Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 EM íbadminton: Frost vann einliðaleikinn Morgunblaöið/Skapti Hallgrímsson. • Aftari röð frá vinstri: Jón Kristjánsson, AuAjón GuAmundsson og Siguróli Kristjánsson. Sitjandi eru, frá vinstri, Rúnar Kristjánsson sem tók viA viAurkenningu systur sinnar GuArúnar — sem kjörin var íþróttamaður ársins — og Halldór Áskelsson sem varð annar í kjörinu. og Gillian Gilks vann sinn sjöunda titil MORTEN Frost frá Danmörku vann landa sinn Ib Fredriksen í úrslitaleik einliðakeppninnar í badminton á Evrópumeistara- mótinu um helgina og tókst þar með að verja titilinn frá því í fyrra. Frost vann 15-8 og 15-2. í kvennaflokki vann Helen Troke frá Englandi Kirsten Larsen frá Danmörku í úrslítaleik 9-12, 11-3 og 11-2. í tvenndarleik unnu þau Martin Dew og Gillian Gilks sinn fjórða Evrópumeistaratitil er þau unnu þau Nigei Tier og Gillian Gowers, sem eru einnig frá Englandi, í úr- slitaleik 16-6 og 15-8. Þetta var í sjöunda sinn sem Gilks verður Evrópumeistari í badminton og Englendingar hafa unnið alla 12 meistaratitlana í tvenndarleik frá því árið 1968. ( tvíliðaleik kvenna unnu þær Gillian Gowers og Gillian Clark frá Englandi þær Dorte Kjaer og Nettie Nielsen frá Danmörku í jöfn- um leik 15-11 og 15-12. Það voru Danir sem unnu tvíliða- leik karla að þessu sinni. Steen Fladberg og Jesper Helledie unnu Svíana Stefan Karisson og Thomas Kihlstrom í úrslitaleik 15-12 og 18-17. í liðakeppninni unnu Danir Englendinga í úrslitum með þrem- ur vinningum gegn engum. Þingvallagangan: Tjörnina. Til keppninnar mættu margir af bestu hlaupurum lands- ins af yngri kynslóðinni. Úrslit hlaupsins urðu þau að Mennta- skólinn í Reykjavík sigraði bæði í karla og kvennaflokki. Besta ein- staklingstímanum náöi Steinn Jó- hannsson, nemandi við, Fjölbrauta- skólann í Ármúla. Steinn, sem hljóp með blandaðri sveit, fékk tím- ann 4:07 mín. í kvennaflokki náði bestum tíma Steinunn Jónsdóttir, 5:10,8mín. NIKE-umboðið, Austurbakki gaf Guðrún kjörin Iþróttamaður Akurevrar 1985 Akurayri. GUÐRUN H. Kristjánsdóttir, skíAakona úr KA, var á laugardag útnefnd fþróttamaður ársins á Akureyri fyrir árið 1985. Úrslit í Þyskaland: Alfreð gerði fimm Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttarhara Morgunblaðsins í Vestur-Þýskalandi. ALFREÐ Gíslason skoraði fimm mörk fyrir Essen er lið hans sigr- aði Bad Schwarztau, sem er í 3. deild, 25:22, f þýsku bikarkeppn- inni f handknattleik á laugardag- inn. Sigurður Sveinsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo f tapi liðsins gegn 2. deildarliðinu Berg- hamen, 19:24. Kiel sigraði Dankersen, 28:21, á heimavelli. Staðan í leikhléi var 13:10 fyrir Kiel. Páll Ólafsson náði sér ekki á strik hjá Dankersen, skoraði 3 mörk. Talið er líklegt að Páll endurnýji samning sinn hjá Dankersen eftir þetta keppnis- •tfmbil. Fimleikar: Fræðslu- fundur t Fræðslufundur á vegum Fim- leikasambands íslands verður aldlnn f dag í Kennslumiðstöð SÍ f Laugardal og hefst klukkan 20.30. Birgitta Baldursdóttir Iff- eðlisfræðingur mun ftytja erindi um öndunar- og þolþjálfun og Jónas Tryggvason ræðir um tækniatriði á bogahesti. Öllum er heimill aðgangur. kjörinu voru tilkynnt f hlái á árs- þingi ÍBA. Guðrún varð fjórfaldur íslands- meistari á Landsmótinu á skíöum um páskana fyrir réttu ári síöan og náði mjög góðum árangri í heild á síðasta keppnistímabili. Var m.a. valin Skíðamaður íslands 1985. Guðrún dvelur nú við æfingar og keppni erlendis og tók bróðir hennar, Rúnar, við verðlaunum systur sinnar. íþróttamaður ársins frá því í fyrra, Halldór Áskelsson knatt- spyrnumaður úr Þór, varð annar í kjörinu nú. Þriðji varð Auðjón Guðmund- son, júdómaður úr KA, en hann er einn fjölmargra bráðefnilegra júdómanna sem fram hafa komið á Akureyri undanfarin ár. Jón Krist- jánsson handknattleiksmaður úr KA varð fjórði í kjörinu. Jón er mikið efni og má geta þess að hann var fyrirliöi unglingalandsliösins á síð- asta keppnistímabili. Fimmti varð Siguróli Kristjánsson knattspyrnu- maður úr Þór. Siguróli lék í meist- araflokki i fyrsta skipti síðastliðið sumar og stóð sig mjög vel. Alls fengu 12 íþróttamenn stig í kjörinu nú en stig fimm efstu voru þannig: Guðrún hlaut 90 stig, Halldór 82, Auðjón 42, Jón 40 og Siguróli 35. Á þessu sést að Guðrún og Halldór skáru sig nokk- uðúr. Fimleikar: Stúlkurnar sigruðu en piltarnir urðu í neðsta sæti ÍSLENSKAR fimleikastúlkur urðu sigursælar I móti sem fram fór í Belgíu um síðustu helgi. Þar átt- ust við sveitir frá Belgfu og Hol- landi auk íslands. Stúlkurnar komu mikið á óvart og unnu keppnina, hlutu 93,50 stig en Belgar hlutu 92,05 stig f öðru sæti. Dóra Sif Óskarsdóttir varð stigahæst stúlknanna 24 sem á þessu móti kepptu, Dóra hlaut samanlagt 33,90 stig en þær Lára Hrafnkelsdóttir og Ingibjörg Sig- fúsdóttir urðu í fjórða sæti með 29,20 stig. Góður árangur hjá stúlkunum. Piltarnir sem kepptu á þessu móti náöu ekki eins góðum árangri og stúlkurnar. Þeir urðu í neðsta sæti hlutu 125,20 stig en Hollend- ingar unnu með 144,70 stig og Belgar hlutu 143,60 stig. Davið Ingason varð stigahæstur íslendinganna, hlaut 42,85 stig, og hafnaði í tíunda sæti. Baldvin vann ÞINGVALLARGANGAN var hald- in um sfðustu helgi. Fyrirhugað var að ganga mun lengra en raunin varð á. Það voru gengnir 21 kflómetri, en vegna snjóleysis var ekki hægt að ganga lengra. í keppnisflokki sigraði Baldvin Hermannsson frá Siglufirði, gekk á 1 klukkustund 09:42,80 mínút- um. Halldór Matthíasson varð annar og Kristján Halldórsson þriðji en þeir eru báðir úr Skíðafé- lagi Reykjavíkur. í almennum flokki sigraði Hall- dór Halldórsson, gekk á 1:39,22 klukkustundum. Magnús I. Óskarsson varð annar og Hilmar Björnsson varð þriðji. • Kvennasveit MR skipuðu þær Anna Gunnarsdóttir, Steinunn Jóns- dóttir, Sigrfður Eggertsdóttir og Helga Þórhallsdóttir. 9 Karlasveit MR skipuðu Garðar Sigurðsson, Knútur Hreinsson, Sigurður A. Jónsson og Frfmann Hreinsson. Framhaldsskólahlaup: MR vann báða flokkana Sunnudaginn 6. apríl var keppt f boðhlaupi milli framhaidsskól- anna. Keppnin, sem var öll hin skemmtilegasta, fór fram í blfö- skapar veðri við Tjörnina f Reykja- vík. Ekki hefur veriö keppt f þesari fþróttagrein sfðan 1973. En þá var keppnin f umsjón hins kunna þjálfara Ólafs Unnsteinssonar. Ætlunin er að hlaupið verði nú áriegur viðburður. Keppt var bæði í karla og kvennaflokki og keppnisvegalengd var 4x1500 metrar umhverfis vegleg verðlaun. íþróttaráð Menntaskólans í Reykjavík sá um framkvæmd hlaupsins, sem var öll með ágætum. MR vann báða flokkana eins og áöur segir en í öðru sæti í karla- flokki varð sveit Menntaskólans á Laugarvatni, MS varð í þriðja sæti, Fjölbraut í Breiðholti í því fjórða og Menntaskólinn í Kópavogi í fimmta. Hjá stúlkunum varð MK í öðru sæti, MS í þvi þriðja og sveit Fjöl- brautarskólans í Breiðholti í fjórða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.