Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 19 „Þeir væru vísir að sofa til morguns ...“ ÞAÐ GENGUR á ýmsu í veiði- ferðum eins og dæmin sanna og óhætt að segja að létt sé tekið á málum oft og tíðum. Settar eru reglur í æðstu kontórum um að klukkan þetta megi veiða en ekki klukkan hitt. Menn fara ekki nákvæmlega eftir þessu en samt eru engin lög brotin strangt til tekið, því maðurinn sem veiddi til klukkan tiu mínútur yfir eitt, hann var ekki kominn niður að á fyrr en rúmlega átta. Hvernig taka ætti á máli þvi sem hér verður sagt frá verður hins vegar látið liggja milli hluta. Nafnleynd verður viðhöfð ef vera skyldi að frásögnin kæmi illa við einhvern. Vettvangurinn er Gljúfurá og harðsnúinn flokkur vaknar í bítið um morguninn og býst til að fara á veiðar. Vinimir komu í hús kvöldið áður, þreyttir mjög og lögðust til hvílu. Það var hvorki gleðskapur eða veiðiskapur. Veiðin gekk vel um morguninn. Þeir fóru til hylja sem þeir þekktu frá fomu fari og drógu allir nokkra laxa. Undir há- degið var farið að súpa á vasapelum með og í hádeginu var lagaður mikill réttur og meira sopið með. í hléinu vom sagðar veiðisögur eftir matinn og fyrir kaffíð, meðan á kaffínu stóð og aðeins fram yfír það. Og mikið sopið og ekki bara kaffí. Um klukkan fímm ákváðu menn að leggja sig aðeins til svona sex og safna kröftum á ný áður en reynt yrði að veiða síðustu klukku- tíma veiðidagsins. Skriðu menn nú í kojur og vora flestir eða allir all slompaðir. Svo vaknar einn og lítur á klukkuna. Hún var sex. Hann drattaðist fram úr og reyndi að vekja vini sína en það var honum lífsins ómögulegt hvað sem hann reyndi og var hann þó ekki mjúkhentur. „Jæja, svo þeir vilja hafa það svona, þeir um það,“ hugsaði vinurinn og fór í gallann. Uti var skuggsýnt, lágskýj- að og ringingarúði. Veiðimaðurinn ákvað að renna smástund í Hús- hylnum og athuga svo aftur hvort félagamir reyndust auðveldari við- ureignar. Hálftíma seinna hafði veiðimaður landað laxi og var bara ánægður, hélt aftur upp í hús og gerði harða hríð að félögum sínum með litlu meiri árangri en fyrr. Hann kíkti aftur út, var að spá í hvort hann ætti ekki að taka einn bílinn og halda upp með á, það þýddi ekkert að vera að púkka upp á þessa veiðifélaga, þeir væra vísir að sofa til morguns. Þá tók veiðimaður eftir því sem honum þótti með ólíkindum, að þótt nær dragi kveldi, þá birti eigi að síður á himni. Hann drap tittlinga og gekk úr skugga um að þetta væri ekki missýn. Svo tók það hann nokkra stund að átta sig á hlutun- um. Vísir að sofa til morguns, hafði hann hugsað um veiðifélaga sína. Það var einmitt það sem þeir höfðu gert allir sem einn. SVFK gefur út félagsblað sitt STANGVEIÐIFÉLAG Keflavík- ur hefur sent frá sér fyrsta tölu- blað fjórða árgangs af félags- blaði sínu og er það að vanda snyrtilegt rit. Blað það sem um ræðir sver sig ekki í ætt við þau tímarit sem koma út um veiðiskap hér á landi, Veiði- manninn, Sportveiðiblaðið og Á veiðum, heldur er það hugsað frem- ur sem tengiliður félagsmanna SVFK við félag sitt. Er það og málgagn þeirra og vel heppnað sem slíkt. Blaðið hefst á inngangsorðum Sigmars Ingasonar og því næst er veiðistaðakynning Sigurþórs Þor- leifssonar og lýsir hann þar nýju veiðisvæði félagsins að Hömram í Grímsnesi, vatnsmót Brúarár og Hvítár. Þá er grein Guðna Guð- bergssonar um kenningar norskra vistfræðingsins Hans Nordengs og Sigurður Pálsson ritar grein því næst sem heitir „Villtir laxastofnar era í hættu" og er óhætt að segja að tengsl séu milli innihalds þeirrar greinar og kenninga fyrrgreinds Norðmanns. I blaðinu getur einnig að líta aðra veiðistaðakynningu, Sigmar Ingason lýsir Heiðarvatni í Mýrdal og sumarhúsaaðstöðu sem félagið hefur komið þar upp. Auk skýrslna og frétta er að lokum hugleiðing um veiðimál eftir Friðrik Sigfússon. Akureyri: Stórslysaæfing í Slippstöðinni Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Frá Almannavarnaæfingunni á athafnasvæði Slippstöðvarinnar hf. á Iaugardagsmorgun. „Slasaðir“ bornir á brott. NAMSKEIÐ í stjórnun og skipu- Iagningu björgunar úr stórslys- um var haldið á Akureyri um helgina. Námskeiðið stóð í fjóra daga og siðasta daginn, laugar- dag, var sett á svið stórslys á athafnasvæði Slippstöðvarinnar hf. þar sem björgun var æfð. Þátttakendur á námskeiðinu vora um 20 talsins, frá lögreglu, Hjálpar- sveit skáta, slökkviliði og Flug- björgunarsveitinni. Slysið var sett á svið til að þjálfa menn í stjómun og skipulagningu á björgunar- aðgerðum. Ekki var lögð sérstök áhersla á að verkið gengi sem skjót- ast fyrir sig — fyrst og fremst var lögð áhersla á að skipulagningin tækist vel. Að sögn aðstandenda námskeiðs- ins tókst það mjög vel og sögðust menn hfa lært mikið á þvi. „Slysið" var þannig að sprenging átti að hafa orðið og lágu 20 „slas- aðir“ í skipi sem er í smíðum í smíðaskemmu. Reynt var að hafa allt sem eðlilegast — „hinir slösuðu" vora með gervisár, þeir vora bomir af vettvangi í böram og sjúkrabif- reiðir fluttu þá á brott. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru starfsmenn Almannavama ríkisins og fleiri sérfræðingar. NÝTT NÁMSKEEÐ pjónusta SAUOGNOMISTA IVERSLUN Á undanfömum árum hefur samkeppni smá- söluverslana fariö harönandi og kröfur neyt- enda aukist. Kaupmenn verða því aö tryggja að starfsmenn þeirra veiti eins góða þjónustu og auðið er. Vegna eindreginna óska hefur Stjórnunarfélagið skipulagt námskeið fyrir afgreiðslufólk og þjónustuaðila. Námskeiðið mun veita innsýn í (Djónustuheim verslunar og örva umræður, þannig að starfsmenn geti tek- ist á við verkefni af meiri skilningi og veitt betri þjónustu. Efni: Smásöluverslun •Vöruþekking • Útstillingar og uppröðun • Vörukynningar • Sölumennska í mörkuðum • Neytendaþjónusta • Neytendaatferli • o.fl. Þátttakendur: Námskeiðiðer sniðið að þörfum starfsfólks í verslunum og ætlunin er að gefa öllum sem hafa áhuga á neytendaþjónustu, innsýn í heim verslunar. Tími oq staður: 14.-16. apríl kl. 9.00-13.00 Ánanaustum 15. Leidbeinandi: Haukur Haraldsson, söiu- og markaðsráðgjafi. /fa, Stjórnunarfélag íslands SSú Ánanaustum 15 • Sími: 621066 Vegna mikillar eftirspurnar AUKAFERÐ fyrir ELDRI BORGARA Brottför 6. maí — 3 vikur. Verð frá kr. 29.600,- Fararstjóri Rebekka Kristjánsdóttir. Hjúkrunarfræðingur á staðnum. ____________ <9TCO<VTM< FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.