Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
25
Punjab:
400 öfgamenn
handteknir
Amritsar, Indlandi. AP.
FJÓRIR MENN voru skotnir til bana í Punjab-ríki í gær af ofstækis-
mönnum sikha og lögregla hefur handtekið 400 öfgamenn undan-
farna tvo daga af ótta við ofbeldisöldu um næstu helgi, er stríðs-
hátiðarhöld sikha verða haldin í borginni Baisakhi. Utgöngubann
ríkir í átta borgum í Punjab-ríki vegna ofbeldisins undanfarið og
bættist borgin Patisla í hópinn í gær, er þar brutust út óeirðir miUi
trúflokka sikha og hindúa.
Ofstækismenn sikha ásaka lög-
reglu fyrir ofsóknir og segjast ekki
bera ábyrgð á afleiðingunum ef
lögregla hættir ekki aðgerðum sín-
um. Nemendasamband sikha á
Indlandi hefur beint því til félaga
sinna að fara huldu höfði meðan á
aðgerðum lögreglu stendur. Margir
þeirra hafa nú þegar leitað hælis í
Gullna musterinu, helgasta stað
sikha. Lögregla segir að flestir
hinna handteknu tilheyri nemenda-
sambandinu, sem er herskátt og
krefst þess að sjálfstætt ríki sikha
verði sett á stofn.
Grænland:
Fiskveiðisamn-
ingur við Japani
Svlþjóð:
AP/Símamynd
Aukið eftirlit í Berlín
Eftirlit hefur verið aukið við bandarísku tveir menn og rúmlega 200 slösuðust. Annar
Andrew-herstöðina í Vestur-Berlín og eins og mannanna, sem létust, var bandarískur hermað-
sjá má á myndinni er leitað í öllum bílum, sem ur og leikur grunur á, að Líbýumenn hafi átt
til hennar koma. Sl. föstudag sprakk öflug aðild að ódæðinu.
sprengja á skemmtistað í borginni og létust þá
Kaupmannahöfn, Frá Nils Jörgvn Bruun, Grœnlandsfréttaritara Morgunblaðsins.
GRÆNLENSKA landstjórnin
hefur gert nýjan samning við
japanskt útgerðarfyrirtæki um
veiðar í grænlenskri lögsögu.
Hljóðar hann upp á 33.680 tonn
fram til áramóta og er þar aðal-
lega um að ræða karfa. Áður
hafði verið gerður samningur við
fyrirtækið um 14.000 tonn af
karfa og 2000 tonn af grálúðu.
Fyrir 33.680 tonnin mun jap-
anska fyrirtækið „Japan Deep Sea
Trawler Association" greiða 25
millj. dkr. en fyrir fyrri samninginn
10 millj. dkr. Verður samningurinn
endurskoðaður árlega.
Landsstjómin er skyldug sam-
kvæmt samningum við Evrópu-
bandalagið að bjóða því þann físk,
sem Grænlendingar geta ekki sjálfír
veitt, og var það gert þann 21.
desember sl. hvað varðar 14.000
og 2000 tonnin. 26. mars sl. kom
hins vegar það svar frá EB, að það
hefði áhuga á þessum veiðum.
Verkfalli frestað
um tvo sólarhringa
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
VERKFALLI
stofumanna,
18 þúsund skrif-
sem starfa hjá
Skriður kemst á undir-
búning leiðtogafundarins
Washington. AP.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, skýrði frá
því i gær, að í næsta mánuði
myndi hann eiga fund með
Edvard Shevardnadze, utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, og að
þar yrði undirbúinn fundur
þeirra Reagans og Gorbachevs.
Í gær frestuðu Bandarikja-
mnenn fyrirhugaðri kjarnorku-
sprengingu í tilraunaskyni.
Samkomulag varð um fund
Shultz og Shevardnadze á fundi,
sem Reagan, forseti, átti í gær
með Anatoly Dobrynin, sendiherra
Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, og
er gert ráð fyrir, að Shevardnadze
komi til Washington um miðjan
maí. í yfirlýsingu frá Shultz sagði,
að Dobrynin hefði tekið fram, að
Sovétmenn settu engin skilyrði
fyrir leiðtogafundinum en legðu
þó áherslu á, að hann yrði að bera
einhvem árangur.
Bandarískir embættismenn
skýrðu frá því í gær, að kjarnorku-
sprengingu í tilraunaskyni, sem
átti að gera þá um daginn, hefði
verið frestað. Engin skýring var
gefín á frestuninni en eftir öðrum
er haft, að tæknilegar ástæður
hafí valdið.
Gorbachev, Sovétleiðtogi,
bauðst í gær til að taka til at-
hugunar tiliögur Bandaríkjamanna
um eftirlit með kjamorkuspreng-
ingum í tilraunaskyni ef Banda-
ríkjastjóm vildi fallast á fund um
bann við slíkum sprengingum.
Kom þetta fram í ræðu, sem hann
flutti í Togliattiborg en þar sagði
hann ennfremur, að hann vildi eiga
fund með Reagan ef líklegt væri
að hann bæri einhvem árangur.
einkafyrirtækjum í Svíþjóð. var
frestað um tvo sólarhringa stuttu
áður en það átti að hefjást í
gærmorgun. Stjóm verkalýðs-
félagsins, PTK, sem boðaði verk-
fallið, ákvað þetta eftir fund með
samninganefnd sinni og em
menn nú bjartsýnni á að samn-
ingar náist án þess að til verk-
falla þurfi að koma.
Verkbanni vinnuveitenda, sem
boðað var vegna verkfallsins og
náði til 300 þúsund félaga í viðkom-
andi verkalýðsfélagi, var einnig
frestað. PTK gerir kröfur um hærri
laun til handa félagsmönnum sín-
um. Áhrif verkfallsins, ef til þess
kemur, em talin verða mjög víðtæk
og koma einkum við iðnað og
samgöngur. Þetta er ein harðasta
vinnudeila síðari ára í Svíþjóð.
ERLENT
Vjterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Líkamsrœkt J.S.B.
Vornámskeið 14. apríl
6 vikna
Bolholt
3ja vikna 3x í viku mánud.,
þriðjud., miðvikud.
Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Hörkupúl og svitatímar kl. 5.30-
6.30.
Sturtur — Sauna — Ljós.
Sími 36645.
Hraunberg
Kerfi 1. Fyrir konur á öllum aldri, flokkar
sem hæfa öllum.
Kerfi II. Rólegir tímar fyrir eldri konur
eða þær sem þurfa að fara varlega með
sig.
Kerfi III. Sérstakur megrunarkúr.
Kerfi IV. Aerobic J.S.B.
Okkar útfærsla af þrektímum með góð-
um teygjum. Eldfjörugir „púl“-tímar fyrir
stelpur og stráka.
Sturtur — Sauna — Ný og glæsileg að-
staða.
Sími 83730.
Allir fínna flokk við sitt hæfl hjá J.S.B.