Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 36
36 MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 Kjaramál lögreglumanna eftir Tómas Jónsson Meirihluti lögreglumanna í landinu hefur sagt lausum störfum sínum og rennur uppsagnarfrestur flestra þeirra út 30. júní nk. Landssamband lögreglumanna hefur kannað hversu almennar uppsagnimar em, og telst okkur til að a.m.k. 350 lögreglumenn um land allt hafí lagt inn uppsagnarbréf. Flestir þessara manna em í hópi þeirra sem gegna hinum almennu störfum, menn á besta aldri og með vemlega starfs- reynslu. Þeir sem eftir sitja em fyrst og fremst æðstu yfírmenn, aldraðir lögreglumenn og nýliðar með fárra mánaða ráðningartíma og án starfsmenntunar. Þetta verður að telja váleg tíð- indi. Ástæða er til að landsmenn fái vitneskju um hvað veldur. Aðdragandi er nokkur en hefur ekki verið rakinn nema að litlu leyti í Qölmiðlum. Lögreglumenn hafa ekki verið gjamir á að hrópa á torgum um kjör sín. Undiralda hefur þó verið mikil, óánægja lög- reglumanna almenn um laun sín og kjör. Forystumenn lögreglu- manna hafa talað fyrir daufum eymm yfírvalda, varað þau við og reynt með trúlega of mikilli hóg- værð að ná fram sanngjömum og óhjákvæmilegum úrbótum, en ekki haft erindi sem erfíði. Fregnir hafa áður borist af ókyrrð í röðum lögreglumanna með kjör sín. Áður en þessi alda upp- sagna reið yfír var getið um í frétt- um að flótti væri óeðlilega mikill úr lögreglustarfinu í Reykjavík, 50 lögreglumenn, flestir á besta aldri höfðu horfíð úr lögreglunni í Reykjavík á fáum mánuðum. Flestir þeirra fóm í önnur störf miklu betur launuð og með skikkanlegum vinnutíma. Svo er að sjá að aðilar úti í þjóðfélaginu teiji reynda lög- reglumenn ákjósanlegt vinnuafl og kemur mér það ekki á óvart. Æðsta yfírstjóm lögreglunnar hefur ekkert séð athugavert við þetta og gert iítið úr, hvað þá að aðvaranir hafí verið teknar til greina. Flestir munu gera sér grein fyrir nauðsyn öflugrar en yfirvegaðrar löggæslu í landinu. Stjómvöld setja traust sitt á hana ekki síður en hinn almenni borgari. Það tekur mörg ár fyrir lögreglumann að öðlast þá þjálfun og reynslu sem nauðsynleg er>til að geta gegnt hinu fjölbreyti- lega starfí sínu með góðum árangri. Hver menntaður lögregiumaður er þjóðfélaginu nokkuð dýr og því mikilvægt fyrir landsmenn alla að svo sé um búið að lögreglumenn ,iendist í starfí. Sjálft lögreglustarf- ið er ekki eftirsóknarvert. Lögreglu- menn verða að takast á við ýmis þau verkefni sem aðrir veigra sér við að koma nærri. Lögreglustarfíð er ekki aðeins að koma lögum yfír afbrotamenn eða aðra þá sem reyna að sneiða hjá þeim reglum sem taldar eru nauðsynlegar í mannlegu samfélagi. Stór þáttur í starfínu er félagsleg aðstoð í sorglegustu mynd, hlutverk sáttasemjara á heimilum þegar mál eru þar á við- kvæmum stigum, svo eitthvað sé nefnt. Nú hafa lögreglumenn sjálfír tekið af skarið hópum saman og sagt lausum störfum sínum. Við viljum ekki vera annars flokks borgarar, við viljum að störf okkar séu metin að verðleikum og a.m.k. jafnt og annarra þeirra sem starfa að almannaheill. Má þar nefna hjúkrunarstéttir og kennara, sem þó eru ekki alsæl með kjör sín. Ég veit að margir lögreglumenn hafa verið að íhuga að hætta heldur en að taka þátt í að starf þeirra sé lítilsvirt. Margir munu hafa haldið í þá von að úr myndi rætast, en ekki óeðlilegt að menn gefíst upp að lokum. Lögreglumenn almennt gera sér ljósa grein fyrir mikilvægi starfsins og þykir þrátt fyrir allt vænt um það. Vonandi bera við- semjendur okkar gæfu til að koma til móts við kröfur okkar sem síður en svo eru ósanngjamar. Þá er enn möguleiki á að margir þeirra sem sagt hafa upp störfum komi inn í lögregluna á ný. Vonandi er kerfíð ekki svo ósveigjanlegt að samkomu- lagnáist. Ýmsir munu spyija hvort lög- reglumenn ætli að bijóta niður það samkomulag sem gert var í vetur með skynsamlegum samningum og hjöðnun verðbólgu. Það ætla lög- reglumenn ekki að gera. En hveijar eru þá kröfur lögreglumanna? Þær má gróflega telja í fjórum liðum: 1. Grunnlaun verði hækkuð mjög verulega, og jafnframt dregið úr yfírvinnu. 2. Óryggismál lögreglumanna verði í alvöru tekin til endurskoð- unar og viðunandi niðurstaða fengin. 3. Lífeyrisaldur verði lækkaður. 4. Menntun lögreglumanna verði stóraukin, þar á meðal fyrir yfírmenn. Flestum mun kunnugt að lög- reglumenn hafa unnið mjög mikla yfírvinnu og af sumum talið til hlunninda. Það má til sanns vegar færa þegar sjálf grunnlaunin eru með eindæmum lág. Einhvemveg- inn verða menn að lifa. Hægt er að færa rök að því að grunnlaunum hafí beinlínis verið haldið niðri með þessari miklu yfírvinnu. Yfírvinnan er ódýr kostur fyrir ríkissjóð þar sem menn eru kallaðir til á álags- tímum og sendir heim síðan. Meirihiuti lögreglumanr.a vinnur vaktavinnu og raunar er réttara að segja að allir lögreglumenn vinna vaktavinnu mikinn hluta starfsæfí sinnar í lögreglu. Yfírvinna er að miklum meirihluta unnin á nóttunni og um helgar, og algengt mun vera að lögreglumenn vinni allt að 100 klukkustundir í yfírvinnu á mánuði að jafnaði. Af því má ljóst vera að lítill tími verður til að sinna einka- málum eða §ölskyldu. Lögreglu- menn einangrast m.a. félagslega. Það er engin launung, og get ég þar talað af eigin reynslu, að maður hefur aldrei haft tíma til að kynnast bömum sínum, hvað þá að vera þeim leiðtogi eða félagi. Hver eru svo launin? Byijunar- laun lögreglumanns eru nú 20.786 krónur á mánuði. Meðallaun allra félaga í BSRB em um 30.450, en meðallaun lögreglumanna 30.000 krónur. Við náum því ekki meðaltali starfsmanna innan BSRB. Þegar löggæsla var færð úr höndum sveitarfélaga til ríkisins um áramót 1973 vom gerðir fyrstu sérkjarasamningar Landsambands lögreglumanna og íjármálaráð- herra. Þá þurfti að ákvarða hvar í launakerfínu skyldi skáka lögreglu- mönnum. Niðurstaða varð sú að þeim var skipað við hlið heilsu- gæslustétta og kennara. Var það raunar í samræmi við það sem tíðk- ast hafði hjá lögreglunni í Reykja- vík, sem samið hafði við Reykjavík- urborg. Þessar viðmiðunarstéttir hrópa ekki húrra fyrir kjömm sínum í dag, og er ljósasta dæmið um kennara sem flestum mun kunnt. Samt hefur sú orðið raunin á liðnum ámm að lögreglumenn hafa dregist vemlega aftur úr þessum hópum, svo að nemur trúlega 6-7 launa- flokkum eða 18-20%. Krafa okkar er að standa á ný jafnfætis þessum viðmiðunarstéttum. Jafnframt að með hagræðingu verði reynt að draga úr yfirvinnu, svo óvíst er að heildarlaunapakkinn þurfí að hækka svo nokkm nemi. Öryggismál lögreglumanna hafa mjög verið til umræðu að undan- fömu. Viðræður hafa átt sér stað um ýmsa þætti öryggismála, sem ekki snerta lögreglumenn eina, heldur einnig það fólk sem Iögreglu- menn þurfa að hafa afskipti af. Þrátt fyrir jákvæðar undirtektir hefur engin niðurstaða orðið. Síðan hefur komið upp nýr flötur á störf- um lögreglu sem er skotvopnaburð- ur. Réttarstaða þeirra lögreglu- manna sem gert er að vinna störf sín vopnaðir byssum er engin um- fram aðra þjóðfélagsins þegna að því er virðist. Svo er að sjá að hægt sé að skipa öllum lögreglu- mönnum að bera skotvopn, en hverskonar óhöpp eða slys sem af því geta hlotist virðast á ábyrgð lögreglumannanna sjálfra. Við vilj- um að ótvíráða húsbóndaábyrgð. Úti um landið er algengt að lögreglumenn starfí einir eða svo fáir að þeir verða einir að fara í erfíð útköll. Við teljum slíkt óveij- andi bæði fyrir lögreglumanninn sjálfan og þá sem þarf að hafa afskipti af. Við viljum að öiyggis þessara manna sé gætt í starfí. I síðustu sérkjarasamningum Landsambands lögreglumanna og fjármálaráðherra var sérstök bókun um lífeyrismál. Hún var svohljóð- andi: „Forystumenn lög- reglumanna hafa talað fyrir daufum eyrum yf irvalda, varað þau við og reynt með trúlega of mikilli hógværð að ná fram sanngjörnum og óhjákvæmilegum úrbótum, en ekki haft erindi sem erfiði.“ „Á árinu 1985 verði eftirlauna- mál lögreglumanna tekin til sér- stakrar athugunar. Gagnaöflun og gerð útreikninga verði á veg- um dómsmálaráðuneytis og ljár- málaráðuneytis í samvinnu við menn sem Landsamband lög- reglumanna tilnefnir. Því starfí skal vera lokið fyrir 15. maí 1985. Ráðuneytin vilja stuðla að jákvæðri lausn þessara mála og munu beita sér fyrir nauðsynlegri lagabreytingu um þau atriði sem samkomulag verður um.“ Tryggingafræðingur var fenginn til að kanna dánaraldur vaktavinnu- manna í lögreglunni í Reykjavík og var niðurstaða sú að svo virtist sem vaktavinnumenn í lögreglu ættu mun skemmri lífslíkur en menn sem unnu reglubundinn vinnudag. Gæti þar munað allt að 10 árum. Dregið hefur verið í efa að þessi rannsókn sé fyllilega marktæk, hún nái yfír of skamman tíma og önnur atriði geti haft þar áhrif. Fyrir lögreglu- menn er þetta uggvænleg niður- staða, ekki síst fyrir þá sök að þegar menn eru valdir til lögreglustarfa er sérstakt tillit tekið til hreysti og góðrar heilsu. Má því ætla að þeir sem ráðnir eru til lögreglustarfa séu þá yfír meðallagi hvað varðar heilsu og hreysti. Við krefjumst því að staðið verði við bókunina og eftir- launaaidur lögreglumanna verði lækkaður. Við viljum að menntun lögreglu- manna verði endurskoðuð og aukin verulega. Sú reglugerð sem gildir um Lögregluskólann og sett var eftir þrýsting frá samtökum lög- reglumanna hefur aldrei verið fram- kvæmd að fullu. T.d. hefur ekki farið þar fram sérstakt nám fyrir yfírmenn í lögreglu. Verkefni lög- reglumanna verða sífellt fjölþættari og flóknari. Aukin menntun lög- reglumanna hlýtur því að vera jafn- sjálfsögð og nauðsynleg og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Enginn fast- ráðinn kennari er við Lögregluskól- ann og það heyrir til undantekninga ef kennaramenntaður maður annast þar fræðslu. Okkur er kunnugt um að mikil áhersla er lögð á menntun og starfsþjálfun verðandi lögreglu- manna á hinum Norðurlöndunum. Þar kemur tæpast til greina að lögreglumenn séu settir að fullu til starfa fyrr en að lokinni skólagöngu og sérstakri starfsþjálfun. Til að auka veg löggæslunnar og traust almennings á lögreglunni viljum við að sá háttur verði tekinn upp hér. Við lögreglumenn berum enn þá von í bijósti að ríkisvaldið beri gæfu til að skilja afstöðu okkar og koma til móts við kröfur okkar. Með því sýnir ríkisvaldið í verki að það vill trausta og velmenntaða lögreglu í þessu landi, og mun þá traust almennings aukast á lög- reglu. Ég veit að lögreglumenn eru reiðubúnir til að sýna að þeir eru traustsins verðir. Ég læt hér staðar numið að sinni, hefí aðeins greint frá helstu atriðum sem valda óánægju lögreglumanna. Vona ég að fólk sé nokkru nær um hvað að baki þeirri óánægju býr. Höfundur er formaður Landsam- bands lögreglumanna og varð- stjóri ílögreglunni á Selfossi. Reykjavík: Clenn Close og Jeff Bridges í hlutverkum sínum. Alþýðuflokkurinn leggur fram lista sinn Stjörnubíó sýnir „Skörðótta hnífsblaðið“ Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram lista sinn við borgarstjóm- arkosningarnar í vor. Listinn er þannig skipaður: Bjami P. Magnússon iðnrekandi Álftalandi 1, 2. Bryndís Schram húsmóðir Vesturgötu 38, 3. Ragn- heiður Björk Guðmundsdóttir skrif- •stofumaður Skúlagötu 52, 4. Krist- ín, Amalds aðstoðarskólameistari Vdsturbergi 69, 5. Halldór Jónsson læknir Tómasarhaga 9, 6. Viðar Scheving múrari Orrahólum 7, 7. Kristín Jónsdóttir kennari Reka- granda 8, 8. Jón Baldur Lorange, skrifstofustjóri Eskihlíð 14, 9. Björk Jónsdóttir verkakona Hábergi 12, 10. Ragna Hrönn Jóhannesdóttir iðnyerkamaður Suðurhólum 28, 11. Skjöldur Þorgrímsson fiskmats- maður Skriðustekk 7, 12. Ásta Benediktsdóttir skrifstofumaður Miklubraut 62,13. GuðlaugurGauti Jónsson arkitekt Mímisvegi 2, 14. Bryndís Kristjánsdóttir skrifstofu- maður Fomhaga 24, 15. Gylfí Þ. Gíslason skrifstofumaður Barma- hlíð 50, 16. Ásgerður Bjamadóttir bankaritari Giljalandi 33,17. Gissur Símonarson trésmiður Bólstaðar- hlíð 34, 18. Kristinn Grétarsson múrarameistari Kambaseli 51, 19. Ásrún Hauksdóttir bankamaður Hverfísgötu 100, 20. Amar Júlíus- son nemi Sólheimum 23, 21. Svana Steinsdóttir nemi Dalalandi 11, 22. Haukur Morthens tónlistarmaður Heiðargerði 41, 23. Hulda Kristins- dóttir húsmóðir Birkihlíð 16, 24. Jón Hjálmarsson húsvörður Skúla- túni 2, 25. Herdís Þorvaidsdóttir leikari Dunhaga 19,26. Jón Ágústs- son prentari Hverfísgötu 21, 27. Elma Samúelsdóttir húsmóðir Sunnuvegi 3, 28. Björgvin Guð- mundsson viðskiptafræðingur Hlyngerði 1, 29. Sjöfn Sigurbjöms- dóttir kennari Keilufelli 8, og 30. Sigurður E. Guðmundsson borgar- fulltrúi Raufarseli 11. Athygli vekur að Sigurður E. Guðmundsson núverandi borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins skipar að þessu sinni heiðurssæti listans, en hann tapaði sem kunnugt er í kosn- ingu um 1. sætið fyrir Bjama P. Magnússyni í prófkjöri fyrr á þessu ári. Stjörnubíó hefur hafið sýning- ar á sakamálamyndinni „Skörð- ótta hnífsblaðið“ (Jagged Edge) með þeim Glenn Close og Jeff Bridges í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Richard Marquand. Myndin hefst á því að Page Forrester, falleg og efnuð eiginkona Jacks Forresters, fínnst myrt ásamt þjónustustúlku sinni í afskekktu húsi þeirra hjóna við ströndina. Jack finnst, hinsvegar, Hálf meðvit- undarlaus eftir höfuðhögg. Jack er ritstjóri dagblaðs í eigu Page og eru allai’ eigur skráðar í hennar nafni. Saksóknari grunar Jack strax um verknaðinn. Forrester leitar aðstoð- ar lögmanna sinna. Hjá þeim starf- ar Teddy, ung og einstæð tveggja bama móðir, fyrrum aðstoðarmaður saksóknarans, og lyktar málum þannig að hún tekur að sér hlutverk veijandans, sannfærð um sakleysi skjólstæðings síns. Teddy leggur sig í lima við að kynnast Jack nánar enda er hann mjög aðlaðandi per- sónuleiki. Réttarhöldin heíjast. Teddy er vel undir þau búin og í fyrstu kemur henni fátt á óvart í málflutningi saksóknara. Teddy er sannfærð um sakleysi Jacks og ráða tilfinningarþarekki minnstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.