Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1986 53 Olafur Helgi hlaut Grettisbeltið ÞANN 21. ágúst 1906 var fyrsta Íslandsglíman háð á Akureyri. Voru þá, er Íslandsglíman fór fram þann 5. apríl sl. í íþróttahúsi kennaraháskólans, nœrri áttatfu ár liðin frá því fyrst var glímt um Grettisbeltið. Mótið og verð- launagripurinn eru elsta mót og elstu verðlaun, sem hérlendis eru til. Glímufélagið Grettir var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906 til efl- ingar glímunni. Félagið gaf fleiri verðlaun, t.d. silfurskjöld, Akur- eyrarskjöldinn. Einnig starfrækti félagið um skeið glímuskóla. Fé- lagið gaf 1907 út prentaðar reglur um Íslandsglímuna. í þeim voru fyrstu prentuðu glímulögin. Þeir Grettisfélagar höfðu sent Reyk- vískum glímumönnum þau til umsagnar. Glímulögin gaf félagið aftur út prentuð 1909, endurskoð- uð. Það ár mættu tveir Reykvíking- ar til keppni um beltið á Akureyri og urðu í fyrsta og öðru sæti móts- ins en um glímulög urðu engar deilur. Örlagaríkt var það glímu, að um of var frá þessum glímulög- um vikið 1916, þegar samin voru fyrirmæli um „íslenska" glímu. Árin 1915—1918 var ekki keppt um Grettisbeltið, svo að nú var glímt umþaðí76. sinn. Skráðir keppendur voru ellefu, en átta mættu til leiks og einn, Hjörleifur Pálsson, gekk úr, vegna tognunar um hné. Viðureignir urðu 21 að slepptum glímum Hjörleifs. Jafnt varð í þremur (14,3%); ein vannst á mótbragði, gegn hælkrók • Ólafur H. Ólafsson h. á h.; þessi brögð færðu sigur: krækja tvisvar, leggjarbragð einu sinni, hælkrókur fyrir báða einu sinni, lausamjöðm með vinstra sex sinnum, með hægri einu sinni og klofbragði með vinstra sex sinn- um. Fjórir glímumannanna voru fyrr- verandi glímukappar íslands. Þeir Ólafur Haukur, Eyþór Pétursson, Pétur Yngvason og Jón E. Unn- dórsson. Þeir voru í sérflokki móts við hina þrjá og því eðlilegt að hábrögðin yrðu svo algeng, en þó lagði Olafur Haukur hinn hávaxna og þunga Jón E. Unndórsson á sérlega háu og vel teknu vinstra fótar klofbragði. Pétur lagði Eyþór á engu síður glæsiiegri lausa- mjöðm með hægri. í viðureignun- um sóttu þeir Pétur, Ólafur Haukur og Helgi Bjarnason flest brögð eða fimm, en Eyþór fjögur, Geir Arn- grímsson og Hjörtur Þráinsson þrjú. Jón beitti tveimur. Stígandi var hjá öllum rétt við upphaf viður- eignar, en hún vildi hverfa í hita leiksins. Þessi Ijóður var þó einkum áberandi hjá þeim Jóni og Helga. Stígandin vill verða nokkuð löng til vinstri hjá þeim Pétri og Eyþóri, svo að þeir snúast á vinstra fætin- um, vilja þeir kikna og lá viö að þeir féllu við. Ólafur Haukur var sá, sem viðhélt glímustígandi best og er það án efa grundvöllur vel- gengi hans. Geir og Hjörtur voru léttir og stigu rétt, en báðir eiga þeir til að bera skakkt fyrir sig hendur. Jóni E. Unndórssyni varð á að bolast, fylgja bragði um eftir, og fyrir kom, að hann elti viðfangs- mann hálffallinn. Er hann felldi Helga fylgdi hann bragðinu eftir svo að var níði næst. Getur verið að dómurum hafi fundist Helgi halda tökum nokkuð lengi, svo þeir dæmdu Jóni sigur. Helgi átti til að beita þyngslum og stífleika. Úrslit urðu þessi: Ólafur Haukur lagði alla viöfangsmenn sína og hlaut sex vinninga og Grettisbeltið. Jón E. Unndórsson annar, með fjóra og hálfan vinning; Pétur Yngvason þriðji, með fjóra vinn- inga; Eyþór Pétursson fjórði, með þrjá vinninga; fimmti Helgi Bjarna- son með tvo og hálfan vinning í sjötta til sjöunda sæti voru þeir Geir Arngrímsson og Hjörtur Þrá- insson með hálfan vinning. Þorsteinn Einarsson Iðnaðarbankahlaupið: Nú geta allir verið með NÚ GETA allir verið með: Iðnað- arbankahlaupið fer fram sunnu- daginn 13. apríl næstkomandi og hefst kl. 14.00. Hlaupið er fyrir fólk á öllum aldri jafnt þjálfað íþróttafólk, sem kyrrsetumenn. Hlaupalengdir eru við allra hæfi frá 4 km upp í 20 km og sárstök hlaupalengd er fyrír böm 7 ára og yngri, kríngum Tjörnina, og geta foreldrar hlaupið með. Iðnaðarbankahlaupið er liður í þeirri stefnu bankans að svara kalli tímans hvérju sinni og fara ótroðnar slóðir í starfsemi sinni. Jafnframt vill bankinn hvetja til íþróttaiðkunar og útivistar á árinu 1986, sem biskup íslands og land- læknir hafa lagt til að verði ár bindindis og heilbrigðis á Islandi. Þátttakendur geta skráð sig í öllum útibúum Iðnaðarbankans og er síðustu forvör að gera það í dag, miðvikudag. Börn 7 ára og yngri, þurfa ekki að láta skrá sig fyrr en klukkustund fyrir hlaupið og greiða þau ekki þátttökugjöld. Aðrir greiða 100 krónur. Hlaupiö endar við Iðnaðarbank- ann í Lækjargötu og munu stóru brúðurnar, Óskar og Emma af- henda verðlaun strax að loknu hlaupinu og munu ennfremur skemmta ásamt Skólahljómsveit Kópavogs. Allir sem Ijúka hlaupinu fá viðurkenningu og sérstök verð- laun verða veitt þeim skóla sem flestir þátttakendur eru frá. Vegalengdir þær sem hlaupnar verða eru: A Bónusbraut - 20 km: Hlaupið frá lönaðarbankaútibúinu í Breið- holti. Ætlaö langhlaupurum í mjög góðri þjálfun. B Langabraut -10 km: Hlaupið frá Iðnaðarbankaútibúi í Réttar- holti. Ætlað fólki sem er í góðri þjálfun og hleypur reglulega úti. C Miðbraut - 7 km: Frá Iðnaðar- bankaútibúi við Grensás (Háleitis- braut). Ætlað fólki sem skokkar reglulega og er í nokkuð góðri þjálfun. D Léttbraut - 4 km: Frá Iðnaðar- bankaútibúi í Laugarnesi (Dal- braut). Hentar unglingum. Skemmtilegt fjölskylduskokk. E Óskarsbraut - 1,4 km: Hlaupið kringum Tjörnina með Óskari og Emmu. Ætlað börnum 7 ára og yngri. Foreldrum og aðstandend- um er velkomið að hlaupa með börnunum. • Hlaupaleiðirnar f Iðnaðarbankahlaupinu eru merktar inn á kortið. Rásmark í lengsta hlaupinu er við Drafnarfell og er endamarkið í Lækjargötu þar sem öll hlaupin enda. Blaóburóarfólk óskast! AUSTURBÆR Ingholtsstræti o.fl. Frá ríkisrekstri til einkarekstrar — 22 aðferðir sem duga — Dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith Institute í London, heldur fyrirlestur um ofangreint efni á morgunverðarfundi Landsnefndar Alþjóða verzlunarráðsins í ÁTTHAGASAL HÓTEL SÖGU FIMMTUDAGINN 10. APRÍL KL. 8.30. Dagskrá: 8:30 — 8:45 Mæting og morgunverður. 8:45 — 9:15 Erindi Dr. Eamonn Butler „Frá ríkisrekstri til einkarekstrar". * Ný hugmyndafræði til að draga úr ríkisrekstri, sem felur í sér meira en sölu ríkisfyrirtækja. * Hverjar eru þessar 22 aðferðir? * Hver hefur árangurinn orðið í Evrópu þar sem nýjum aðferðum er beitt til að draga úr ríkisrekstri og um leið ríkisútgjöldum. 9:15 — 10:00 Umræðurogfyrirspurnir. Allir velkomnir Morgunverður kostar kr. 450.- Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 83088. LANDSNEFND ALÞJÓÐA VERZLUNARRÁÐSINS Iceland National Committee oí the ICC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.