Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 39
' MORGlfNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUK 20. FEBRtTAR 1986 39 Minning: Jóhannes Hannes- son, vörubílstjóri í dag fer fram útför móðurbróður míns, Jóhannesar Hannessonar, sem lést þann 4. febrúar sl. Jóhannes Hannesson fæddist að Áshól í Holtum 18. september 1910. Barn að aldri missti Jói, eins og hann var kallaður, föður sinn. Móðir hans, Sigríður, stóð þá uppi með fjögur börn, drengina Jóhannes og Guðmann og dæturnar Sigríði Guðmundu og Viktoríu. Völin var ekki ðnnur en að bregða búi og leysa upp heimilið. Þetta var þungur afarkostur en ekki óalgengur á þeim tima þegar fyrirvinnan féll frá. Guðmann er sá eini sem eftir lifir og fylgir bróður sínum til grafar ídag. Jói dvaldist lengst af á Skarði í Landsveit og leit jafnan á þann stað sem æskustöðvar sínar. Leið Jóa lá síðan til Reykjavíkur þar sem lífs- starf hans átti eftir að verða. Ungur maður með tvær hendur tómar sótti á brattann. Með ótrúlegum dugnaði og elju tókst Jóa að koma sér vel áfram í lífinu. Hann var einn af stofnendum fyrirtækisins Sandur og möl. Síðar stofhaði hann og rak sitt eigið fyrirtækið, Sandsölu Jó- hannesar Hannessonar. í uppha.fi voru þetta erfið ár hjá frænda. Unnið var nótt sem dag. Við stjórn- völ fyrirtækisins starfaði Jói til hinstu stundar. I Reykjavík var Jói svo lánsamur að hitta fyrir traustan lifsförunaut, Elínu Kristjánsdóttur. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Guðlaugu, Hannes og Svavar. Heimili þeirra hjóna í Blönduhlíð 22 var orðlagt fyrir rausnarskap og hlýjan hug. Jói var ekki marg- máll, lét frekar verkin tala. Mann- greinarálit var óþekkt á heimili þeirra hjóna og margan manninn studdu þau á rausnarstundum. Báð- ar tengdamæðurnar, þreyttar og saddar lffdaga, nutu elsku og umðnnunar þeirra hjóna seinustu æviárin. , Þegar litið er til baka er margs að minnast. Ég hef verið svo lán- samur að vera samferða Jóa alla mína tíð. Pyrir litinn dreng var frændi minn sá stóri og sterki sem litlir drengir þráðu að líkjast. Full- vissa drengsins um styrk frænda míns jókst með árunum. Þögull styrkur, traust og vinátta átti eftir að fylgja mér gegnum árin. Bflar voru ekki algengir í Reykja- vík fyrir fjörutíu árum. Að fara með Jóa í vörubflnum að sækja sand austur í Selvog eða með flutn- inga suður í Keflavík voru ævin- týraferðir fyrir ungan dreng. Jói kunni góð skil á örnefnum og fólki tengt þessum slóðum. Ferðalögin urðu því auk þess að vera skemmti- leg mjög fræðandi. Ég leit alltaf á Blönduhlíðina sem mitt annað heim- ili, þar var gott að koma og vera. Ella var traust og sterk húsmóðir af gamla skólanum sem kunni því betur að gestir fengju góðan viður- gjörníng. Á erfiðum stundum f lífi mfnu reis heimili þeirra hjóna hvað hæst. Þar var skjólið sem leitað var í. Konu minni og börnum tóku Biönduhlíðarhjónin af sömu velvild og hlýhug sem mér fyrrum. Börnin mín syrgja afa og ömmu f dag. Síðastliðin ár hafa hafa verið Jóa og fjölskyldu hans erfið. Þau hjónin urðu fyrir því áfalli að missa einka- dóttur sína, Guðlaugu, í blóma lífs- ins frá eiginmanni og þremur börn- um. Heilsu Jóa hrakaði mjög á þessum árum en þeir sem best þekktu til vissu að heilsa húsbónd- ans var ekki alltaf upp á það besta. Fyrir tæpum tveimur árum gekkst Jói undir stóran uppskurð, sem hann fékk aldrei tækifæri til að ná sér eftir. Skömmu eftir heimkom- una af sjúkrahúsinu veiktist eigin- konan Ella mjög skyndilega og lést skömmu síðar. Eftir lát Ellu var sem styrkur Jóa risi ekki framar. Öllum aðstandendum, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og bróður færum við fjölskyldan inni- legustu samúðarkveðjur með ósk um að minningin um sterkan mann styrki þau á sorgarstundu. Ólaf ur Sigurðsson t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi, GÚSTAF LÍNBERG KRISTJÁNSSON múrarameistari, Kópavogsbraut 73, veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Ólaffa Jensdóttlr, Ólöf Gústaf sdóttir, Krlstján Ellert Benediktsson, Jens Gústafsson, Ásta Magnúsdóttir, Ingvaldur Gústafsson, Arna Kristmannsdóttlr, Guðbjörg Gústafsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, ÖNNU EGGERTSDÓTTUR. AAstandendur. r Lokað verður í dag frá kl. 12.00 vegna útf arar JÓHANNESAR HANNESSONAR. Sandsala Jóhannesar Hannessonar, Smiöshöfða19. Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAÁL (ALM9Si 0,5) Seltuþolið. Fjölbreyttar stærðir og þykktir. ÁLPRÓFÍLAR FLATÁL VINKILÁL SÍVALT ÁL I— l lLI_ SINDRA STALHF. Borgartúni 31 sími 27222 ÞVð eigum afmæu U FÆRD GJÖFINA! Árið 1986 markar tímamót í sögu SKODA á íslandi, því nú eru líöín 40 ár f r á því f yrsti skoda bíllinn kom til landsins. Af því ánægjulega tilef ni færa SKODA verksmiöjurnar okkur íslendingum veglega afmælisgjöf: 2 ÁRA ÁBYRCÐ á öllum SKODA bílum af 1986 afmælisárgeröinni. Þaö var arið 1946 sem fyrstu SKODA bilarnir komu til landsins. Síöan hafa þeir n'otiö sívaxandi vinsælda, sem sést best á þvi aö í fjölda ára hef ur markaðs- hlutfall SKODA hvergi verið haerra i v-Evrópu en einmitt á islandi. Þetta atriði, ásamt þvi að Jöfur hf. er elsti umboðsaðili SKODA á vestur- löndum, hefur leitt til þess að við höfum getaö boðið SKODA bilana á besta verðinu sem þekkist i v-Evrópu. Þaö er þvi ekki alveg að ástæðu- lausu að okkur íslendingum er færð þessi veglega afmælisgiöf. En það er margt fleira en gott verö og 2 ara ábyrcð sem gera skoda aö bestu bilakauþunum. Uttu aöeins á kostina: SKODA er sterkur Hann er vel smíðaöur, úr þykku stáli og meö firnasterku lakki. Allir SKODA bilar eru' seldir með 6 ára ryðvamar- ábyrgð. SKODA er sparneytinn Aö jafnaöi er evðslan aöeins rúm- lega 7 litrar/100 km og alveg niður i 4,88 litra/100 km í sparakstri. SKODA er rúmgðður Sætin eru vönduö og svo er bíllinn hár til lofts. Þaö fer þvi vel um þig í SKODA. SKODA er pægilesur i akstri Hann er með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, aflhemla og tannstang- arstyri — svolitið sem þú færð venju- lega bara í mun dvrari bilum. Aidrei betri bíll — aldrei betra verð og nú 2 ÁRA ABYRCÐ i kaup- bætii JOFUR HF NYBYLAVEGI 2 • SIMI 42600 SIUNCT FYRIRTÆKI A STÖÐUCRI UPPLEIÐ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.