Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 45 Minning: Guðmundur Kristiáns son frá Hvanneyri Fæddur 23.júní 1915 Dáinn 29. mars 1986 Í dag verður til moldar borinn frá Kópavogskirkju Frændi minn Guðmundur Kristjánsson frá Hvanneyri í Vestmannaeyjum. Guðmundur, eða Frændi eins og við öll í fjölskyldunni kölluðum hann, var næstelstur Qögurra bama hjón- anna Kristjáns Einarssonar Eyfell- ings og Guðbjargar Guðmunds- dóttur frá Batavíu í Vestmannaeyj- um. Böm þeirra vom: Ingibjörg, fædd 1913, Guðmundur, fæddur 1915, Sigurborg, móðir mín, fædd 1916 og Guðrún Magnúsína, fædd 1919. Nú þegar Frændi hefur verið burt kallaður er margs að minnast og vil ég í fáum orðum þakka honum ógleymanlegar stundir sem ná aftur til þess tíma er ég fyrst man eftir mér sem bam. Það má segja að straumur þeirra minninga heijist þegar Frændi vann hjá Flug- félagi Islands sem þá hét og hafði afgreiðslu að Skólavegi 2. Frændi var rútubílstjóri og keyrði fólki upp á flugvöll og til baka í bæinn, jafti- framt með því að vinna við af- grejðslu Flugfélagsins. A hveijum morgni svo að segja í mörg ár, kom hópur fólks saman og hélt uppi þjóðfélagsumræðum í eldhúsinu á Hvanneyri, æskuheimili mínu, sem stendur við Vestmanna- braut 60. Þama kom saman heilt samfélag fólks sem nú er flest horfið til feðra sinna. Þama vom arama, móðir Frænda, mamma, systir hans, Fríða í Ráðagerði, Þóra, Sítta, Guðmunda og Magga í Birt- ingarholti, Elínborg á Heiðarbrún, Magga frænka og fleiri og fleiri að ræða lífsins dag og veg. Þetta var á þeim tímum þegar sjónvarp, vídeó og ýmis nútímaþægindi vom ekki einu sinni komin á teikniborð hönn- uða nútímaheimsins. Því vom þetta tímar sem aldrei koma aftur. Avallt var Frændi miðdepill umræðnanna. Hann hafði skoðanir og álit á öllu og fátt var það sem hann lét sig ekki varða. Ég minnist einnig aðfangadags- kvöldanna heima á Hvanneyri er Qölskyldan kom saman. Alltaf beið maður spenntur eftir jólagjöfinni frá Frænda og Siggu. Frændi var höfðingi, sama hvort hann var að gefa afmælisgjafír eða jólagjafir. Ég minnist sérstaklega ferming- argjafarinnar. Það var aðal ferm- ingargjöfin á þeim ámm og auðvit- að var hún frá Frænda, Siggu og fjölskyldu. Það vom Hansa-hillur og skrifborð, græjur þess tíma. Frændi var maður umsvifa og athafna. Ég minnist þess að hann hafði á Faxastígnum benzínsölu, innrömmunarverkstæði, leigubíla- stöð, sjoppu, reiðhjólaverkstæði o.fl. Hann, Sigga og bömin hnýttu á og settu upp línu og fengum við peyj- amir auðvitað að hjálpa til. Hann var einnig með kindur. Fjölskyldan var stór svo það þurfti víða að afla lífsviðurværis. Sigga og Frændi bjuggu bömunum glæsilegt og kærleiksríkt heimili. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í Hvanneyr- arfjölskylduna. Móðir mín, Sigur- borg, systir Frænda, lést f septem- bermánuði 1981, og nú Frændi. Eftir af Hvanneyrarsystkinunum er því Magga frænka ein. Ingibjörg systir þeirra lést árið 1931 úr berkl- um. Stærsta happ Frænda á lífsleið- inni var þann 21. september 1940. Þá gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Sigríði Kristjánsdóttur, kjamakonu sem reyndist Frænda frábær eiginkona og húsmóðir eins og þær gerast beztar. Þau eignuð- ust fimm böm. Þau em: Guðbjörg, gift Agli Ragnarssyni, búsett að Kálfstöðum, Hjaltadal f Skagafirði, Kristján, giftur Ólöfu Bárðardóttur, nýflutt frá Eyjum og hafa hafið búskap að Steinum, Rang., Grétar, giftur Önnu Guðrúnu Hafsteins- dóttur, búsett á Seltjamamesi, Rannveig, gift Freni Joseph Jr., búsett í Dracut, Massachusetts, Bandaríkjunum og Guðný Helga, maður hennar er Bjöm Björgvins- son, sveitarsfjóri á Breiðdalsvfk þar sem þau em búsett. Frændi ól upp Guðmund er Sigga átti fyrir í fyrri sambúð. Hann var fimm ára er Frændi og Sigga giftust, Frændi gekk honum í föðurstað eins og eigin syni. Guðmundur hrapaði til bana í maímánuði 1953. Frændi og Sigga áttu heimili að Faxastíg 27 hér í Eyjum, en urðu að flytjast búferlum vegna gossins 1973. Þau áttu ekki afturkvæmt frekar en hundmð annarra. Frændi vann síðan hjá Flugleiðum á Reykjavíkurflugvelli allt til síðast- liðins árs er hann hætti störfum eftir áratugastarf hjá Flugleiðum. Guðmundur Frændi var ógleym- anlegur maður þeim sem honum kynntust. Mér er það til efs að við systkinin eignumst nokkum tíma annan eins Frænda. Ég er sann- færður um að ég mæli fyrir munn okkar allra; Svenna, Imbu, Magga, Guggu og Gfsla, systkinanna frá Hvanneyri, þegar ég segi að lokum: Elsku Frændi okkar. Þakka þér allar ánægjustundiraar sem þú veittir okkur á Faxastígnum og á Hvanneyri. Megi almáttugur góður Guð geyma þig og blessa uns við hittumst á ný. Eisku Sigga mín og böm og þið hin, sorg ykkar og missir er mikill, en minningin um dásamlegan eigin- mann og föður gleymist aldrei. Við Margo, Sóley og Andri vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Drottinn blessi Frænda minn. Ég lifí í Jesú nafni. ÍJesúnafniégdey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann eigi aflþittnévaldiðgilt. í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt (Hallgrímur Pétursson) Runólfur Gíslason frá Hvann- eyri, Vestmannaeyjum Jón Lárusson - Minning Fæddur 31. júlí 1908 Dáinn 20. mars 1986 Jón Lárusson fæddist í Ólafsvík. Sex ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínum, Lámsi Jónssyni og Halldóm Jónsdóttur, til Borgar- ness. Jón byijaði snemma að vinna fyrir sér og var vinnumaður í mörg ár á nokkmm bæjum á Mýmm. Var eftir honum sóst, enda maður- inn stór og sterkur og vinnusamur eftir því. Rúmlega þrítugur að aldri keypti Jón jörðina Anastaði í Hraunhreppi og flutti þangað ásamt sambýliskonu sinni, Hrefnu Stef- ánsdóttur. Þeim Jóni og Hrefríu varð ekki bama auðið, en tóku að sér fjögurra ára dreng, Halldór, og ólu hann upp. Halldór lést árið 1969, 27 ára að aldri. Jón og Hrefna slitu samvistir. Árið 1959 bregður Jón búi og flyst til Reykjavíkur. Var það hon- um ekki ljúft því hann unni sveit- inni. Bóndinn átti rík ítök í honum, t.d. hélt hann nákvæmt bókhald yfir bústofn sinn og þekkti allar kindur sínar með nafni. í Reykjavík starfaði Jón alla tíð hjá Eimskip hf. þar til hann hætti störfum árið 1978. Árið 1969 kynntist Jón Pálu K. Einarsdóttur, ekkju Björgvins Páls- sonar. Pála bjó þá á Hörgslandi á Síðu og starfaði við verslun Vest- ur-Skaftfellinga á staðnum. Vorið 1970 kemur Jón á Hörgsland og býr þar með Pálu í rúmt ár. Flytja þau þá til Reykjavíkur og hefja búskap á Framnesvegi. Giftu þau sigárið 1974. Árin með Pálu vom Jóni ham- ingjurík, enda áttu þau gott skap saman. Jón minntist þess oft hve heppinn hann var að kynnast Pálu. Líf þeirra beggja breyttist. Þau tóku sig m.a. upp og fóra tvisvar í sólar- landaferðir á ámnum 1972—74. Þau sóttu gömlu dansana meðan heilsa var til, en Jón var söngmaður og hafði gaman af dansi. Heimilið var myndarlegt og gestrisni í há- vegum höfð, borð ávallt hlaðin kökum að góðum sveitasið. Jón hafði mjög gaman af að fá gesti og var þá oft glatt á hjalla, enda maðurinn léttur í lund. Jón hafði mikið yndi af bömum og nutu bamaböm Pálu þess sérstaklega hve þau hjón vom bamgóð. Ég, sem þetta rita, þekkti Jón seinustu 15 ámm. Atvikin höguðu því þannig til að er ég kom frá námi erlendis sumarið 1982, fékk ég leigða neðri hæð í húsi Jóns og Pálu. Bjó ég þar í þijú ár og kynnt- ist Jóni vel. Samskipti okkar vom með miklum ágætum og var ávallt gott að spjalla við hann. Af mörgum góðum eiginleikum hans minnist ég þess áerstaklega hversu mikið hann lagði upp úr skilvísi. Hann greiddi ekki reikninga á gjalddaga, heldur um leið og þeir bámst. Honum var illa við skuldir, vildi heldur eiga inni hjá öðmm en aðrir ættu inni hjá sér. Mætti margt unga fólkið í dag af þessu viðhorfi læra. Seinustu tvö árin átti Jón við erfið veikindi að stríða. Pála og Ásta Lámsdóttir, systir hans, reyndust honum einstaklega vel í þeim erfíð- leikum. Þeim og öðmm vandamönn- um votta ég samúð mlna. Sigurður Pétur Sigmundsson t Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlót og útför eiginmanns mins og fööur okkar, INGA B. GRÖNDAL, Háaleitisbraut 121. Herdfs Gröndal, Guörún G. Gröndal, Sveinbjörn ö. Gröndal. t Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUÐMUNDAR INGVARSSONAR, Kirkjuvegi 28, Vestmannaeyjum. Clara Lambertsen, Jóhann Guðmundsson, Guöbjörg Kristjánsdóttir, Steinn Guðmundsson, Guöbjörg Petersen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, JÓELS SIGURÐSSONAR, Hraunbæ 114, Reykjavfk. Jónfna Jóhannsdóttir, Lilja Jóelsdóttir, Jóhann Jóelsson, Hafdfs Jóelsdóttir, Leifur Jóelsson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og utför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, PÁLS JÚLfUSAR EINARSSONAR, Hrafnistu, Laugarási. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góöa umönnun og hjúkrun. Þakkir færum viö safnaöarfólki Hvítasunnusafnaöarins fyrir þeirra framlag og hlýhug. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdafööur og afa, SIGURÐAR H. GUÐMUNDSSONAR, Sólvallagötu 2, Karólfna J. Lárusdóttir, Lárus Sigurösson, Valdfs Atladóttlr, Karólfna Lárusdóttir. t Hjartans þakklæti til allra þeirra sem heiöruöu minningu eiginmanns míns, SIGURJÓNS INGVARSSONAR. Guö blessi ykkur öll. Hólmfrföur Guöjónsdóttir og fjölskylda. t Þakka auðsýnda samúö og vináttu viö fráfall ÞÓRU G. ÞÓRÐARDÓTTUR, sem lóst 13. mars. Fyrir hönd aöstandenda, Gunnar Árnason. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tii birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast sfðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regia er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.