Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 6
6 M0RGUN3LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 Grasrótar- útvarp Svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis hefir að mínu mati tekið jákvæða stefnu undanfarið en svæðisútvarpið hefir breyst í nokk- urskonar fréttaútvarp er segir hlust- endum fréttir af Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Starfsmenn svæðisútvarps- ins hér syðra hafa þar með lokið upp einskonar dagbók er greinir frá við- burðum líðandi stundar á suðvestur- homi eykrílisins. Þá kveðja þeir svæðisútvarpsmenn gjaman til fólks hér af svæðinu er starfar sérstaklega með borgarmálefni eða velferðarmál íbúanna almennt. Þannig var einn daginn rætt við yfírverkfræðing umferðardeildar um umferðarljós og í fyrradag var rætt við formann ný- stofnaðs framfarafélags íbúa á Ár- túnsholti. Sá ágæti maður skýrði frá því að senn hæfist fundur í Árbæjar- skóla um málefni hins nýsprotna hverfis á Ártúnsholti og væri þangað boðið borgarfulltrúum og borgar- stjóra. Þá lýsti hann í örfáum orðum helstu baráttumálum hverfisbúa en þar ber hæst byggingu skóla. í þessu sambandi varð mér hugsað til annars nýreists hverfis Grafar- vogshverflsins, en þar hefir af mikl- um myndarskap verið staðið að allri gatnagerð, og skólinn var reistur nánast á augabragði úr forsteyptum einingum. Slíkt ber vissulega að þakka en þó vil ég benda okkar dugmikla borgarstjóra á að það vatn- ar enn gæsluvöll í hverfið, þannig eru hópar smábama í stöðugri lífshættu vegna opinna grunna og skurða er fyllast gjaman af vatni í rigningum. Þá vil ég benda Borgarstjóm Reykja- víkur á að skreppa einhvem góðan veðurdag inní Grafarvog og horfa þaðan frá íbúðabyggðinni yfir til iðnaðarsvæðisins á hálsinum. Þar mætti vissulega fegra umhverfið til dæmis með tijágróðri og ekki trúi ég því að iðnaðarhúsnæði verði byggt alveg niður í voginn. Ef af þeim framkvæmdum verður væri svo sann- arlega hægt að tala um skipulagsslys. En ég minnist nú á þetta hverfi hér í fjölmiðladálki af þeirri einföldu ástæðu að ég þekki þar vel til og get því bent þeim svæðisútvarpsmönnum á verðug íhugunarefni. Hvemig væri annars Sverrir Gauti og félagar að ræða reglulega við forystumenn íbúa- samtaka höfuðborgarinnar og gefa þeim þar með færi á að koma hug- myndum sínum á framfæri við yfir- völd. Ég held að það sé óskaplega mikilvægt fyrir íbúa hinna einstöku borgarhverfa, ekki síður en fyrir borgaryfirvöld að góð samvinna náist um framkvæmdir í hverfunum. Dett- ur mér í hug í þessu sambandi hvort það væri svo vitlaus hugmynd að stofnað yrði einskonar hverfisráð hér í höfuðborginni. Einn fulltrúi yrði í ráðinu frá hveiju borgarhverfi og ættu ráðsmenn kost á því að hitta reglulega yfirmenn borgarinnar til skrafs og ráðagerða. Ég veit til þess að til dæmis í Bandaríkjunum em hvers konar íbúasamtök mjög áhrifa- rík og hafa reyndar oft meiri áhrif í vissum málum en æðstu yfirvöld þannig segir John Naisbitt í bók sinni Megatrends: Lykillinn að valddreif- ingu í nútímasamfélaginu byggist á starfsemi grasrótarsamtaka Staðbundnar aðgerðir slíkra samtaka hafa oft varanlegust áhrif. Hér á Naisbitt vafalaust við að í Bandaríkj- unum leggja hverfasamtök ekki bara áherslu á að hafa áhrif á borgaryfir- völd, heldur annast þau sjálf ýmsa félagslega þjónustu í viðkomandi hverfi til dæmis safna þau í sjóð er kaupir leiktæki handa unga fólkinu og einnig er hugsað um gamla fólkið og jafnvel eru dæmi um að hverfa- samtök í Bandaríkjunum flikki uppá ljótar byggingar. Þessi mál mætti gjaman ræða í „hverfisútvarpinu" okkar ágæta sem mætti reyndar varpa til allra landsins bama á rás 1. Én það er nú önnur saga. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ SJÓNVARP Cliff Richard í barnaútvarpinu Að venju verður fyrri hluti þáttarins helgaður tónlist og að þessu sinni verður fjallað um söngvarann Cliff Richard, sagði stjómandi þáttarins, Kristín Helga- dóttir. Það verður sagt frá æviferli hans og leikin nokkur lög hans sem slegið hafa í gegn. Síðan verður 10. lestur hinnar ágætu framhaldssögu, Drengur- inn frá Andesfjöllum eftir Christine von Hagen, sem Þorlákur Jónsson þýddi og er það Viðar Eggertsson sem les. Leikin verða nokkur vinsælustu lög Cliff Richards í barnaútvarpinu á rás eitt i dag. Starfsemi Mannfræðistofnunar Háskóla íslands verður kynnt kl. 19.45 á rás eitt í kvöld. Starfsemi Mannfræðistofnunar ■■ Dr. Jens Ó. P. 45 Pálsson kynnir starfsemi Mann- fræðistofnunar Háskóla ís- lands í þættinum Frá rann- sóknum háskólamanna á rás eitt í kvöld. „Ég mun flytja stutt yfirlit yfir starf- semi stofnunarinnar frá því að hún tók til starfa árið 1975,“ sagði Jens er Mbl. innti hann eftir efni þáttarins. „Aðalverkefni Mannfræðistofnunar er að annast mannfræðirann- sóknir á íslendingum, eftir líkamseinkennum fyrst og fremst. Það eru þrír auk mín sem starfa á Mann- fræðistofnun en þar er safnað og unnið úr ýmsum gögnum varðandi erfðaein- kenni Islendinga, s.s. mæl- ingum á hæð, þyngd, hára- og augnlit, svo nokkuð sé nefnt. Þess má geta að athuganir Mannfræði- stofnunar benda til þess að Islendingar séu skyldari Skandinavíubúum en írum,“ sagði Jens. Á Þverá stendur enn gamall og merkilegur torfbær, í honum var Kaupfélag Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins, stofnað árið 1882. Laxárdalur fyrr á tímum ■■ Sveitin mín, 30 þáttur frá Akur- ““ eyri í umsjón Hildu Torfadóttur, er á dagskrá rásar eitt í kvöld. „Þetta er fyrri þáttur af tveim um Laxárdalinn," sagði Hilda í samtali við Mbl. „Ég spjalla við Gunn- laug Gunnarsson bónda í Kasthvammi í Laxárdal um sveitina hans, Laxárdalinn, og rifjar hann upp ýmislegt frá fyrri tímum. Það er stiklað á stóru - byijað á því að lýsa landsháttum og svo farið út í eitt og annað. Þama eru margir merki- legir staðir, s.s. Þverá þar sem Kaupfélag Þingeyinga var stofnað, og er fjallað um þann stað og ýmislegt sem tengist honum. Við ræðum einnig um ungmennafélagshreyfíng- una, félagsmál og hvað fólk gerði sér til skemmtunar í gamla daga. Einnig les ég úr bók sem heitir Atthagar og er eftir Huldu, sem er frá Auðnum í Laxárdal." ÚTVARP y MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Katrín og Skvetta" eftir Katarinu Taikon. Einar Bragi les þýðingu sína (9). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Val- borg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólaf- ur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 14.00 Miðdegissagan „Skáldalíf í Reykjavík" eftir Jón Óskar. Höfundur les fyrstu bók: „Fundnir snilling- ar" (7). 14.30 Miðdegistónleikar. Tón- list eftir Richard Wagner. a. „Hollendinguririn fljúg- andi", forleikur. Parísar- hljómsveitin leikur; Daniel Barenboim stjórnar. b. „Die First ist um", aría úr sömu óperu. Simon Estes syngur með Ríkishljómsveit- inni í Berlín; Heinz Fricke stjórnar. c. Kór og hljómsveit Bayre- uth-hátíðarinnarflytja kórlög úr „Hollendingnum fljúg- andi" og „Tannháuser"; Wilhelm Pitz stjórnar. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örni Ingi. (Frá Akureyri.) 15.45 Tilkynningar.Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Sinfónía í d-moll eftir César Franck. Concertgebouw- hljómsveitin í Amsterdam leikur; Edo de Waart stjórn- ar. 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 6. apríl. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Segðu mér sögu, erlent ævintýri i þýðingu Þorsteins frá Hamri. Brynhildur Ing- varsdóttir les, myndir gerði Kristin Ingvarsdóttir. Lalli leirkerasmiður, teikni- myndaflokkur frá Tékkóslóv- akíu. Þýðandi Baldur Sig- urðsson, sögumaður Karl Ágúst Úlfsson. Ferðir Gúllí- 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Drengurinn frá And- esfjöllum" eftir Christine von Hagen. Þorlákur Jóns- son þýddi. Viðar Eggerts- son les (11). Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu -Sjávar- útvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Magnús Guð- mundsson. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum há- skólamanna. Jens Pálsson kynnir starfsemi Mann- fræðistofnunar Háskóla Is- lands. MIÐVIKUDAGUR 9. apríl vers, þýsk brúðumynd. Sögumaður Guðrún Gisla- dóttir. 19.50 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Smellir. David Bowie — siðari hluti. Umsjónarmenn: Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason. 21.20 Álíðandistundu. Þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eða þaðan sem atburöir líðandi stundar eru 20.20 Hálftíminn. Elín Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Samú- el Örn Erlingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Ingólf- urHannesson. 20.50 Tónmál. Umsjón: Soffía Guðmundsdóttir. (Frá Akur- x eyri.) 21.30 Sveitin min. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarövík. 23.00 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. að gerast ásamt ýmsum innskotsatriöum. Umsjónar- menn: Ómar Ragnarsson, Agnes Bragadóttir og Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsendingar og upp- töku: Óli Örn Andreassen og Tage Ammendrup. 22.30 Óskarsverölaunin 1986. ‘ Bandarískur sjónvarpsþátt- ur frá afhendingu óskars- verðlauna fyrir kvikmynda- gerð og leik. Þýðandi Vetur- liði Gunnarsson. 00.00 Fréttir í dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé 14.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00 Núerlag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar í þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.