Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1986 39 Mömmuhópurinn í öllu sínu veldi. Einarsson og kom glampi í augun á krökkunum af hrifningu þegar minnst var á hann. En hvað er framundan hjá félaginu? Jú, stórt verkefni á 17. júní uppákomu á Norrænu leiklistarhátíðinni sem verður í sumar í Reykjavík. Það er því nóg um verkefnin og áður en röltarinn rölti út í miðbæjarös- ina sögðu krakkamir honum að þau tækju opnum örmum á móti ölium nýjum félögum, fólki sem væri tilbúið að skemmta sér og öðrum ærlega. Að lokum fékk röltarinn símanúmer Galdralofts- ins uppgefið, í þeim síma er að finna allar upplýsingar um hryll- ings- og sakamálaleikritið Myrkur og um „Veit mamma hvaðég vil?“ Síminn er 24650. Þá yfirgaf rölt- arinn loksins skemmtilegan fé- lagsskap þeirra „mömmukrakka" og hélt brosandi heim á leið. Röltarinn ætlar svo sannarlega að hafa augun og eyrun opin fyrir leikhúsi unga fólksins, „Veit mamma hvað ég vil?“. Lcikhópur MS var með sýningu á Lýsiströtu. MH - Félagslíf Hvert eiga Stuðmenn rætur sínar að rekja? Hvar er starfræktur einn besti kór landsins? Hvar ræður Omólfur Thorlacius ríkjum? Svarið við öllum þessum spurningum er aðeins eitt: Menntaskóiinn við Hamrahlíð. Röltarinn ákvað að beina sjónum sínum og ykkar að þessum glæsta skóla í dag og þess vegna hafði hann samband við svarthærðan glaumgosa og mömmustrák, Vilhjálm Hjálmarsson yngri, og spurði hann nánar út í skólann, félagslífið og uppbyggingu skólakerfisins. Að sjálfsögðu byijaði hann á félagslífinu. Vilhj.: Félagslífið í MH er eftir kerfi sem kallast píramídabygging. Byggist það á því að hinn almenni nemandi sé sem virkastur, nemend- ur stjómi félagslífi sínu saman. Toppurinn í félagslífinu er Nem- endastjómin. Hana skipa sex mann- eskjur sem em: Forseti, gjaldkeri, ritari, framkvæmdastjóri, skóla- stjómarfulltrúi og gjaldkeri skemmtiráðs. Framkvæmdastjórinn er yfir framkvæmdastjóm sem í em fulltrúar lista, málfunda og íþrótta- félags. Þessi félög stjóma síðan enn minni einingum sem em mjög mis- munandi ár frá ári. Sem dæmi má nefna að leiklistarklúbbur, mynd- listarklúbbur og tónlistarklúbbur em allir undir handarjaðri listafé- lags. Rölt.: En Skemmtiráð, hvað er það? Vilþj.: Skemmtiráð er skipað fímm manneskjum og er hlutverk þeirra að sjá um böllin, jamberingar (sem er busavígslan í MH) Jóhann- esarvöku, árshátíð, jólaskemmtun og óráðinn fjölda skemmtikvölda. í skemmtiráð er kosið listakosningu. Rölt.: Já, hvenær er kosið? Vilhj.: Kosningar fara fram að vori, nema busakosningar sem fara fram að hausti og um jól. Rölt.: hvemig er mórallinn meðal nemenda? Vilhj.: Mórallinn er ekki nægi- lega góður að mínu matij a.m.k. mætti hann vera betri. Astæðan held ég að sé sú staðreynd að nemendur ráða einfaldlega ekki við þetta opna kerfi, þeir skilja ekki að félagslífíð byggist á þeim sjálf- um. Það er mjög erfítt að virkja fólkið. Við getum náð upp góðri stemmningu en herslumuninn vant- ar. Samt finnst sumum að andinn sé á uppleið og ég vona að það sé rétt. Lísa í Kvennaskólanum Lisa í Undralandi hefur mikla þýðingu fyrir marga. Sagan af iitlu stelpunni og draumaheiminum hennar hefur heillað margan manninn frá þvi að hún var samin. Það vakti þvi strax áhuga röltarans að heyra að nemendur hinnar rótgrónu menntastofnunar, Kvennaskól- ans, væru með samnefnt leikrit á dagskrá hjá sér. Hann hringdi i Önnu Vigdisi Gísladóttur, einn leikaranna, og var spurull. Rölt.: Hvaða leikrit er þetta? Anna V.: Lísa í Undralandi, ádeila á nútímaþjóðfélag og þá þró- un að allir séu að verða eins. Höfuð- persónan er að sjálfsögðu Lísa, en þó er upprunalegu útgáfunni fylgt að mjög litlu leyti. Þannig eru persónur mikið þær sömu en sögu- þráðurinn er allt annar. Þetta er leikrit sem býður upp á margt, svo sem grín og glens en einnig mikla sorg. Rölt.: Hvað eru margir leikarar? Anna V.: Leikarar eru ellefu. Rölt.: Hver er leikstjóri? Anna V.: Ásdís Skúladóttir, leik- arim.rn. Rölt.: Hvemig hafa sýningar gengið? Anna V.: Við höfum bara sýnt tvisvar vegna veikinda en nú ætlum við að kýla á sýningar á næstunni. Við höfum sýningar á föstudag, sunnudag og mánudag að öllu óbreyttu. Annars getur fólk hringt í síma 28077 eða 13819 og fengið upplýsingar. Miðinn kostar bara 200 krónur. Rölt.: Eitthvað að lokum? Anna V.: Já, við tökum vel á móti öllum. Stólamir em þægilegir, sýningin skemmtileg og kökumar góðar. Sýningin sjálf byijar kl. 20.30 en við byijum að bera fram veitingar kl. 20.00. Annars hlökk- um við bara til að sjá alla sem vilja koma. t Að þeim orðum töluðum kvaddi röltarinn Önnu Vigdísi og er ákveð- inn f að sjá Lísu f Undralandi nk. föstudagskvöld. Hvers vegna kem- ur þú ekki líka? uppákomu eitt kvöld, einu sinni á ári. Þessi viðburður var nefndur „Á Herranótt". Þetta nafn hélst æ síðan og þegar leikstarfsemi pilta hófst fyrir alvöm þá festist þetta nafn á leikfélaginu. Rölt.: Hvað hafði „Herranótt" til sýningar þetta árið? Sæm.: Það var leikrit sem var samið sérstaklega fyrir okkur af Sigurði Pálssyni og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði. Leikritið heitir „Húsið á hæðinni eða hring eftir hring". Rölt.: Var leikritið sérsamið fyrir ykkur? Sæm.: Já. Við fengum þessa snjöllu hugmynd að setja upp leik- rit í tilefni af 160 ára afmæli skólans annarsvegar og 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar hins- vegar. Við fengum fjárstuðning frá borginni annars hefði þetta ekki verið mögulegt. Leikritið er eiginlega úrdráttur úr sögu skól- ans. Byijað er á einskonar forleik úr Hólavallaskóla en síðan flakka sögugyðjan og söguandamir úr einum tíma í annan. Þau rifja upp uppreisnina gegn Sveinbimi Eg- ilssyni 1850, kíkja á skáld og aðra merkismenn frá því um 1900, stökkva svo til millistríðsár- anna og fylgjast með kommum og nasistum, líta svo á bítlaárin og enda síðan nákvæmlega á deginum í dag á leiksýningu „Herranætur" í félagsstofnun stúdenta. Það má því með sanni segja að það sé byrjað á byijuninni og endað á endinum. Rölt.: Emð þið hætt að sýna? Sæm.: Já, við emm hætt. En samt er ýmislegt á pijónunum svo þeir sem ekki komust til að sjá sýninguna ættu ekki að örvænta. Að þeim orðum töluðum kvaddi röltarinn Sæmund Norfjörð, og þakkaði pent fyrir skemmtilegt spjall. „Leyndar- dómar leik- hússins" Leiklistaráhugi íslendinga er enda- laus, gjörsamlega endalaus. Við leik- um sjálf, eltumst við sýningar óteljandi atvinnu- og áhuga- leikhópa og glápum á leikrit í kassa þeim er kenndur er við imba. Röltarinn hef- ur ekki farið var- hluta af þessum áhuga. Þess vegna hefur hann tekið nokkur viðtöl við fólk sem stússast í leiklistinni. Viðtöl um leikhúsin þeirra. Því miður er ekki pláss fyrir fulltrúa allra hinna fjöl- mörgu sýninga skóla og leikhópa en það næst vonandi Leikklúbbur Kvennó frá slðasta ári. Kemur vonandi ekki að sök. seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.