Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 3 V estmannaeyjar: Sippað í blíðunni Það hefur heldur brugðið tii hins betra með veðrið eftir páskahretið — snjórinn horfinn og hlýindi í lofti, sumarið skammt undan. Og þessi ungmenni ganga þess ekki dulin, að vor er í lofti oggrípa til sippubandanna. Eitthvað virðast stöllurnar í bekknum bafa við tilburði „sipparans" að athuga og bíða þess óþreyjufullar að fá að láta Ijós sitt skína ... Helgfi Qlafsson í 3.—6. sæti og Jón L. í 7.—19. sæti í New York: Lagði ekki í stórátök í síðustu umferðunum - sagði Helgi Ólafsson í samtali við Morgunblaðið í gær Tæplega fjórð- ungur aflans utan í gámum HELGI Ólafsson stórmeistari hafnaði í 3.-6. sæti á opna stór- mótinu í New York, hlaut 6 vinn- ing úr níu umferðum. Helgi tapaði engri skák, vann fjórar og gerði fimm jafntefli. Fyrir þennan árangur vann Helgi sér inn 2.875 dollara, eða um 115 þúsund krónur. Efstir og jafnir með 7 vinninga urðu stórmeistaramir Jan Smejkal frá Tékkóslóvakíu og Ungveijinn Gyula Sax. Þeir unnu báðir and- stæðinga sína í síðustu umferðinni, en aðrir af þeim átta skákmönnum sem skipuðu efsta sætið eftir átt- undu umferð gerðu jafhtefli. Smej- kal og Sax skipta á milli sín verð- launum fyrir fýrsta og annað sætið og fær hvor um sig 12.500 dollara, eða jafnvirði um 500 þúsund króna. Helgi tefldi við Júgóslavann Djuric í síðustu umferðinni og hafði hvítt. Þeir sömdu jafntefli eftir aðeins átta leiki. Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði verið illa upp lagður í síðustu umferðunum og því ekki lagt í stórátök. Hann sagðist una vel við árangur sinn í þessu móti, sem er að sögn íslensku titilhafanna sem þar keppa, svipað að styrkleika og síðasta Reykjavíkurskákmót. „Þó er einhvem veginn meiri „sjarmi" yfir Reykjavíkurskákmót- unum," sagði Helgi. „Það var meiri heppnisbragur yfir þessu móti, og skipti þá mestu hve umferðimar vom fáar. Maður mátti helst ekki tapa skák til að eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um topp- sætin," sagði Helgi. Hann sagðist hvorki hafa verið heppinn né óhepp- inn með andstæðinga í mótinu, hefði teflt við 4 stórmeistara og 5 alþjóðlega meistara, sem var svipað og hann bjóst við í upphafi. Jón L. Ámason átti góðan enda- sprett, vann tvær síðustu skákir sínar og náði verðlaunasæti fyrir vikið. Hann varð í 7.—19. sæti með 6 vinninga og vann sér með því inn 269 dollara, eða tæpar 11 þúsund krónur. Margeir Pétursson og Karl Þorsteins gerðu báðir jafntefli í síð- ustu umferðinni. Margeir endaði með 5 vinning, en Karl með 5. ís- lensku keppendumir em væntan- legir heim í dag. Vestmannacyjum. TÆPLEGA fjórðungur landaðs fiskafla f Vestmannaeyjum f síð- asta mánuði fór óunninn í gám- um á erlendan markað. Marsafl- inn var alls 7.221,3 tonn, en af því fóru 1.659,7 tonn f gámum til útlanda. Sé litið til þriggja fyrstu mánaða ársins er hlutfall gámafisks tæplega 20% af lönduðum afla í Vestmanna- eyjum. Aflinn í marsmánuði skiptist þannig að 59 bátar, stórir og smáir, lönduðu 5.028,8 tonnum í 434 lönd- unum. Meðalafli í löndun var 11,6 tonn. Sjö togarar lönduðu 2.192,5 tonnum í 20 löndunum eða 109,6 tonn að meðaltali f löndun. Heildarafli lagður á land í Vest- mannaeyjum um síðustu mánaða- mót var 13.477,1 tonn, en var á sama tíma í fyrra 12.856,3 tonn. Aflahæstir netabáta um mánaða- mótin voru Suðurey VE með 851 tonn, Þórunn Sveinsdóttir VE með 588 tonn, og Valdimar Sveinsson VE með 501 tonn. Smáey VE var með mestan afia trollbáta, 304 tonn, og Helga Jóh. VE var með 273 tonn. Smáey landaði 60% afla síns í Eyjum, en 78% af afla Helgu Jóh. fóru utan í gámum. Mestur hluti afla trollbáta hefur farið utan í gámum í vetur, um og yfir 70% afla margra aflahæstu báta, og dæmi er um mun hærra hlutfall, allt upp í 100%. Netabátar hafa í auknum mæli landað í gáma síðustu vikumar, þar af tveir bátar um og yfír helmingi aflans, en aðrir mun minna. Allmargir hafa eingöngu landað til frystihúsanna í Eyjum. Breki VE var aflahæstur togara um mánaðamótin með 1.095 tonn og hann landaði á mánudaginn 250 tonnum eftir átta daga veiði. Sindri var með 950 tonn, Klakkur 671 tonn, Vestmannaey 654 tonn, Berg- ey 646 tonn, Halkion 431 tonn og Gideon 414 tonn. Um fimmtungur afla Vestmannaeyjar og Bergeyjar hefur farið í gáma, innan við 10% afla Sindra, Gideons og Halkions og Breki og Klakkur hafa ekki landað í gáma í vetur, en hins vegar farið eina söluferð hvor. - hkj. KOTASLIA Þörungavinnslan slegin ríkisábyrgða- sjóði á 3 millj. króna UPPBOÐ fór fram í gærdag á öllum eignum Þörungavinnsl- unnar á Reykhólum. Eina boðið kom frá rikisábyrgðasjóði og hljóðaði það upp á 3 milljónir Lögregludeilan: Fundi frest- að í gær SAMNINGAFUNDI lögreglu- manna og ríkisins, sem vera átti í gær, var frestað um óákveðinn tima vegna veikinda Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Lítið hefur miðað í deilunni. Á Akranesi hafa allir lögregluþjónar bæjarins, tíu að tölu, sagt upp störf- um. Að sögn Hjalta Zóphóníassonar deildarstjóra í dómsmálaráðuneyt- inu mun það þó vera eini kaupstað- urinn þar sem svo er ástatt. króna. Sjóðurinn stendur í ábyrgð fyrir öllum skuldum fyr- irtækisins, samtals að upphæð 115 milljónir króna. Iðnþróunar- sjóður er stærsti lánardrottinn Þörungavinnslunnar, en fyrir- tækið skuldar honum 51 miljjón. „Þetta uppboð var formsatriði sem engu breytir öðru en því að forráð ríkisins yfir fyrirtækinu eru færð frá iðnaðarráðuneyti til fjár- málaráðuneytis. Eftir sitja skuldirn- ar og annar vandi fyrirtækisins," sagði Kristján Þór, framkvæmda- stjóri Þörungavinnslunnar, þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir uppboðið í gær. Uppboð á eignum Þörungavinnsl- unnar hefiir verið auglýst með reglulegu millibili frá því í haust, en því ávallt slegið á frest þar til nú. „Það stóð aldrei til að fyrirtækið yrði boðið upp. Meiningin var að finna aðra lausn, en eftir að ráð- herraskiptin urðu f fjármálaráðu- neytinu var blaðinu snúið við,“ sagði Kristján Þór. NEYSLUTILLÖGUR: Morgunverður: Borðið hana óblandaða beint úr dósinni. Hádegisverður: Setjið kúf af KOTASÆLU ofan á hrökkbrauðsneið eða annað gróft brauð og þar ofan á t.d. tómatsneið, papriku- sneið, blaðlauk, graslauk, karsa eða steinselju og kryddið t.a.m. með svörtum pipar. Kvöldverður: Saxið niður ferskt grænmeti og notið KOTASÆLU í stað salatsósu. Ef þið viljið meira bragð, getið þið bætt við sítrónusafa og kryddi. Athugið að: 1. í 100 g af KOTASÆLU eru aðeins 110 he (440 kj). 2. í KOTASÆLU eru öll helstu næringarefni mjólkurinnar. 3. KOTASÆLA er mjög rík af próteini og vítamínum. 4. KOTASÆLA er óvenju saðsöm miðað við aðrar fitulitlar fæðutegundir. 5. Notkunarmögule kar KOTA- SÆLU eru nær óteljandi. KOTASAIA fitulítil og fteistandi 9.107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.