Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 21 Málín rædd í pásunni: Fremst eru hjónin Sigrún Jóhannesdóttir og Gunnar Guttormsson, aftar Ásta Valdimarsdóttir og- Hannes Magnússon og hjá þeim er Peter Locke. eftir öllum smáatriðum í undir- búningi og jáfnvel gera ráð fyrir að hljómsveitarstjórinn kæmist í sund. Klauspéter Seibel fór vandlega yfir verkið og gerði hlé þegar hann vildi kanna eitthvað nánar. Hann gekk hreint til verks og fór í erfið- ustu staðina þar sem vandamál voru. Á einum stað var hann ekki ánægður með samræmið í pákunum en þeir voru fljótur að leysa úr því. -Hann heyrir alveg ótrúlega, sagði einn kórfélaginn í hléinu og óhætt er að staðhæfa að hann er hæfur stjórnandi. Hann býr í Hamborg og starfar þar og í Niirn- berg þar sem hann stjórnar sin- fóníuhljómsveit. Við ræðum örlítið við hann síðar en hremmum nokkra kórfélaga í hléinu. Mikil sönggleði — Ég hef verið með í óllum uppfærslunum á verkinu, segir Sigurður Þórðarson einn kórmanna þegar hann er spurður hvað hann þekki til verksins. Ertu þá farinn að sleppa bókinni? — Mér fínnst nú betra áð hafa hana við höndina en vitanlega er best að horfa sem mest á stjórnand- ann. Já, þetta er alltaf jafngaman. Þegar við sungum þetta í Þjóðleik- húsinu stóðu kórarnir nokkuð á móti hvor öðrum og hljómsveitin var á milli á sviði Þjóðleikhússins, en nú eru þeir alveg saman á svið- inu. Sigrún Andrésdóttir, kona Sigurðar, er einnig í kórnum og reyndar kemur dóttir þeirra, Hrafn- hildur, líka við sögu því hún er i barnakórnum. — Eg hef verið frá upphafí í óperukórnum, og Söng- skólakórnum, sem er eins konar undanfari hans, segir Sigrún, -og var ég með í I Pagliacci og verð vonandi með áfram. Og af hverju eru þau hjónin í kór? — Sönggleðin er svo mikil, það er mjög einfalt. En þetta er mjög óvenjulegt verk og það þarf að taka það allt öðrum tökum en önnur verk, segja þau hjón. — Textinn er hraður og erfíður en laglínurnar eru oft auðlærðar. Að því leyti er það t.d. ólíkt öðrum verkum þar sem textinn er oft endurtekinn og er ekki svo mikill en laglínan flókin og erfíð. Við hleypum hjónunum í kaffíð en lítum út í sal þar sem tvenn hjón sitja þegar með kaffið og rabba saman. — Þetta er stórkostleg tón- list og eftir að hafa verið á tónleik- unum árið 1975 keyptum við plöt- una, segja þau Sigrún Jóhannes- dóttir og Gunnar Guttormsson, margreynd í kórsöng, og sama má segja um þau Astu Valdimarsdóttur og Hannes Magnússon, öll hafa þau sungið í kórum um árabil. En ekki þetta verk áður? — Nei, segja þau og eru sam- mála um verkið: — Þetta er að ýmsu leyti erfitt þótt það sé vissu- lega gaman og það er alltaf textinn sem er erfíðastur. Og Ásta bætir við að oft setji hún Carmina Burana á fóninn heima þegar skapið þyng- ist og komist hún þá jafnan strax í samt lag aftur. — Okkur þætti ekki verra að láta það malla aðeins lengur áður en við færum með það á tónleika. Hins vegar er það ágætt að taka þetta með svona áhlaupi, segir Gunnar og bætir við að þetta verk muni áreiðanlega höfða til yngra fólks og því væri alveg óhætt að koma á tónleika. — Það er einhvers konar sterkur þjóðlegur undirtónn í verk- inu og mjög skemmtilegur. Locke stórkostlegur — Þú mátt líka segja að hann Peter Locke er alveg stórkostlegur, segja frúrnar og herrarnir taka alveg undir það. -Hann er bæði mikill hæfileikamaður, segja þau öll, — og hann er skemmtilegur félagi og á skilið miklar þakkir fyrir það sem hann hefur gert til að undirbúa okkur. Æfingin verður að halda áfram og eftir skamma stund er allt farið í gang aftur. Stjórnandinn heldur áfram að fara vandlega í gegnum verkið. Hann grípur Pál Pampichler sem þarna var nærstaddur og fær hanntil að stjórna nokkrum tökt- um. Á meðan fer Klauspeter Seibel út í sal til að hlusta betur eftir einhverju atriði. Hann virðist ánægður og tekur aftur við sprotart- um frá Páli. Kristinn og Júlíus Víf- ill eru kallaðir fyrir á viðeigandi stöðum og fá hvatningu og þakkir frá viðstöddum þegar þeir hafa glímt við sínar strófur. Góð byrjun Brátt er æfingatíminn úti, tón- listarmenn taka saman hafurtask sitt og áður en Klauspeter Seibel fer í sundið spyr ég hann hvort hann sé ánægður með ganginn: — Já, við erum að vísu að byrja en byrjunin er góð. Það komu upp smávægileg vandamál og stundum finnst mér hljómsveitin of sterk eins og oft er en það lagast og við verð- um með góða tónleika. Auk Carmina Burana verður flutt fyrsta sinfónía Beethovens og vissulega eru það ólík verk. — En því ekki? segir Seibel. En er Carm- ina Burana vinsælt verk í heima- landi tónskáldsins? — Já, það er með vinsælustu tónverkum og oft flutt. Sérstaklega er það oft tekið til flutnings í tónlist- arskólum og þetta er vinsælasta verk Orffs. Það er orðið alllangt síðan ég kynntist því fyrst, ég var líklega 11 ára, og ég hef kunnað vel að meta það allar götur síðan. Nei, það er orðið nokkuð langt síðan ég stjórnaði því síðast. Sem fyrr segir verður verkið flutt á áskriftartónleikum í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið og ákveðið hefur verið að endurtaka þá klukk- an 17 á laugardag. jt Lízt illa á lækkun olíuverðs í marz — með því erum við aðeins að taka f orskot á sæluna, segir Þórður Ásgeirsson, f orstjóri Olís. „Mér lizt mjög illa á fyrirheit stjórnvalda um 10% lækkun á verði gasolíu í marz. Með þessu erum við að taka forskot á sæl- una. Þessi ákvörðun þýðir að innkaupajöfnunarreikningur verður neikvæður um meira en 50 milljónir i marz. Síðan þá tekur hann að réttast við og það getur tekið fram á síðari hluta sumars miðað við olíuverð í Rotterdam í dag," sagði Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzl- unar Islands, í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta er mjög slæmt, sérstak- lega vegna óljósrar tilvigtar þessa innkaupajöfnunarrreiknings. Sam- kvæmt lögum, sem taka áttu gildi um síðustu áramót, átti að leggja hann niður í fyrri mynd og hvert félag að hafa sinn eigin reikning. Verði það svo, kemur það mjög misjafnlega illa niður á olíufélögun- um vegna þess, hve mismiklar birgðir þau eiga af dýrri olíu. Því verður mjög ójafnt hve mikið af þessum 50 milljónum lendir á hverju félagi fyrir sig og auk þess verður það ekki í samræmi við sölu félag- anna hvers fyrir sig. Til að jafna stöðu þeirra vegna þess, verður því að hafa gamla sameiginlega reikninginn í gildi meðan þessi margræddi reikningur er neikvæð- ur. Með því að taka forskot á sæluna með þessu móti, komumst við seint eða aldrei niður í það verð hér heima, sem annars hefði náðst. Hefðum við beðið lengur með lækk- un meðan við erum að selja þessa dýru farma, hefði lækkunin orðið miklu meiri, þegar að henni kæmi, en með þessu móti. Með þvi að taka lækkunina fyrir fram verðum við að taka þessa ótímabæru lækkun út fram á haust. Ég er anzi hræddur um það, að í sumar byrji að nýju gamli söngurinn um verðmismun hér og erlendis og þá verði allir búnir að gleyma lækkuninni í marz, forskotinu á sæluna. Olíufélögin verði því undir stöðugum, órétt- mætum þrýstingi um lækkun. Mið- að við eitt ár hefði það komið eins út fyrir útgerðina að lækka þegar tilefni var til en ekki þegar í marz. Þar að auki er 50 milljóna króna skuld á innkaupajöfnunarreikningi fjámögnuð með auknum lántökun í bönkunum og við þurfum að borga vexti af upphæðinni og það enga smápeninga. Þá hlýtur sá kostnaður að leggjast á verðið auk þess, sem álagning okkar er of lág. Tap á sölu olíu og bensíns varð af þeim sökum 200 milljónir króna á síðasta ári, en tapið er að vísu ekki svo mikið nú, en enn er tap á sölu allra tegundanna og það gengur ekki til lengdar. Að því kemur að við verð- um að hætta þessu, því við getum ekki látið okkur blæða út," sagði Þórður Ásgeirsson. Norrænir styrkir til bókmenntaþýðinga AUGLYSTIR hafa verið til um- sóknar styrkir til þýðinga á norrænum bókmenntaverkum á vegum norrænu ráðherranefnd- arinnar. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu og rennur umsóknarfrestur út 1. apríl. Norræna ráðherranefndin veitir styrki til þýðinga tvisvar á ári og fer fyrsta úthlutun fram í maí. Að auki verður nú veittur öðru sinni sérstakur styrkur sem nemur um 360.000 íslenskra króna, en honum er fyrst og fremst ætlað að renna til þýðinga úr smærri málsvæðum svo sem færeysku, grænlensku, ís- lensku og samísku yfir á hin stærri þ.e dönsku, norsku og sænsku. Að sögn Gerðar Steinþórsdóttur sem er varamaður fyrir hönd Islands í úthlutunarnefnd var styrknum skipt síðast milli Færeyja og Græn- lands, og því líkur á að Islendingar eigi möguleika á úthlutun að þessu sinni. Nær fimmtíu manns voru á mótinu Borgarfjdrður: Kristilegt stúdentamót í Ölveri Borgarfirði, 19. febrúar Um síðustu helgi komu nær fimmtíu manns á mót Kristilegs stúdentafélags sem haldið var í sumarbúðunum í Ölveri undir Hafnarfjalli. Var yfir- skrift mótsins „Viðhorf Krists til mín". Fjölluðu þeir Skúli Svavarsson kristniboði og Gísli Friðgeirs- son töivufræðingur um efnið, auk þess sem skipt var upp í hópa og þátttakendur sjálfir ræddu efnið. Mótið endaði á sunnudeginum með messu á Borg á Mýrum, þar sem sóknarpresturinn Hlynur Árnason messaði. Kristilegt stúdentafélag er ætlað fyrir þá, sem eru orðnir 20 ára gamlir og helzti starfsvett- vangur þess er í Háskólanum og Kennaraháskólan- um, þótt það sé vitaskuld opið öllum þeim, sem ekki eru í skóla eða hafa lokið framhaldsskóla. Fundir í félaginu eru haldnir á Freyjugötu 27, þriðju hæð, á föstudagskvöldum. Þar eru teknir fyrir þættir kristinnar trúar og þeir ræddir, ásamt því að sungið er og beðið- -pÞ Viðhorf grunnskólakennar til starfsins: Rúmlega 78% taka þátt í könnun RUMLEGA 78% grunnskóla- kennara af öllu landinu svöruðu spurningum í könnun um viðhorf þeirra til starfsins og skipulags menntamála, sem Þórólfur Þór- lindsson prófessor í félagsvís- indadeild Háskóla íslands vinn- ur, að tilhlutan menntamálaráðu- neytisins. Könnunin var að mestu leyti unnnin í desember og bárust síðustu svörin 15. febrúar. Alls komu inn 2.400 listar. Niðurstöðu er að vænta eftir 2 til 3 mánuði. „Þetta var langur listi, sem tók hvern kennara að meðaltali um þrjár klukkustundir að svara," sagði Þórólfur. „Spurningunum var svar- að af mikilli samviskusemi og er ég kennurum ákaflega þakklátur fyrir þessar góðu undirtektir." Kennarar höfðu heimild til að vinna svörin í vinnutíma en Þórólfur sagði að sér virtist sem allur gangur hefði verið á því. Ýmist hefðu menn svarað í kennslustundum, fundartímum eða heima. „Hver endanlegur kostnaður við könnunina verður get ég ekki sagt um enn sem komíð er, en hann verður ekki mikill miðað við umfang hennar," sagði Þórólfúr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.