Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
31
var af Hagvangi í júlí 1985, þar
sem svarprósenta var 76% meðal
1000 einstaklinga, 18 ára og eldri,
kom í ljós að 13,3% þeirra sem
voru á aldrinum 20-49 ára töldu
sig ekki neyta áfengis. Þar kom
einnig í ljós, að álíka fjöldi taldi
áfengisneysluna vera vandamál
fyrir sjálfa sig og kom fram í könn-
un Geðrannsóknarstofnunar. Einn-
ig var drykkjutíðnin svipuð í þessum
könnunum, 0,3% töldu sig drekka
daglega, en 10,8% töldu sig drekka
vikulega eða oftar í símakönnun
Hagvangs á móti 12,2% sem töldu
sig drekka vikulega eða oftar í póst-
könnun Geðrannsóknastofnunar.
Viðbrögð við of-
eða misnotkun
Á síðastliðnum tíu árum hafa
rúmlega 5000 manns verið í með-
ferð vegna misnotkunar áfengis eða
annarra fíkniefna. Á skrá fíkniefna-
lögreglunnar eru 1542 einstakling-
ar, sem hafa verið viðriðnir heim-
flutning og sölu á fíkniefnum. Þetta
eru ógnvekjandi tölur í sjálfu sér
og sýna, að hér er mikill vandi á
ferð. Þær segja hins vegar ekki til
um, hvort vandinn er meiri eða
minni hér en í nágrannalöndum,
heldur gefa fyrst og fremst til
kynna hver eru viðbrögð yfirvalda
til að reyna að mæta vandanum.
Tölumar gefa til kynna að stefna
okkar í áfengis- og öðrum vímu-
efnamálum er og hefur verið mjög
ákveðin. Sú stefna hefur miðað
fyrst og fremst að því að koma í
veg fyrir notkun þessara efna eins
og frekast er unnt með lögum og
reglum og að því að veita þeim sem
misnota þessi efni meðferð.
Á undanfömum tíu árum hefur
meðferðarframboðið stóraukist og
í samræmi við það hefur þeim, sem
leitað hafa aðstoðar í heilbrigðis-
kerfinu, Qölgað mikið um leið og
gistingum í fangageymslum vegna
ölvunar hefur fækkað. Innlögnum
Reykvíkinga á sjúkrastofnanir til
meðferðar vegna misnotkunar
áfengis og annarra fíknieftia hefur
Qölgað úr rúmlega 500 á árinu
1975 í rúmlega 1800 á árinu 1984.
Á sama tíma hefur gistingum í
fangageymslum lögreglunnar í
Reykjavík fækkað úr 8820 í 6250.
Sætir eiginlega furðu að gistingum
í fangageymslunum skuli ekki hafa
fækkað meira en raun ber vitni,
því að þar er jafnan aðeins um
einnar náttar dvöl að ræða, en þeir
sem leggjast á sjúkrahús dvelja þar
að meðaltali a.m.k. viku til tíu daga
og margir mun lengur. Þá hafa og
á þessum síðustu tíu árum verið
tekin í notkun ýmis heimili þar sem
áfengisssjúklingum hefur verið
boðið til langdvalar þegar á hefur
þurft að halda. í hópi þeirra sem
leitað hafa meðferðar vegna mis-
notkunar vímuefna á síðustu árum,
ber meira á blandaðri misnotkun'
fleira efna en áður og í fleiri tilvik-
um er aðalsjúkdómsgreining mis-
notkun annarra efna en áfengis. Á
árinu 1984 lögðust 11,5% þeirra
sjúklinga sem komu á geðdeild
Landspítalans vegna fíkniefnanotk-
unar þar inn fyrst og fremst vegna
annarrar fíkniefnanotkunar en
áfengis. Til samanburðar má geta
þess, að á árinu 1980 var þetta
hlutfall ekki nema 3,5%. En í öllum
tilvikum var áfengi með í spilinu.
Þessi aukning er í sjálfu sér mikið
áhyggjuefni, en misnotkun áfengis
er enn sem fyrr aðaláhyggjuefnið
og nauðsynlegt að menn beiti sér
af alefli gegn henni og gegn öllu
sem getur orðið til þess að auka
heildameyslu áfengis meðal lands-
manna.
Hvað er framundan?
Eins og fram hefur komið hefur
orðið nokkur breyting á áfengis-
neyslu íslendinga á síðustu tíu
árum. Mest áberandi er, að neysla
léttra vína hefur aukist á kostnað
þeirra sterku fram til 1983, sum-
part fyrir áhrif verðstýringar og
sumpart vegna þess að drykkjuvenj-
umar em að verða alþjóðlegri.
Samfara þessu hefur áfengisneyt-
endum fjölgað, einkum meðal
kvenna, sem einnig drekka meira í
hvert skipti en áður. Karlar drekka
heldur minna í hvert skipti en fyrir
tíu ámm. Drykkjuskiptunum hefur
hins vegar íjölgað og heildameyslan
hefur ekki minnkað. Önnur fíkni-
efnaneysla hefur náð fótfestu, eink-
um meðal yngra fólks, en er þó
miklu minni vandi en áfengisneysl-
an. Þrátt fyrir breytingar á neyslu-
venjum áfengis, hefur þeim sem
leita meðferðar vegna misnotkunar
fjölgað og er enn ekki að sjá neitt
lát á þeirri þróun. Jafnframt því sem
innlögnun á meðferðarstofnanir
hefur fjölgað hefur gistingum í
fangageymslum lögreglunnar
fækkað þartil á árinu 1984.
I upphafí þessarar greinar var
vikið að markmiði Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, heilbrigði fyrir
alla árið 2000. Eitt af því sem þarf
til að ná þessu marki er að minnka
áfengisneysluna um fjórðung. Til
þess em ýmsar leiðir, en ekki bólar
enn á neinum aðgerðum öðmm en
mikilli aukningu meðferðaraðstöðu
fyrir misnotendur. Hún er í sjálfu
sér góðra gjalda verð, en nægir
engan veginn til að koma í veg
fyrir mistnotkunina, ofnotkun eða
aðrar afleiðingar áfengisneyslu.
Því miður em alltof margir stungnir
vímuþominu og vilja hafa aðgang
að áfengi í öllum myndum sem
greiðastan, jafnvel þótt þeir viti að
áfengi sé ekki síður hættulegt
heilsu en tóbaksreykingar og veldur
miklu meiri félagslegum vanda.
Ymsir sjá auðtekinn gróða í
áfengissölu og framleiðslu og hand-
langarar þeirra hafa uppi mikinn
áróður fyrir vöm sinni og reyna að
gera þá, sem vilja vinna að heilsu-
vemd og áfengisvömum, tortryggi-
lega sem ofstækismenn.
Þjóðhagsstofnun hefur gert áætl-
un um hver áfengisneyslan verði,
ef bjórstefnan verður ofan á. í stað
þess að minnka um fjórðung, eins
og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur
nauðsynlegt, mun hún aukast um
þriðjung. Slíkt væri mikið áfall,
ekki aðeins fyrir heilsu íslendinga,
heldur og fyrir Alþjóðaheilbrigðis-
stofunina, af því að ísland sem er
þekkt velferðarríki sem ætti að vera
auðvelt að upplýsa um heilsuvemd,
yrði fyrsta ríkið til að ganga gegn
stefnu stofnunarinnar.
Ásókn áfengis- og annarra vímu-
efnasala er vemlegt áhyggjuefni
og ógnar þvf jafnvægi, sem hér
hefur verið undanfarin tíu ár. Það
er ekki bjart framundan, þegar Qár-
málaráðherra ætlar að flytja frum-
varp til að leyfa einkaaðilum blönd-
un og átöppun sterkra vína og aðrir
þingmenn glepjast til að flytja
fmmvarp sem getur orðið til að
auka áfengisneyslu þjóðarinnar um
þriðjung. Verði þessi lagafmmvörp
samþykkt, veiður enn erfiðara um
vamir gegn vímuefnum, þar eð
fjöldi þeirra sem hafa vinnu og
persónulegan hagnað af áfengis-
framleiðslu og sölu mun aukast.
Varnaradgerðir
1. Hvorki má Qölga áfengistegund-
um né útsölustöðum. Draga þarf úr
framboði áfengis og annarra vímu-
efna þannig að neyslan hafi minnk-
að um a.m.k. fjórðung árið 2000.
2. Dragaþarf úr eftirspum og auka
skilning á nauðsyn þess að hafa
strangar hömlur á sölu og innflutn-
ingi með stöðugri fræðslu í fjölmiðl-
um og skólum.
3. Einstaklingar eða fyrirtæki í
einkaeign mega ekki hafa Qár-
hagslegan ávinning af framleiðslu,
innflutningi eða sölu áfengis eða
annarra vímuefha.
4. Sinna þarf almennri geðvemd
betur, sérstaklega meðal bama og
unglinga, til þess að fólk geti fundið
lífsfyllingu í starfi og leik án vímu.
5. Áðstoða þarf áhættuhópa meðal
bama og unglinga, en þeir koma
m.a. frá rofnum Qölskyldum, íjöl-
skyldum misnotenda og úr hópi
bama sem skrópa oft úr skóla eða
ná lélegum árangri í skóla.
6. Meðferð og aðstoð fyrir þá sem ,
þegar hafa orðið misnotkun að bráð
eða sýna einkenni um að þeir séu
í hættu.
Með þessum aðgerðum er hægt
að draga úr heilsuspillandi hegðun
og stuðla að heilbrigðari lífsstfl, sem
bætir lífí við árin og kemur í veg
fyrir ótímabæran dauða.
Höfundurerdr. med. prófeasorí
gvðlæknisfræði við Háskóla fs-
lands og forstöðumaður geðdeild-
ar Landspítalans.
Múrarafélag Reykjavíkur:
Varar við hugmyndum um
skerðingu makalífeyris
AÐALFUNDUR Múrarafélags
Reykjavíkur samþykkti ályktun,
þar sem varað er við „hug-
myndum um stórfellda skerð-
ingu makalifeyris frá lífeyris-
sjóðum“, sem fram koma í drög-
um lífeyrisnefndar aðila vinnu-
markaðarins. Jafnframt beinir
fundurinn því tU aðildarsamtaka
vinnumarkaðarins að þau endur-
skoði „ótímabæra stuðningsyfir-
lýsingu sína við meginefni tíl-
lagna nefndarinnar".
Ennfremur er varað við þeirri
skerðingu á örorkulífeyri sem stefnt
er að í 14. grein sömu draga og
jafnframt skorað á aðildarsamtök
vinnumarkaðarins og löggjafar-
valdið „að rasa ekki um ráð fram
varðandi lagasetningu um starfsemi
lífeyrissjóða og gæta þess að með
slíkri löggjöf verði ekki vegið að
þeim sem síst skyldi," eins og segir
í ályktuninni.
Þá varar fundurinn við þeirri
„atlögu sem að undanfömu hefur
verið gerð að lögvemd iðnréttinda,
svo sem í ræðu fyrrverandi forseta
Landssambands iðnaðarmanna á
Iðnþingi og í þingsályktunartillögu
Friðriks Sophussonar. Fundurinn
bendir á að grundvöllur þess að við
séum samkeppnisfærir við aðrar
þjóðir í framleiðslu er góð verk-
menntun. -Skorti skilning ráða-
manna á þessu mun illa fara,“ segir
í ályktun aðalfundar Múrarafélags
Reykjavíkur.
(Úr fréttatUkynningu.)
Sumarbústaða-
lönd í Landsveit
til leigu á 4.000
kr. áári
Landmannahreppur í Rangár-
vallasýslu hefur auglýst að und-
anförnu sumarbústaðaiönd. í
landi Merkihvols. Sigurþór Árna-
son, oddviti Landmannahrepps,
sagði í samtali við blaðamann að
ekki væri ætlunin að selja löndin
heldur væri hér um að ræða
leigusamning til 50 ára sem siðar
gæti verið framlengdur að ósk
eigenda bústaðanna.
Miðað við 2.000 fermetra land
er svokallað stofngjald 20.000
krónur og ársleiga landsins 2 krón-
ur á hvem fermetra eða samtals
4.000 krónur á ári. Landið er að
miklu leyti hulið hrauni og nýtur
skjóls Merkihvolsskógar efst í
Landsveit. Svæðið liggur við Ytri-
Rangá og er í 150 km frá Reykjavík.
Hafíst var handa við skipulagn-
ingu svæðisins sl. haust og þá voru
vegir lagðir. Þegar er búið að mæla
út fyrir 30 lóðum. Ef fólk kýs er
möguleiki á stærri lóðum en 2.000
fermetrum, en þó ekki minni. Sigur-
þór sagði að fyöldi fyrirspuma hefði
borist um lóðimar víðsvegar að af
Suðurlandi.
Númer 20 í stað 22
í Morgunblaðinu sl. laugardag
misritaðist húsnúmer í frétt þar sem
sagt var frá því að safnahúsinu á
Húsavík hefði verið ánafnað hálfri
húseign. Það rétta er að hús það
sem hér um ræðir er Túngata 20.
KERTAÞRÆÐIR
7mm & 8mm MONO-MAG"
Leióarí úr stðlMöndu. Sterkur og þolir
eð leggjast I kröppum beygjum. Við
nám aóeins 1/10 ef viðnámi kolþráða.
Margfök) neistagæði.
U Æk
-"W*®- wv
Fðanlegir ( passandi settum fyrir flestar tegundir bíla
G ”
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
aaaaaatsjú!!!?
Hvernig vœri að reyna
O eöa O o
/Vlagna C
Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGAÁL
(ALMgSi 0,5) Seltuþoliö.
Fjölbreyttar stærðir og þykktir.
ÁLPRÓFÍLAR FLATÁL
VINKILÁL SÍVALT ÁL
Lllll • ••
SINDRA^ ftgj lSTÁLHF
Borgartúni 31 sími 27222