Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 Erlend sendiráð á íslandi: Hafa ekki svarað fyrirspurn- um utanríkisráðuneytis um starfsmenn og leiguhúsnæði ERLEND sendiráð í Reykjavík hafa ekki svarað fyrirspurnum utanríkisráðuneytisins um starfsmenn þeirra og þau störf, sem hver þeirra hefur með höndum, né heldur fyrirspurnum um leigu- húsnæði á þeirra vegum og hveijir nýta það. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í gær, er Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, svaraði fyrirspum frá Gunnari G. Schram (S.-Rn.) um hvað liði fram- kvæmd ályktunar Alþingis á síðasta ári um takmörkun á umsvifum er- lendra sendiráða hér á landi. Utan- ríkisráðherra taldi, að engin ástæða væri til að ætla að svör bærust ekki frá hinum erlendu sendiráðum og sagði, að utanríkisráðuneytið myndi íylgja því eftir. Utanríkisráðherra sagði, að jafn- framt fyrirspumunum til sendiráð- anna hefði ráðuneytið beitt sér fyrir endurskráningu Bifreiðaeftirlitsins á bifreiðum sendiráða og sendiráðs- starfsmanna, sem auðkenna myndi bifreiðar þeirra betur en nú er gert, og væri það verk nýhafið. Þá sagði ráðherra, að haldið yrði áfram að athuga ráðstafanir, sem miðuðu að því að framfylgja ályktun Alþingis. í máli fyrirspyrjanda kom fram, að hann telur umsvif sumra sendi- ráða hér á landi komin út fyrir eðlileg mörk. Hann benti á, að það væri á valdsviði íslenskra stjóm- valda að setja reglur er takmörkuðu fjöldi erlendra sendiráðsmanna, stærð lóða þeirra hér og húsnæðis- kaup. Hjörleifur Guttormsson (Abl.— Al.) kvaðst leggja áherslu á gagn- kvæmnissjónarmið í þessu máli. Minnti hann í því sambandi á tak- markanir á ferðafrelsi íslenskra sendiráðsmanna í Sovétríkjunum og þá kvöð á íslenska ferðamenn, sem til Bandaríkjanna fara, að leita eftir sérstakri vegabréfsáritun. Hart deilt um synjun á utandagskrárumræðu ÞINGMENN Alþýðubandalags- ins áttu í gær frumkvæði að um klukkustundarlöngum umræð- um á Alþingi um þingsköp i þvi skyni að mótmæla ákvörðun Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar, forseta sameinaðs þings, að heimila ekki Hjörleifi Gutt- ormssyni (Abl.-Al.) að ræða utan dagskrár um fund utanríkisráð- herra Norðurlanda, sem verður í Stokkhólmi i dag. Forseti sameinaðs þings sagði í lok umræðnanna, að þær hefðu farið út fyrir eðlileg mörk þing- skapaumræðna, þar sem ekki ætti að ræða um efnishlið mála. Kvaðst hann sjá ástæðu til að efna til sér- staks fundar með formönnum þing- flokkanna til að ræða um fram- kvæmd slíkra umræðna í framtíð- inni. Þeir Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) töluðu hvor um sig þrisvar sinnum við umræðumar og gagnrýndu ákvörðun forseta harðlega. Hjör- leifur Guttormsson kvað tilefni beiðnar sinnar um utandagskrár- umræðu hafa verið það, að á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna kæmi vafalaust á dagskrá nýleg samþykkt danska þjóðþingsins um skipun embættismannanefndar til að vinna að því að koma á kjam- orkuvopnalausu svæði á Norður- löndum. Vildi hann að utanríkisráð- herra heyrði sjónarmið alþingis- manna í málinu áður en hann færi á fund þar sem ákvarðanir kynnu jafnvel að vera teknar. Taldi þing- maðurinn öruggt að meirihluti al- þingismanna væri sömu skoðunar og fram kæmi í samþykkt danska þingsins. Utanríkisráðherra greindi frá því að á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í fyrradag hefði verið samþykkt að ræða ályktun danska þjóðþingsins og umræðumar á utanríkisráðherrafundinum á næsta fundi nefndarinnar á mánudag. Taldi hann því ekki við hæfí að fallast á ósk um utandagskrárum- ræðu um málið og minnti auk þess á það sem forseti sameinaðs þings hafði áður nefnt, að skýrslu sinni um utanríkismál hefði verið dreift til alþingismanna og ætlunin að taka hana til umræðu í næstu viku. Gæfist þar tilefni til að ræða sam- þykkt danska þingsins. Þingmennimir Páll Pétursson (F.-Nv.), Eyjólfur Konráð Jóns- son (S.-Nv.) og Eiður Guðnason (A.-Vl.) töldu ekki tilefni til utan- dagskrárumræðna vegna fundar norrænu utanríkisráðherranna. Benti Páll Pétursson á ályktun Alþingis í fyrra um kjamorku- vopnalaust svæði í Norður-Evrópu og sagði að utanríkisráðherra færi alls ekki nestislaus á fund starfs- bræðra sinna. Eiður Guðnason kvaðst hissa á því langlundargeði forseta, að leyfa Svavari Gestssyni að ræða efnishlið málsins undir yfirskyni þingskapa- umræðna. Til nokkurra orðahnipp- inga kom milli forseta og Svavars Gestssonar um túlkun þingskapa. Vakti forseta m.a. athygli á því, að á þessu þingi hefðu 18 sinnum farið fram umræður utan dagskrár, þar af 11 sinnum að ósk þingmanna Alþýðubandalagsins. Öryrkjar fá áfram sömu hlutfallslegu tollaeftirgjöf við bifreiða- kaup og fyrir hinar almennu tollalækkanir, en það þýðir að þeir ættu að hagnast meir en aðrir á tollalækkuninni. Tollar á bifreið- um öryrkja lækka ÖRYRKJAR munu áfram njóta sama hlutfallslega tollaafsláttar við bifreiðakaup og áður en tollar á bifreiðar lækkuðu vegna efnahagsráðstafana stjórnvalda. Þetta kom fram í svari Þor- steins Pálssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspum frá Helga Seljan (Abl.-Al.) á Alþingi í gær. Ráðherra sagði, að eftirgjöf tolla til öryrkja fæli í sér 25 þús- und kr. lækkun á hveija bifreið, sem til greina kæmi, og væri það nokkuð rýmri eftirgjöf en hlutfall öryrkja hefði verið. Fyrirspyrjandi gagnrýndi, að lækkunin næmi ekki stærri upp- hæð og taldi að nú væri forskot öryrkja við bifreiðakaup nær al- veg úr sögunni. Fjármálaráðherra sagði, að lagaheimild væri aðeins til lækkunar tolla á bifreiðum, en ekki innflutningsverði, og eðlilega væri um lægri upphæð að tefla en áður vegna hinnar almennu tollalækkunar. Skýrsla utanríkisráðherra: Aukin áherzla lögð á við- skiptahagsmuni erlendis Frumkvæði íslendinga í varnarmálum hefur vaxið MATTHÍAS Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um utanríkismál. Skýrslan samanstendur af stefnu- markandi inngangi; kafla um einstök alþjóðamál (afvopnunarmál, Genfarviðræður stórveldanna, Sameinuðu þjóðiraar o.fl); kafla um alþjóðastofnanir og svæðasamvinnu; kafla um fjarlægari heimshluta; utanrikisviðskipti (EBE, EFTA, Efnahags- og framfarastofnunina OECD, Gatt-samkomulag um tolla o.fl.); þróunarsamvinnu, öryggis- og varaarmál (varnarstefnu NATO, þátttöku í störfum hermála- nefndar, eftirlits- og varnarhlutverk o.fl.); hafréttarmál (hafsbotns- málefni, hvalveiðimál, Norður-Atlantshafslaxveiðistofnun, veiðar annarra þjóða við ísland o.fl.) og loks um utanríkisþjónusta sem slíka. Hér fer á eftir inngangur skýrsl- sem framkvæmd verði tryggð með unnar en henni verða gerð nánari skil á þingsíðu blaðsins síðar. „Ráðherraskipti urðu í utanríkis- ráðuneytinu 24. janúar sl. Ég tók þá við embætti utanríkisráðherra af Geir Hallgrímssyni, sem gegnt hafði embættinu frá því að núver- andi ríkisstjóm tók við völdum 26. maí 1983, eða í rúm tvö og hálft ár. Við ráðherraskiptin lýsti ég yfir óbreyttri stefnu ríkisstjómarinnar í utanríkismálum. Sú steftia kemur fram í yfirlýsingu stjómarflokk- anna um utanríkismál, sem hér fer á eftir: Meginmarkmið utanríkisstefnu íslendinga er að treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóðar- innar. Það verði m.a. gert með þátt- töku í norrænu samstarfi, vamar- samnstarfí vestrænna þjóða, al- þjóðasamvinnu um efnahagsmá, starfi Sameinuðu þjóðanna og stofnana, sem þeim em tengdar. Á alþjóðavettvangi beiti ísland sér fyrir aukinni mannúð, mannréttind- um og friði. Stefna íslands í afvopnunarmál- um miðist við að stuðla að gagn- kvæmri og alhliða afvopnun, þar alþjóðlegu eftirliti. Standa þarf vörð um fyllstu rétt- indi íslands innan auðlindalögsög- unnar og réttindi landsins á hafs- botnssvæðunum utan hennar verði tryggð svo sem alþjóðalög frekast heimila. Þá lýsti ég því yfír, að áfram yrði haldið því fmmkvæði íslend- inga í öryggis- og vamarmálum, sem hafist var handa um i tíð for- vera míns. Við ráðherraskiptin gerði ég jafnframt grein fyrir nokkmm þeim verkefnum, sem ég hygðist beita mér fyrir í störfum mínum í utanríkisráðuneytinu, sér- staklega að því er varðar þjónustu vegna útflutnings. Mér þykir eðli- legt að víkja að helstu atriðunum í upphafi þessarar skýrslu. I fyrsta lagi tel ég rétt, að sendiráðin verði efld til að sinna í auknum mæli viðskiptahagsmunum íslendinga erlendis. í samvinnu og samráði við viðskiptaráðuneytið og hið fyrirhugaða Útflutningsráð ís- lands verði gert átak í kynningar- og markaðsmálum, þar sem sendi- ráð íslands gegni mikilsverðu hlut- verki. Utanríkisþjónustan verði aðlöguð stefnuatriðum, sem fram koma í stjómarfrumvarpi um hið fyrirhugaða Útflutningsráð og ráðnir verði sérstakir viðskiptafull- trúar við það sendiráð, sem þurfa þykir. Utanríkisráðuneytið hafði áður hafið samvinnu við Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins um mark- aðsfulltrúa erlendis. f öðru lagi verði unnið að mörk- un framtíðarstefnu gagnvart mjög auknu stjómmálalegu og efnahags- legu samstarfí ríkja Efnahags- bandalags Evrópu. Sérstaklega þarf að kanna frekara samstarf Islands og EBE um viðskiptamál þar sem hliðsjón verði höfð af yfirlýsingu EBE- og EFTA-landanna í Lúxem- borg í apríl 1984. Fyrsta skref í þá átt er að efla skrifstofu fastafull- trúa okkar hjá Evrópubandalaginu. Nauðsynlegt er að viðskiptaástæð- um af fylgjast mjög náið með mál- efnum bandalagsins af hálfu okkar íslendinga, en helmingur utanríki- sviðskipta okkar er nú við banda- lagið eftir að Spánn og Portúgal hafa gerst aðilar af því. í þriðja lagi verði gerð sérstök athugun á fyrirkomulagi utanríkis- og viðskiptaþjónustu okkar í Asíu og með hvaða hætti auka megi viðskipti okkar þar. Japansmarkað- ur er nú þegar þýðingarmikill markaður fyrir íslenskar afurðir og framleiðslu og þar em taldir vera miklir framtíðarmöguleikar. Sama máli gæti einnig gegnt um fleiri ríki í Asíu. Einnig er horft til aukins samstarfs við Japani á sviði orku- vinnslu og hátækni. Frá lokum síðari heimsstyijaldar hafa hernaðar- og öryggismál sett sterkan svip á umræður um al- þjóðamál. Hin síðustu ár hafa þó alþjóðaefnahagsmál rutt sér æ meir til rúms sem mikilvægur þáttur alþjóðamála. Efnahagsástand í heiminum hefur ekki aðeins áhrif á afkomu einstakra ríkja, heldur tengjast efnahags- og öryggismál margvíslegum og óijúfanlegum böndum. Utanríkisviðskipti eru snar þáttur alþjóðaefnahagsmála. Mikil- vægur þáttur í starfsemi utanríkis- þjónustunnar á næstu árum verður fjölþætt markaðssókn í samvinnu við aðra aðila, svo og hagsmuna- gæsla vegna nýrra og breyttra viðhorfa. Ég gat þess, að frumkvæði ís- lendinga í öryggis- og vamarmálum hefði aukist í tíð forvera míns. í eðlilegu framhaldi þess hef ég lagt til í ríkisstjóminni, að gerð verði úttekt á „innra öryggi" þjóðarinnar. Þar er öðm fremur átt við vamir gegn alþjóðlegum hryðjuverkum, svo og gegn ólöglegri upplýsinga- starfsemi. Fyrirbyggjandi ráðstaf- anir gegn slíkum verkum þarf að gera, svo og áætlanir um viðbúnað ef slík mál koma upp. Sú tillaga, sem ríkisstjómin hefur nú til með- ferðar, felur í sér skipun nefndar til að meta stöðu þessara mála. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um hvemig yfírstjóm og samræm- ingu ráðstafana til eflingar innra öryggis skuli fyrir komið í stjóm- kerfínu, hvert skuli vera verksvið hvers þeirra aðila er sinna þessum málum, svo og að meta þörfína á sérstökum reglum um samskipti embættismanna og annarra opin- berra starfsmanna við erindreka erlendra ríkja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.