáætlun (m.kr.) .......................... 1059 1379 1680 Framl. umfram 50%-reglu (m.kr.) 208 237 182 4. Framlög til nýrra framkvæmda. Til nýrra framkvæmda .......................... 936 1100 980 Skv. vegáætlun 1985-88...................... 980 Aths. Uppfærsla verðlags er miðuð við vísitölur vegagerðar. 2985 68% 675 1493 2168 2040 -128 902 1400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.