Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986
33
Deila kennara og ríkis:
Ríkið býður sömu
kjör og BHM-R
SAMNINGANEFNDIR ríkisins og kcnnara sátu á viðræðufundi i
gær. Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands íslands sagði að
kennurum hefði verið boðinn samningur samhljóða aðalkjarasamn-
ingi BHM-R.
„Við ræddum svolítið nokkra
þætti þess samnings og hvort hugs-
anlegar væru einhverjar breytingar
— ekki einungis hvað varðar launa-
liði heldur liði svo sem bókanir um
viðræður um samningsrétt opin-
berra starfsmanna," sagði Valgeir.
Ekki varð nein niðurstaða á
þessum fundi, en að sögn Valgeirs
verður annar fundur haldinn nk.
þriðjudag og eiga kennarar þá von
á formlegu tilboði frá ríkinu.
Morgun verðarfundur:
Fráríkisrekstri
til einkarekstrar
*
I skoðunarferð um Grjótaþorp
Landsnefnd Alþjóða verslun-
arráðsins efnir til morgunverð-
arfundar í Áttahagasal Hótel
Sögu á fimmtudagsmorgun og
þar mun dr. Eamonn Butler,
framkvæmdastjóri Adam Smith
Institute í London halda fyrir-
lestur um efnið - Frá ríkisrekstri
til einkarekstrar. Mæting og
morgunverður er kl. 8.30 en
fyrirlesturinn hefst kl. 8.45.
Butler er ungur að árum, fæddur
1947 í Bretlandi og hefur lokið
M. A. gráðu í hagfræði og sálarfræði
og doktorsgráðu í heimspeki. Hann
vann við rannsóknir fyrir fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings 1976-77 og
var einnig háskólakennari þar
vestra um tíma en síðan 1978 hefur
hann verið framkvæmdastjóri
stofnunar Adam Smith í London
auk þess að ritstýra The British
Insurance Broker Joumal. Þrátt
fyrir ungan aldur liggja eftir hann
sjö bækur, sem hann hefur ýmist
gefíð út einn eða í samvinnu við
aðra.
Butler hefur farið víða til að
kynna hugmyndir sínar um kosti
þess að draga úr ríkisrekstri og
auka umsvif einkarekstrar. I fyrir-
lestri sínum hér mun hann fjalla
um þessa hugmyndafræði, um 22
aðferðir til að ná þessu takmarki
og fjalla um það hver árangurinn
hefur orðið í Evrópu þar sem þess-
um nýju aðferðum hefur verið beitt
til að draga úr ríkisrekstri og um
leið ríkisútgjöldum.
Stjórn íbúasamtaka Gijótaþorps bauð borgar-
ráðsmönnum og nokkrum embættismönnum
borgarinnar í skoðunarferð um Gijótaþorp í
gær. Fulltrúar stjórnarinnar kynntu þau mál sem
íbuarnir bera helst fyrir bijósti og lögðu áherslu
á að hafnar yrðu framkvæmdir við endanlegan
frágang á götum í hverfinu í áföngum. Sömuleið-
is bentu þeir á að nauðsynlegt væri að leysa
þann vanda sem skapast af bifreiðum sem lagt
er á auðum svæðum i Gijótaþorpi á daginn. Þá
skoðuðu gestimir nokkur hús sem hafa verið
endurbyggð og vöktu þau hrifningu.
Kjarasamningarnir á Bolungarvík:
Kostnaður bæjarfélagsins
650.000—800.000 krónur
Kennarar fá einnig 30.000 króna lágmarkslaun
Dr. Eamonn Bunker
KJARASAMNINGUR bæjarsjóðs
Bolungarvíkur og starfsmanna
bæjarins, sem i sér felur 30.000
króna lágmarkslaun, kostar bæj-
arsjóð 650.000 til 800.000 krón-
um meira á þessu ári en ef samið
hefði verið eins og í aðalkjara-
samningunum. Reiknað er með
að þessi auknu útgjöld komi
niður á framkvæmdum í bænum.
Ólafur Kristjánsson forseti bæj-
arstjómar Bolungarvíkur og fulltrúi
í launamálanefnd sagði í samtali
við Morgunblaðið að í apríl kæmu
3.000 króna bætur ofan á lægstu
laun og síðan 3.000 í mánuði hveij-
um þar til 30.000 króna markinu
yrði náð og því ættu allir starfs-
menn að hafa náð 1. september
næstkomandi. Hann sagði það
stefnuna að allir starfsmenn bæjar-
ins nytu þessara kjara og ætti hann
von á því að það næði einnig yfír
kennara á staðnum. Bæjarsjóður
myndi þá á sama hátt greiða ofan
á laun þeirra frá ríkinu þar til þeir
næðu 30.000 króna lágmarkinu.
Yfirvinna myndi samt sem áður
áfram reiknast út frá aðalkjara-
samningum.
Ólafur sagði að bæjarstjórn vildi
taka þátt í því að leysa þann vanda
þjóðarinnar sem fælist í of lágum
lágmarkslaunum. Hann teldi þessa
hækkun óhjákvæmilega fyrir þá
lægstlaunuðu, hvar sem væri á
landinu, og með því að hækka laun-
in nú væri verið að koma í veg fyrir
útgjöld opinberra aðila sem síðar
hlytu að koma vegna félagslegra
afleiðinga lágu launanna. Þetta
væri í raun fyrirbyggjandi aðgerðir
og tími til kominn að talið um
mannsæmandi laun væri ekki að-
eins í orði heldur einnig á borði.
Bolungarvíkursamningarnir:
„Ýmislegt við samn-
ingana að athuga“
- segir Einar Jónatansson bæjarfulltrói Sjálfstæðisflokksins
„ÉG TEL ýmislegt athugavert við þennan samning bæjaríns og þá um niðurstöðuna.
fyrst að samstaðan í nýgerðum kjarasamningum var rofin,“ sagði
Einar Jónatansson bæjarstjómarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Bol-
ungarvík um nýgerðan samning bæjarstjórnarinnar og Verkalýðs-
og sjómannafélags Bolungarvíkur, þar sem kveðið er á um 30.000
króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu frá 1. september nk. til handa
þeim félagsmönnum sem vinna hjá bænum.
Einar kvað þetta vera hækkun, kynntar bæjarfulltrúum. Nefndin
Katrín syngnr með
Sinf óníuhlj ómsveitinni
KATRÍN Sigurðardóttir sópran-
söngkona syngur með Sinfóniu-
hljómsveit íslands á tónleikum
annað kvöld. Þetta er í annað
sinn sem þessi unga söngkona
kemur fram með hljómsveitinni,
en hún söng áður á „Amadeus“-
tónleikunum f desember sl.
í efnisskrá hljómsveitarinnar
fyrir yfirstandandi starfsár, sem
prentuð var sl. haust, er þess getið
að bandaríska söngkonan Sylvia
McNair muni fara með sópranhlut-
verkið í „Stabat Mater" en skömmu
eftir útkomu efnisskrárinnar var
gerð sú breyting að Katrín var ráðin
til að syngja hlutverkið.
Flytjendur „Stabat Mater" eftir
Dvorák á tónleikunum annað kvöld
verða Katrín Sigurðardóttir, Sigríð-
ur Ella Magnúsdóttir, Guðbjöm
Guðbjömsson, William Sharp ásamt
Söngsveitinni Fíjharmóníu og Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Stjómandi
tónleikanna verður Guðmundur
Emilsson. (Fréttatilkynning)
sem ekki væri hægt að hleypa út
í atvinnulífíð án þess, að verðbólgan
tæki aftur að aukast. Með samn-
ingnum væri farið út á þá braut
að greiða fámennum hópi mun
hærri laun en þorri launamanna í
bænum nyti. Þá bryti þetta í bága
við þá stefnu sem launþegar hefðu
fylgt, að starfsaldur skyldi metinn
til launahækkunar. „Það gæti farið
svo,“ sagði hann, „að sextán ára
unglingur, sem byijaði hjá bænum
1. september, fengi sömu laun og
maður sem hefur unnið þar ámm
saman. Og að öllu óbreyttu verður
hver sá, sem hefur störf hjá bænum,
á hærra tímakaupi en iðnaðarmenn
í Bolungarvík, að ekki sé minnst á
verkamenn og verslunarfólk. Ef svo
færi, að iðnaðarmenn fylgdu í kjöl-
farið, hækkaði einnig verð á útseldri
vinnu og kæmi það illa við heimilin,
og þjónustufyrirtæki í iðnaði í
bænum yrðu ekki samkeppnisfær
við önnur á markaðinum við ísa-
fjarðardjúp."
Þá kvaðst Einar hafa ýmislegt
við það að athuga hvemig staðið
hefði verið að samningunum.
„Fundur samninganefndar bæjarins
var haldinn á skírdagsmorgun, án
þess að nokkrar kröfur hefðu verið
skrifaði undir samninginn á þeim
fundi og við bæjarfulltrúar, sem
ekki vomm í nefndinni, heyrðum í
rauninni ekkert um málið fyrr en
búið var að skrifa undir," sagði
Einar.
Hann sagði, að sjálfstæðismenn
hefðu reynt að fá afgreiðslu málsins
frestað í bæjarstjóm meðan at-
hugað væri hvaða kostnað og aðrar
afleiðingar samningurinn hefði í för
með sér, en fulltrúar Framsóknar-
flokksins og H-listans, samstarfs-
aðila sjálfstæðismanna í bæjar-
stjóminni, hefðu ekki tekið það í
mál, þrátt fyrir að í samstarfssátt-
mála væri kveðið á um að þannig
skuli taka á ágreiningsmálum. A
bæjarstjómarfundi lagði forseti
bæjarstjómar enn fram frestunar-
tillögu, sem þó fól í sér vissa viður-
kenningu á samkomulagi samn-
inganefndar. Tillagan var felld með
fímm atkvæðum gegn fjórum at-
kvæðum sjálfstæðismanna.
Sjálfstæðismenn samþykktu síð-
an samningana — töldu að þeir
væm ekki sjálfum sér samkvæmir
ef þeir höfnuðu þeim, þar sem þeir
höfðu gert ráð fyrir því í frestunar-
tillögunni að samþykkja þá að ein-
hveiju leyti. Enda breytti það engu
Þetta var mat
okkar á þessum tíma,“ sagði Einar,
„en það er álitamál hvort það var
rétt.“
Hann sagðist þess fullviss, að ef
menn hefðu sest niður í rólegheitum
og skoðað málin, þá hefði fengist
önnur niðurstaða og betri fyrir alla
hina lægst launuðu í bænum og til
sóma fyrir bæjarstjóm.
„Þessi launahækkun er sótt í
vasa skattborgaranna og ég hefði
viljað sjá fjármununum varið á
annan veg þannig að þeir nýttust
öllu láglaunafólki í Bolungarvík,"
sagði Einar Jónatansson að lokum.
Athugasemd:
Voru ekki ná-
lægt f lakinu
Amgrímur Hermannsson, sem
var í leitarstjóm Flugbjörgunar-
sveitarinnar í Reykjavík við leitina
að flugvélinni TF-ORM sl. laugar-
dag, vildi taka fram, að misskilning-
ur væri í frásögn Morgunblaðsins
af atburðinum, þar sem segði, að
leitarmenn frá björgunarsveitinni
Berserkjum hefðu gengið hringinn
í kring um flak vélarinnar án þess
að sjá það. Rétt væri, að þeir, sem
næst hefðu komist flakinu, hefðu
verið í um tveggja kílómetra ijar-
lægð frá því þegar þeir urðu að
snúa við vegna veðurs.