Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 41 Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Hæ, mig langar að spyija hvernig ég er (hæfileikar, persónuleiki, ástarmál og fleira). Ég er fædd 7. maí 1966 kl. 9.40 í Reykjavík. Hvemig á sá sem er fæddur 20. apríl 1964 við mig? Takk fyrir." Svar Þú hefur Sól og Mars í Nauti, Tungl í Bogmanni, Merkúr og Venus í Hrút og Ljón Rís- andi. Þú ert því samsett úr Nauti, Bogmanni, Hrút og Ljóni. Viljasterk Það að hafa Sól í Nauti og Tungl í Bogmanni taknar að þú ert að vissu leyti mót- sagnakennd persóna. Nautið táknar að þú þarft öryggi, ert viljasterk, föst fyrir og þijósk. Innst inni ert þú róleg, yfir- veguð og vingjamleg. Þú ert kraftmikil og átt auðvelt með að beita þér í vinnu (Mars í samstöðu við Sól). Hress Tunglið er táknrænt fyrir til- finningar og daglegt líf. Þú hefur Tungl í Bogmanni og táknar það að þú ert létt og hress tilfinningalega, ert já- kvæð og opin. Þú ert eirðar- laus og þarft að vera mikið á ferðinni f daglegu lífi. Þér er illa við of mikla vanabindingu og færð innilokunarkennd ef þú ert föst á sama stað allan daginn. Þetta að vera Naut og Bogmaður er mótsagna- kennt, bendir til þarfar til að vera kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast. Óþolinmóð Merkúr í Hrút táknar að þú ert óþolinmóð og kappsfull í hugsun. Þú ert sjálfstæð og þér leiðast endurtekningar og það að lesa sömu bókina tvisv- ar. Þú þarft líf og því hentar langskólanám þér líkast til ekki. SjálfstceÖ Venus í Hrút táknar að þú ert tilfinningalega lifandi og sjálfstæð. Þú laðast að lifandi fólki og þér er illa við að láta binda þig niður í samskiptum. Þú þarft að vera fijáls og óháð. Þess vegna verður maki þinn að vera umburðarlyndur og skilningsríkur og laus við eignarhaldssemi. Tungl í Bogmanni og Venus f Hrút táknar að þú ert tilfínninga- lega einlæg og opinská. Þú ert ekki bæld og þú segir það sem þér finnst. Hlý ífasi Rísandi merki hefur með fas og framkomu að gera. Þú ert Ljón í framkomu. Það táknar að þú ert hlý og opin í fasi, ert einlæg og vingjamleg. Þú hefur gaman af því að láta á þér bera og vera í miðju. Það að vera Ljón, Bogmaður og Hrútur auk Nautsins táknar að þú þarft líf og skapandi athafnir. Þú þarft að vera á ferðinni, vera sjálfstæð og fást við lifandi störf. Sem Naut þarft þú síðan einnig öryggi. Þessi merki öll saman gefa til kynna að þú ert at- hafnakona, að þú gætir náð árangri í sjálfstæðu starfi. Eigið vel saman Hvað varðar daginn sem þú nefndir þá virðist þið eiga ágætlega saman. Að vísu vantar fæðingartíman n en lík- ast til er hann með Sól og Merkúr í Nauti, Tungl í Ljóni, Venus í Tvíbura og Mars í Hrút. Þessi merki eiga vel við þín merki. Hann er ákveðinn og þijóskur persónuleiki og þarf að varast að ætla sér að stjóma þér. Slíkt hentar þér ekki til lengdar og myndi leiða til skilnaðar. Ef það er haft í huga ætti samband ykkar að vera gott. X-9 CinSKIng F«ature> Syndical*. Inc World right* reterved DYRAGLENS ( f>Ö HAFÐIR. RÉTÍ FyKIRþéR pETTA EZALLS. EKKI HELLiR.! © i f f * ^ \ L\ M\ ■ ■ A c ir a - LJUwVxA PAGLEGO ÆFlNGAf? 'A RADP8ÖNP- TOMMI OG JENNI Yþeru Stón~ \_______( h\/ae> f/nnjq\ VA RP Eg LÓFA ^ sro/? T, \SI5INDAMEHtf 1RNI£ upP J ÖJJPcrrP f FERDINAND r ___ r SMAFOLK I 6AVE MV REPORT IN SCHOOL TOPAV... rín PIP THE TEACHER APPRECIATE IT? AT THE ENP I 5AIR vVTHIS REPORT WA5 WRITTEN ON RECVCLEP PAPER..N0 TREE5 UJERE PE5TR0VEP TOMAKE THI5 REPORT" Ég skilaði ritgerðinni í lokin sagði ég: Kunni kennarinn að Nei, en trén kunnu minni í skólann í dag ... „Þessi ritgerð er skrifuð á metaþað? það! endurunninn pappír ... engin tré voru höggvin til að skrifa þessa ritgerð." Umsjón: Guðm. Páll Arnarson * Suður spilar fímm lauf eftir strögl vesturs á einum spaða. Norður ♦ K98 VK1098 ♦ DG42 ♦ Á2 Vestur ♦ ÁDG107 *Á7 ♦ K87 ♦ 543 Austur ♦ 6542 V 65432 ♦ 65 ♦ 76 Suður ♦ 3 VDG ♦ Á1093 ♦ KDG1096 Vestur spilar út spaðaás og spaðadrottningu. Er hægt að vinna spilið? Þegar spilið kom upp drap sagnhafí á spaðakóng og fór í hjartað. Vestur drap á hjartaás og spilaði meira hjarta. Þar með var hjartaliturinn ónýtur og sagnhafi varð að treysta á tigul- svíninguna. Sem mistekst. Þetta var heldur slöpp áætlun. Besta spilamennskan er að trompa spaðadrottninguna í öðrum slag, taka trompin og spila hjarta. Það er nákvæmlega*T sama hvort vestur gefur eða drepur strax. Hann verður alltaf að spila blindum inn, þar sem þtjú niðurköst bíða þess eins að geta losað sagnhafa við þijá tígla heima. Ef vestur dúkkar er lika hægt að yfirdrepa með kóng blinds og henda hjarta niður í spaðakóng. Þá tapast slagur á tígul í stað hjarta. Umsjón Margeir Pétursson í heimsmeistarakeppni lands- liða í Sviss í nóvember kom þetta athyglisverða endatafl upp í viður- eign stórmeistaranna Mester, Englandi, og Beljavsky, Sovét- ríkjunum, sem hafði svart og átti leik. Þó að svartur sé tveimur peðum yfír er allt annað en auðvelt fyrir hann að komast neitt áleiðis. Það eykur einnig á jafnteflislíkumar að uppkomureitur svarta h-peðs- ins er hvítur, þannig að ef hvltur getur fómað riddaranum á g-peð- ið og komið kóngi sfnum til h-1 heldur hann jafntefli. Beljavsky fann nú glæsilega vinningsleið: 79. - Be3!, 80. Kxe3 - Kg2, 81. Rg4 — Kg3 og hvítur gafst upp því eftir 82. Rf2 — h3, 83. Ke2 — Kg2 er ljóst að kóngur hans kemst ekki í vömina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.