Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 43 Einara A. Jóns- dóttir - Minning Fædd 8. febrúar 1902 Dáin 27. mars 1986 Auðs þótt beinan akir veg ævintreinistmeðan þú flytur á einum eins og ég allraseinasthéðan. (Einar Andrésson í Bólu.) Um síðustu aldamót bjuggu í Kirkjubæ í Norðurárdal í A-Húna- vatnssýslu Jón Jónsson, ættaður úr Skagafirði, og Halldóra Einars- dóttir Andréssonar í Bólu. Samleið þeirra hjóna var með ágætum, bæði voru þau greind og hagmælt, eljan — vinnuþrekið — hagsýnin — nýtnin — allt gekk þetta hönd í hönd. Tímamir voru erfíðir og ekki safnaðist þeim veraldarauður svo nokkru næmi. Samt glóði þeim gull í mundum. í garði þeirra gréru rauðar rósir, dætumar fjórar, þar lá auður þeirra og yndi: Gunnfríður Margrét, Jón- inna Ingibjörg, Þóra Aðalbjörg (móðir gr.höf.), Einara Andrea (heitin eftir móðurafa sínum). Allar vora systumar vel af guði gerðar, greindar og glæsilegar svo orð fór af. Stakan var þeim innan seilingar, Þóra sté feti framar, hún átti sér ljóðalaut upp við blátæran bæjarlækinn. Systumar lögðu for- eldram sínum allt sitt lið við bú- skapinn, en hleyptu ungar heim- draganum. Jóninna giftist ung og gerðist mikil búsýslukona. Hinar þijár héldu til Kaupmannahafnar og lögðu stund á fatasaum, sem þá þótti arðbær atvinnugrein. Gunn- fríður varð meistari í herrafata- saumi, Þóra og Einara í kjólasaumi. Þessi Kaupmannahafnarár vora þeim mikill gleðigjafi og víkkuðu sjóndeildarhring blómarósa úr ís- lenzkum afdal. Nú era Kirkjubæjarsystur allar. Sú yngsta þeirra, Einara Andrea, er til moldar borin f dag. Hún „flutti á einum" eins og afí hennar svo spaklega mælti, en héma megin grafar skildi hún eftir dýra sjóði, minningu um góða, fórnfúsa, heil- steypta konu, sem aldrei brást. „Hin sterka eik í storma gný hin stóra,göfgasál“. Við norðlenzku frænkumar hitt- umst fyrst að gagni einn sólardag á Seyðisfírði, þegar Einara heim- sótti foreldra mína ásamt Gunnfríði, Hirti Kristmundssyni, verðandi eig- inmanni sínum, og litlum syni frá fyrra hjónabandi, Jóni Gunnari (Billy) Kristinssyni, en þann mann missti Einara eftir fárra ára sam- búð. Þessi fallegi frændi minn átti heldur erfiða daga. Amor hafði bragðið á leik. Einara og Hjörtur kusu að ræða sín mál í einrúmi. Á tröppunum á Sólbakka sat lítill snáði og grét. Ég tók hann undir minn 14 ára verndarvæng og taldi mig upp frá því eiga í honum nokkur ftök. Einara hafði allt frá heimkomu sinni frá Kaupmannahöfn rekið saumastofu við góðan orðstír og hélt því áfram eftir giftinguna. Hjörtur var fyrst kennari við Laug- amesskóla, síðar skólastjóri Breiða- gerðisskóla. Margur átti glaðan dag hjá þessum gestrisnu, fróðu og skemmtilegu hjónum, sjálf átti ég þar mitt annað heimili. Einara var það bjarg, sem allir byggðu á, einkasonurinn öðram fremur, síðar bamabömin fjögur: Hjörtur, fæddur utan hjónabands, Einar Kristinn, Guðni Þór og Ingi- björg Vala, böm Jóns og Sigríðar Þórðardóttur, en þau slitu samvist- ir^ Haustið varð Einöra hijúft og kalt. Er eiginmaður hennar lá banaleguna fékk hún heilablæðingu og lamaðist vinstra megin, lágu þau hjónin hvort á sinni hæðinni í Landakoti. Þar andaðist Hjörtur 17. júní 1983 og mátti kona hans ekkert að honum hlynna. Ekki var raunum Einöra þar með lokið. Enn skyldi að henni vegið. Augasteinninn hennar, Jón Gunnar, var einnig frá henni tekinn eftir langt og kvalafullt dauðastríð. Síð- ustu vikumar bjó hann í íbúð móður sinnar, þar hittust þau í hinsta sinn í hjólastólunum sínum og áttu sína kveðjustund. Erindi úr eftirmælum, er Þóra orti um móður þeirra systra, fylgja frænku minni inn á eilífðarbrautir. „Ég höfði drýp hjá dufti því erdylurþessigröf meðan blik af bemskutrú brúardauðanshöf. Sú trú að látinn lifí berljósígrafarhúm hijóður andi öðlast sýn yfír tíma og rúm.“ Brynhildur H. Jóhannsdóttir. Við fæðumst í þennan heim við misjafnar aðstæður og tökum þátt í hringrás lífs og dauða — sumir lengur, aðrir skemur. Sumir búa við veikindi eða þungbæran harm í skemmri eða lengri tíma, aðrir fá notið æviskeiðsins við góða heilsu og án mikilla sviptinga. Að bæði harmur og veikindi fylgist að er ekki heldur sjaldgæft, og sannast þar máltækið: „Þegar ein bára rís er önnur vís.“ í fljótu bragði virðist þetta tilviljunum háð. í veikindum Einöra og ástvinamissi varð mér oft hugsað um hvers hún ætti að gjalda — þessi góða og hjálpfúsa kona sem vildi öllum vel. Ég kynntist þeim hjónum Einöra og Hirti gegnum eiginmann minn, Jón Bjömsson rithöfund, en þeir Hjörtur og Jón höfðu verið skóla- bræður í lýðháskólanum í Askov og héldu hópinn að námi loknu ásamt fleiri íslenskum nemendum. Tókst með okkur Einöra góð og varanleg vinátta. Á heimili þeirra hjóna ríkti glaðværð og þangað komu oft góðir gestir, einkum skáld og listamenn. Hjörtur Kristmunds- son skólastjóri, maður Einöra, var Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælls- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum & ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afinælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. þá hrókur alls fagnaðar og flugu honum stökur úr munni án nokkurr- ar fyrirhafnar, enda eldri bróðir Steins Steinarr skálds. En svo veiktist Hjörtur, síðan Einara, og dvöldust þau hvort á sinni deild í Landakotsspítala um hríð. Hún lömuð, hann með dauða- mein. Þau vora afar samrýnd og margur hugði henni ekki líf við andlát hans. í rúm tvö ár lá hún þama í sjúkrahúsinu, að mestu ósjálfbjarga en með fullri vitund án þess að æðrast — þótt fyrir kæmi að tár hiykki af hvarmi ef minnst var á liðnar stundir. Þá reis hol- skeflan: einkasonur hennar, Jón Gunnar, féll frá á miðjum aldri. Og nú, eftir u.þ.b. þriggja ára sjúkra- legu, er hún horfín sjálf. Flestir eiga sér trú og hana átti Einara í ríkum mæli. Ég efast ekki um að síðasta stund hennar hafí verið helguð látnum eiginmanni og syni í von um endurfundi, og læt ég hér fylgja með játningu Einsteins, þess manns sem ætla mætti að hefði haft trúna á vísindum að leið- arljósi, en hún hljóðar svo: „Einlæg og djúp sannfæring um návist há- leitrar vitsmunavera, sem segir til sín í óskiljanlegri veröld, mótar hugmyndir mínar um guð.“ Við hjónin vottum aðstandendum Einöra innilega samúð. Gréta Sigfúsdóttir Axel Jonsson fv. alþingismaður Fæddur 8. júní 1922 Dáinn 30. ágúst 1985 Ég sezt niður af því að mér er órótt. Það er sektarkennd af því að hafa ekki ritað á blað nokkur minningarorð um þennan góða vin er varð á leið minni á þingmannsár- unum. Fyrztu kynni mín af Axel vora þegar hann starfaði hjá Sjálf- stæðisflokknum. Á þeim áram vora héraðsmótin haldin um byggðir landsins í mörg ár og Axel var þar í fararbroddi með umsjón og ábyrgð og gerði það af næmleik og prýði. Þessar samkomur vora mjög vin- sælar. Þar mætti oftast einhver ráðherra flokksins með málefnalega ræðu og svo hópur ungs fólks til að skemmta. Staðimir vora valdir t.d. á Austurlandi frá Miklagarði í Vopnafírði nyrst til Sindrabæjar eða Mánagarðs syðst. Dreift á mörgum áram á félagsheimilin á Austur- landi. Margt er minnisstætt frá þessum áram og alúð og fyrir- hyggja Axels var frábær með umsjón á öllum farangri. í Sindrabæ sat ég eitt sinn í gesta- hópnum hjá Elíasi á Rauðabergi. Ellý Vilhjálms var meðal þeirra er skemmtu og heillaði alla með glæsi- Ieik og silfurþýðu röddinni á öllum tónsviðum. Fjóram sinnum kom hún fram í dagskrá og var í nýjum kjól í hvert skipti. Auðvitað heillaðist Elías eins og aðrir af röddinni, en fleira nam hann því að hann hvíslaði að mén Hún á mikið af kjólum, þama komnir fjórir. En kjólanna gætti Axel eins og alls annars far- angurs á milli staða, og eins konar fataskápar vora vandmeðfamir. Héraðsmótin og Axel vekja jafnan hlýju í huga mér. Svo varð Axel þingmaður. Hann var ótrúlega skyldur mér á allan máta. Og ef til vill stóð hann næst mér af öllum þingmönnum. Návist hans var ótrú- lega þægileg. Loftið varð hlýtt, það hafði sál. Já, hveiju á þetta að lýsa? Ég hefí nokkram sinnum komið í Alþingi eftir að ég hvarf þaðan. Til dæmis nokkram sinnum síðustu árin. Og nú fór ég að kanna sjálfan mig betur. Ég fínn enga sál í Al- þingi, ekki í Alþingishúsinu. Allt er þetta kaldara en á dögum okkar Axels. Skyldu það vera hugsjónim- ir, sem virðast horfnar úr þessu virðulega húsi? Ég sakna Axels Jónssonar; þess- ara mennsku hlýinda. Á heimili þeirra hjóna kom ég nokkram sinn- um. Úr beggja fasi andaði þeirri hlýju er segir satt um vináttuna. Ég vonaði lengi að eiga eitt skipti eftir enn að verma ellina með þessari sælukennd. Allir lifa glötuð augna- blik vona. Og þá er að taka því. Ég sendi þér Guðrún, hjartanlega samúðarkveðju og fjölskyidum. Það er svo gott að minnast Áxels Jóns- sonar. Jónas Pétursson. Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGA- Fjölbreyttar stærðir og þykktir Vinkiljárn L Ferkantað járn ■ Flatjárn _ Bakjárn m Sívalt járn • SINDRAi rm .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.