Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 Afurðir hafsins undir einu þaki Fiskisýningin í Boston setur met í fjölbreytni og aðsókn eftirívar Guðmundsson Boston: — Fisksalar og fískkaup- menn hvaðanæva úr heiminum, þarámeðal allmargir íslendingar, voru meðal 7.500 manna, sem sóttu hina árlegu Boston-fiskisýningu, sem haldin var 11.—13. mars. Þetta er fjórða árið í röð, sem sýningin er haldin og það er ekki ofsagt, að sýningunni hefur vaxið fískur um hrygg. Alis voru það 450 fyrirtæki, sem tóku þátt í sýningunni. Þama var fískmeti frá Nýja Sjálandi, nokkrum Suður-Ameríku ríkjum, einsog t.d. Chile og Perú. Frá Evrópulöndum, t.d. var þama sægur Dana, Englendinga, Frakka og frá Hjaltalandseyjum og Slcot- landi. Af íslendinga hálfu bar hvað mest á Coldwater og Iceland Sea- food Corporation (SIS). Þar var og Sölumiðstöð lagmetis með vel upp setta sýningu, Iceland Harvest og Omega Sea Inc. sem hefír „Iceland Seas" vömmerki. (íslenska Útflutn- ingsmiðstöðin). Það vakti athygli á sýningunni er „Ungfrú heimur", íslenska feg- urðardrottnigin, Hólmfríður Karls- dóttir, birtist við sýningarbás Cold- waters. Hún hreif alla viðstadda með sínu virðulega og hlýlega við- móti. Menn kepptust um að fá tekna mynd af sér með fegurðardrottning- unni og tók hún því öllu með stakri ró og blíðu brosi. Rúmgóður sýningarsalur Sýningin var að þessu sinni til húsa í World Trade Center bygging- unni, sem er við fískihöfnina. Ný- lega hafði farið fram viðgerð og endumýjun á húsakynnum. Þama er gólfflötur um, 3 ekrur og hátt er til lofts og vítt til veggja. Þrátt fyrir hinn mikla mannQölda, sem fór um, bar hvergi á þrengslum. Almenningur hafði ekki aðgang að sýningunni, þar sem hún var helguð fískiðnaðnum eingöngu. Enginn aðgangseyrir var tekinn, en hver og einn gestur varð að skrá sig og nafn fyrirtækis síns og fékk nafnspjald með nafni og fyrir- tækisheiti. Þarna mátti heyra erlend mál og mállískur líkt og í Babel forðum. I flestum sýningarbásum var matur á borðum, sem sýningargestir nærðu sig á með glöðu geði. Það hefði verið sjálfskaparvíti, að hverfa frá hungraður. Allt að drukkna í lax og- rækju Það var ekki hægt að sjá annað en að þama væru komnar allar afurðir hafsins með tölu, að minnsta kosti allar físktegundir, sem nefnd- ar em í bók dr. Bjama Sæmunds- sonar, „Fiskamir" og vel það. Þama vom stóreflis skötur og gull-lax trúi ég að það hafi verið, sem ég sá á ís í einum Suður-Ameríkubásn- um. Stóreflis krabbar svömluðu í þar til gerðum kerjum, skelfískar allra tegunda allt niður í marflær, til skrauts. En mest bar á laxi og rækjum. Stundum fannst manni, að það væri lax ofan á lax hvar sem litið var. Silfurgljáandi stórlaxar frá Noregi og frá fjarlægum löndum öðmm. Allt var þetta eldislax, nýr, reyktur og kryddleginn. Það fór ekki á milli mála, að er talið barst að hinu mikla framboði á eldislaxi hraus mönnum hugur við, að ekki væri hægt að komast hjá því, að lax myndi lækka stórlega í verði áður en langt liði. „Ég held að verðið hafi bara fallið þegar í dag,“ sagði einn. Bragðað á íslenskum sjávarréttum. „Ekki yrði ég hissa þótt laxinn færi niður í þorskverð áður en lýk- ur,“ sagði annar. Irskur graflax með viskíbragði Irskt fyrirtæki hafði reyktan lax og lögurkryddaðan á boðstólum og bauð hverjum er hafa vildi bragð. Sá, er gætti búðarinnar, mr. Flynn að nafni, sagðist vera Flynn í fjórða lið, sem fengist við reykingu og krydd-gerðan lax. Þetta gengi mann fram af manni í Flynn- ættinni. Hann lagði áherslu á, að það væri eingöngu Atlantshafslax, sem þeir Flynnar fengjust við. Mr. Flynn bauð uppá bragð af krydd- legnum laxi með viskí-bragði. Til þess að sanna, að engin svik væm hér í tafli, hafði hann „Jameson"- viskíflösku á borðinu hjá sér. Óá- tekna að vísu, en sem sönnunar- gagn um að það væri ekta viskí- bragð af laxi þeirra Flynn-frænda. Enginn hreyfði mótmælum, né efaðist um að rétt væri farið með, enda dagur heilags Patreks í sjón- hendingu og á þeim degi er venju- lega viskí-bragð af öllu írsku. Hvort það er viskíbragðið af graflaxinum írska sem hænir að eða ekki, þá er það staðreynd, að írar hafa aukið innflutning sinn á reykt- um og gröfnum laxi til Bandaríkj- anna á undanförnum ámm. Sam- kvæmt verslunarskýrslum fluttu írar inn til Bandaríkjanna 15 smá- lestir af reyktum laxi árið 1980 og Ljósm. Jón Ásg. Sig. sama magn 1981. En 1984 hafði innflutningurinn tvöfaldast í 30 smálestir og eitthvað minna sl. ár. En írski laxinn með viskíbragðinu er ekki fátækra matur, 18—25 dollarar fyrir '/2 kíóið — þ.e. 738—1.025 íslenskar krónur, herra- mannsmatur. „Lax-borgarar“ frá Nýja-Sjálandi Það hlaut að koma að því — önnur nýjung á Boston-sýningunni vom „lax-borgarar“ frá Nýja-Sjá- landi. Ekki lagði sá er þetta ritar í að reyna bragðið. Var alinn uppá físki fímm daga vikunnar, að minnsta kosti, og hefir ekki lært átið á hamborgumm hvað þá fisk- Um markaðsmál landbúnaðarins: Vörustöðlun og verðmyndun eftir Gunnar Pál Ingólfsson Um markaðsmál land- búnaðarins, vöru- stöðlun og verðmyndun í umræðu um verðlagningu lambakjöts og þá sérstaklega varð- andi smásöluálgninguna hefur risið ágreiningur milli Verðlagsstofnun- ar og landbúnaðarráðuneytis. Ráðuneytið telur smásöluálagningu hafa hækkað, en Verðlagsstofnun heldur fram hinu gagnstæða og telur að ráðuneytið spili með rangar forsendur. Þessi ágreiningur er í sjálfu sér athyglisverður, en hverjar em ástæður fyrir þessum ágrein- ingi? Þær em fyrst og fremst þær að vömstöðlun er ekki fyrir hendi nema að mjög takmörkuðu leyti og er í grófum dráttum læri, hryggur, frampartur. Það em hreyfíngar innan þessara þriggja eininga sem vaida deilum og snýst t.d. eitt atrið- ið um hvort og hversu mikið af læri og hrygg fer í súpukjöt. En hvemig getur læri talist læri ef það fer í súpukjöt og hvemig getur hryggur talist hryggur ef hann fer í súpukjöt? Sannleikurinn er sá að báðum aðilum er vandi á höndum vegna þess að markviss vörustöðlun er ekki fyrir hendi. Kaupmönnum var áður seldur vandinn Allt fram á mitt ár 1984 var kaupmönnum seldur vandinn í formi heilla skrokka. Þar sem verð var ákveðið af sexmannanefnd á hinum ýmsu hlutum skrokksins var kaupmönnum mjög þröngur stakk- ur skorinn í álagningu þannig að í flestum kjötdeildum verslana var um taprekstur að ræða. Aðstæður á hveijum stað réðu úrslitum um hvort menn gátu gert sér mat úr þeim afskurði sem til féll og lagfært vægast sagt lítið áhugavert dæmi. Þetta leiddi til þess að áhugi kaup- manna á kjötsölu þvarr. Var svo komið á seinnihluta áttunda áratug- arins að kjötið var nánast komið út í hom hjá flestum verslunum lands- ins. Þetta var ekki síst áberandi í SS-búðum sem bar siðferðisleg skylda til að sinna kjötþættinum sérstaklega. En sem sjálfstæðum rekstrareiningum var vandinn hjá þeim hinn sami. Afurðasölurnar taka málin í sínar hendur Um mitt ár 1984 byijuðu afurða- sölumar að stykkja kjöt og pakka fyrir neytendamarkað. Þá strax var lagfærð álagning fyrir stykkjun um 7%, á því var full þörf því lítið fékkst fyrir að saga kjötið. En hvað varðar nýtingu lá vandinn ekki lengur hjá kaupmönnum, hann sat eftir hjá afurðasölunum. Og þá stendur eftir spumingin um það, að hvað miklu leyti sá vandi hefur farið út í verð- lagið. Happa og glappaaðferðin hefur fram á þennan dag ráðið um hvem- „Stórfelld markaðsleit og umfram allt vöru- þróun í lambakjöti gæti að hluta leyst vanda mjólkuriðnaðarins.“ 2. grein ig sundurtekning lambaskrokks fer fram og það er nánast undir þeim komið sem stendur við sögina hvemig til tekst með nýtingu. Það eru engar reglur til um stykkjun lambalqots, það er ekkert sem segir til um hvað mörg rif eiga að fylgja framparti, hversu mörg rif eiga að fylgja hrygg, hversu löng rif eiga að vera á hryggnum, hversu margir hryggjarliðir eiga að fylgja lærinu, úr hvaða hluta lærisins eru teknar lærissneiðar o.s.fr. Ef þessar reglur væru fyrir hendi væri í það minnsta leystur vandi landbúnaðarráðuneyt- is og verðlagsstofnunar um hvað er súpukjöt og hvað er ekki súpu- kjöt. Það er ekki vafí á að vömstöðl- un í þessa átt auðveldaði kaup- manninum að selja vömna og þá um leið viðskiptavinum að velja hana. Og að sjálfsögðu sparast tími sem nú fer í karp um slæma og góða bita. Framleiðsluverð — heildsöluverð Eitt furðulegasta fyrirbærið í þessu öllu saman er þp slátur- og heildsölukostnaður. A fyrsta stigi framleiðslunnar er keyrt upp í heild- söluverð. í reikningum sem Fram- leiðsluráð birtir í Helgarpóstinum 20. febrúar og í Tímanum 27. febrú- ar koma fram tölur sem verða að teljast mjög athyglisverðar. Vinnu- laun alls v/slátr. kr. 8,81 á kg kostnaður v/bókf. og sölu kr. 7,89, mism. kr. 0,92. Það em næstum sömu laun greidd fyrir bókfærslu og sölu og fyrir slátmnina sjálfa. Það gildir að 200 manns hafí unnið í 8 vikur við bókfærslu og sölu hjá Kaupfélagi Borgfírðinga haustið 1983, en tölumar gilda fyrir það tímabil. En þar með er ekki öll sagan sögð. Með því að binda heildsölu- verð strax við slátmn gefur það öðmm sem við afurðasölu fást sára- lítið sem ekki neitt svigrúm til verðmyndunar. Allflestar lq'öt- vinnslur selja að stómm hluta fram- leiðslu sína í heildsölu en verða að greiða hráefnið heildsöluverði. Þetta þýðir að það getur enginn með góðum árangri stundað vinnslu á kjöti nema hann hafi einnig slátr- un á hendi. Þetta rýrir að sjálfsögðu allan hvata til.frekari vömþróunar. Málið verður enn flóknara þegar kemur að útflutningi. Fáanlegt verð skal miðast við heildsöluverð hér innanlands. Þetta þýðir að í verði til erlends aðila skuli skila heildsölu- og dreifíngarkostnaði hér innan- lands. Það hlýtur að vera tímabært að spyija hvaða hagsmuni er verið að veija með þessu fyrirkomulagi? Hér verður að verða breyting á hið bráðasta. Sláturhúsunum ber að skila kjötinu á framleiðsluverði svo að sem flestum gefíst kostur á að þróa og markaðssetja þessa vöm innanlands sem erlendis. Flöskuhálsar í sölukerfinu Við lauslega skoðun á framleiðslu og sölukerfí landbúnaðarins koma í ljós margir flöskuhálsar. Það er ekki nokkur vafi á því að þeir eiga stóran þátt í minnkandi hlut lamba- kjöts á innlenda markaðinum. Stór- efld markaðsleit og umfram allt vömþróun í lambakjöti gæti að hluta leyst vanda mjólkuriðnaðar- ins. Þeir sem til þekkja vita að á sín- um tíma fór stór hluti sauðfjár- bænda út í mjólkurframleiðslu vegna þess hve tekjur í sauðfjár- rækt skiluðu sér seint, en tekjur í mjólkurframleiðslu þóttu koma fyrr og jafnar inn. Ef okkur tækist að finna markað fyrir lambakjötið mælir ekkert á móti því að þeirri þróun mætti ekki snúa við. En það em fleiri vandamál á ferðinni. Nú munu vera til um 1200 lestir af óseldu nautakjöti og til viðbótar má gera ráð fyrir óvenjumikilli slátmn á næstunni. Um það mál verður fjallað í næstu grein. Höfundur er framkvæmdastjóri í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.