Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Pétur Einarsson flugmálstjóri: Flugvélagerðir og flug- 'leiðir eru íhugunarefni ísjálf- boðavinnu Vaskir vélstjórnarmenn við lagfæring'ar á vél varðskipsins Þórs, sem verið er að breyta í „slysavarnaskóla“ Morgunblaðið/RAX PÉTUR Einarsson flugmála- stjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að spurning væri hvort verjandi væri að nota aðrar flugvélar á lengri flugleiðum hér innanlands en Norskir aðilar vilja kaupa hlut í Arnarflugi TVEIR norskir aðilar, þar af annar tengdur flugrekstri, hafa sýnt áhuga á að.kaupa 51% hlut i Arnarflugi. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hafa þessir aðilar þegar leitað til norsks fjár- málafyrirtækis um fjármögnun á kaupunum. . Eftir því sem heimildir Morgun- blaðsins segja mun fulltrúi fjármála- fyrirtækisins hins vegar ekki hafa I talið aðila þessa nógu fjárhagslega sterka til að ganga til kaupanna og ráðið þeim að fá fleiri til liðs við sig, en telja Amarflug fysilegan íjárfest- ingarkost að öðru leyti. Islendingur fórst í Lúx- emborg _ ÍSLENSKUR maður, Júlíus Kristinsson, lést af slysförum í Lúxemborg á mánudagskvöldið. Júlíus var hleðslustjóri hjá Car- golux og var hann við vinnu sína á Findel-flugvelli við Lúxemborg er slysið varð klukkan rúmlega tíu að staðartíma í gærkveldi. Verið var að afhlaða Boeing-þotu í eigu Car- golux. Talið er að hann hafí stöðvað færiband sem gámar eru fluttir eftir og farið síðan upp á pall sem gám- amir standa á til þess að athuga þá. Færibandið hefur þá farið aftur í gang og varð Júlíus á milli gáma. Hann var látinn þegar komið var að honum. Rannsókn slyssins stend- ur yfír hjá lögreglunni í Lúxemborg. J3P Júlíus Kristinsson fæddist 26. september 1932. Hann var tví- kvæntur og lætur eftir sig sjö böm. Sakadómur Akraness: Fyrstu dómar í okurmálinu kveðnir upp -JDÓMAR hafa verið kveðnir upp í Sakadómi Akraness yfír tveimur mönnum sem ákærðir voru í okur- málinu svonefnda. Eru þetta fyrstu dómar sem kveðnir eru upp í máli þessu, en alls voru ákærðir 123 einstaklingar, auk Hermanns Björg- vinssonar. Þar sem dómamir hafa ekki verið birtir viðkomandi er ekki -*nnnt að birta dómsorð að svo stöddu. þær sem búnar væru jafnþrýsti- búnaði í farþegaklefa og hverf- ilhreyflum; flugvélar sem komizt geta upp fyrir veður. Frá árinu 1980 hafa 29 manns látið lífið í tíu flugslysum hér á landi. í öllum tilvikum áttu litlar flugvélar í hlut. Ýmis atriði þykja styðja tilgátu um að hreyfilbilun hafi orðið í TF-ORM, sem fórst á Snæfells- nesi á laugardag. Pétur Einarsson segir ekkert hafa verið óeðlilegt við flugleið TF-ORM. Flugleiðimar á íslandi væru þó athugunarefni og sumar þeirra lægju yfír gífurlegt flalllendi. Þær væru þó bundnar við það, sem flugmálastjóri nefndi frekar fátæk- legt flugleiðsögukerfí hér á landi. Hann kvað t.d. flugieiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur liggja yrfír Skarðsheiði, sem væri skelfi- legt svæði fyrir flugvél, sem ekki væri búin jafnþrýstibúnaði og hverfilhreyflum, og væri á ferð í miklu róti og ísingu. Auk hugsanlegrar bilunar í hrejrfli TF-ORM beinist athygli rannsóknarmanna að veðurfarsleg- um þáttum, en ráðið er af fram- burði annars þeirra, sem lífs kom- ust af úr slysinu, að flugvélin hafí lent í mikilli Qallabylgju og niður- streymi. Hafí dýfan, sem flugvélin tók, verið það mikil að geysileg skelfíng hafí gripið um sig í flugvél- inni er hún hrapaði til jarðar. Sjá ennfremur forystugrein á bls. 28, samtal við flug- málastjóra og aðrar fréttir á bls. 4. Slysavarnafélagið: Þór breytt í kennsluskip NÚ ER unnið að því að breyta varðskipinu Þór, sem Slysavarnafélag íslands keypti af ríkinu á 1.000 krónur, þannig að það henti til þess að kenna sjó- mönnum slysavamir. Búið er að rífa innan úr miðskipinu og er verið að innrétta þar kennslustofu fyrir öryggisfræðslu sjó- manna, að sögn Þóris Gunnarssonar hjá Slysavamafé- laginu. Nú stendur yfír starfsvika hjá Vélskólanemum og eru 11 þeirra um borð í Þór með kennara að yfírfara vélar skipsins. Er sú vinna gefín. Sveinn H. Valdimarsson, fyrrum skipstjóri hjá Haf- skip, er umsjónarmaður um borð — „hann er allt í öllu“, sagði Þórir — og þiggur ekki kaup fyrir. Þá tekur As- grímur Bjömsson fyrrum erindreki Slysavamafélagsins þátt í verkinu „og bara af hreinum áhuga“, að sögn Þóris. Haraldur Henrysson forseti SVFÍ sagði, að í lauslegri kostnaðaráætlun um innréttingu í kennslusalnum og búnað til kennslunnar væri gert ráð fyrir, að sá þáttur kostaði eitthvað á þriðju milljón. Félaginu hefur borist vilyrði um einnar milljónar króna styrk frá Fiskimála- sjóði, „og það er mér gleðiefni að geta tilkynnt, að einmitt í dag (8. apríl) var Farmanna- og fiskimanna- sambandið að afhenda okkur 250.000 króna gjöf til þessara framkvæmda", sagði Haraldur. Vonast ert til, að hægt verði að koma á námskeiði um borð fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. Héraðsskólinn í Reykholti: Nemandi lést eftir að hafa tekið inn asmalyf — Fimm stúlkur í skólanum fluttar í sjúkrahús eftir að hafa tekið lyfið ófrjálsri hendi og neytt þess ÁTJÁN ára stúlka, nemandi í héraðsskólanum í Reykholti, lést síðdegis á mánudag eftir ofneyslu asmalyfs kvöldið áður. Stúlkan hafði ásamt fjórum skólasystrum sínum tekið ófrjálsri hendi mikið magn af asmalyfinu „theodur" frá einum nemanda skólans, sem er asmasjúklingur. Tóku stúlkurnar stóran skammt af lyfinu í þeim tilgangi að komast í vímu. Urðu þijár þeirra fárveikar og voru fluttar í skyndi í sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem stúlkan lést. Hinar stúlkumar em taldar úr lífshættu. Jónas Jónsson skólastjóri í af stað með stúlkumar um klukk- Reykholti sagði í samtali við an hálfeitt um nóttina og höfð Morgunblaðið að stúlkumar hefðu hnuplað lyfínu um tíuleytið á sunnudagskvöldið. „Þegar kenn- arar gengu sína venjulegu eftir- litsferð um herbergin klukkan hálftólf vom þijár stúlknanna orðnar fár/eikar. Það var bmgðist við í skyndi og eftir samráð við lækni var ákveðið að flytja þær strax í sjúkrahúsið á Akranesi," sagði Jón. Jón sagði að lagt hefði verið viðkoma í Borgamesi hjá heilsu- gæslulækni. Síðar um nóttina uppgötvaðist að tvær aðrar stúlk- ur höfðu neytt lyfsins, en þær vom sofnaðar þegar gengið var á herbergin um kvöldið. Þær höfðu neytt lyfsins í mun minna mæli, en þó var ákveðið að fara með þær í sjúkrahúsið líka. Stúlkumar fengu strax að- hlynningu í spítalanum og höfðu menn vonir um að þær myndu allar ná sér, að sögn Jóns. „En síðdegis á mánudag bámst þær hörmulegu fréttir að ein þeirra hefði látist. Því miður er ekki hægt að gefa neina aðra skýringu á þessum atburði en að hann sé enn eitt dæmið um óvitaskap unglinga í sambandi við lyf,“ sagði Jónas Jónsson skólastjóri. Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Borgamesi sagðist lítið geta sagt um málið í gær, þegar Morg- unblaðið leitaði til hans. Rannsókn stæði enn yfír ogyrði haldið áfram eftir því sem ástæða væri til. Hann sagði þó að-sér virtist allar líkur benda til að hér væri um slysni og óvitaskap að ræða. Asmalyfið „theodur“ er algeng- asta lyf við asma sem notað er í heiminum. Að sögn læknis sem Morgunblaðið ræddi við í gær veldur það ekki vímuáhrifum. Of mikill skammtur af því getur valdið ömm hjartslætti og tauga- titringi, en bráð eitmnareinkenni lýsa sér í krampa, sem getur leitt til dauða. Lyfíð er þeim eiginleika búið að það sogast hægt úr göm- inni inn í blóðrásina. Læknirinn sagði að mjög erfítt gæti verið að ráða við eitmnareinkenni af völdum lyfsins, bæði vegna þess hve hægvirkandi það er og eins vegna þess að krampastillandi lyf verkuðu illa gegn krampa af völd- um lyfsins. Taldi hann fulla ástæðu til að vara fólk við þeirri hættu sem þessu lyfi væri sam- fara, þótt það væri ekki á skrá yfír hættuleg lyf. Nemendur í Reykholtsskóla em rúmlega 100 talsins. Skólinn er gmnnskóli, en með framhalds- deildum. Fjórar stúlknanna stund- uðu framhaldsnám og vom á aldrinum 17—18 ára, en ein var í 9. bekk gmnnskólans, 15 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.