Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 27

Morgunblaðið - 09.04.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 27 Érik Lðnnroth (t.v.), framkvæmdastjóri Sænsku bókmenntaakademí- unnar, afhendir Villy Sörensen verðlaunin. Dani fær ný bók- menntaverðlaun - í tilefni af 200 ára afmæli Sænsku bókmenntaakademíunnar Stokkhólmi. AP. DANSKI rithöfundurinn Villy Sörensen varð fyrstur til að hljóta ný norræn bókmenntaverðlaun, sem sænska bókmenntaakademían veitti í tilefni af 200 ára afmæli sínu og afhent voru við hátíðlega athöfn i Stokkhólmi sl. laugardag hjónunum. Verðlaunaféð, sem nemur að þessu sinni 150.000 sænskum krón- um (um 840.000 ísl kr.), er gjöf fyrrum fastaritara akademíunnar, Karl Ragnar Gierow, sem var leik- ritaskáld. Verður þeim úthlutað árlega til norræns höfundar, að sögn hins nýja ritara, Sture Allen. Lars Gyldenstein rithöfundur, sem sagði af sér ritarastarfi í aka- demíunni fyrr á þessu ári, sagði um Sörensen, þegar verðlaunin voru afhent, að hann sameinaði frásagn- arlist H.C. Andersens og ástríðu- að viðstöddum sænsku konungs- fullan heimspekiáhuga Sörens Ki- erkegaard nútímaviðhorfum til umhverfis- og þjóðfélagsvanda- mála. Sörensen, sem á sæti í dönsku bókmenntaakademíunni, er þekktur gagnrýnandi og hefur sent frá sér ritgerðir um ýmsa höfunda, m.a. Nietzsche og Kafka. Hann hlaut dönsku bókmenntaverðlaunin, sem kennd eru við Georg Brandes, árið 1973 og bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1974. Noregur: Fjórir fórust er rækjubát hvolfdi Osló. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunbladsins. FJORIR norskir sjómenn hafa að öllum líkindum farist, eftir að fiskibátnum Mehamnfisk frá Mehamn í Finnmörku hvolfdi á Barents- hafi aðfaranótt sl. sunnudags. Báturinn, sem var 57 feta langur, var á rækjuveiðum, og hafa engin merki fundist um að nokkur báts- veijanna fjögurra hafi komist lífs af. Allan sunnudaginn fór fram umfangsmikil leit á svæðinu, í bát- um, þyrlum og flugvélum. Það var stinningskaldi og fjögurra til fimm metra ölduhæð, þegar bátnum hvolfdi skyndilega. Tveir björgunar- Grænland: Hyggjast sjálf- ir hefja ullar- þvott og vinnslu Kaupmannahofn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMVINNA grænlenskra fjár- bænda og íslensku ullarverk- smiðjunnar Álafoss mun ef til vill aðeins standa í eitt ár eða tvö. Formaður félags grænlenskra íjárbænda, Kaj Egede, sagði í við- tali við grænlenska útvarpið, að félagið hygðist sjálft heija ullar- þvott og vinnslu á Grænlandi, senni- lega í Narssaq. Taldi hann, að ullar- framleiðsla ársins 1987 mundi verða unnin á Grænlandi. Grænlenska blaðið Sermitsiak skrifar um íslensk-grænlenska ull- arsamvinnusamninginn í forystu- grein. Kveður blaðið samninginn í anda hefðbundins samstarfs milli iðnaðarlanda og þróunarlanda, þar sem þróunarlöndin láti hráefnin í té, en iðnaðarlöndin vinni úr þeim og selji þróunarlöndunum á ný með stórfelldum hagnaði. „Slíkt er ekki samvinna, sem sæmir tveimur jafn- réttháum aðilum," sagði í forystu- greininni. bátar voru um borð, en ólíklegt er talið, að nokkur bátsveijanna hafi náð að komast um borð í þá. Óhappið reið svo snöggt yfir, að Mehamnfisk gafst ekki ráðrúm til að senda út neyðarkall. Það var ekki fyrr en á sunnudagsmorgun, að veik neyðarköll heyrðust frá þessu svæði. En ekki þótti þá víst, að þar væri um að ræða skip í hafsnauð. Um sexleytið um morg- uninn bárust hins vegar skýr merki frá neyðarstaðsetningartæki og þá voru björgunaraðgerðir strax hafn- ar. 100.000 d.kr. til dansk- íslenzkrar orðabókar Á FUNDI stjórnar Norræna menningarmálasjóðsins 17. marz sl. var samþykkt að veita 3.508.000 d. kr. í styrki til 43 verkefna. Á meðal þeirra verk- efna, sem sjóðurinn ákvað að veita fé til, var útgáfa ísafoldar- verksmiðju á dansk—íslenskri orðabók og voru veittar 100.000 d. kr. í þessum tilgangi (um 500.000 ísl. kr.). Norræni menningarmálasjóður- inn hefur það að markmiði að efla norræna samvinnu á sviði menntun- ar, rannsókna og menningar. Á þessu ári hefur sjóðurinn 11. millj. d. kr. til rástöfunar. Jassballettskóli % Suðurveri — Breiðholti S. 8373«. (uppi) Jassballetskóli Báru opnar nýjan sal í efra Breiðholti 14. apríl nk. fyrir börn 7 ára og eldri stráka og stelp- ur. Fyrir unglinga 12-13 og 14-15 ára, stráka og stelpur. Ungtfólk 16ára og eldri. Innritun erhafin Nemendur sem eru í skólanum ath: Danspróf verða tekin á vornám- skeiði, 1.2.3.4. og 5. stig. Nem- endur skrái sig áfram hjá kennurum sínum. P.s. Kennsla á vornámskeiði fer eingöngu fram í Suðurveri uppi og í Breiðholti. Munið nemendasýningu Jass- ballettskóla Báru í Broadway 12. apríl. Stórgóð sýning með atriðum úr Choruslene og West Side Story o.fl. o.fl. BREIÐH0LTI 6 vikna vor- námskeið SUÐURVER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.