Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986. 37 Minning: Sigurleifur F.G. Jóhannsson, ísafirði Fæddur 26. maí 1920 Dáinn 2. apríl 1986 Sigurleifur Friðrik Guðmundur Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, andaðist í Landakotsspítalan- um í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl sl., laust fyrir miðnætti. Hann hafði þá átt í marga mánuði við veikindi að stríða. Hann fæddist á Auðkúlu í Amar- firði 26. maí 1920. Foreldrar hans voru hjónin Bjamey J. Friðriksdóttir og Jóhann Jónsson, skipstjóri og bóndi, sem bæði em löngu látin. Sigurleifur var yngstur 9 barna foreldra sinna. Af systkinum hans, sem öll komust til fullorðinsára, voru þijú látin á undan honum, tvær systur og einn bróðir. Sigur- leifur flutti með móður sinni til Isa- fjarðar á árinu 1935 og átti þar heima síðan. Sama árið fluttist bróðir hans, Jón Ásbjörn, yfirlög- regluþjónn og síðar skattstjóri, einnig til Isafjarðar og nokkm síðar systir hans, Jensína, kona Guðjóns E. Jónssonar, bankastjóra. Árið 1949 kvæntist Sigurleifur eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Andrésdóttur Straumland, frá Fossá í Barðastrandarsýslu, hinni mætustu konu. Þau eignuðust þtjár dætur, sem allar em búsettar í Reykjavík: Svala er myndlistarmað- ur, Bjamey er hjúkmnarfræðingur og á hún þijá unga syni. Maður hennar er Vilmundur Þorsteinsson, smiður. Kristín er kennari og á hún eina dóttur. Maður hennar er Krist- ján Sveinbjömsson, rafvirki. Starfsævi Sigurleifs var öll á ísafirði. Fljótlega eftir komu sína til ísafjarðar réðst hann í bygginga- vinnu til sveitunga síns, Páls Krist- jánssonar frá Stapadal, sem þá byggði m.a. kennarabústaðina við Urðarveg. Nokkm síðar hóf hann svo nám í járnsmíði hjá Vélsmiðj- unni Þór í Hæstakaupstað. Hann hafði því starfað að iðn sinni í nærfellt hálfa öld, þegar veikindin knúðu hann til að leggja niður störf nokkm fyrir síðustu áramót. Um 1950 stofnsetti henn eigin vél- smiðju, sem hann rak nokkur fyrstu árin í samvinnu við gamlan starfs- félaga sinn úr Þór, Benóný Bald- vinsson. Upp frá því má segja, að lífsstarf hans væri samofíð upp- byggingu frystiiðnaðarins á ísafirði. Tilviljanir og framþróun á ýmsum sviðum ráða oft miklu um örlög manna. Ég held, að það hafi þó ekki verið tilviljun, að lífsstarf Sigurleifs Jóhannssonar og upp- bygging þessarar atvinnugreinar á ísafirði tengdust svo mjög, sem raun bar vitni. Þar fór margt saman. Frystihúsin á ísaflrði vom að byggja upp starfsemi sína ein- mitt á þeim ámm , sem hann var ungur námssveinn í Þór, og þá kom til ný tækni í iðngrein hans — raf- suðan — sem átti eftir að valda algjörri byltingu í iðngreininni. Hann var opinn fyrir nýjungum og fljótur að tileinka sér þessa tækni og sagði mér frá því sjálfur og lagði á það mikla áherzlu, að nú gerðu menn sér ekki grein fyrir þeirri stór- kostlegu breytingu, sem rafsuðan olli á sínum tíma. Væri þar lflrt á komið og með aðrar framfarir, sem eftir á þykja sjálfsagðir hlutir. Þess varð ekki langt að bíða, að ýmsir aðilar sæktust eftir vinnu hans. Einn þeirra manna var Hálf- dán í Búð. Fljótlega eftir að Sigur- leifur byijaði í Þór tókst með þeim vinátta, þó að aldursmunur væri mikill, og leitaði Hálfdán strax til hans, þegar hann hóf uppbyggingu sína í Norðurtanganum árið 1942. Enginn annar en Sigurleifur mátti vinna ýmis verk fyrir hann og kunni hann af því margar skemmtilegar sögur. Kemur það raunar engum á óvart, sem fylgzt hefír með störfum Sigurleifs á liðnum árum og þekktu jafnframt Hálfdán í Búð. Fundum okkar Sigurleifs bar fyrst saman vorið 1945, þegar ég hóf störf hjá Þórði Finnbogasyni, rafvirkjameistara, sem þá hafði starfsemi sína í Hæstakaupstaðar- búðinni. Gangvegir lágu milli vinnu- staða okkar, svo að við hittumst nær daglega á þeim árum. Tíminn leið og samskiptin urðu minni, en seinustu tvo áratugina hafa sam- skiptin verið náin og get ég vart hugsað mér ráðhollari mann. Hann var einstaklega hugkvæmur og verklaginn maður, sannkallaður völdundur. Hann var vandfysinn á alla vinnu og frágang og þoldi illa að sjá ljótt handbragð eða hroð- virknislegan frágang. Átti hann til að gera óþægilegar athugasemdir, þegar honum þótti iðnaðarmenn ekki vanda verk sitt nægilega vel og bætti þá oft við í gamansömum tón, að ekki yrði sér þakkað fyrir slíkan frágang. Sigurleifur var mikill verkmaður. Lengst af var störfum hans þannig háttað, að hann þurfti oft að vinna um helgar og á þeim tíma sólar- hringsins, sem aðrir voru ekki að störfum, svo að framleiðslustörfm gætu haldið ótruflað áfram. Hann lauk dagsverki sínu skömmu fyrir síðustu áramót. Þá lagði hann suðutækin frá sér, þrotinn að kröft- um. Þegar hann skilaði síðasta verkinu frá sér lét hann svo um mælt, að hann vissi ekki, hvort það félli í sinn hlut að koma því fyrir. Þá duldist engum, sem til þekkti, að lífskrafturinn var þrotinn. Sigurleifur var heilsteyptur maður, einarður og traustur. Hann gat oft verið spaugsamur og átti létt með að kasta fram vísum. Hafði hann oft gaman af að skilja eftir vísur hjá vinnufélögum sínum, ú þegar hann hafði lokið dagsverki, og ætlaðist þá að sjálfsögðu til svars í bundnu máli. Að eðlisfari var hann þó miklu fremur dulur maður. Kom það glöggt fram í veikindum hans undir lokin. Hann brá sér lítt, þó að sjúkleikinn lamaði starfsþrek hans og ekkert virtist honum fjar- lægara, en kikna undan því oki, sem þannig var á hann lagt. Hann stóð meðan stætt var og skilaði frá sér þeim verkefnum, sem hann hafði tekið að sér. Hann var án alls efa umhyggju- samur eiginmaður, góður faðir og traustur vinur. Hamingja fjölskyld- unnar var hamingja hans. Þannig kynntist ég þessum fallna heiðurs- manni. Samfélagið er fátækara við brottför hans. Ég votta aðstandendum hans öllum einlæga samúð. Jón Páll Halldórsson Það eru ekki mörg ár síðan forlögin höguðu því svo til að við Sigurleifur kynntumst. Það var um Jónsmess- una 1981, að fundum okkar Kristín- ar dóttur hans bar saman. Það var um jólin sama ár, að hann kom suður frá ísafirði. Þau hjónin ætl- uðu að halda jólin hér fyrir sunnan og um leið að kanna þann mann sem dóttir þeirra var farin að búa með. Þó eilítillar spennu hafi gætt þegar við heilsuðumst fyrst, þá hvarf hún fljótt þegar við fórum að spjalla saman. Það var skeinmtilegt að kynnast Sigurleifl, hann var þessi sanni Vestfirðingur af Arnarfjarðarkyni. Hann var harðduglegur, sterkur og samviskusamur. Hann byggði upp stórt verkstæði og rak það með því sniði að hann var allt í öllu. Leifi var margt til lista lagt, hann var útsjónarsamur og snjall smiður, sem margir smíðagripir hans úr málmi bera vitni. Þá gat hann ort hinar bestu vísur, sem ortar voru við ýmis tækifæri til hinna ýmsu manna. Þó löng vegalengd væri á milli okkar, leið vart sú vika að við töluð- um ekki saman. Leifur fylgdist með öllu hjá okkur og gaf ráðleggingar í föðurlegum tón. Hann var heiðar- legur og rnikfll vinur vina sinna, en slíkum mönnum fer fækkandi. Við ræddum stundum pólitík. Hann þóttist ekki tilheyra neinum flokki, en hafði þó skoðanir á flestum málum. Veikindi Sigurleifs komu í ljós í nóvember síðastliðnum. Hann fór í uppskurð og var þá Ijóst hversu alvarleg veikindi hans voru. Síðustu mánuðir voru honum erfiðir, en hann bar sig þó vel alveg fram til þess síðasta. Það er mikill missir þegar Sigur- leifur kveður, aðeins 65 ára gamall. Þar fellur frá einn af öðlingum þessa lands. Ég vil votta eftirlifandi konu hans Ingu Straumland mína dýpstu samúð. Kristján Sveinbjörnsson Hann afi okkar á ísó, Sigurleifur Jóhannsson ísafirði er látinn. Að vera barn sem spyr og fær svör sem það skilur ekki er erfitt. Af hveiju dó afl, og hvert fór hann? Er hann engill núna? Og skýringar þeirra fullorðnu svo sem afí þreyttur, afí mikið veikur, afí sofa, afí á spítala, afí er dáinn. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Að eiga afa og ömmu úti á landi, sem senda boð og peninga fyrir flugmiðum til ísa- Q'arðar oft á ári er ekki lítið. Afa sem býr á sjávarkambi, með fuglum og bátum. Afa sem fer með stráka að veiða marhnúta og ufs'á niður á bryggju á kvöldin. Afa sem á stóra vélsmiðju með alls kyns tækjum og tökkum sem læra mátti á. Afa sem smíðaði rúm og sverð úr áli á einu kvöldi. Afa sem sagði sögur og trallaði litla gutta í svefn á kvöldin, átti alltaf nammi og teikniblöð. Afi á ísó hafði alltaf gott sam- band, hringdi nær daglega í afa- - stráka sína og ræddi málin. Sérstaklega ber þó að þakka þá miklu umhyggju og ástúð sem hann og amma sýndu elsta bamabami- sínu Leifí Inga fyrstu árin, en segja má að afi hafi gengið Leifí í föður- stað fyrstu þijú æviárin. Afi vann alltaf mikið, en hafði oftast tíma og huga hjá afastrákum. Megi minningin um góðan, hlýjan afa, í bláum vinnugalla með pijóna- húfu verma afastrákum um ókomna framtíð. Guð styrki ömmu í sorg sinni. Kveðja frá Leifi Inga, Steina og Jóa SNIGILD/CLUR Frá WANGEN GMBH Með eða án drifbúnaðar. (^.LANDSSMÐJAN HF. SÖLVHÓLSGOIU 13-101 REYKJAVlK SlMI (91) 20680 VERSLUN: ARMÚLA 23. r % borðviftur UUJ J)\\ ■//>«'////'iv Þekking Reynsla Þjónusta ISANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.