Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
Thailand:
Atti að myrða Casp
ar Weinberger?
Starfsmenn Rauða krossins bera á brott eitt af fórnarlömbum sprengjunnar í borginni Jounieh í Líban-
on í gær. Tíu manns biðu bana í sprengingunni og 110 manns særðust, en sprengjan sprakk við fjölfar-
ið torg í miðri borginni.
Bangkok, Thailandi. AP.
SPRENGJA sprakk um fimm
metra frá fyrirhugaðri leið
Caspars Weinbergers, vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna
um Bangkok og særðust þrír.
Weinberger var hvergi nálægur
þegar sprengjan sprakk.
Weinberger, sem nú er á ferð í
Thailandi, hefur verið vel tekið þar
og fagnað af íbúum landsins.
Sprengjunni var komið fyrir í
öskutunnu nálægt inngangi hótels,
þar sem Weinberger átti að snæða
kvöldverð í boði thailensku ríkis-
stjómarinnar. Hún sprakk um 90
mínútum áður en málsverðurinn
átti að heljast. Vegna sprengingar-
innar var málsverðurinn færður til
annars hótels. Ekki er kunnugt um
hveijir stóðu að sprengingunni, en
lögregla hefur hafið rannsókn
málsins. Mótmæli gegn Bandaríkj-
unum eru nær óþekkt fyrirbæri í
Thailandi.
Líbanon:
GENGI
GJALDMIÐLA
Lundúnum. AP.
BANDARÍSKI dalurínn féll
skyndilega á evrópskum gjald-
eyrismörkuðum i gær. Breska
pundið kostaði 1,4745 dali, hækk-
aði frá deginum áður úr 1,4523
dölum. Fjórir stærstu bankar
Bretlands lækkuðu vexti sína i
gær úr 11,5% í 11%. Hins vegar
hækkaði dalurínn gagnvart jap-
önsku yeni í gær, fjórða daginn
í röð, úr 181,15 í 181,45 yen.
Gengi dals gagnvart öðrum
helstu gjaldmiðlum heims var sem
hér segir, gengið frá því á mánudag
innan sviga. Dalurinn kostaði
2,3380 vestur-þýsk mörk (2,4035);
1,9700 svissneska franka (2,0135);
7,4500 franska franka (7,6575);
2,6330 hollensk gyllini (2,7040);
1.600,50 ítalskar lírur (1.644,00);
1,38345 kanadíska daii (1,38685).
Tíu manns létu lífið
í öflugri sprengingu
lAainiah ¥ ík'inAn A D
Jounieh, Líbanon. AP.
TÍU MANNS biðu bana og yfir 100 manns særðust, er sprengja
sprakk í bíl í hafnarborginni Jounieh í Líbanon í gær. Varð spreng-
ingin við aðaltorg borgarinnar í grennd við skrífstofur flokks
Arnins Gemayels forseta.
Mjög mannmargt var á torginu,
því að sprengingin átti sér stað
um hádegisbil, er fyöldi manns var
þar á ferli. Sprengjan var það
öflug, að BMW-bifreiðin, þar sem
henni hafði verið komið fyrir, rifn-
aði í tætlur. Þá hrundu veggir í
tveimur stórum skrifstofubygging-
um, sem næst stóðu og ennfremur
kviknaði í tuttugu og fímm bifreið-
um, sem stóðu þar nærri. Tjón
varð jafnvel á byggingum í 500
metrafjarlægð.
Lögreglan skýrði svo frá, að
kolbrunnin lík 10 manna hefðu
verið grafín undan hrundum veggj-
um aðliggjandi húsa. Til viðbótar
særðust á annað hundrað manns
í sprengingunni, þar af margir
alvarlega.
Til þessa hefur borgin Junieh
að miklu leyti sloppið við innan-
landsstyijöldina í Líbanon, en hún
er að mestu byggð kristnum
mönnum. Ekki er enn vitað, hver
ber ábyrgð á sprengingunni, en
einn af eftirlitsmönnum Samein-
uðu þjóðanna hikaði ekki við að
láta hafa eftir sér í dag: „Allir vita,
að Sýrlendingar standa að baki
þessu, en enginn þorir að segja
það.“
Rashid Karami, forsætisráð-
herra Líbanons, lýsti í dag spreng-
ingunni sem „lævísri og villimann-
legri“ og sagði: „Það eru alltaf
þeir saklausu, sem verða fóm-
arlömbin."
Verður kúrekaheljan
bæjarstjóri í Carmel?
Carmel-by-the-Sea, KaJiforníu. AP.
í GÆR fóru fram bæjarstjórakosningar i smábæ einum í Kali-
forníu, Carmel-by-the-Sea, og hefur liklega aldrei fyrr verið
fylgst jafnvel með kosningum, sem engu máli skipta fyrir landið
í heild. Þúsundir manna hafa komið til bæjarins og fréttamenn
og sjónvarpsmenn eru á hveiju strái. Astæðan er sú, að einn af
frambjóðendunum er leikarínn kunni, Clint Eastwood.
Vegna tímamunarins var kjör-
stöðum ekki lokað fyrr en klukkan
04 að ísl. tíma en Eastwood,
hetjan ósigrandi í mörgum kú-
reka- og leynilögreglumyndum,
var vongóður um að hreppa
embættið og 200 dollarana, sem
því fylgja í launum á mánuði.
Kosningaslagorðið hans er „Kurt-
eisi og ábyrg forysta" og virðist
það hafa fengið góðar undirtektir
hjá íbúunum því að í skoðana-
könnun, sem gerð var rétt fyrir
kosningamar, fékk Eastwood
atkvæði 61% þeirra, sem spurðir
voru.
Eastwood segir um helsta mót-
frambjóðanda sinn, frú Charlotte
Townsend, núverandi bæjarstjóra,
að hún sé mjög „neikvæð" og
hafí misnotað vald sitt sem bæjar-
stjóri. Hafí hún t.d. neitað að
hafa samstarf við verslunarmenn
í bænum um umferðarmál ýmis
konar og ekkert gert til að bæta
úr vatnsskorti og skorti á almenn-
ingssalemum. í Carmel eru engin
götuljós og lítið um bílastæði og
þar er bannað að setja upp neon-
ljósaskilti, mála hús í áberandi
litum eða koma fyrir sóltjöldum
yfír anddyri verslana. Townsend
segir aftur um Eastwood, að hann
sé bara leppur byggingabraskara
og muni, ef hann verður kjörinn,
stefna fleiri ferðamönnum til
bæjarins en hægt sé að taka á
móti.
Carmel er 193 km fyrir sunnan
San Francisco og búa þar 4825
manns. íbúamir em allir velmeg-
andi fólk og húsin falleg og dýr
en þar er einnig mikið um listsýn-
ingarsali og söfn og er staðurinn
eftirsóttur af ferðafólki.
Eastwood ákvað að bjóða sig
fram þegar bæjarstjómin neitaði
að gefa leyfí fyrir lítilli skrifstofu-
byggingu við hliðina á veitinga-
húsi, sem hann á hlut í. Fór hann
í mál við bæinn en féll svo frá
því þegar samningar tókust. Þetta
stapp gerði honum hins vegar
mjög gramt í geði.
„Mér datt í hug, að fyrst svona
væri komið fram við mig, óhjá-
kvæmilega nokkuð kunnan mann
með góð sambönd við fjölmiðlana,
hvað þá með aðra, sem þurfa að
koma einhverju í framkvæmd,"
sagði Eastwood.
■ ■
Clint Eastwood með bæjar-
blaðið í Carmel þar sem skýrt
er frá framboði hans.
Eastwood í nýjasta vestranum,
„Pale Rider“.
Sprengjaní Stokkhólmi:
Sömu tegundar
og sprengja í
Kaupmannahöfn
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
SPRENGJAN, sem sprakk fyrir
utan skrífstofu bandaríska flug-
félagsins North West Oríent í
Stokkhólmi á mánudagskvöld, er
sömu tegundar og sprengja sú
sem sprakk fyrír utan skrifstof-
ur sama flugfélags í Kaup-
mannahöfn í júní á síðasta árí,
en þá lést einn maður.
Sprengjunni var komið fyrir í
bakpoka fyrir fram skrifstofu flug-
félagsins. Framhlið skrifstofunnar
skemmdist mikið, en ekki urðu slys
á mönnum. Lögregla setti þegar
sérstakan vörð við allar bandarískar
byggingar í Stokkhólmi eftir
sprenginguna. Engin hefur lýst á
hendur sér ábyrgð af sprenging-
unni.
Peter Pears
Breski ten-
órinn Peter
Pears látinn
BRESKI tenórsöngvarinn
Peter Pears, sem Elísabet II
Bretadrottning aðlaði 1978,
lést nýlega á heimili sínu í
Aldeburgh í Suffolk. Hann var
75 ára að aldri.
Pears lærði til organista og
kórstjóra og nam söng í Royal
College of Music hjá Elenu Ger-
hard. Hann útskrifaðist árið
1933.
Pears var félagi í The BBC
Singers 1935—37 og dvaldist í
Bandaríkjunum, eins og Benjam-
in Britten, frá 1939—42, en þeir
neituðu báðir að gegna herþjón-
ustu af samviskuástæðum. Frá
1943—46 söng hann við Sadlers
Wells-óperuna vestra, eða þang-
að til hann gekk til liðs við The
New English Opera Group í
London.
Peter Pears var alla tíð tengd-
ur Benjamin Britten nánum
böndum, bæði í einkalífí og sem
listamaður. Söng hann titilhlut-
verkin í flestum óperum Brittens
og sum þeirra voru skrifuð fyrir
Pears.
Pears hélt rödd sinni langt
fram eftir aldri og var enn á
söngferðalögum árið 1980, en
1981 fékk hann slag. Þrátt fyrir
áfallið hélt hann áfram kennslu-
störfum hjá The Britten-Pears-
skólanum, sem er hluti af Alde-
burgh-menningarstofnuninni,
þangað til í síðustu viku.
Afganistan:
Hundruð falla í
hörðum bardögum
Islamabad, Pakistan, AP. J
STJÓRNARHERINN og her Sovétmanna í Afganistan eiga nú í
hörðum bardögum við skæruliða í suðausturhluta landsins. Hafa
hundruð manna af báðum aðilum fallið í þessum bardögum að
undanförnu.
Fjölmennar hersveitir Sovétmanna
og Kabúlstjómarinnar, studdar
herþotum og skriðdrekum, hafa að
undanfömu gert miklar árásir á
stöðvar skæruliða og aðflutnings-
leiðir þeirra í héraðinu Paktia og
öðrum svæðum meðfram landa-
mærunum við Pakistan. Haft er
eftir háttsettum foringjum úr röð-
um skæruliða, að þeir hafí misst
að minnsta kosti 100 manns í bar-
dögum frá því á föstudag. Em
bardagamir. hvað harðastir við
bækistöð skæruliða við Zhawar, þar
sem aðeins 5 kflómetrar eru á milli
hinna stríðandi fylkinga.
Bardagamir hafa síðan enn
breiðst út, einkum til Ningrahar-
héraðsins, og síðustu daga hafa
herþotur stjómarinnar og Sovét-
manna einnig haldið uppi miklum
loftárásum á stöðvar skæruliða í
Kunarhéraði, sem liggur norðar í
landinu.
Mjög harðir bardagar geisa enn-
fremur í Ghazni-héraði, sem liggur
norður og vestur af Paktia. Hafa
tugir líka af hermönnum stjómar-
innar verið fluttir til Kabúl til
greftrunar þar að undanfömu.